Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 39
MÓRG UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
39
Skyndikönnun á föstudag:
w
Utkoman hin bezta sl. 10 ár
Fyrirtækin haía tekið sig á,
en einstaklingar syndga enn
,4>AÐ HEFUR ordið sú ánægju-
lega þróun frá því úr sfðustu
skyndikönnun, að við höfum séð
mun minna af innstæðulausum
fyrirtækjatékkun en þá var,“
sagði Björn Tryggvason, aðstoðar-
bankastjóri Seðiabankans, er
Morgunblaðið leitaði umsagnar
hans vegna skyndikönnunar sem
fram fór á vegum Seðlabankans
sl. föstudag. t könnuninni, sem
náði m.a til inniánsstofnana i
Reykjavik, Kópavogi, Hafnar-
firði, Keflavík og Selfossi, komu
fram alls 843 tékkar án fullnægj-
andi innstæðu og voru þeir sam-
tals að fjárhæð 12,2 milljónir
króna eða um 0.37% af veltu
föstudagsins, sem nam 3.299
milljónum króna
Til samanburðar má geta þess
að við könnunina hinn 12. desem-
TROÐFULLT var á málverkaupp-
boði, sem Guðmundur Axelsson
listmunasali I Klausturhólum
hélt f Súlnasal Hótel Sögu á
sunnudaginn. Þar voru boðin upp
83 verk eftir þekkta málara og
var heildarsöluverð málverkanna
um S.3 milljónir og ofan á þá tölu
kemur svo 20% söluskattur til
rik isins.
Guðmundur Axelsson sagði við
Mbl. eftir uppboðið að hann væri
óánægður með það hve sumar
myndirnar hefðu farið á lágu
verði, t.d. myndir Asgrims, Blön-
dals, Brynjólfs Þórðarsonar og
sumar myndir Kjarvals. Hæst
verð fékkst fyrir stóra mynd eftir
Kjarval frá Borgarfirði eystra,
610 þúsund krónur. Þingvalla-
mynd eftir Kjarval fór á 305 þús-
und, mynd eftir Júlíönu Sveins-
ber sl. komu fram 1328 tékkar að
fjárhæð samtals 35.8 milljónir
króna, sem ónóg innstæða var fyr-
ir og námu þeir 1.03% af veltu
dagsins. Segir í tilkynningu
Seðlabankans að heildarútkoma
þessarar skyndikönnunar sé sú
bezta miðað við undanfarin 10 ár,
og hafi greinilega gætt meira að-
halds um sinn í meðferð tékka-
mála gagnvart fyrirtækjum.
Björn Tryggvason aðstoðar-
bankastjóri, sagði hins vegar að
meðan þessi framför hefði orðið
héldu einstaklingar áfram að
sulla með tékkamál sin, og virtist
svo sem þeir nenntu ekki að
draga frá í heftum sínum. Kvað
hann daglega koma fram mikinn
fjölda innstæðulausra tékka frá
einstaklingum, og væru 90%
þeirra smátékkar, um 10 þúsund
dóttur á 260 þúsund, mynd eftir
Jón Engilberts á 220 þúsund,
tvær Ásgrimsmyndir á rúmlega
200 þúsund hvor og mynd eftir
Gunnlaug Blöndal fór á 210 þús-
und. Þá fór blýantsteikning eftir
Mugg, 13x12 sm, á 100 þúsund
krónur.
Trúnaðarmann-
inum líka sagt upp
JÖHANNES Sigurðsson, trúnað-
armaður um borð í skuttogaran-
um Ljósafelli, hefur beðið Mbl. að
geta þess að alls hafi 7 manns
verið sagt upp stó'rfum vegna
vinnudeilunnar á Fáskrúðsfirði,
þar af einnig trúnaðarmanninum
— honum sjálfum.
krónur eða þar undir. Benti Björn
á að með tilkomu Reiknistofu
bankanna kæmi i ljós samdægurs
hvort innstæða væri á ávísana-
heftum eða ekki, svo að nú væri
ekki lengur um það að ræða að
jafnareikninginn daginn eftir.
Reiknistofa bankanna vinnur
nú sem næst alla tékka sem ber-
ast bönkum á Reykjavíkursvæð-
inu og næsta nágrenni, og er
fjöldi tékkareikninga, sem
Reiknistofan annast vinnslu á nú
um 82 þús. Voru hreyfingar hjá
henni aðfgrarnótt s.l. laugardags
nálægt 80.000 þar af tékkar tæp-
lega 60.000 talsins, og nam heild-
arfjárhæð útborgana 6.544 millj.
kr.
