Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976 Dómi sögunnar verða allir að hlíta Um Stefðn Jóhann Stefánsson, fyrrverandi forsaetisráSherra og for- mann Alþýðuf lokksins. stóð styrr á slnum tfma, eins og alla stjórnmála- menn, sem hafa þor og þrek til að standa við sannfæringu sina, jafnvel þótt misvindar almenn- ingsálitsins blási ekki allt- af i segl þeirra. Morgun- blaðið og þessi aldni þjóð- málaþulur hafa ekki ætið átt skoðanalega samleið, þó vegferð hafi á stundum legið saman. En hann var jafnan hreinskiptinn bæði i andstöðu og samstarfi. Þegar litið er yfir stjórn- málaferil Stefáns Jóhanns verður Ijóst, að fáa is- lenzka stjórnmálamenn hafa kommúnístar ráðist á af meiri hörku og heift sem hann. Þetta rifjast upp þegar lesið er viðtal Alþýðublaðsins við Stefán Jóhann, sl. þriðjudag. i til- efni 60 ára afmælis Al- þýðuflokksins. Stefán Jóhann fer i þessu viðtali nokkrum orðum um inngöngu Is- lands i Atlantshafsbanda- lagið. Hann segir þar um: „Það er hins vegar skoð- un min, að innganga ís- lands I Atlantshafsbanda- lagið, og vera þess i bandalaginu, hafi verið og sé eðlileg nauðsyn vopn- lausrar þjóðar i viðsjálum heimi." Um þessi og önn- ur stjórnmálaskipti sin segir hann ókviðinn: „Dómi sogunnar verða allir að hlita, hvort sem þeim likar betur eða ver, stjórnmálamenn ekki sið- ur en aðrir, ef af þeim fer nokkur saga." Sýnishorn úr Tímanum Eftirmáli ásakana I garð dómsmálaráðherra, sem fram komu i föstudags- grein Vilmundar Gylfason- ar I dagblaðinu Visi, er sérstæð ritdeila. sem nú á sér stað á siðum Timans og Visis. Morgunblaðið hefur ekki blandað sér í þær deilur, enda báðir málsaðilar einfærir um að túlka sjónarmið sin. Hér kemur litið sýnishorn úr leiðara Timans sl. mið- vikudag: „Reynslan hefur sýnt mönnum. að ekki nægði að fá ummæli dæmd dauð og ómerk af dómstólum ef ákærandinn var eigi að siður dæmdur sekur af almenningsálit- inu. Honum reyndist þá litið skjól i umdeilanleg- um lagaákvæðum, eins og meiðy rðalöggjóf in er að mörgu leyti. Af hálfu blaðamanna og blaðaút- gefenda hefur það verið ákaflega fátitt. að þeir reyndu að rétta hlut sinn fyrir dómstólunum á þennan hátt. Það er fyrst og fremst hlutverk þess- ara aðila að sækja sitt mál og verja fyrir dómi al- menningsálitsins. Þeim dómi verða þeir að hlfta og honum verður ekki breytt, þótt dómstólar dæmi einhver ummæli dauð eða ómerk. Það er hin fullkomna nauðvörn að gripa til sliks, og oftast hefur það ekki verið til annars en að árétta ósigur og staðfesta veikleika málstaðar." Sýnishorn úr Vísi Úr leiðara Vísis sama dag: ,, Dómsmálaráðherra eyðir miklu púðri í að færa rök að því, að orðið maffa merki aðeins klfka. Vitnar hann f amerfsk bföð og Guðmund Jóns- son á Kópsvatni máli sfnu til stuðnings. Það er vissulega rétt og hefur aldrei verið f efa dregið, að þetta orð er á stundum notað f niðrandi merkingu um hóp manna, án þess að f því felist að þeir séu glæpamenn. Á hitt ber að lita að hinn almenna skýr- greining