Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 ÍÞRÚTTAMANNVIRKI Hver er stefna islenzkra yfirvafda í gerð iþróttamannvirkjaf> Hvert er markmiðið? Hvermg er staðan úti á landi. og hvernig er hún á þéttbýlis- svæðlnu', Hver hefur þróunm verið síðustu ánn? Við hverju er að búast næstu árin? Vissulega væn ánægjulegt að geta svarað þessum spurmngum, en það get ég ekki Hms vegar fer ekki hjá þvi, að með tilliti til þess. hvern- ig nú er ástatt í sambandi við þessi mál þá hef ég og minir likar auðvit- að oft hugleitt þetta Undanfarm ár hafa oft heyrzt óánægjuraddir, þegar rætt hefur verið um íþrótta- mannvirki, og siðustu mánuði hafa þær ef til vill verið hvað háværastar Hef ég þar lagt orð í belg, og geri enn Það þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann til þess að geta byrjað á byrjunmm. því það er ekki svo ýkja langt síðan ekki voru onnur iþrótta mannvirki í höfuðborg íslands en Sundhöllin við Barónsstíg. braggmn við Hálogaland og malarvöllurmn á Melunum. og svo nokkrir leikfimi- salir við skólana Óþarft ætti að vera að rekja þróunma til þessa dags, það ætti að nægja að minna á, að nú, árið 1973, eru td þrír sund- staðir i Reykjavik, emn íþróttasalur, þar sem hægt er að iðka allar gretnar íþrótta, og einn grasvöllur hefur svo bætzt við fyrir knatt- spyrnumennina, ef frá eru taldir æf- mgavellir sem nokkur knattspyrnu- félög hafa gert af miklum myndar- skap KNATTSPYRNU VELLIRNIR Enn þann dag í dag eru háðir fjölmargir knattspyrnukappleikir í ís- landsmótum. bæði yngri og eldri aldursflokka. á malarvollum Ungir og ..efmlegir” knattspyrnumenn fá ekki að keppa á grasvelli fyrr en þeir eru komnir í fyrstu deild, og meira að segja þar fara nokkrir leikir fram á gamla Melavellinum árið 1973 Ár eftir ár keppa ungu menmrnir t d á Háskólavellmum, sem ýmist er grjótharður eða eins og sandkassi, og stundum eiga þeir fullt i fangi með að sjá knöttmn fyrir ryki og skit, og koma svo iðulega blóðugir og margrispaðir eftir byltur leik eftir leik Og allt i kringum völlmn eru svo grasbalar, rennisléttir og við áttumiklir Állir leikir annarrar deild- ar fara fram á malarvöllum. margir á Melavellmum Reynt er að halda honum eins vel við og kostur er, en hvað skyldu vera mörg ár siðan gerður var grasvöllur handan við bárujárnsgirðmguna, fyrir bila vallargesta? Og hvernig er svo gras- völlurmn. þessi eini? Honum er val- mn staður í dal, þar sem talið var nokkurt skjól fyrir veðri og vmdum Sjálfsagt er það eitthvert skjól fyrir vmdunum, en veður getur líka verið blautt Reynslan hefur sýnt, að þegar votviðrasamt er. þá þolir Laugardalsvöllurmn lítið álag, og er þess skemmst að minnast, þegar flytja þurfti leiki i fyrstu deild ís- landsmótsms i knattspyrnu á Mela- völlmn, vegna þess að Laugardals- völlurmn var ónothæfur vegna bleytu SUNDLAUGARNAR Það er ef til vill ekki svo afleitt að hafa þrjá sundstaði í Reykjavik, þar sem ibúar eru ekki nema um eitt hundrað þúsund En lítum á Sund- höllin gamla er sjálfsagt ágæt á sina visu, en hún er orðm fullorðm og fullnægir hvergi nærri kröfum tim- ans Um það þarf ekki að fara mörgum orðum Sundlaug Vestur- bæjar er líka ágæt. og vist er um það. að þar hefur margur maðurinn notið lífsms Og Sundlaugar Reykja- vikur í Laugardal. þær eru lika ágætar — svo langt sem það nær Það er nefnilega ekki nóg að hafa laugina sjálfa — vatnið Við Sund- laug Vesturbæjar gleymdist til dæmis alveg á sínum tíma að gera ráð fyrir þvi, að sundlaugargestir þyrftu annað athafnasvæði en bara vatmð Og sama má segja um laug- arnar í Laugardal IÞROTTAHUS Hvermg er svo þetta eina iþrótta- hús höfuðborgarinnar, þar