Kristinn Finnbogason
endurkjörinn formaður
fulltrúaráðs Framsóknar
A fjölmennum aðalfundi full-
trúaráðs Framsóknarfélaganna í
Reykjavík, sem haldinn var 1 gær-
kvöldi, var Kristinn Finnbogason
einróma endurkjörinn formaður
fulltrúaráðsins. Jafnframt var
Jón Aðalsteinn Jónasson ein-
róma endurkjörinn varaformaður
þess. Þá voru kosnir meðstjórn-
endur og hlaut Alfreð Þorsteins-
son þar flest atkvæði en ásamt
honum hlutu þær Kristín Karls-
dóttir og Sigurveig Erlingsdóttir
kosningu.
— Skemmdir
Framhald af bls. 40
skemmdir höfðu orðið á
„flöpsum" á báðum vængjum
hennar. Ekki er Ijóst með
hvaða hætti þessar skcmmdir
hafa orðið. en tilgáta er uppi
um að ekið kunni að hafa verið
á vélina meðan hún stóð við 1
New York. Þykir tilgáta þessi
þó fremur ósennileg, þvf að þá
hefði þurft að aka á vélina
tvívegis. Unnið var að viðgerð
vélarinnar í gær og töluverð
seinkun á þessu flugi áfram til
Luxemborgar af þessum
sökum.
Trausti
efstur
Eskifirði 22. marz.
SVÆÐISMÖT Austurlands í
skák — fyrri hluti—var haldið
á Eskifirði laugardag og
sunnudag, og voru þar tefldar
4 umferðir. Teflt var í meist-
araflokki og unglingaflokki. I
meistaraflokki er Trausti
Björnsson, Taflfélagi Eski-
fjarðar efstur með 4 vinninga
úr jafnmörgum skákum. Mótið
heldur áfram um næstu helgi,
og verða þá tefldar 3 umferðir,
er lýkur því siðan með hrað-
skákkeppni á sunnudaginn.
— Ævar
— Mjólk hækkar
Framhald af bls. 40
koma til framkvæmda um áramót,
þannig að
HalldórE. Sigurðsson, landbún-
aðarráðherra, sagði að við þessa
verðákvörðun kæmi til fram-
kvæmda ákvæði fjárlaga fyrir
árið 1976 um lækkaðar niður-
greiðslur en samkvæmt fjártögum
hefði sú lækkun átt að koma til
framkvæmda um áramót, þannig
að á þeim 9 mánuðum, sem eftir
væru af árinu, þyrfti að vinna
upp það fjármagn, sem farið hefði
til niðurgreiðslna á fyrstu þrem
mánuðum ársins og af þessum
sökum kæmi lækkun niður-
greiðslnanna fram í búvöruverð-
inu með meirá þunga. Hins
vegar væri talið að ef fyrstu
6 mánuðir ársins væru teknir
i heiid þá kæmi þetta neitend-
um til góða. Halldór tók fram
að nú yrði einnig gerð sú
breyting á að tekið yrði upp með-
alverð á sauðfjárafurðum, þ.e.
kindakjöti og ull, og yrðu niður-
greiðslur á kindakjöti lækkaðar
en þeirri upphæð varið til niður-
greiðslna á ull. Þessi breyting á
hlutfalli kjöts og ullar hefur þó
ekki áhrif á hækkun kjötverðs til
neytenda þvi kjötverð til bænda
lækkar en þá rýrnun tekna fá þeir
bætta i auknu ullarverði. Hjá
Halldóri kom fram að á þessu ári
er gert ráð fyrir að verja tæpum 5
milljörðum til niðurgreiðslna.
Eins og tekið var fram hér að
framan verður hækkunin mest á
verði mjólkur eða um 30%. Þá
hækka aðrar mjólkurvörur einnig
bæði vegna lækkaðra niður-
greiðslna og hækkunar verðlags-
grundvallar en það skal tekið
fram að jafnframt er ætlunin að
fella alveg niður niðurgreiðslur á
rjóma og osti. I dag er hver litri af
rjóma greiddur niður um 61.50
krónur og 45% ostur er niður-
greiddur um 85 krónur hvert kiló.
