Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976
Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra:
Kkkort „rautt strik“.
Et; byrja mál mitt með því að
minna á l>að sem allir vita, ævi
mannsins eins ok við skilnreinum
hana oftast, dauðlonar
manncskjurnar, hefst við
fæðinKU ok endar í andláti. Kn
þetta er líka allt ok sumt — sem
við vitum. Kkkert það. sem hendir
okkur á líísleiðinni, á leiðinni
ntilli þessara tve«ttja áfant;astaða,
er vilart mtHl vissu fyrirfram.
Aftur á móti er þaó kunnara en
frá þurfi aó sef-ja. aó ennar tvær
manneskjur eru all-aó-eina. ()g þó
vió hefjum lífshlaupió iill frá
santa upphafi ok stefnum aó sama
marki, þá Kí'ta þarfirnar verió
býsna misjafnar.
llér er fjallaó um málefni
þroskaheftra. Aó sjálfsiinóu eru
einstakiinKarnir i þeim hópi afar
misjafnir eins <#■ alls staóar
annars staóar meóal ntanna. (>k á
milli þroskaheftra <>k annaria
lÍKKur ent;in ákveóín eóa af«er-
andi markalína, ekkert „rautt
strik." Þetta er okkur væntanlena
iillum ljóst. Kn þrátt fyrir þaó
vitum vió nokkurn veginn alvep,
hvaó vió erum aó fara, þenar taka
skal til meóferóar málel'ni þroska-
heftra barna.
Þaó sem é« sejji hér í kviild
verður þó næsta laust í reipunum
— upprifjun á því sem ók hef séó
og heyrt varóandi þetta verkefna-
svið þessi misserin.
Kf> ætla aó nálsast viðfangs-
efnið með því aó minnast á
fræósluliiggjiifina okkar. Það
hefur áreióanlega verið markmið
þeirra, er settu fyrstu lögin um
almenna fræóslusky Idu, aó
styðja sérhvert barn til aö ná
þeint þroska, sem því væri auðið
aó ná mestum. I liigum um grunn-
skóla frá 1974 er leitazt við aó
forma slíka hugsun, rneóal annars
aó því er varóar biirn, sem fá ekki
notið venjulegrar kennslu. I sem
allra fæstum oróum sagt er þar
mælt fyrir um, aö þessi Ixirn skuli
njóta sérstakrar tilsagnar sér-
menntaöra kennara i almenna
skólanum, í sérdeildum innan
hans eóa á sérstofnunum.
Kostnaóur viö þessa sérstöku
kennslu greiðist aó fullu úr ríkis-
sjóði. Þessi ákvæöi eru byggð á
þeirri meginstefnu, aö sem allra
flestir njóti kennslu í almennu
skólunum.
Ymis nánari fyrirmæli er að
finna í þeim lagagreinum, sem
um þetta fjalla, en þau verða ekki
rakin hér.
Þótt meining löggjafans með
fræðslulöggjöf hafi frá upphafi
verið sú sem ég áðan nefndi, þá
fer þvi fjarri. aó lagaákvæði hafi
verið svo afgerandí sem skyldi né
framkvæmdin slík sem bezt varð
á kosið. Og ef við viljum vera
sanngjörn, þá hljótum vió að játa
það, að fyrst á allra síðustu árum
hafa augu manna opnazt fyrir
margvísleg'um möguleikum til
hjálpar, möguleikum, sem áður
voru ókunnir.
Félögin mikiivirk
Hér sem viðar í þjóðlífinu hefur
sú orðið raunin aó áhugasamir
einstaklingar hafa orðió á undan
löggjöf og framkvæmdavaldi meó
úrbætur. Brautryðjendur og
hlutardrýgstir á þessu sviói,
þegar allt kemur til alls, ennþá
a.m.k.. eru áhugamannafélögin.
Of langt er að telja þau öll, ég
minni á Styrktarfélag van-
gefinna, foreldráfélög, hjálpar-
samtök og félög lamaðra, heyrn-
og sjónskertra, fjölfatlaðra, sér-
kennarafélagið og svo framvegis.
