Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 5 Nýjar upplýsingar um uppreisnar tilraunina í Sovétflotanum reisnin var 1 í fullkomnasta skini flotans KRIVAK-TUNDURSPILLIR — Herskip af sömu gerð og talið er að uppreisnin hafi verið gerð á, en þau eru meðal fullkomnustu herskipa Sovétflotans. Gautaborg 22. marz. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Pétri J. Eiríkssyni. UPPREISN VAR GERÐ UM BORÐ I EINU AF FULLKOMNUSTU HERSKIPUM SOVÉZKA FLOTANS A Rigaflóa I nóvember s.l. Her- skipið reyndi að komast undan út á Eystrasalt, en var stöðvað af orrustuflugvélum og herskipum, sem veittu eftirför. Frá þessu var skýrt I sænska blaðinu Göteborgs Posten I gær, sem segir að álitið sé að skipið hafi ætlað að setja stefnu f vestur til Svíþjóðar eða f suður til Danmerkur eða Vestur-Þýzkalands. Orðrómur um atburðinn hefur verið á kreiki, ekki sfzt f löndum Atlantshafsbandalagsins, en nú virðist skýrari mynd hafa fengizt. Sænski herinn hefur m.a. staðfest að hann búi yfir upplýsingum, sem bendi til þess að þessi atburður hefi átt sér stað. Samkvæmt sundurlausum upp- lýsingum sem áður hafa lekið út úr Eystrasaltslöndunum á skipið, sem uppreisnin var gerð á, að hafa verið lítið eftirlitsskip, en samkvæmt nýrri upplýsingum er þó álitið að um hafi verið að ræða stórt herskip, líklega tund- urspilli af Krivak-gerð, sem er með fullkomnustu herskipum Sovétríkjanna • EFTIRFÖR Mikill viðbúnaður var viðhafð- ur við eftirförina. Herskip voru ' send út frá Riga og öðrum flota- stöðvum og orrustuþotur vopnað- ar hríðskotabyssum og eldflaug-1 um hófu aðför. Strax fyrir dögun að morgni 9. nóvember gerðu orrustuþoturnar fyrstu tilraun til að stöðva upp- reisnarmennina, sem þá voru komnir gegnum Irven-sund á milli Ösel og Kurlandsness. Stefndi skipið í vestur út fyrir lögsögu Sovétríkjanna. Göteborgs Posten segir að álitið sé, að fyrst hafi orrustuþoturnar með skothríð úr lítilli hæð reynt að stöðva tundurspillinn. Þegar það hafi ekki tekizt hafi verið gripið til þess ráðs að fella psrengjur. Ekkert bendir til þess að uppreisnarmenn hafi beitt vopnum tundurspill- isins. Talið er líklet að skip- ið hafi ekki getað haldið fullri ferð og að það hafi ekki lát- ið að astjórn eins og verið hefði ef fullskipuð og þjálfuð áhöfn hefði verið um borð. Þegar farið var að beita eldflaugum og önnur herskip nálguðust gáfust upp- reisnarmenn upp og uppgöngu- sveitir tóku við stjórn skipsins. Farið var með það á legu á Riga- flóa, þar sem handtökur voru gerðar. Engar upplýsingar eru um það hvort tundurspillirinn varð fyrir alvarlegum skemmd- um, en álitið er að skothriðin hafi verið mikil. Eitt skipanna sem veitti eftirför, líklega freigáta af Riga-gerð, hefur nefnilega sézt seinna töluvert löskuð eftir sprengingu. Er talið að ein af orrustuflugvélunum hafi í myrkr- inu skotið á hana eldflaugum vegna mistaka. Upplýsingafulltrúi sænsku herjanna, Bengt Wikander, hefur sagt að sænski herinn hafi undir höndum upplýsingar sem benda til þess að uppreisn hafi verið gerð um borð í sovézku herskipi við strönd Eystrasaltsríkjanna. Hins vegar segist hann ekki geta sagt í smáatriðum hver gangur atburðanna var. Teg. 4 Litur: Antik brúnt Verðkr 3185 • EFTIR BYLTINGAR AFMÆLIÐ Uppreisnin