Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976 23 Þorgrímur Guðlaugs son — Minning Þorgrímur var fæddur í Vest- mannaeyjum 27. september 1921. Foreldrar hans voru hjónin Sig- riður Skaftadóttir frá Fossi og Guðlaugur Br. Jónsson, en þau höfðu fluttst úr Mýrdalnum til Eyja skömmu áður. Ég minnist þess raunar að hafa komið með móður minni uppá vesturkvistinn f Tungu meðan þessi frændi minn var ennþá kornabarn, en skar sig þegar i ætt móðurfrænda sinna, dökkur á brún en ljós á hörund og þótti mér hann alla tíð siðan sér- kennilegur maður. Guðlaugur faðir hans fékkst við ýmis konar umsvif; útgerð, versl- un, reisti siðan Býlið að Lyng- felli og rak þar allstórt- hænsnabú. Síðar fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Guðlaug- ur setti á stofn heildsölu og versl- aði einkum með gler- og postulíns- vörur. Frameftir árum stundaði Þorgrimur alla vinnu sem til féll bæði til sjós og lands og þótti kappsamur, en árið 1955 gekk hann í félag með föður sinum, fór þá víða um land og reyndist einn- ig ágætur sölumaður, enda hafði fyrirtækið á sér gott orð fyrir heiðarleika og nákvæmni til orða og æðis. Á þessum árum tók hann sér fyrir hendur að reisa alla leið til Kina til að afla se’r umboða fyrir þeirra fræga postulin og kom nú á daginn að þessi óskóla- gengni maður var fullfær um að reka erindi sín á eigin spýtur við þá miklu verslunarmenn I ríki Maós og varð þessi ferð hin besta fyrir fyrirtækið. Þegar faðir hans féll frá 1966 voru ýmsir frændur hans i vafa um hvernig nú færi fyrir fyrirtækinu, en að ástæðu- lausu enda kynnist hann um þess- ar mundir eftirlifandi konu sinni, Sigríði Sigurðardóttur frá Merki- gili í Skagafirði, sem reyndist honum heilladrjúg kjölfesta i lifi og starfi. Fyrirtæki hans gekk ágætavel. ... Þorgrímur var einn af þessum mönnum sem ekki fer svo mikið fyrir þó þeir hafi tals- vert umleikis, en var vinafastur, ættrækinn og betri en enginn þeim sem þurftu hjálpar við. Heimili þeirra hjóna stóð opið við- skiptavinum og ættingjum og var þar hvergi skorið við nögl þvf bæði voru höfðingjar í lund. Þor- grímur var gallhraustur þar til fyrir rúmu ári og síðan dugðu þar engin ráð í móti uns yfir lauk. I þessari erfiðu raun sýndi hann karlmennsku til hins sfðasta og naut í þeirri hríð frábærrar að- hlynningar og styrks konu sinnar. Eftir minningarathöfn f Háteigskirkju f dag verður Ifk Þorgríms Guðlaugssonar lagt í mold Víkurkirkjugarðs þar sem ættmenn hans hvíla því römm er sú taug. Asi í Bæ Minning: Ásmundur Ásmunds- son bakarameistari Fregnin um andlát Asmundar Asmundssonar bakarameistara kom ekki á óvart. Hann hafði um alllangt skeið átt við vanheilsu að stríða. Hann lést í Landspítalan- um aðfaranótt 11. þ.m. og hafði þá legið þar þungt haldinn síðan skömmu fyrir síðustu jól. Asmundur var fæddur 20. des. 1907. Foreldrar hans voru As- mundur Sigurðsson, bóndi á Vallá á Kjalarnesi, og Katrin Arndís Einarsdóttir fyrri kona hans. Þau fluttust síðar að Fróðá á Snæfells- nesi en Asmundur ólst upp hjá Katrinu Asbjarnardóttur, fyrst í Skrauthólum á Kjalarnesi og siðan í Reykjavik. Hann hóf nám í bakaraiðn hjá Davíð' bakara- meistara Olafssyni árið 1923, lauk sveinsprófi árið 1927 en hlaut meistararéttindi i iðngrein sinni árið 1936. Sama ár réðst hann yfirbakari til Kexverksmiðjunnar Esju