Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MaRZ 1976
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmk Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Hagsmunir borgarsjóðs
og borgarbúa hinir sömu
Fjárhagsáætlun borgar-
sfóðs og borgarstofnana
var til ;. marrar umræðu i
borgarstjórn Reykjavikur í gær.
Meiri tiluti borgarstjórnar,
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins, stóðu að verulegum
breytingartillögum við upphaf-
legt frumvarp að áætlun Breyt-
ingartillögurnar eru þríþættar. í
fyrsta lagi nauðsynlegar breyt-
ingar vegna nýrra laga um
verkefnatilfærslu frá riki til
sveitarfélaga í öðru lagi vegna
launabreytinga i kjölfar nýrra
kjarasamninga. í þriðja lagi eru
breytingar á nokkrum rekstrar-
og styrkjaliðum til samræmis
víð endurskoðun á tekju- og
útgjaldaáætlun borgarinnar.
Ný löggjöf um verkefnaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga eyk-
ur útgjöld Reykjavikurborgar,
vegna aukinna verkefna að lög-
um, um a.m.k. 205 m. kr. A
móti kemur hækkaður sölu-
skattshluti borgarinnar, 1 79
m. kr., svo áhrif þessarar lög-
gjafar hefur neikvæð áhrif á
fjárhagsstöðu borgarsjóðs sem
nemur 25 m. kr. á árinu.
Önnur aðalbreyting á frum-
varpinu á rætur i launa-
hækkunum, sem rætur eiga í
hækkun kaupgjaldsvisitölu 1
desember 1975, sem metin er
á 1 2 m. kr.; vegna nýrra samn-
inga ASÍ og vinnuveitenda,
sem metin er á 221.5 m kr.;
og áætlaðra launahækkana hjá
borgarstarfsmönnum, sem
væntanlega verða hliðstæðar
því sem um semst við rikis-
starfsmenn.
í þriðja lagi er veruleg út-
gjaldaaukning áætluð vegna
ýmissa rekstrar- og styrkjaliða,
sem nánari grein er gerð fyrir i
ræðu borgarstjóra, Birgis ísl.
Gunnarssonar, sem birt er í
Morgunblaðinu í dag Samtals
hækka rekstrarliðir borgarsjóðs
um 1 20.4 m. kr. og styrkjaliðir
um 36.9 m kr , sem m.a.
stafar af hækkuðum styrkjum
til íþróttastarfsemi.
Sá útgjaldaauki, sem nú er
fyrirsjáanlegur, umfram það,
sem gert var ráð fyrir i upphaf-
legu frumvarpi að fjárhags-
áætlun borgarinnar, gerir nokk
urn samdrátt í framkvæmdum
borgarinnar óhjákvæmilegan
Slikur samdráttur er nauðvörn,
sem ytri aðstöður knýja fram,
en traust fjármálastjórn og rétt
viðbrögð á þrengingartímurr
þjóna bezt hagsmunum borgar
búa þegar til lengri tíma er litið
Þessi samdráttur verður eflaust
nýttur af minnihluta borgar-
stjórnar til að aJa á óánægjt
vegna ýmissa nauðsynlegra
framkvæmda, sem biða verða
um sinn. I því efni verður að
treysta á heilbrigða dómgreind
hins almenna borgara, réttsýni
og mat á ríkjandi efnahags-
aðstæðum
Fjárhagsáætlunin gerir ráð
fyrir að útsvör verði sama hlut-
fall af tekjum skattborgara og á
sl. ári, þ e. er nýtt verði
heimildarákvæði í tekjustofna-
lögum um 10% álag á útsvör
með sama hætti og á sl ári.
Hlutfall útsvara í heildartekjum
borgarsjóðs verður þó lítið eitt
lægra en á sl. ári; verður
51.3%, var 53.2%, lækkun
tæplega 2.0%. Niðurstöðutöl-
ur í tekjuáætlun borgarsjóðs
hækka um 30.8% frá fyrra ári,
en rekstrarútgjöld um 37 5%,
sem hlýtur að teljast hóflegt,
miðað við verðbólguvöxt á
liðnu ári, að viðbættum þeim
launahækkunum, sem nýir
samníngar gera ráð fyrir á yfir-
standandi ári Afgangur sam-
kvæmt rekstraráætlun verður 2
milljarðar 295.4 m kr., sem er
hækkun um 61.5 m. kr. eða
17%. Hlutfall framlaga til
eignarbreytinga i heíldarút-
gjöldum lækkar því lítillega frá
þvi, sem gert var ráð fyrir i
upphaflegu frumvarpi, eða úr
30.5 í 29.3%.
