Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 3 Fjölbreytt dagskrá á Listahátíð: Straumur erlendra listamanna til landsins John Dankworth Framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík nú í ár hefur látið fara frá sér drög að dagskrá hátíð- arinnar, sem standa mun frá 4.—16. júní næstkom- andi. Þar kemur fram, að hátíðin mun hefjast með opnun sýninga af ýmsu tagi, til að mynda verður sýning á myndum austur- ríska málarans Hundert- wasser i Listasafninu og sýning á verkum franska myndlistarmannsins Gér- ard Schneider á Kjarvals- stöðum auk íslenzkra sýn- inga á listiðnaði og hönnun í Norræna húsinu ásamt útihöggmyndasýningu í miðborginni. Fjórða júní mun Paul Douglas Freeman, stjórn- andi Detroit- sinfóníuhljómsveitarinnar, Bennv Goodman stjórna Sinfóníuhljómsveit íslands en einleikari verð- ur Unnur María Ingólfs- dóttir, fiðluleikari. Daginn eftir kemur portúgalski leikflokkurinn Comuna fram á Kjarvalsstöðum, en flokkur þessi tók þátt i al- þjóðlegu móti leikflokka i Póllandi i sumar sem leið, og vakti þar míkla athygli og hrifningu. Þá er í ráði að halda þann dag sérstaka ljóðadagskrá þar sem höf- undar og leikarar munu lesa upp og um kvöldið heldur William Walker, aðalbaritónsöngvari Metro- politanóperunnar í New York tónleika. Sjötta júni munu söngv- arar og hljómlistarmenn frá Færeyjum skemmta í Norræna húsinu, og þá mun einnig sænski tónlist- armaðurinn Gunnar Walk- are, sem er sérfræðingur i gerð hljóðfæra frumstæðra þjóðflokka, leyfa gestum á Kjarvalsstöðum að heyra í nokkrum slíkum hljóðfær- um en helzti viðburður dagsins verður þó síðdegis, þar sem eru tónleikar gít- arleikarans heimsfræga, John Williams. Daginn eft- ir verður balletsýning í Þjóðleikhúsinu, og standa vonir til að Helgi Tómas- son geti verið þar meðal dansara. Áttunda júní mun Mich- ala-flaututrióið frá Dan- mörku leika f Norræna húsinu, og einnig stendur til að halda alíslenzka pop- hátfð þennan dag. Degi síð- ar munu islenzkir tón- listarmenn leika verk eftir Mozart og Stravinsky á Kjarvalsstöðum, og 10. júní mun Leikfélag Reykjavíkur í samvinnu við Kammersveit Reykja- Borgar Garðarsson f s-afrfska leikritinu. víkur flytja Sögu her- mannsins í Iðnó og einnig eru fyrirætlanir um að reyna að fá hingað erlenda pophljómsveit til að skemmta þennan dag. Ellefta júní ber hæst söng v-þýzku sópransöng- konunnar Anneliesé Rot- henberger, sem er talin meðal fremstu söngkvenna veraldar um þessar mund- ir. Þá verður einnig gesta- leikur frá Lilla Teatren i Helsinki í Þjóðleikhús- kjallaranum. Leikurinn nefnist Sizwe bansi ár död og er eftir s-afrískan rit- höfund en þetta verk hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár. Aðeins tveir leikendur eru í leikn- um, og fer Borgar Garðárs- son með annað hlutverkið. Sýningin og leikur hafa fengið frábærar undirtekt- ir i Finnlandi. Tólfta júní leikur Benny Goodman, konungur sveifl- únnar, ásamt sextett sínum í Laugardalshöll, og einnig leikur þá franski tónlistar- flokkurinn Ars Antica miðaldatónlist og í Þjóð- leikhúsinu verður Michael Meschke með brúðuleik- hús sitt. Daginn eftir leika þau Rudolf Bamert, konsert- meistari útvarpshljóm- sveitarinnar í Vín, og Ur- súla G. Ingólfsson á Kjar- valsstöðum og Leikfélag Akureyrar sýnir Glerdýr- in. 14. júni kemur lát- bragðsleikarinn Yves Lebreton fram i Iðnó og 16. júní heldur franski píanó- leikarinn Pascal Rogé ein- leikstónleika í hátiðarsal Háskólans en hinn 29. júní verða siðan aukatónleikar Framhald á bls. 39 Athugasemd AF GEFNU tilefni vil ég taka fram, að mishermt var í einu dag- blaða borgarinnar að sérstök skoðun varðskipa eftir stórárekstra, sem framkvæmd yrði af Skipaskoðun ríkisins, væri tillaga frá skipherrum landhelgis- gæzlunnar. Eg hafði rætt við skipaskoðunarstjóra um skemmdirnar á varðskipunum og sagði hann mér þá að hann hefði rætt við ráðuneytisstjóra dóms- málaráðuneytisins um sérstaka skipaskoðun varðskipanna. Þessa tillögu var ég að taka undir og styðja, en ekki var um að ræða tillögu frá skipherrá. Selma Júlíusdóttir. Loðnuvertíðin: C'S • ------- Sigurður og Guðmundur sér á báti HEILDARLOÐNUAFLINN var samkvæmt skýrslum Fiskifélags lslands orðinn 312,926 lestir s.l. föstudagskvöld. 