og starfaði þar til 1975 eða meðan honum entist heilsa. Vann hann þar að kalla má ævistarf. Asmundur kvæntist árið 1929 eftirlifandi konu sinni, Gróu Astu Jafetsdóttur, skipstjóra i Reykja- vik, Sigurðssonar. Börn þeirra eru; Gunnar Jafet sjómaður (f. 1929), Sigurður skrifstofumaður (f. 1932), Gylfi sálfræðingur (f. 1936) og Guðrún húsfreyja (f. 1940). Leiðir okkar Asmundar As- mundssonar lágu saman í Kvöld- skóla K.F.U.M. haustið 1929. Hann hafði áður stundað þar nám einn vetur með þeim ágætum að þáverandi skólastjóri, Hallgrimur meistari Hallgrímsson, fékk því til leiðar komið að hann var val- inn í skólanefndina og var þegar gerður að gjaldkera skölans. Gegndi hann þvi starfi eins og öllum öðrum störfum sínum með frábærri árvekni alla tíð. Þau ár, sem ég var þarna skólastjóri, urð- um við Asmundur nánir sam- starfsmenn og tókst þá með okkur vinátta. Atvikin höguðu því svo til að við áttum þá og síðar ýmis fleiri samstörf. Asmundur var mikill verkmaður að hverju sem hann gekk og kunni vel að skipu- leggja störf. Hann var jafnan glaður i bragði, fylgdist vel með þvi sem var að gerast i þjóð- féiaginu, las ótrúlega mikið í fáum tómstundum og mundi allt sem máli skipti. Hann var vamm- laus maður sem vildi öllum vel og einlægur trúmaður. Eg minnist hans frá ótal samverustundum sem einhvers traustasta félaga sem hugsast getur og minnist einskis styggðaryrðis af hans vörum. Glöggskyggni Asmundar má nokkuð marka af því að eitt sinn hitti ég hann í erlendri stórborg þar sem hann hafði ekki dvalist nema tvo daga Eg þóttist vera þarna hagvanur og ætlaði að fara að fræða hann um borgina. En brátt fann ég að það var að bera í bakkafullan lækinn því að As- mundur vissi þá þegar allt þetta og hafði skoðað flesta mark- verðustu staði borgarinnar. Hann virtist rata ámóta vel í þessum milljónastað og heima í Reykja- vik. Það var gaman að hitta hann þarna ásamt konu hans, glaðan og afþreyttan, fjarri öllu annríkinu heima. Hann var sívinnandi meðan heilsa og kraftar entust og af- kastaði miklu. A þvílíkum mönn- um byggist mikil þjóðarbeill. Eftir að hann var orðinn sjúkur og aldurlag vofði sífellt yfir heyrði ég hann aldrei mæla æðruorð en oft hafði hann þá gamanyrði á vörum. Nú sakna ég þessa hollvinar og það munu margir gera en auðvitað sárast ástrik eiginkona hans, börn og aðrir nánustu aðstandendur sem mest hafa misst. Við hjónin send- um þeim einiægar samúðarkveðj- ur. Sigurður Skúlason. Hinn nýi Volvo 343 DL — Afturdyr í stfl við þessar eru mjög vinsælar meðal bflaframleið- enda f dag og nú loks eru Volvoverksmiðjurnar komnar með bfl f þessum stærðarflokki. Bayerische Motoren Werke f Miinchen f Vestur-Þýzkalandi hafa verið með lítið breyttan bfl, 2002 (og 1600) í næstum 10 ár. Samkeppnin á meginlandi Evrópu var hins vegar orðin mjög hörð frá hinum nýrri Lancia Beta Coupé og Triumph Dolomite Sprint. Svar BMW við þessu er „3-gerðirnar“, hér 320. BMW 320 Ifkist mest „litla bróður", BMW 520. Þessi gerð er með 109 hestafla (DIN) vél, 1990 rúmsm með þjöppun 8, 1:1. Þetta er f grundvallaratriðum sama vél og áður en nokkrar endurbætur hafa þó verið gerðar. Mikilvægasta breytingin, sem bætir akstursmeðferð bílsins, er nýr stýrisbúnaður (rack and pinion). Bremsurnar hafa einnig verið bættar talsvert. Viðbragðið er 10,8 sek. úr 0 í 