Borgarstjóri, Birgir ísleifur
Gunnarsson, sagði fjárhags-
áætlun borgarinnar bera svip af
þeim efnahagsörðugleikum,
sem nú eru í þjóðfélaginu. Ekki
væri hægt að ganga eins langt
í framkvæmdum og þjónustu
við borgarana, eins og æski-
legast hefðí verið og þörf væri
á. Ýmsum framkvæmdum yrði
að fresta illu heilli, vegoa ytri
orsaka, því umfram allt væri
nauðsynlegt að haga stjórn
fjármála borgarinnar á þann
veg, að hún gæti á hverjum
tíma staðið við skuldbindingar
sínar. Ætíð væri þörf að standa
vörð um traustan fjárhag
borgarinnar. en aldrei fremur
en á þrengingartímum í efna-
hagsmálum. Sjálfsagt sæktu
þær freistingar á ýmsa borgar-
fulltrúa, að flytja tillögur um
vinsælar framkvæmdir, sem
ekki væri fjárhagslegur grund-
völlur fyrir i bili, en ábyrgð og
fyrirhyggja yrði að ráða ferð, ef
tryggja ætti til frambúðar
traustan fjárhag borgarinnar.
Þrátt fyrir allt yrði ráðist í veru-
legar framkvæmdir á árínu,
eða fyrir á þriðja milljarð króna,
en sníða þyrfti þeim stakk eftir
greiðslugetu borgarinnar.
Borgarstjóri sagðí að lokum,
að fjárhagur borgarsjóðs væri
nú góður, en traust fjármála-
stjórn væri sá grundvöllur, sem
áframhaldandi framkvæmdir í
þágu borgarbúa og nauðsynleg
þjónusta hvíldi á. Þennan
grundvöll þyrfti að treysta en
gjalda varhug við ábyrgðar-
lausum lillöguflutningi.
Góður fjárhagur horgarsjóðs:
Ný lög: Verkefna-
tilfærsla frá ríki
til borgar
A fundi borgarstjórnar 18. desember
s.l. var samþykkt að fresta afgreiðslu
fjárhagsáætlunar borgarsjóðs og stofn-
ana hans árið 1976, en þá höfðu verið
boðaðar breytingar á lögum, er varða
tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af
söluskatti og jafnframt á lögum er
varða ýmis útgjöld sveitarfélaga.
Félagsmálaráðuneytið samþykkti að
veita borgarstjórn umbeðinn frest.
Frv. að fjárhagsáætlun liggur nú
fyrir til siðari umræðu og afgreiðslu
borgarstjórnar ásamt brtt., sem fram
koma i fundargerðum borgarráðs frá
12. og 16. þ.m. Brtt. má skipta i þrjá
aðalflokka. I fyrsta lagi nauðsynlegar
breytingar vegna ofangreindra laga-
breytinga og til samræmis við fjárlög
ríkisins. I öðru lagi vegna breytinga á
launaútgjöldum í kjölfar hinna
almennu kjarasamninga, sem gerðir
voru í lok síðasta mánaðar. 1 þriðja lagi
er um að ræða ýmsar minniháttar
breytingar, einkum á styrkjaliðum,
sem borgarráð hafði ekki fjallað um
fyrir framlagningu frumvarpsins til
fyrri umræðu, svo og á nokkrum öðrum
rekstrarliðum, sem borgarráð hefur
síðar tekið sérstaklega til athugunar og
talið nauðsynlegt að gera breytingar á.