1 síðustu viku fengu 60 skip 36.504 lestir en alls hafa 76 skip fengið einhvern afla frá byrjun vertiðar. Ileildarafl- inn á sama tíma í fyrra var 426,444 lestir, en þá höfðu 107 skip fengið afla. Aflahæsta skipið í vikulokin var Sigurður RE með 11,660 lestir en Guðmundur RE fylgdi fast á eftir með 11,161 lest. Eru þessi tvö skip í nokkr- um sérflokki. Loðnu hefur verið landað á 23 stöðum, þar af mestu í bræðsluskipið Norglobal eða 54.862 lestum og næstmestu í Vestmannaeyjum, eða 39,898 lest- um. Hér fer á eftir skrá yfir þau skip, sem fengið hafa 1100 lestir eða meira á vertíðinni: SigurðurRE 11660 GuðmundurRE 11161 Helga Guðmundsdóttir BA 9448 Grindvíkingur GK 9182 Börkur 8491 EldborgGK 8241 HilmirSU 8219 Gísli Árni RE 7887 Hálón ÞH 7477 Loftur Baldvínsson EA 7406 Örn KE 6867 FífillGK 6854 Gullberg VE 6823 HrafnGK 6555 Pétur Jónsson RE 6464 Arni Sigurður AK 6409 Óskar Magnússon AK 6345 Asberg RE 6334 Súlan EA 6052 Jón Finnsson GK 5935 Rauðsey AK 5924 Dagfari ÞH 5671 Huginn VE 5555 Náttfari ÞH 5431 Framhald á bls. 33 Listkynning á Blönduósi: daga _ Tveggja listahátíð AUSTUR-Húnvetningar gang- ast fvrir fjölbreyttri listkvnn- ingu i félagsheimilinu á Blönduósi um næstu helgi, laugardag os sunnudag. Þar verður bókmenntakynning, hljóðfærasláttur og sitt hvað fleira. Listkynningin hefst á laugar- dag kl. 14 með dagskrá ,,lista- skáldanna vondu“, sem vakið hafa á sér verðskuldaða athygli undanfarið. Þar koma fram: 9 — Birgir Svan 0 — Guðbergur Bergsson. 0 — Hrafn Gunnlaugsson. 0 — Megas. 0 — PéturGunnlaugsson. 0 — Steinunn Sigurðardóttir. 0 — Sigurður Pálsson. 0 — Kynnir verður Sigurður Þorbjarnarson, Geitaskarði. Málverkasýning frá Lista- safni ASI verður opnuð kl. 16 á laugardag. Verður hún opin til kl. 22 þann dag og á sunnudag frá kl. 10 árdegis til 22 síðdegis. Á sunnudag verður sérsök dagskrá, sem að mestu verður byggð upp af ungu fólki. Þar sýnir fimleikaflokkur frá Reykjaskóla í Hrútafirði undir stjórn Höskuldar Goða Karls- sonar. Nemendur úr Tónlistar- skóla Austur-Húnvetninga koma fram og nemendur úr skólunum á Húnavöllum, Blönduósi og Skagaströnd verða með sérstaka skemmti- þætti. Þar fer og fram verð- launaafhending í skólakeppni U.S.A.H. í knattspyrnu, sundi og frjálsum íþróttum. A Ferðir til gagns og gleði með Ferðamíðstöðinni Aðalstræti 9, simar 281 33 og 1 1 255 ) Ódýrar hópferðir, sem allir geta tekið þátt í, eins þó þeir eigi ekki erindi á vörusýningar. Tækifæri til að taka makann með í ódýra skemmtiferð. Costa Blanca^* Benidorm 2ja og 3ja vikna ferðir Brottfarardagar: 9. aprfl 28. júní 25 april 1 9. júlf 1 2. maf 9. ágúst 31. maf 23. ágúst 14. júnf 1 3. sept. Túnis Brottför 3. aprfl 3 vikur Verð frá kr 109 300 Kaupmanna höfn Gull- og silfurvörusýning Brottför 30. apríl Húsgagnasýning Brottför 1 1. maí Verð frá kr. 45.200 París (Pret a Porter) London (Int Fashion Fair) Alþjóðlegar kventískusýningar 9 daga ferð með gistingu og morgunverði Verð frá kr. 62.500 r^Hanover LVjFair »T(g April 28th - May 6th Alþjóðleg vörusýning Brottför 27. apríl Amsterdam Alþjóðleg búsáhaldavörusýning Brottför 22. apríl Verð með gistingu og morgunverði i 7 daga frá kr 62.300 Skipuleggjum hópferóir og seljum farseðla I einstaklingsferóir um allan heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.