sem unnt er að iðka allar gremar iþrótta, sem venjulega eru iðkaðar mnanhúss, og þar sem áhorfendur eru ekki óvel- komnir? Það hefur oft verið gagn- rýnt og ætti að vera óþarft að fara mörgum orðum um það hér, enda nú svo komið. að allir hafa viður- kennt galla þess og ókosti, meira að segja nánustu aðstandendur, sem þó reyndu að telja sjálfum sér og öðrum trú um það lengi vel, að þetta væri glæsilegt mannvirki, búið mikl- um kostum Þeir báru höfuðið hátt og gera reyndar enn, þótt þeir viður- kenni galla hússins Nú segja þeir bara, að það hafi á sínum tima verið reist bæði sem iþróttahús og lika fyrir vörusýnmgar Þess vegna sé það svona Annars hefði það auðvit að orðið allt öðruvísi, ef það hefði bara verið reist fyrir iþróttaiðkanir Sumir vilja nú reyndar efast um það, og ég er emn þeirra Lítum bara á þau iþróttamannvirki, sem byrjað hefur verið að reisa eftir að „Höllin" i Laugardal var fullgerð Þessi dæmi læt ég nægja og eftir- læt lesendum að svara fyrstu spum- mgunni. sem varpað var fram í upp- hafi þessa gremarkorns — HVERTER MARKMIÐIÐ? Hvað er það, sem vakir fyrir. mönnum. þegar reisa skal íþrótta- mannvirki? í sundlaugina þarf vatn í íþróttasalnum verður lofthæðin að vera svo og svo mikil; hann þarf að vera svo og svo stór gólfflóturinn (alls ekki nógu .stór), og svo þarf búningsklefa, helzt tvo, ef karlar og konur skyldu koma á sama tíma Fleiri þarf ekki, þótt stundum komi margir flokkar til keppni eða æfinga á sama tíma Það er svo sjaldan Og svo er betra að hafa niðurföll í baðklefunum, reynslan hefur sýnt það hm síðari ár! Mikið hefur verið skrifað og skrafað um hin ýmsu iþróttamann- virki, og þá hefur mest borið á mismunandi skoðunum um stærð og gerð leikvalla; það hefur verið gagnrýnt, að ekki skuli vera nema einn grasvöllur fyrir knattspyrnu- menn i höfuðborginni; að enn skuli fjöldi knattspyrnuleikja um allt land fara fram á ma.'arvöllum, að ekki skuli vera nema emn iþróttasalur i höfuðborgmm. þar sem unnt er að stunda allar þær íþróttir, sem iðkaðar eru innanhúss, það er með 20x40 metra velli, að nokkra senti- metra vantar til þess að brautar- breidd sé lögleg á hlaupabrautum, að nokkra sentimetra vantar til þess að unnt sé að stunda dýfingar í laug um. o.s frv Þessi gagnrýni á fullan rétt á sér og er að mínu viti nauðsyn- Grein sú sem hér fer birtist í Samvinnunni fyrir tæpum þremur árum og er rituð af Jóni Asgeirssyni, formanni Samtaka íþróttafrétta- manna. Fjallar hún vítt og breitt um byggingu og hönnun iþróttamann- virkja, en um þá hluti hafa að undanförnu verið miklar umræður manna á meðal og í fjöl- miðlum. Þó grein þessi sé ekki ný af nálinni á hún þó enn fullan rétt á sér og er hér birt sem innlegg i þær umræður. Að sjálfsögðu eru iþróttasiður Morgun- blaðsins opnar fyrir skoðanaskiptum um þessi mál. leg En það er ekki nóg með, að þess sé ekki gætt, að sjálf iþrótta- svæðin fullnægi nútímakröfum og séu i samræmi við alþjóðareglur Það er líka annað, sem gleymist og hefur ekki verið gagnrýnt sem skyldi Þar á ég við þá aðstöðu, sem nauðsynleg er i tengslum við íþróttamannvirki, bæði fyrir iðk- endurna sjálfa, áhorfendur og starfs- lið Þessu til frekari skýringar læt ég fylgja upplýsingar um sund- höll í Edmborg í Edinborg búa um 500 þús manns Samanburður er hms vegar alls ekki óraunhæfur þegar á það er litið, að auk þeirrar sundlaugar, sem hér er sýnd, eru margar fleiri í borginni Rétt er að taka fram, að margir urðu til þess að gagnrýna yfirvöld, þegar ákveðið var að reisa þetta mannvirki það þótti i of mikið lagt Enda þótt ekki séu mörg ár liðm frá því sundhöllin var opnuð, hefur