Flest þessi samtök eiga þegar all-
langa sögu aó baki og mörg hafa
leyst af höndum stórmerkt starf
hvert á sinu sviði. Fyrir tilstuðlan
þessara samtaka margra hafa nú
þegar myndarlegar og merkar
hjálpar- og uppeldisstofnanir ris-
ið á fót. Og fyrir aðgerðir þeirra
ekki sízt hefur fólk öðlazt aukinn
skilning á vandamálinu og tekið
að skoða það í nýju ljósi. Þessi
samtök öll hafa eðlilega verið at-
hafnasömust og sterkust í fjöl-
menninu hér syðra og svo á Akur-
eyri. Kn eftirtektarvert er það
hversu nýlega stofnað styrktar-
félag vangefinna á Austurlandi
hefur strax í byrjun náð góðri
viðspyrnu í þeim landshluta. Það
félag er ekki gamalt, en það und-
irbýr nú byggingarframkvæmdir
á heimaslöðum. Hafa forsvars-
menn þess haft nána samvínnu
Vilhjálmur Hjálmarsson
Þroskaheft
við menntamálaráðuneytið og svo
við það fólk, sem lengst hefur
staðið i fararbroddi á þessu sviði
hér syðra.
Knn er að geta félaga, sem með
fjárframlögum styðja málstaðinn
á stórmyndarlegan hátt: Thor-
valdsensfélagið, Svölurnar,
kirkjuna, já og heyrt hef ég um
áform Lionsmanna. Kg rek
þennan þátt ekki lengra. Kn
margir eru þeir einstaklingar og
þá ekki síður samfélagið í heild
sem standa í mikilli þakkarskuld
við þessa aðila.
Þar er gott starf unnió
Af stofnunum fyrir þroskahefta
eða vangefna vii ég nefna þessar:
Bjarkarásheimilið, Blindraskól-
ann, Hey rnleysingjaskólann,
Kópavogshælið, Lyngásheimilið,
Skálatúnsheimilið, Sólborgar-
heimilið á Akureyri Sólheima i
Grimsnesi, Tjaldanesheimilið,
Öskjuhliðarsköla með deildum í
Hlíðaskóla og Kjarvalshúsi,
Meðferðarheimilið á Alfhólsvegí
76 Kópavogi, Sérkennsludeild
Nesjasköla og heimilið á Selfossi
fyrír þroskaheft börn.
A þessum stöðum munu um 560
njóta kennslu og þroskaþjálfunar,
sem um 80 kennarar og sérþjálfað
fólk annast. Auk þess mætti
nefna fleiri stofnanir sem annast
um börn og unglinga með sérþarf-
ir: svosem
Meðferðarheimilið á Kleifar-
vegi í Reykjavík, Kumbaravogs-
heimilið. Upptökuheimilið i
Kópavogi, Skólaheimilið í Breiðu-
vik, Bjarkarhlíð og geðdeild
Landspítalans við Dalbraut.
A þessum heimilum dvelja milli
50 og 60 nemendur og 12
kennarar annast kennslu þeirra.
Lög um fávitastofnanir eru frá
árinu 1968. Þessi lög hafa nokkuð
verið gagnrýnd upp á síðkastið.
Og þó þau séu ekki nema 8 ára
gömul, þá hefur orðið svo mikil
þróun á þessu sviði á allra síðustu
árum að telja má nokkurrj veginn
víst, að full þörf sé orðin á endur-
skoðun þeirra nú þegar. Þessi lög
heyra undir heilbrigðisráðuneyt-
ið, en þar er þó einnig fjallað um
kennslu á stofnununum og sá
þáttur varðar menntamálaráðu-
neytið.