Eg mun nú í aðalatriðum gera
borgarstjórn grein fyrir þeim breyt-
ingartillögum, sem fram koma í
framangreindum fundargerðum
borgarráðs, og víkja þá fyrst að þeim
breytingum, sem leiða af setningu laga
nr. 94 frá 30. desember 1975, um breyt-
ingar á lögum vegna nokkurra verk-
efna sveitarfélaga og kostnaðar við
þau, sbr. einnig lög nr. 76 frá 23.
desember 1975 um aukna hlutdeild
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í sölu-
skattstekjum.
Með fyrrnefndu lögunum var sú
breyting gerð, að frá og með 1. janúar
1976 er felld niður skylda ríkissjóðs til
þátttöku í eftirtöldum verkefnum
sveitarfélaga:
1. Viðhaldi skólamannvirkja, þ.m.t.
lóða svo og endurnýjun tækja og
búnaðar.
2. Rekstri dagvistunarheimila.
3. Stofnkostnaði við dvalarheimili
aldraðra.
4. Rekstri og byggingu almennings-
bókasafna.
5. Heimilishjálp í viðlögum.
6. Vinnumiðlun.
7. Húsmæðraorlof.
I einstökum liðum frumvarpsins eins
og það var lagt fram 4. desember s.l.
var að sjálfsögðu reiknað með
kostnaðarþátttöku ríkissjóðs við
framangreind verkefni eftir þágild-
andi lögum, og nam kostnaðarhlutinn
samtals kr. 204.441 þús., og eru þær
fjárhæðir sundurliðaðar á viðkomandi
rekstrarliði f brtt. borgarráðs frá 12.
þ.m.
Til að mæta þeim útgjöldum, sem
framangreind iög fluttu af ríkissjóði
yfir á sveitarsjóði landsins var, eins og
áður segir, aukin hlutdeild Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga í söluskattstekjum
úr 8% af 13 söluskattsstigum í 8% af
18 söluskattsstigum. Miðað við tekju-
spár fjárlaga af söluskattstekjum er
ætlað, að tekjuauki borgarsjóðs verði
vegna þessarar breytingar kr. 178.9
millj. Umræddar lagabreytingar hafa
þannig neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu
borgarsjóðs um rúml. kr. 25 millj. á
árinu 1976. Svo mun einnig vera um
nokkur önnur stærri sveitarfélög, þ.e.
auk þeirra, sem eins og ReykjavíKur-
borg hafa lengst gengið í því að veita
þá þjónustu, sem kostnaðarhluttaka
ríkissjóðs er nú felld niður í, enda
eflaust erfitt að breyta verkefnaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga þannig, að
fullur jöfnuður náist við öll sveitar-
félög landsins.
Uppgjör í samræmi
við gildandi
lagaákvæði
í ræðu hér í borgarstjórn 18.
desember s.l. lét ég þá skoðun í ljós, að
það gæti ekki hafa verið ætlun ríkis-
stjórnarinnar, þegar ákveðið var við
undirbúning fjárlaga að stefna að þeim
breytingum, sem ég hef nú greint frá.
að þær yrðu sveitarfélögum i óhag.
Jafnframt sagði ég, að frumvarpið um
breytta verkefnaskiptingu yrði ekki
skilið á þann veg, að ríkissjóður myndi
við uppgjör við sveitarfélög vegna út-
gjalda á árinu 1975 beita ákvæðum
þess, ef það yrði samþykkt, enda væru
engin ákvæði í frumvarpinu þess efnis
og slik túlkun eða framkvæmd myndi
leiða til mun óhagstæðari útkomu fyrir
sveitarfélög landsins, en þær tölur,
sem ég nú hefi nefnt, segja til um.
Daginn eftir, eða 19. desember s.l.,
svaraði hins vegar fjármálaráðherra
fyrirspurn á Alþingi um þetta atriði á
þann veg, að skilningur hans væri, að
ákvæðum lagafrumvarpsins yrði beitt
við uppgjör vegna útgjalda sveitar-
félaga á árinu 1975. Þessi túlkun segir,
að sveitarfélögum sé á árinu 1976 veitt-
ur tekjuauki til að standa undir áfölln-
um og greiddum kostnaði að hluta
rikissjóðs á árinu 1975, sem leiðir aftur
til þess að þennan sama kostnað á
árinu 1976 eiga sveitarfélögin ekki að
fá bættan fyrr en með tekjuauka, sem
dreifist á árið 1977 og síðan koll af
kolli. Af þessu tilefni ritaði ég bæði
fjármálaráðherra og félagsmálaráð-'
herra bréf hinn 23. desember s.l., þar
sem ég gerði grein fyrir þessi/m
atriðum og áhrifum lagasetningarinnar
félög landsins ýmist þegar hafa gert
eða hafa í undirbúningi.