það þegar komið í Ijós, að nýtingin er meiri en bjart- sýnustu menn þorðu að vona; að- sókn fer sívaxandi, og nú eru allir sammála um það, að sundhöllin eigi fullan rétt á sér Þetta dæmi tek ég ekki til þess að sýna fram á, að nauðsynlegt sé að reisa slikt mann- virki í Reykjavik, heldur til þess að sýna hve öllu er haganlega fyrir komið, og til þess að sýna, að mark- miðið hjá þeim í Edmborg hefur verið annað en að gera bara sund- laug sem slíka — Það þarf meira en aðeins vatnið Það yrði alltof langt mál að rekja allt það, sem upp á er boðið í þessu íþróttamannvirki Nægir að benda á laugarnar þrjár — em 50 metra laug, ein æfingalaug fyrir byrjendur, og dýfingalaug þar sem eru dýfinga- pallar í 10 metra hæð, 7,5 metra hæð, og auk þess eru fjögur stökk- bretti, þrjú í 3 metra hæð og eitt í 1 metra hæð Gert er ráð fyrir að um 700 manns rúmist í aðallauginni samtimi$ — áhorfendasvæði er fyrir um 2500 manns, búningsherbergi eru sérstaklega rúmgóð og vönduð, og lamaðir og fatlaðir komast allra sinna ferða, og hafa sérstaka bún- mgsklefa Fleira mætti nefna, ems og tíl dæmis veitingastofuna, þar sem fólk getur fengið sér mat, kaffi, gosdrykki o fI og um leið notið útsýnis yfir laugarnar Þarna eru fullkomin tæki til þess að taka tima i keppni og tafla, sem á má letra næstum hvað sem er — öllu stjórn- að af tölvu Og hvað skyldi nú þetta hafa kostað allt saman? Eina og hálfa milljón sterlingspunda eða um 330 milljónir íslenzkra króna, með öllum tækjum, húsgögnum og öðru til- heyrandi Til samanburðar má svo geta þess, að Laugardalslaugin kostaði um 60 milljómr króna, og þar fór drjúgur hluti í gerð áhorf- endasvæðis, sem nýtist mjög illa Fleiri dæmi mætti taka í Váners- borg í Svíþjóð búa um 30 þúsund manns Þar er stór íþróttahöll, knatt- spyrnuvöllur með lýsingu. vélfryst skautasvell, ishokkyvöllur og hlaupabraut, hvort tveggja með lýs- ingu, lyftingasalur, leikfimisalur, júdósalur, fundaherbergi fyrir æsku- lýðssamtök staðarms, skátahreyfing- una og iþróttafélögir* veitingasalur fyrir hundrað manns, gistiherbergi fyrir tuttugu manns, og aðstaða til þess að hýsa á annað hundrað manns að auki, gufuböð, búnings- klefar og böð, bowling o fl Og allt þetta kostaði eitthvað rétt rúmlega eina Laugardalshöll FRAMKVÆMDIRNAR í LAUGARDAL Ég hef átt þess kost að sjá margar iþróttahallir á Norðurlöndum og víðar i Evrópu á undanförnum árum, og fyrir skömmu skoðaði ég íþrótta- mannvirki af ýmsu tagi i Bretlandi, Wales og Skotlandi Og þvi fleiri slíka staði, sem ég hef séð, því meira verð ég undrandi og vonsvik- mn, þegar ég geri samanburð á þeirri aðstöðu, sem ég þekki hér í þessu sambandi langar mig til þess að nefna framkvæmdirnar i Laugardal Þar eru nú íþróttahöllin, Laugardalsvöllurinn, Laugardals- laugin og skrifstofubygging íþrótta- sambands íslands Og nú er verið að vinna að frekari framkvæmdum Þannig er verið að reisa viðbótar- byggmgu við skrifstofuhúsið, íþróttamiðstöðma og auk ÍSÍ eru KSÍ og ÍBR eignaraðilar Þá er verið að vinna við gerð fleiri íþróttavalla af ýmsu tagi — einhvern tima á að koma skautasvæði og eitthvað fleira vist líka Nokkuð er liðið siðan fram- kvæmdir hófust þarna íþróttahöllin var tekin í notkun árið 1 965, eftir að íþróttamennirnir höfðu sjálfir tekið að sér að Ijúka framkvæmdum, þvi þeim leiddist seinagangurinn Enn þann dag i dag er ekki unnt að komast að eða frá Höllinni nema eina leið, og skapast algjört um- ferðaröngþveiti þar í hvert skipti, sem eitthvað er þar um að vera Ég hirði ekki um að rekja allt það, sem ég finn „Höllinni" sjálfri til foráttu, en þeir, sem til þekkja, geta gert samanburð á