á orðinu er sú, að um sé að ræða misindis- menn af versta tagi. Hér verður einnig að hafa f huga, að dómsmálaráð- herra gaf sérstaklega til kynna í margnefndum út- varpsþætti 1. febrúar sl. og á Alþingi daginn eftir að hér væri sfður en svo um saklausa klfku að ræða. Viðbrögð hlustenda voru líka á einn veg. Þegar dómsmálaráðherra var að þvf spurður f nefnd- um þætti, hvort hann liti á ritstjóra og útgefendur Vfsis sem hluta af hinni alþjóðlegu maffu, svaraði hann skýrt og skorinort: „Já, það horfir þannig við frá mfnu sjónarmiði, að það sé glæpahringur sem æ ofan f æ kemur með aðdróttanir, rangar, f minn garð." Höfuðatriðið er þó naumast deila af þessu tagi, heldur hitt, að efla svo og bæta bæði rann- sóknar- og dómkerfi þjóð- arinnar, að upplýsa megi sakamál með skjótari hætti en nú, koma réttum logum yfir sakamenn og uppræta afbrot og glæpi f þjóðfélaginu. Frumvarp til laga um rannsóknarlög- reglu rfkisins og viðleitni til að flýta rannsókn og dómum f sakamálum eru þar spor i rétta átt. Það er fyrst og fremst krafa al- menningsálitsins, að þau sakamál sem eru nú f rannsókn verði skjótt og réttilega til lykta leidd. UTSOLU- MARKAÐURINN sem hefur vakiö verðskuldaöa athygli er að LAUGAVEG 66 □ Ennþá er hægt að gera stórkostleg kaup á þessum markaði i ' Hreint út sagt ótrúleg verð fyrir 1. flokks vörur D Látið ekki happ úr hendi sleppa, því markaðurinn heldur áfram í stuttan tíma í viðbót Laugavegi 66, sími 28155 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? syningarsalur Tökum allar gerðir notaðra Til sölu: Fíat 850 Special árg. '71 Fiat 126 Berlina árg. '74 Fiat 1 26 Berlína árg. '75. Fiat 1 25 Special árg. '71 Fiat 1 25 Special árg. '72 Fiat 125 P árg. '72 Fiat 1 25 P Station árg. '73 Fiat 1 25 P árg. '75 Fiat 154 Station árg. ' 70 Fiat 1 24 Station árg. '73 Fiat 1 27 3ja dyra árg. '73 Fiat 1 27 Berlina árg. '74 Fiat 127 Berlina árg. '75 Fiat 1 28 Berlina árg. ' 71 Fiat 1 28 Berlina árg. '74 Fiat 1 28 Berlina árg. '75 bifreiða í umboðssölu Fiat 128 Rally árg. '73 Fiat 1 28 Rally árg. '74 Fiat 1 28 Rally árg. '75 Fiat 1 28 Rally nýr bíll árg. '76 Fiat 132 Special árg. '73 Fiat 132 Special árg. '74 Fiat 132 GLS árg. '75 Fiat 1 32 GLS Automatic árg. '74 Willys Wagoneer árg. '72 Toyota Corolla árg. '72 Volkswagen Variant árg. ' 71 Volkswagen 1300 árg. '67 Renault TS árg. '73 Austin Mini árg. '74 FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíö Sigurðsson h.f., SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888 Ski-Doo, T,IMT 1976 ‘ i .. ' ' 5 Þessi sleði er framleiddur af elsta og stærsta | vélsleða-framleiðanda í heimi, Bombardier l Kanada. Gísli Jónsson & Co Hf. Sundaborg, Klettagarðar 11 Sími86644 TILBOÐ M MT.LYSIR LM AI.LT LAND ÞEGAR Þl ALGLYSIR I MORGLNBLAOIM Teg. 950 Karlmannaskór ATHUGIÐ: Aðeins til í stærðum Nr. 40—41—42 PÓSTSENDUM Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8, v/Austurvöil, sfmi 14181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.