Útgjaldaaukning
vegna
launahækkana
og nýrra samninga
Önnur aðalbreytingin sem gerð er á
frumvarpi að fjárhagsáætlun borgar-
sjóðs er vegna launahækkana. Hér er
annars vegar um að ræða hækkun
kaupgreiðsluvísitölu frá 1. desember
1975 um 0.6%, en á árinu 1976 eru
áhrif þessarar hækkunar metin á
11.956 þús. kr. Hins vegar er svo um að
ræða launahækkanir í samræmi við
samninga Alþýðusambands Islands og
vinnuveitenda í febrúarlok, en áhrif
þeirra launahækkana á árinu 1976 eru
metin á kr. 221.540 þús. Þessi fjárhæð
er reiknuð út á þann veg, að áhrif
samninga aðila vinnumarkaðarins frá
29. febrúar s.l. eru talin jafngilda
28.8% hækkun á ársgrundvelli á launa-
útgjöld borgarsjóðs sem tengd eru
þeim samningum. Þá er áætlað að
svipaðir kjarasamningar við aðra
Birgir Isleifur Gunnarsson borgarst jóri.
að notuð verði heimildarregla i tekju-
stofnalögunum um 10% álag á útsvör,
eða m.ö.o. að sömu álagningarreglum
verði fylgt og gert var á árinu 1975, og
verður því ekki um hlutfallslega hækk-
un gagnvart gjaldendum að ræða. Mið-
að við þessa tillögu verður hlutfall út-
svarsins i tekjum borgarsjóðs á þessu
ári 51.3% en var i fjárhagsáætlun 1975
53.2% eða hefur lækkað um tæplega
2.0%
Niðurstöðutölur á tekjuáætlun borg-
arsjóðs verða samkv. þessu kr. 7 millj-
arðar 838.8 millj. og er það hækkun um
30.8%. Rekstrarútgjöld verða kr. 5
milljarðar 543.4 millj. og er það 37.5%
frá áætlun 1975.
Afgangur samkvæmt rekstraráætlun
verður kr. 2 milljarðar 295.4 millj.,
hækkun um 61.5 millj. kr. eða 17%.
Borgarfulltrúar hafa fengið yfirlit um
tekju- og gjaldaiiði borgarsjóðs eins og
þeir verða miðað við breytingartillögur
borgarráðs.
Samkvæmt þeim tillögum. sem hér
liggja fyrir, hækkar framlag til eigna-
breytinga um 61.5 millj. króna frá því,
sem gert var ráð fyrir í frumvarpi til
fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár, og
verður 2.295.4 millj. króna. Hlutfalls-
leg hækkun eignabreytingafjárhæðar
milli þessa árs og hins síðasta verður
því um 17% miðað við endurskoðaða
áætlun síðasta árs, en magnbreyting er
nánast engin, séu þessar fjárhæðir
færðar til sama verðlags. Hlutfall fram-
laga til eignabreytinga í heildarút-
T raust fjármálastjórn
grundvöllur f ramkvæmda
og framþróunar í Reykjavík
á fjárhag borgarsjóðs, sérstaklega ef
umrædd túlkun yrði látin gilda.
Itrekaði ég þar þá skoðun, að ákvæði
laganna beggja hlytu að gilda frá og
með sama tíma, p.e. frá 1. janúar 1976,
og að ríkissjóði beri við uppgjör vegna
ársins 1975 að greiða sveitarfélögum
hluta af rekstrarkostnaði þess árs sam-
kvæmt þeim lagareglum, sem í gildi
voru þegar til útgjaldanna var stofnað.