Kjötvörur hækka hins vegar
ekki eins mikið. Eftir breyting-
una verður tekið upp meðalverð á
ull og kindakjöti, sem verður um
370 krónur á hvert kíló. Við þessa
breytingu lækkar verð kindakjöts
til bænda en ullarverð hækkar að
sama skapi. Ekki er að þessu sinni
gerð breyting á magni ullar i
verðtagsgrundvellinum en gert er
ráð fyrir að 325 kiló komi af 180
kindum eða 1,8 kg á kind og kem-
ur því það magn sem fram yfir
verður, bændum til góða i aukn-
um tekjum, en sem kunnugt hef-
ur bændum þótt verulega skorta á
að viðunandi verð fengist fyrir
ullina. Við þessa breytingu hækk-
ar verð ullar til bænda um rúm
150%.
— Frestast
Framhald af bls. 2
væri. Svaraði Einar þvi til að
skuldin væri fyrir söluskatti
og þinggjöldum og væri um 13
milljónir. Spurði nú Morgun-
blaðið hvers vegna Klúbbnum
hefði ekki verið lokað vegna
vanskila á söluskatti eins og
öðrum fyrirtækjum fyrst
skuldin væri tilkomin vegna
reksturs i veitingahúsinu.
Svaraði sýslumaður þvi til að
skuld þessi væri siðan Sigur-
björn Eiríksson rak veitinga-
staðinn á eigin nafni. Siðan
hefði hlutafélag tekið við
rekstrinum og því væri ekki
hægt að loka Klúbbnum vegna
vanskilanna og yrði að ganga
að Sigurbirni sjálfum og óska
uppboðs á eign hans, jörðinni
Álfsnesi.
— Brennivínið
Framhald af bls. 2
úr 2340 krónum i 2750 krónur eða
17,5%. Aftur á móti hækkar pott-
flaskan af erlendum séniver úr
3450 krónum í 4000 krónur eða
15,9% og erlent vodka t.d. það
pólska, hækkar úr 3060 krónum i
3550 krónur eða 16%. Viskí
hækkar úr 3400 krónum i 3800
krónur eða 11,8%.
Á tóbaki er hækkunin að
jafnaði 15% og sígarettupakkinn
kostar eftir hækkun 220 krónur
en kostaði 190 krónur.
— Foot bætir
Framhald af bls. 1
skoðanakönnunar Marplan-
stofnunarinnar meðal stuðnings-
manna Verkamannaflokksins
styðja 47% Callaghan, 16%
Jenkins og 10% Foot.
Tveir þingmenn Verkamanna-
flokksins, James Sillars og John
Robertson, hafa sagt að þeir muni
sitja hjá við atkvæðagreiðsluna
þar sem þeir hafi sagt skilið við
Verkamannaflokkinn og stofnað
„Skozka Verkamannaflokkinn".
— Listkynning
Framhald af bls. 3
Það er Samband austurhún-
vetnskra kvenna, Verkalýðsfé-
lag Austur-Húnvetninga og Fé-
lagsheimilið á Blönduósi, sem
standa fyrir þessari listkynn-
ingu. Gert er ráð fyrir miklu
fjölmenni á listkynninguna,
a.m.k. varð sú raunin á fyrri
listkynningu, sem Samband
austurhúnvetnskra kvenna
kom á fót fyrir nokkrum árum.
— Listahátíð
Framhald af bls. 2
eftir að hátíðinni sjálfri er
lokið, og eru þar á ferð
Cleo Lain og John Dank-
worth. Verða tónleikar
þeirra í Laugardalshöll.
Ekki hefur verið gengið
frá dagskránni endanlega,
og óljóst er enn um þátt-
töku nokkurra erlendra
listamanna. Má þar nefna
að til greina getur komið
að hingað komi Mik-
flokkurinn frá Grænlandi
og flytji söng og dansa, og
einnig er verið að reyna að
fá hingað Gisela May, hina
annáluðu Brecht-söng-
konu.
— Reagan
hættur?
Framhald af bls. 1
sinna um að nota sér til fram-
dráttar hneykslismái sem fyrr-
verandi yfirmaður kosningabar-
áttu Fords, Howard Callaway, er
viðriðinn og þeir segja að gæti
orðið „Watergate" Fords.
Callaway hefur verið rekinn
vegna ásakana, sem nú er verið að
rannsaka, þess efnis að hann hafi
sem hermálaráðherra beitt áhrif-
um sinum til þess að dregið var til
baka bann við því að skiðastaður,
sem hann var meðeigandi í, yrði
byggður upp í Colorado.
