Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976 29 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags % Höfn fyrir smábáta- eigendur Guðmundur Egilsson skrifar: Það vakti gleði mina, er ég sá á forsíðu Alþýðublaðsins 4. febrúar þá frétt, að smábátaeigendur ætluðu að byggja sér höfn og við- gerðaraðstöðu við Elliðaárvog fyr- ir starfsemi sina. Einnig fylgdi það fréttinni, að Reykjavikurborg hygðist styðja þessar fram- kvæmdir fjárhagslega. Vissulega er kominn timi til að þessum þætti atvinnu- og iþrótta- siglinga sé meiri gaumur gefinn og meiri sómi sýndur hjá sjó- mannaþjóðinni en verið hefur. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að smábátaeigendur hafa lengi verið á hrakhólum með að- stöðu I Reykjavikurhöfn. Hefur þessi litla atvinnugrein þó skilað sinu i gjaldeyri. Sannast þar vel máltækið, að margt smátt geri eitt stórt, en það er kannski ekki aðal- atriðið heldur hitt, að þarna skapast atvinna, sem aldraðir hafa notfært sér i rikum mæli og munu gera enn betur með batnandi aðstöðu. Er þá átt við hrognkelsaveiðar, sem hafa aukið fjölbreytni á matborðum Reyk- víkinga í áraraðir að ógleymdum hrognum, sem seld hafa verið i kavíar utanlands. Öllum, sem til þessa mála þekkja er Ijóst, að hér var þörf á bættri aðstöðu. Það, sem einna helzt hefur skor. á, þegar frá er talið plássleysi i höfninni, er gæzla bátanna, bryggjuaðstaða og ekki sizt húsnæði til geymslu þess útbúnaðar, er fylgir sliku. Hver veit nema hérna sé ein- mitt vísir að eftirlaunastarfi þeirra, er kjósa sér sjómennsku til að sýsla við í ellinni? Starf, sem veitir gleði og er heilsusam- legt og gerir þjóðarbúinu gagn. Þess vegna fögnum við ákvörðun borgarinnar að styðja slikai fram- kvæmdir. 0 Nú vitum við betur Húsmóðir skrifar: Er það ekki stórfurðulegt, hvað hinn frjálsi heimur tekur þegjandi og hljóðalaust á móti hinum yfirþyrmandi marxiska áróðri? í fyrstu var þetta auðvelt fyrir kommúnista. Rússland var lokað og enginn fékk þangað að koma, nema sá sem söng svo lof- sönginn, þegar heim var komið eða var svo þakklátur fyrir trakt- eringarnar, að hann skrifaði upp á ýmis plögg, eins og t.d. Stokk- hann að henda þeim á dvr einn góðan veðurdag. — Og Nicole? — Veslings Nicole hefur ekki hugmvnd um hvað hún vill. Ég hef hvatt hana til að brevta alger- lega um lifnaðarháttu, snúa baki við þeim og fara til Parísar eða London, en henni finnst að ein- hverjar annarlegar ástæður hljóti að liggja á bak við þessa uppástungu mína, það er að ég ætli að krækja í Marcel og góma alla peningana. — Þetta er syei mér flókið. — Já, svo ekki sé nú meira sagt. Hún stoppaði hilinn og skrúfaði niður rúðuna. Er eitthvað að? spurði David. — Finnst þér ekki dásamlegt úti á landi á þessum árstima. Og kyrrðin. Mér finnst vndislegt hérna. — Eigum við að skreppa út úr bílnum og fá okkur göngu, sagði David, opnaði hurðina og sté út úr bílnum. Hann tevgði úr sér og horfði með velkþóknun á fagurt og litskrúðugt umhverfið. Helen kom á eftir honum. — Þetta er ásta*ðan fvrir því að ég kem alltaf aftur, sagði Helen. — Mér finnst yndislegt hérna. hólmsávarpið fræga. Kreppan var allt að drepa hjá okkur og auðvit- að var ekkert atvinnuleysi i Rúss- landi. Hitt vissi enginn, nema þeir sem til Rússlands fóru, að kjör alls þorra almennings voru engp betri en atvinnuleysisstyrkurinn hjá okkur. 