Með bréfi frá 9. janúar s.l. svaraði
fjármálaráðherra fyrir sitt leyti
framangreindu bréfi mínu. Itrekaði
hann þar þá túlkun, sem hann hafði
flutt á Alþingi 19. desember, þ.e. að
skilningur ráðuneytis hans og tilætlan
með undirbúningi löggjafarinnar hefði
verið sá, að auknum tekjum sveitar-
félaga árið 1976 úr Jöfnunarsjóði væri
ætlað að standa undir hluta ríkissjóðs
vegna ársins 1975 í þeim sameiginlegu
verkefnum rikissjóðs og sveitarfélaga,
sem þátttaka ríkissjóðs hefði verið
afnumin í íneð löggjöfinni.
I framhaldi af þessum bréfaskiptum
var haldinn fundur með fjármálaráð-
herra og félagsmálaráðherra 26.
febrúar um mál þetta. Itrekaði ég þar
þau sjónarmið, sem ég hef áður gert
grein fyrir, og lét í ljós þá skoðun, að
sveitarfélög hlytu að standa fast á rétti
sínum og senda ríkissjóði kröfur um
uppgjör í samræmi við gildandi laga-
ákvæði til síðustu áramóta Mæltist ég
eindregið til þess, að lagaskýring fjár-
málaráðuneytisins yrði tekin til endur-
skoöunar þannig, að umrædd lög yrðu
ekki látin virka aftur fyrir sig. Þótt
fjármálaráðherra ítrekaði
fyrn skoðanir sínar á málinu og
benti raunar sérstaklega á. að í
fjárlögum 1976 væri ekki heimild til
greiðslu þessa kostnaðar frá árinu
1975, kváðust ráðherrarnir mundu taka
málið til athugunar og er mér kunnugt
um, að á vegum ráðuneytanna er nú
unnið að frekari könnun málsins, bæði
að þvi er tekui til fjárhagslegu hliðar-
innar og einnig að því er tekur til
hinnar lögfræðilegu hliðar þess.
Borgarbókhald hefur nú að mestu
iokið uppgjöri vegna umræddra
kostnaðarliða á árinu 1975 og i sam-
ræmi við þær skoðanir, sem ég hef hér
greint frá, mun borgarsjóður senda
ríkissjóði kröfu um uppgjör, og slíkt
híð sama munu mörg önnur sveitar-
Ræða Birgis Isleifs Gunnars-
sonar, borgarstjóra, í gær
við aðra umræðu um fjár-
hagsáætlanir borgarsjóðs
og borgarstofnana 1976
■r
samningsaðila borgarsjóðs jafngildi
25.06% hækkun á önnur launaútgjöld
borgarsjóðs. Mismunurinn stafar fyrst
og fremst af því, að láglaunahækkunin,
sem um var samið, kemur nær
eingöngu félagsmönnum A.S.I. til góða
og einnig, að talið er að sérkröfur þær
sem A.S.I.-félögin sömdu um jafngildi
um 2% hækkun á viðkomandi launaút-
gjöld borgarsjóðs. Hins vegar er rétt að
vekja athygli á því, að samningum við
Starfsmannafélagið, Hjúkrunarfélagið
og Stéttarfélag verkfræðinga er ekki
lokið, og er því hér byggt á spá um, að
þeir verði að öðru leyti í samræmi við
A.S.L-samningana Þær hlutfallstölur
sem ég nefndi voru miðaðar við árs-
grundvöll, en þar sem umrædd launa-
hækkun dreifist á þrjú tímabil þessa
árs, eru á árinu 1976 áhrif A.S.I.-
samninganna talin jafngilda 12.66%
hækkun á viðkomandi launaútgjöldum
borgarsjóðs, en áhrif annarra væntan-
legra kjarasamninga jafngilda 9.83%
hækkun á viðkomandi launaliði.
Hækkanir
á styrkja-
og rekstrarliöum
Eins og fram kemur í fundargerðum
borgarráðs frá 12. og 16. þ.m. eru gerð-
ar breytingar á all-mörgum styrkjalið-
um, eða 44 talsins, og nemur hækkunin
samtals tæplega kr. 36.9 millj. Mestu
breytingarnar verða á framlagi til
íþróttastarfsemi, þ.e. til íþróttafélag-
anna í borginni, 6.5 millj. kr.,til Lifeyr-
issjóðs starfsmanna Reykjavikurborg-
ar, þ.e. lán til starfsmannafélagsins
vegna byggingar orlofshúsa, kr. 5.0
milij., og til Kirkjubyggingasjóðs kr.