Ford forseti sagði um helgina
að hann væri svo viss um að verða
tilnefndur forsetaefni repúblik-
ana að sér stæði á sama um hvort
Reagan drægi sig i hlé eða ekki.
Sargeant Shriver, mágur
Kennedys heitins forseta, til-
kynnti formlega í dag að hann
hefðrdregið sig í hlé og er fimmti
demókratinn sem það gerir. Hann
kvaðst síðar mundu ákveða hvaða
frambjóðanda hann styddi, en
átta eru eftir.
Eins og fram hefur komið í
fréttum var Guðmundur Sigur-
jónsson stórmeistari á meðal
þátttakenda í jólaskákmótinu i
Hastings og stóð sig þar með
prýði. Urslit mótsins urðu ann-
ars sem hér segir: 1. — 3. Bron-
stein (Sovétr.), Hort (Tékk-
ósl.v.) og Uhlmann (DDR) 10.
v., 4. Kortsnoj (Sovétr.) 9 v„ 5
— 7. Guðmundur, Sosonko
(Holland) og Taimanov (Sov-
étr.) 8 v., 8 — 10. Jansa (Tékk-
ósl.v.), Kaplan (Puerto Rico)
og Miles (Engl) 7,5 v., 11. Stean
(Engl.) 7 v., 12. — 13. Keene og
Nunn (Engl) 6 v. 14. — 15.
Bisguier (U.S.A.) og Hartston
(EnglJ 5,5v.. 16. Bellin (Engl.)
4,5 v.
Fyrir mótið var Kortsnoj tal-
inn sigurstranglegastur, en
hann tefldi full giæfralega á
köflum og tapaði tveimur skák-
um, gegn Bronstein og Jansa
Árangur þeirra Bronstein og
Uhlmann mun vafalaust koma
mörgum á óvart, en þeir voru
báðir i ágætu formi og tefldu af
öryggi og hörku.
Um árangur Guðmundar Sig-
urjónssonar er það að
segja, að hann verður að
teljast ágætur i svo sterku móti.
Guðmundur tefldi af öryggi og
tapaði aðeins einni skák, gegn
Kortsnoj. Hins vegar vann
hann aðeins tvær skákir, gegn
Kaplan og Hartston. Ekki náði
Guðmundur þó að verða jafn-
tefliskóngur, Taimonov vann
eina skák og gerði 14 jafntefli.
Að lokum kemur svo ein af
Agæt
frammistaða
Guðmundar
í Hastings
Skák
eftir Jón
Þ. Þór
skákum Guðmundar, og á hann
þar í höggi við Bronstein.
Stuðzt er við athugasemdir
Bronsteins i „64".
Hvítt: Guðmundur Sigurjóns-
son
Svart: D. Bronstein
Sikilevjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6. 3. d4
— cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3
— e5.
(Þetta afbrigði hefur lítið
sézt um alllangt skeið, en að
undanförnu hefur V. Chekov,
heimsmeistari unglinga, beitt
því með góðum árangri).
6. Rdb5
(Bezt. Eftir 6. Rf5 — d5, 7.
exd5 — Bxf5, 8. dxc6 — Dxdl,
9. Kxdl — bxc6, 10. Re3 þarf
svartur engu að kvíða. Mögu-
legt er einnig 6. Rb3, en þá náer
svartur að jafna taflið án telj-
andi erfiðleika).
6. — d6, 7. Bg5
(Baráttan stendur um reitinn
d5).
7. — a6, 8. Ra3 — b5,9. Bxf6 —
gxf6,
(Með framrás þessa peðs
hyggst svartur grafa undan
hvíta miðborðinu, án þess að
veikja kóngsstöðu sína).
10. Rd5 — f5, 11. exf5 — Bxf5,
12. Bd3 —Be6,
(Svartur hagnast ekki á 12.
— e4).
13. Be4 — Bg7, 14. Dh5
Guðmundur hafnar eðlilega
skiptamunsvinningnum. Eftir
14. Rf6+ — Bxf6, 15. Bxc6+ —
Ke7, 16. Bxa8 — Dxa8 væru
hótanir svarts of margar og of
sterkar).
14. — Hc8, 15. Hdl — Re7, 16."
c3 — Hc5,
(Nú neyðist hvítur til að gefa
eftir d5 reitinn og þá jafnast
taflið).
17. Rxe7 — Dxe7, 18. Rc2 — d5,
19. Bf5 — Bxf5 og hér sættust
keppendur á jafntefli.
Selt fyrir 5,3 millj. á
uppboði Klausturhóla