Almenn löggjöf
Um málefni þroskaheftra er að
sjálfsögðu fjallað í margvíslegri
löggjöf þjóðarinnar, t.d. skólalög-
gjöf eins og áður segir, í heil-
brigðislöggjöf, í löggjöf, sem varð-
ar félagsleg efni o.s.frv. Þetta tel
ég vera eðlilegt og í fullu sam-
ræmi við þá stefnu, sem nú hefur
rutt sér til rúms, að einangra ekki
þetta fók umfram þaó, sem óhjá-
kvæmiiegt kann að reynast, held-
ur stuðla að þvf. að það geti lifað
og starfað í bland með öðru fólki
sem talið er bua við venjuleg
þroskaskilyrði. Því hefur nýlega
verið hreyft á Alþingi að undir-
búa bæri heildarlöggjöf um mál-
efni vangefinna, þar sem fjallað
væri um öll svið löggjafar heil-
brigðismála, menntamála, félags-
mála o.s.frv. Kg hygg nú, að þetta
sé ekki rétt stefna sbr. það, sem
ég áðan sagði. Hitt er svo, að
vafalítið er ástæða til að endur-
skoða þessi lagaákvæði margvís-
leg, sem varða aðstöðu þroska-
heftra, hvert á sínum stað og gera
þau ljósari og fyllri eftir því sem
athugun leiðir í ljós, að nauðsyn-
fegt er.
Með ákvæðum fræðslulöggjafar
um kennslu og þjálfun þroska-
Erindi
flutt á
fórnarviku í
Fríkirkju
Hafnar-
fjarðar
heftra er vitanlega stefnt að þvi
að gera hvern einstakling, ef þess
er auðið, sjálfbjarga i lífinu. Það
er því e.t.v. ástæða til að rifja
sérstaklega upp þau ákvæði
grunnskólalaganna, sem snerta
þroskahefta.
Grunnskólalögin.
I 50. gr. þeirra laga segir, að
börn sem talin eru víkja svo frá
eðlilegum þroskaferli að þau fái
ekki notið venjulegrar kennslu í
einni eða fleiri námsgreinum eigi
rétt til sérstakrar kennslu við sitt
hæfi. Slík kennsla fer fram ein-
staklingslega í hópum, sérbekkj-
um eða sérdeildum grunnskóla
nema til komi kenasla i sérstofn-
unum sem nánar er rætt um i 52.
gr. laganna. Kennslan á að fara
fram eftir því sem henta þykir
eftir afbrigðum nemanda og að-
stæðum skóla og fræðsluumdæm-
is. Ætlazt er til að sérmenntaðir
kennarar annist kennsluna þar
sem því verður við komið, en eins
og kunnugt er, er verulegur skort-
ur á slíkum kennurum. Þá segir,
að skóla sé heimilt að fjölga i
þessu skyni vikulegum skyldu-
stundum einstakra nemenda um
allt aó 2 stundum.
Börn hjálpar þurfi eru annars
skilgreind nánar þannig:
a. Börn sem skortir hæfileika til
að stunda venjulegt grunnskóla-
nám.
b. Börrf sem hafa eigi heilsu eðá
önnur likamleg skilyrði til þess.
e. Börn sem eiga við að etja höml-
ur, einkum i máli og lestri.
d. Börn, sem eiga við mikil aðlög-
unarvandamál að stríða og
e. Börn, sem af öðrum ástæðum
þurfa sérstakrar aðstoðar við.
Gengið er út frá hjálp sálfræði-
þjónustu og skoðun skólalæknis
og annarra sérfræðinga eftir því
sem við á.
Menntamálaráðuneytinu ber að
sjálfsögðu að annast framkvæmd
þessa þáttar grunnskólalöggjafar-
innar eins og laganna í heild.
Skulu þau að fullu komin til
framkvæmda innan 10 ára frá
gildistöku.
Ymsum kann að þykja þetta
langur tími. En sannleikurinn er
sá, að svo mörg og yfirgripsmikil
nýmæli er að finna í grunnskóla-
löggjöfinni, að þessi timamörk
geta ekki talizt óeðlileg. Varðandi
framkvæmd þess sérstaka þáttar,
sem hér er gerður að umtalsefni,
má einkum minna á tvennt, vönt-
unina á faglærðum kennurum og
börn
þörfina á nýbyggingum og búnaði
nýrra skóla.