4.0 millj. Þá er tvöfaldað framlag til
reksturs dagvistunarstofnana í einka-
eign, hækkun um tæpar kr. 6.0 millj.,
en þessi hækkun leiðir beint af
breyttri lagasetningu um þátttöku rík-
issjóðs í þessum rekstrarkostnaði, sem
nú er felld niður og ég hef áður nefnt.
Hækkanir á átta rekstrarliðum borg-
arsjóðs eru samtals rúmlega kr. 120.4
millj. Meirihluti fjárhæðarinnar, eða
kr. 70.0 millj., er vegna þátttöku borg-
arsjóðs í sjúkratryggingum og er þá
miðað við endurskoðaða kostnaðaráætl-
un Sjúkrasamlags Reykjavíkur fyrir
árið 1976. Af öðrum fjárhæðum má
nefna hækkun um samtals 21.0 millj.
vegna snjómoksturs og eyðingar á
hálku og er þá miðað við kostnaðartöl-
ur eins og þær nú liggja fyrir eftir
veturinn, sem hefur reynzt óvenju um-
hleypingasamur og snjóþungur. Þá
verður að hækka kostnað vegna sorp-
hreinsunar um 13.0 millj. kr. í sam-
ræmi við breytingar á leigu fyrir sorp-
bifreiðar. Kostnaður við rekstur Kjar-
valsstaða er hækkaður um 4.7 millj.,
bæði vegna og hárrar tekjuáætlunar I
frumvarpinu, en einnig vegna aukins
kostnaðar i sambandi við starfsemi list-
ráðs og ráðningu listfræðings. Þá er
loks að nefna að til niðurgreiðslu á
daggjöldum á einkaheimilum eru áætl-
aðar kr. 8.0 millj. og er það i samræmi
við ályktun borgarráðs frá 23. desem-
ber s.l.
Nokkur fram-
kvæmdasamdráttur
óhjákvæmilegur
Til að mæta að hluta þessum hækk-
unum á rekstrarliðum borgarsjóðs er
lagt til, að framlag til gatna- og hol-
ræsagerðar verði lækkað um tæplega
kr. 123.8 millj. og verði samtals um kr.
728.5 millj. Þessi tillaga felur í fyrsta
lagi i sér, að framkvæmdum við Sætún
á kaflanum frá Skúlatúni að Kringlu-
mýrarbraut, ásamt tengingum við
Snorrabraut, verði frestað til næsta
árs, en við það lækkar áður áætlað
framlag tii gatnagerðar um 55.8 millj.
kr. I öðru lagi er lagt til, að byrjunar-
framkvæmdum við Súðarvog verði
frestað, en áætlað var að þær fram-
kvæmdir kostuðu um kr. 32.0 millj.
Þessi ákvörðun mun þó ekki hafa áhrif
á úthlutun lóða við Súðarvog siðar á
árinu, enda er þá reiknað með að þær
verði gerðar byggingarhæfar strax á
næsta ári. Þá er i þriðja lagi framlag til
gatnagerðar lækkað um kr. 40.0 millj. á
grundvelli þess, að tilboð í verklegar
framkvæmdir í nýjum borgarhverfum
hafaveriðmun lægri en kostnaðaráætl-
anir voru byggðar á. Þá er rétt að
benda á, að lagt er til.'að 5.6 milij. kr.
framlag vegna kostnaðar við Þjóðhátíð
1974 'falli brott, en nýlegt uppgjör virð-
ist benda til, að þessi fjárveiting reyn-
ist óþörf.
Eg hef nú lokið við að gera grein
fyrir brtt. borgarráðs frá 12. og 16. þ.m.
við rekstrargjöld borgarsjóðs. Tekju-
megin eru gerðar tillögur um hækkun
á framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga í samræmi við lagabreytinguna,
sem ég hef áður gert að umtalsefni, svo
og nýjan útreikning á tekjuspá af sölu-
skatti samkvæmt fjárlögum. Nemur
hækkunin samtals liðlega kr. 200 millj.