100 km/klst. og hámarkshraðinn 170 km/klst. og vinnslan kvað vera mjög góð. Volvo-verksmiðjurnar sænsku kynntu nýlega nýja gerð af Volvo. Hér er um að ræða bíl, sem á að koma í stærðarflokkinn milli 240 bíl- anna og Volvo 66 (áður Daf 66). Reynt hefur verið að hafa innanrými bílsins sem mest, innan í sterkbyggðri grind. Gerð þessi, er heitir Volvo 343, hefur drif á aftur- hjólunum og er sjálfskipt. Bill þessi er hins vegar smíðaður í Hollandi og er þetta árangur- inn af kaupum Volvo á Daf- verksmiðjunum hollenzku. Mikið er lagt upp úr örygginu eins og á stærri gerðum Volvos- ins. Fram- og afturpartur eru þannig byggðir að þeir draga mjög úr miklu höggi og eru það þeir hlutar, sem fyrst láta und- an í hörðum árekstri. Dyrnar eru styrktar fyrir hliðarhöggi. Billinn er svokallaður „kombicoupé", sem þýðir að hann er þriggja dyra og bak aftursætisins er hægt að leggja niður til að auka farangurs- rými. Snúningsþvermálið er lítið, 9,2 m, og ætti það að auð- velda parkeringar. Vélin er fjögurra strokka, Hér getur að líta nýjan station-bíl frá Citroén með mikið geymslu- rými. Þetta er Break Citroén CX. Hann er aðeins 30 sm lengri en fólksbfllinn. Vélin er 1985 rúmsm, 102 hestöfl. Einnig er fáanleg diesel-vél f bílinn, hún er 2175 rúmsm, 66 hestöfl. B14, með handinnsogi. Sprengi- rúmið er 1397 rúmsm, og krafturinn 70 hestöfl (DIN) við 5500 snún./mín. Vélin er vatns- kæld. Þjöppunarhlutfallið er 9,5:1. Viðbragð 0—80 km/klst er tæpl. 11 sek. og hámarks- hraðinn um 145 km/klst. Bremsukerfið er tvöfalt og segir aðvörunarljós i mæla- borði til um ef bilun hefur orð- ið í aðalkerfi. Bremsurnar eru með vökvaaðstoð, diskar eru að framan en skálar að aftan. Bilinn er 4,2 m langur, 1,66 m breiður og vegur 978 kg óhlað- inn. Bílinn kemur á sænskan markað í maí og sést væntan- lega hér er haustið nálgast. br.h. Ný göngudeild í heilsuvernd- arstöðinni Frá afhendingu lampans. T.f.v. Asgeir Gunnarsson fyrrv. form. SPOEX, Hörður Asgeirsson fyrsti form. félagsins, Baldvin Sigurðsson formaður SPOEX, Theodór Lillendahl f stjórn SPOEX, Hannes Þórarinsson yfirlæknir, Helga Vigfúsdóttir hjúkrunarkona deildar- innar ogGuðrún Lilja Þorkelsdóttir hjúkrunarkona. OPNUÐ hefur verið í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstfg f Reykjavfk göngudeild fyrir psori- asis- og exemsjúklinga. Er göngu- deildin opin frá9—12 fimm daga vikunnar en f ráði er að hún verði opin til kl. 13. Til að fá meðhöndl- un f fyrsta sinn þurfa sjúklingar að framvfsa tilvísun frá húðsjúk- dómalækni. Á þessari nýju göngudeild geta sjúklingarnir fengið Ijósaböð og ennfremur þeir sem þess þurfa, önnur böð. I tilefni opnunarinnar gáfu Samtök psoriasis- og exem- sjúklinga, SPOEX, lampa með út- fjólubláum geislum til notkunar á deildinni en slíkir lampar kosta nú um 160 þús. kr. Fyrir hönd samtakanna afhenti Baldvin Sigurðsson, formaður þeirra, gjöf- ina en Hannes Þórðarson yfir- læknir á deildinni veitti henni viðtöku. Yfirlæknir á deildinni er Hannes Þórðarson en ennfremur starfar þar Sæmundur Kjartans- son, sérfræðingur i húðsjúk- dómum. Heilsuverndarstöðin leggur til húsnæðið og hefur ráðið hjúkrunarkonu til þessara starfa, Helgu Vigfúsdóttur. Þar starfar einnig ef með þarf Guðrún Lilja Þorkelsdóttir, hjúkrunarkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.