aðstöðunni þar og til dæmis í Sundhöllinni í Edinborg, sem getið er hér að framan Ég vil aðeins setja hér fram skoðanir mínar i sambandi við svæðið í Laugardal og fyrirhugaðar framkvæmdir þar Nú eru þarna fyrir, eins og áður er getið, íþróttamiðstöðin, íþróttahöllin, Laugardalsvöllurinn og Laugardals- laugin Og öll eru þessi mannvirki, að mínu mati, ófullkomin, sum mjög ófullkomin Það vantar það, sem við á að éta Tökum dæmi Hvað er gert fyrir áhorfendur á Laugardalsvellin- um? Væri til dæmis ekki skemmti- legt að geta komið inneftir nokkru áður en kappleikir eða mót hefjast, hitt kunningja og rabbað saman yfir kaffibolla? Eða á eftir? Væri ekki munur fyrir keppendurna sjálfa að geta búið sig vel undir keppni, við góðar aðstæður<> Væri ekki gott ef þeir gætu hitzt eftir keppni til þess að skiptast á skoðunum, einhvers staðar í öðru umhverfi en nú er, það er i búnmgsherbergjunum? Er það ekki ömurlegt, að ekki skuli vera hægt að halda fundi mnan íþrótta- hreyfingarinnar nema einhvers staðar úti i bæ? Eða námskeið? Það er að visu hægt að halda stjórnar- fundi i íþróttamiðstöðinni, en það er hvergi rúm fyrir fjölmennari hópa en venjulega eru i stjórnum og nefnd- um hreyfmgarinnar Og hvergi er hægt að fá kaffisopa Og hefði ekki verið skynsamlegra að hafa skrif- stofur íþróttahreyfingarinnar í sömu byggingu og eitthvað annað, í stað þess að reisa sérstakt hús fyrir þær? Hefði ekki mátt gera ráð fyrir þeim i Laugardalshöllinm, á Laugardals- vellinum eða Laugardalslauginni? Og nú er verið að reisa viðbótar- byggingu, sem kostar margar milljónir króna, og á sama tima er mestur hluti neðstu hæðar íþrótta- miðstöðvarinnar leigður út aðilum, sem ekkert eiga skylt við íþrótta- hreyfinguna sjálfa Nú eru þar endurskoðendaskrifstofa og verk- fræðistofa Ha? Hvert er markmiðið? GÓÐ FJÁRFESTING í mörgum smábæjum i Danmörku og sjálfsagt víðar eru vegleg iþrótta- hús Þar fer fram margs konar keppni og æfingar Þar er lika að- staða til að halda fundi, þangað geta íbúarnir komið til þess að hittast og spjalla saman, þar hafa hin ýmsu félög og klúbbar aðsetur; foreldrar geta komið með börn sin -og horft á þau i leik og starfi og tekið þátt í því með þeim Þar er aðstaða til hvers konar dægrastyttingar, þar er hægt að spila, tefla, borða, spjalla við kunningjana, iðka iþróttir, dansa, syngja og leika sér, eða bara „slappa af". í Laugardalnum hefði átt að reisa slíkt iþróttahús eða íþróttamiðstöð Og það er hægt enn íþróttamiðstöð fyrir unga sem gamla, hvort sem þeir vilja æfa sig, keppa, halda fundi, eða bara sýna sig og sjá aðra Og að sjálfsögðu ætti að reisa slíkt mannvirki I samráði við fræðsluyfir- völd Það ætti líka að vera hægur vandi — iþróttir og fræðsla undir menntamálaráðuneytið Þá væri hægt að nýta staðinn enn betur, og hann kæmi áreiðanlega báðum aðil- um i góðar þarfir. Raunar mætti skrifa langt mál um samstarf íþróttahreyfingarinnar og fræðsluyfirvalda, og það er gert á þessum vettvangi í þetta sinn í þeirri íþróttamiðstöð, sem mér finnst að ætti að reisa i Laugardaln- um, ætti að vera eins konar kjarni Þar væri miðja hringsins Þá væri unnt að halda stórmót, skákeinvígi, fimleikahátiðir, ráðstefnur, sýningar og hvaðeina, allt á sama stað í iþróttamiðstöðmni væri stjórnunar- aðstaða, gistiherbergi og veitinga- stofa, kennslustofur og böð með niðurföllum Síðan færi að sjálf- sögðu fram keppni á völlunum í kring, í Höllinni og i Lauginni. Þörfin er vissulega fyrir hendi, og því fé, sem varið yrði til þessa, væri vel varið Að fjárfesta í mannfólkinu sjálfu er góð fjárfesting —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.