Tiliaga um hækkun á húsa- og ióða-
gjöldum um kr. 10 millj. er í samræmi
við álagningu sem fram hefur farið
eftir að frv. var samið, en tillaga um
hækkun á útsvörum frá frumvarpsfjár
hæð um samtals kr. 297.5 millj. er, eins
og segir i bókun í 24. lið fundargerðar
borgarráðs frá 16. þ.m.,við það miðuð.
gjöldum lækkar lítillega frá því, sem
gert var ráð fyrir í frumvarpi, eða úr
30.5% í 29.3%
Byggingafram-
kvæmdaliður
eignabreyttnga
Aætluð útgjöld borgarsjóðs undir
byggingarframkvæmdalið eignabreyt-
inga hækka í heild um aðeins 12 millj.
króna frá þvi, sem gert var ráð fyrir i
frumvarpi, og verða 1.210.6 millj.
kröna. Einstakir framkvæmdaliðir
hafa þó tekið meiri breytingum en
þessi niðurstaða gefur til kynna og skal
nú nánar vikið að því.
Við gerð fjárhagsáætlunarfrumvarps
fyrir áramót stóðu vonir til þess, að
unnt yrði að verja rösklega 790 millj.
króna til skóabygginga á þessu ári, en
i ræðu minni við fyrri umræðu um
frumvarp að fjárhagsáætlun borgar-
innar varaði ég jafnframt við of mikilli
bjartsýni i þessu sambandi, þar sem þá
var orðið ljóst af umræðum um fjárlög
ríkisins, að búast mátti við tregðu af
þess hálfu við að auka framlög til þess-
ara framkvæmda sem og ýmissa ann-
arra, enda varð sú raunin á. Endanleg-
um hlut borgarsjóðs er hér haldið sem
næst óbreyttum frá fyrri áætlun, en
áætlað heildarframlag til skólabygg-
inga lækkar um tæplega 136 millj.
króna og verður 654.5 millj. króna. Ég
gerði við fyrri umræðu grein fyrir hús-
næðisskiptum ríkis og borgar, en þau
voru sýnd í tvennu lagi í fjárhagsáætl-
unarfrumvarpi. Annars vegar var um
að ræða samningsbundnar fram-
kvæmdir, sem rikissjóður hefur tekið
að sér við Vogaskóla, Langholtsskóla
og Kvennaskólann, en hins vegar var
sýndur ráðgerður hluti ríkissjóðs i
framkvæmdum, sem enn var ósamið
um, en sá hluti skyldi koma til viðbótar
lögbundinni kostnaðarhlutdeild ríkis-
sjóðs í samþykktum framkvæmdum.
Nú er sýnt, að greiðslur ríkissjóðs fyrir
þann hluta, sem afgangs verður, þegar
lokið er framkvæmdum við Vogaskóla,
Langholtsskóla og Kvennaskólann,
hefjast á næsta ári og þá þannig, að
afgangurinn, alls um 16.500 rúmmetr-
ar, greiðist á sjö árum. Þess ber þó að
geta, að á þessu ári mun ríkissjóður
flýta verulega greiðslum vegna skóla-
bygginga, sem ríki og borg standa að
sameiginlega, og er þess að vænta, að
greiðslubyrði borgarsjóðs vegna þess-
ara framkvæmda verði minni en raun
hefur orðið á undanfarin ár.
Þær breytingar verða helztar frá
frumvarpi, að framkvæmdum verður
frestað við Breiðholtsskóla og dregið
verður úr framkvæmdum við verk-
stæðisbyggingar Fjölbrautaskólans í
Breiðholti, viðbyggingu Hlíðaskólans
og fyrsta áfanga Ölduselsskóla. Aðrar
breytingar á kostnaði við fram-
kvæmdir á vegum borgarsjóðs eiga
rætur að rekja til endurmats kostnaðar
af ýmsum sökum, en samningsbundnar
framkvæmdir á vegum rikissjóðs
vegna húsnæðisskipta hækka nokkuð í
heild og auk þess veröa bfeytingar á
framlögum til einstakra framkvæmda.