1936, þegar Krúsjeff átti að skipa verkamönnum að auka vinnuafköstin um 10%, sagði hann að lífskjör þeirra væru ólýsanleg. Þeir voru hungraðir, klæðalitlir og kvaldir af veggja- lús. Þeir kusu samt 100% kvalara sina ogþökkuðu þannigfyrir sig Rússar áttu þá engar nýlendur, svo hægt var að skamma nýlendu- veldin fyrir kúgun. En i dag kúga Rússar járntjaldslöndin bæði í andlegu og efnalegu tilliti, og er það versta kúgunin. Það er snöggt um betra að geta hrækt á bróður- höndina en að þurfa að kyssa hana, eins og Ungverjar og Tékkarnir þurfa að gera. 0 Megum við fá að sjá... Nú þekkir maður nógu vel kjör almennings í kommúnista- ríkjunum, svo mér finnst vera tími til kominn að spyrna við fót- um. Hvernig væri að lofa manni að sjá leikrit Solzhenitsyns? Og þarf að segja sögu móður Dubeecks, svo maður finni til. Það kunna allir söguna um með- ferð Rússa á Pasternak og Solzhenitsyn, en kannski færri hvernig Stalin launaði Maxim Gorki stuðning hans við kommúnismann. Stalin lét sumsé Jagoda drepa Gorki á eitri. Þetta mæltist illa fyrir, svo það voru höfð hröð handtök. Stalín lét taka Jagoda og saka hann um morðið á Gorki, og siðan fékk Stalín sér miklu duglegri mann sem sé Beria, sem varð svo tíka miklu frægari. Kaj Munck lætur konu Ebbesens segja, að hún vilji ekki ala barn til þess að verða Holseti, en ætli ekki séu orðnar nokkrar mæðurnar í Eystrasaltslöndun- um, sem ekki vilja ala börn fyrir Rússa? £ Rússablaðrið G. Magnússon skrifaði Vel- vakanda fyrir skömmu og bað hann blessaðan að reyna að stoppa „rugluðu húsmóðurina", með Rússablaðrið i þessum bréfa- þætti. Þetta sé barnalegt rugl og frámunalega vitlaust. Og hann vill ekki láta blanda hinum ágæta húsmóðurtitli saman við það. En það er nú svo. Dálkar Vel- vakanda eru fyrir fólk svo það geti látið í ljós skoðanir sinar. Finnist einhverjum öðrum þær vitlausar, þá getur hann skrifað það ltka eða sett fram aðrar skoð- anir á öðrum málum. Vildi Vel- vakandi feginn fá uppbyggilegar skoðanir G. Magnússonar á ein- hverju, sem hann hefur áhuga á efnislega. Og húsmóðirin fær öðru hverju inni með sin mál. HOGNI HREKKVISI ,Vinur! Enga sjálfsblekkingu. Þér eruð 4 kflóum of þungur.“ SIGGA V/öGA £ 1/IVE&4U tP VrfTA W WKAKl, %\&CA itflÁ-VIÓCtA, VÁ UtíOb \i0MYt & l\a 9£NlNáA Á ^&S&MálNN ^AYIMA Á 9tm&A A VÖbTO- SIA&IMN QEísiPf ... j Bolungarvík Til sölu er 4ra herb. íbúð í nýlegu fjórbýlishúsi í Bolungarvík, einu mesta uppgangsplássi lands- ins. Ennþá er verð áfasteignum lægra þar en á Reykjavíkursvæðinu. Hef ennfremur til sölu fasteignir á ísafirði og Hnifsdal. ArnarG. Hinriksson hdl. Aðalstræti 13, ísafirði, simi 3214 Skíðapeysur Norsku dömu- og herra skíðapeysurnar komnar aftur. Póstsendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.