átti sér stað að- fararnótt 9. nóvember s.l. Hátíða- höld höfðu þá staðið yfir um öll Sovétríkin vegna byltingarafmæl- isins, sem haldið er upp á 7. nóv- ember í samræmi við gamla rúss- neska tímatalið. Hvort það var byltingarafmælið sem gaf upp- reisnarmönnum tækifæri til að reyna flótta er ekki vitað, né held- ur vita menn hve stór hluti áhafn- arinnar tók þátt í uppreisninni. Samkvæmt ákveðnum blaða- fréttum á pólitiskur yfirmaður um borð og aðstoðarmaður hans að hafa staðið fyrir flóttatilraun- inni. Það þykir þó fremur ótrú- legt þar sem mikinn hluta yfir- manna þarf til að unnt sé að sigla skipinu. Það hefði því ekki verið nóg að lokainni skipherrann, eins og orðrómur hefur verið um að gert hafi verið. Tundurspillirinn fór frá Riga i skjóli náttmyrkurs og sigldi út Rigaflóa. Hann hafði töluverða siglingu að baki þegar fyrst var gert viðvart um för hans. Ein- hver í landi eða um borð í öðrum herskipum í Rígahöfn hefur farið að gruna eitthvað misjafnt, þar sem engin skipun hafði verið gef- in um för tundurspillisins. Grun- urinn var staðfestur þegar hann svaraði ekki er hann var kallaður upp. Teg. 1 Litur: Vínrautt verð kr. 3285 leg. 5 Litur: Svart. Verðkr. 3185 Teg. 2 Litur: Cogriac brúnt Verð kr. 3285 Fyrirlestrar um biblíuþýðingu Teg. ö Litur: Rautt. Verð kr. 31 85 I FRÉTT frá Háskóla Islands kemur fram að I boði guðfræði- deildar Háskólans er á landinu dr. Birger Olsson dósent við Upp- salaháskóla og mun hann flytja tvo fyrirlestra um biblfuþýðingu og textagreiningu. Fyrri fyrirlesturinn sem fluttur verður í dag i fimmtu kennslu- stofu Háskólans nefnist „Tolka inte, bara översátt", eða þáttur ritskýringar við þýðingu Biblí- unnar. Síðari fyrirlesturinn á fimmtudag á sama stað og nefnist hann „Strukturanalysoch textför- stáelse" eða nokkur dæmi um greiningu texta í Nýja testament- inu. Dr. Birger Olsson er dósent í Nýjatestamentisfræðum við Upp- salaháskóla og hefur auk þess starfað mikið að biblíuþýðingar- málum. Hann beitir aðferðum nýrra málvísinda í biblíurann- sóknum sínum og hefur vakið verðskuldaða athygli bæði heima fyrir og erlendis. Fyrirlestrarnir verða fluttir á sænsku og er öllum heimill að- gangur. • AGAVANDAMÁL Göteborgs Posten segir að allt bendi til þess að gripið hafi verið til skjótra aðgerða af hálfu so- vézkra yfirvalda til að þagga at- burðinn niður og að fólk utan innsta hrings stjórnvalda fái aldrei að vita nánar um hann. Hins vegar sé það ljóst að Rauði flotinn eigi við agavandamál að stríða. Margar greinar i sovézkum blöðum árin 1974 og 1975 hafi fjallað um það efni og jafnvel málgagn flotans, Krasnaja Zvezda, hefur einstaka sinnum tekið málið upp. A aðfangadag 1974 var meira að segja tundur- spillirinn Storozjevoj nefndur með nafni, en hann er einn tund- urspillanna sem eru af Krivak- gerð. Greinarhöfundur setti út á lélega stjórnmálaþekkingu um borð í skipinu. Aðrir höfundar hafa talað um agaleysi og kæru- leysi. Það hefur meira að segja verið látið að þvi liggja að unnin Teg. 3 — * Litur: Dökkbrúnt H Verð kr. 3285" Teg. 7 Litur Svart r ostsendum verð kr .3185 Skóverzlun Þórðar Péturssonar 0 Kirkjustræti 8 v/ Austurvöll sími 14181 X hafi verið skemmdarverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.