Að öðru leyti skal visað á ,,Gögn um
framkvæmda- og fjáröflunaráætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árin 1976 til
1980", sem borgarfulltrúar hafa nú
fengið í hendur, en þar er sem fyrr
gerð grein fyrir framkvæmdaáföngum
í einstökum atriðum.
Rétt er að vekja athygli á þeirri
breytingu frá frumvarpi, að gert er ráð
fyrir því að verja 10 millj. króna til
innréttingar á húsnæði Borgarbóka-
safns að Þingholtsstræti 27. Þá hefur
framlag til Kjarvalsstaða verið hækkað
um 2.5 millj. króna, þar sem fyrirhugað
er að ráðast i hellulögn fyrir sunnan
húsið og lagfæra geymslur i kjallara,
auk þess sem bilastæði verða raflýst
svo sem fyrirhugað var. Ekki hafa orð-
ið breytingar á fjárveitingum til æsku-
lýðsmála og niðurstöður á öðrum liðum
byggingarframkvæmda haldast
óbreyttar frá frumvarpi. Þó þykir rétt
að skýra frá nokkrum breytingum á
einstökum framkvæmdum á sviði
iþróttamála, heilbrigðismála og félags-
mála. Skal þá fyrst vikið að gerð
iþróttamannvirkja, en fresta verður
framkvæmdum við iþróttavöll austan
aðalleikvangs í Laugardal. Þessu
veldur m.a. mikil tregða á greiðslum úr
Iþróttasjóði rikisins til framkvæmda á
vegum borgarinnar, auk þess sem
framkvæmdakostnaður fór fram úr
áætlun á síðasta ári, þrátt fyrir það, að
framkvæmdum við Sundlaug Vestur-
bæjar miðaði mun hægar en gert hafði
verið ráð fyrir. Þar verður fram-
kvæmdakostnaður því meiri á þessu ári
en gert var ráð fyrir í frumvarpi.
Framkvæmdir
heilbrigðis-
og félagsmála
Framlög ríkissjóðs til framkvæmda á
sviði heilbrigðismála verða i heild mun
minni en gert var ráð fyrir í frumvarpi,
auk þess sem umtalsverðar breytingap
verða á framlögum borgarsjóðs til eip-
stakra framkvæmda. Fyrirhugað er að
verja rösklega 65 millj. króna til bygg-
ingar þjónustuálmu Borgarspitalans,
auk þess sem ólokið er framkvæmdum
við dagheimili spítalans, sem ætlað er
að muni kosta um 7 millj. króna. Smíði
sjúkrahússins í Arnarholti miðaði
hægar í fyrra en búizt var við og þykir
liklegt, að kostnaður við framkvæmdir
þar verði 70 millj. króna á þessu ári.
Óeyddar fjárveitingar borgarsjóðs til
þessarar framkvæmdar námu samtals
27.8 millj. króna um síðustu áramót, og
lækkar þvi fjárveiting á þessu ári að
sama skapi frá því, sem gert var ráð
fyrir í frumvarpi. Framlag til Heilsu-
gæzlustöðvar i Árbæjarhverfi hækkar
úr 30 í 52 millj. króna vegna þess að
minna varð úr framkvæmdum þar i
fyrra en vænzt hafði verið. Þá er fyrir-
hugað að verja 3 millj. króna til þess að
koma upp læknamiðstöðvum í Domus
Medica og í Efra-Breiðholti, en þar
standa nú yfir viðræður um leigu á
húsnæði að Asparfelli 12, og nokkur
kostnaður fellur til vegna hönnunar
heilsugæzlustöðvar í Neðra-Breiðholti,
sennilega allt að 1 millj. króna. Fram-
lög ríkissjóðs hafa tekið breytingum í
samræmi við f járlög.
I heild tekur áætlaður stofn-
kostnaður vegna barnaheimila á þessu
ári ekki breytingum frá því, sem gert
var ráð fyrir f frumvarpi, en þó hefur
verið ákveðið að verja 10 millj. króna
til endurbóta leikskólans Tjarnar-
borgar, auk þess sem framlag ríkis-
sjóðs til stofnkostnaðar verður um 15
millj. kr. lægra en gert var ráð fyrir I
frumvarpi. Hér er um að ræða 25 millj.
Framhald á bls. 19