Framkvæmd iaganna
Löggjöf um grunnskóla var sett
vorið 1974. Vil ég með örfáum
orðum gera grein fyrir því, sem
gert hefur verið síðan til þess að
framkvæma þann þátt þeirra
laga, sem veit að sérkennslunni.
Starfshópar hafa unnið að
reglugerðum og þar með nánari
útfærslu á heildarskipun sér-
kennslumála. Er það mikið starf,
því málið er í sjálfu sér vanda-
samt og hér er farið inn á brautir
sem eru nýjar, a.m.k. hér á landi.
Stefnt er að því að koma á fót
stjórnunar- og greiningarmiðstöð,
en þó jafnframt leitazt við að hafa
yfirbyggingu hóflega.
Það bar til tíðinda í haust, að
Höfðaskólinn svonefndi fluttist í
nýtt húsnæði f Fossvogi. Þótt þar
sé aðeins lokið fyrsta áfanga fyr-
irhugaðrar skólabyggingár, eru
umskipti mikil, því aðstaða var
mjög léleg á gamla staðnum. Hef-
ur reynzt unnt að taka upp í
kennslunni nýja þætti, sem áður
var útilokað að sinna. Má þar
nefna talkennslu og kennslu i sér-
deildum fyrir hreyfiham.laða,
heyrnarskerta og sjónskerta.
Gerðar eru afmakaðar tilrauni'r
með opinn skóla. Nýjar náms-
greinar svo sem matreiðsla, heim-
ilisfræði og fleira raunar koma nú
til greina. Heilsugæzla verður nú
meiri en áður, sérstakur húsvörð-
ur kemur til hjálpar skóiastjóra
og kennaraliði og allur umbúnað-
ur í húsi og á lóð verður margfalt
betri en á gamla staðnum. Komið
hefur verið fyrir eldhúsi í skólan-
um og veróur hægt að framreiða
þar mat. Telur skólastjórinn það
mjög mikils virði. Hann hefur og
sagt mér að matreiðslukennslan
sé ákaflega vinsæl. Eldhúsaðstað-
an kemur því að tvöföldum not-
um.
Nýja skólahúsið sunnan í
Öskjuhlíðinni er glæsilegt og hag
kvæmt en aðeins fyrsti áfangi fyr
irhugaðrar byggingar. Til þess að
ljúka honum þurfti nokkru meira
fé en veitt hafði verið á fjárlög-
um. A þessu ári verður ekki um
nýjar framkvæmdir að ræða, en
brýn nauðsyn er að halda verkinu
áfram, því að þörfin er mikil eins
og allir vita. Og þó unnt hafi verið
að gera góða hluti nú þegar, i
fyrsta áfanganum, m.a. fyrir
dugnað skólastjórans og sam-
heldni þess fólks, sem þarna á
börn í skóla, þá eru þrengslin eigi
að síður mikil og fleiri, sem hjálp-
ar þurfa á þessum stað heldur en
þeir, sem þegar njóta Hennar.
Eins og að likum lætur hefur
þéttbýlið hér syðra verið í farar-
broddi í þessum málum, en einnig
á Akureyri hafa verið gerð mikils-
verð átök. Víðar á landinu hefur
verið veitt nokkur sálfræðiþjón-
usta, en skipulegar aógerðir í
strjálbýli til úrbóta á sviði sér-
kennslumálanna hefjast fyrst á
þessu skólaári.
„Austurlandsáætlun“
Hér sem víðar kom hvatningin,
neistinn, frá áhugafólkinu. For-
ystumenn Styrktarfélags vangef-
inna á Austurlandi leituðu til
menntamálaráðuneytisins um að-
stoð. Ráðuneytið setti nefnd til
starfa eystra. Sá hópur hafði náið
samráð við það fólk, sem mest
hefur að þessum málum unnið
hér syðra og svo við ráðu-
neytið. Tillögur bárust frá nefnd-
inni og var hafizt handa um fram-
kvæmdir á grundvelli þeirra til-
lagna i sumar og haust og þá á
þessa leið:
1. Sérfræðingar fóru könnunar-
ferð um Austurland og reyndu að
meta þörfina svo nákvæmlega
sem mögulegt var í einni yfirferð.
Fræðslustjóri og skólamenn
veittu alla þá aðstoð, sem unnt
var að láta í té.
2. Haldið var námskeið fyr-
i,r kennara á Austurlandi þar sem
þeim var leiðbeint um hjálpar-
kennslu i lestri og á fleiri sviðum.
Þetta námskeið var ágætlega sótt.
Það stóð í nokkra daga og þótti
takast mjög vel. Fengu kennar-
arnir heim með sér ýmis kennslu-
gögn, sem þeir höfðu unnið á
námskeiðinu.
3. Gerðar voru ráðstafanir, m.a.
lagfæringar á húsnæði og búnaði,
til þess að koma á fót sérkennslu-
deild við heimavistarskólann í
Nesjum í Hornafirði. Mjög erfítt
reyndist að ráða mann til kennslu
þarna. Það tókst þó að lokum og
þá með ágætum ogtók þessi deild
til starfastrax eftir áramótin. Þar
munu verða i vetur nálægt 10
börn og er talið að þörf fyrir
vistun þar sé þar með fullnægt.
4. Þá hafa verið gerðar ráðstafan-
ir til þess að hægt sé að hafa tvö
til þrjú börn að austan í þjálfun
og kennslu hér í Öskjuhlíðarskól-
anum í Reykjavík.
Þessi framkvæmd nær aðeins
til afmarkaðs landsvæðis og má
raunar skoðast sem tilraun. En
vafalaust verður reynt að þoka
málum á leið í öðrum landshlut-
urn eftir því sem mannafli og fjár-
veitingar leyfa og þá væntanlega
með hliðsjón af þeirri reynslu,
sem fæst við þessa fyrstu tilraun.
Grunnskólalögin gera ráð fyrir
allumfangsmikilli sálfræði- og
ráðgjafaþjónustu í skólakerfinu.
Slík þjónusta kostar að sjálfsögðu
mikið fé. Þegar af þeirri ástæðu
verður henni ekki við komið
nema smátt og smátt eftir þvi sem
fé er veitt til á fjárlögum, et)
einnig hitt, skorturinn á sér-
menntuðu fólki sníður fram-
kvæmdinni ákveðinn stakk og í
sumum tilvikum næsta þröngan
sbr. það, sem ég áðan sagði um
ráðningu kennara að sérkennslu-
deildinni við Nesjaskólann í
Hornafirði.
Ég hef í þessu spjalli að mestu
haldið mig við skólamálaþáttinn,
en dagskrá þessarar hjálparviku
kirkjunnar er vitanlega miklu
tækari.
Þegar skólagöngu er lokið
Þroskaheftir þurfa vissulega á
að halda hjálp og skilningi og
leiðbeiningum bæði fyrir og eftir
venjulegan skólaaldur, jafnvel
þótt þeir eigi f ýmsum tilvikum
rétt á lengdum skólatíma.
Starfsemi Heyrnleysingjaskól-
aris, Brands skólastjóra og liðs
hans, bregður Ijósi á þessar þarf-
ir. Þar er annars vegar reynt að
leiðbeina foreldrum heyrnar-
skertra strax frá byrjun. Hins
vegar er svo leitazt við að fylgjast
með, örva og styrkja nemendur
Heyrnleysingjskólans eftir að
þeir eru brautskráðir.
Þótt þessar þarfir séu misjafn-
lega brýnar eftir einstaklingum
og eftir eðli þroskahömlunar, þá
eru þær vissulega ekki bundnar
við heyrnarskerta eina.
Síðar koma svo til aðrar þarfir
sem ekki er líklegt að þroskaheft-
ir nái að uppfylla án aðstoðar, t.d.
að því er varðar atvinnu og jafn-
vel félagsaðstöðu.
Tlmans vegna fer ég ekki nánar
út í það, en vil vitna til ágætrar
greinar Þorsteins Sigurðssonar
sérkennslufulltrúa I Morgunblað-
inu nú I þessari viku.