Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 23 Gera verður meira fyrir knattspymuna í dreifbýtinu ÞEIR eru ekki margir íslensku knattspyrnumennirnir sem leikið hafa í öllum þremur deildum íslenskrar knattspyrnu og auk þess í landslidi. Magnús Jónatansson frá Akureyri er einn þessara kappa. hann lék um 14 ára skeið með IBA í 1. og 2. deild og í fyrra sumar lék Magnús með Þrótti, Neskaupstað í 3. deildinni auk þess að þjálfa liðið. Þá hefir Magnús og leikið landsleiki fyrir hönd Islands. Morgunblaðið náði i Magnús á dögunum og leitaði álits hans á ýmsum málum, sem knatt- spyrnuna á Akureyri varða og þá ekki síður um knattspyrn- una á Austurlandi, en ef til vill hefir verið einna hljóðast um íþróttaiðkanir úr þeim lands- fjórðungi. I upphafi samtalsins var rætt um knattspyrnumálefni á Aust- fjörðum og hafði Magnús eftir- farandi um þau mál að segja. — Af kynnum mínum af knattspyrnu á Austfjörðum þó stutt séu, hefi ég komist að þeirri niðurstöðu að verkefni þar séu allt of fá og smá. Að sjálfsögðu skapast það af fjar- lægðinni við þungamiðju höfuðstöðva allra íþróttamála i landinu — Reykjavík — og þeim kostnaði sem því er samfara að ferðast milli lands- hluta, en að því leyti eru Aust- firóingar líkast til verst settir. Það kom mér mjög á óvart þegar ég dvaldist fyrir austan hve efniviðurinn þar er gífur- lega mikill svo og áhuginn og því sárgrætilegt til þess að hugsa að verkefnaskortur skuli svo mjög há framgangi knatt- spyrnunnar þarna. — En hvernig mætti fjölgaverk- efnunum? — Mér hefir til dæmis komið í hug hvort ekki mætti reyna að auka samskiptin við Norður- land því þangað er styst að sækja. Til dæmis ætti að vera unnt að skipta liðunum af Norðurlandi og Austfjörðum sem leika i 3. deild í tvo riðla. Þá yrðu tveir sjö liða riðlar. Einnig væru sömu ráðstafanir athugandi í yngri flokkunum. Þessar ráðstafanir mundu ekki einasta auka á verkefnin held- ur og efla samskipti þessara fjórðunga og skapa kynni á meðal manna. — Finnst þér þá kominn tími til að huga að stofnun 4. deildar? Eftir að hafa orðið var við hina miklu breidd sem ríkjandi er meðal 3. deildar liðanna heid ég að svo sé. Þá er ég og sann- færður um að erfiðara er að vinna sér sæti i 2. deildinni nú Rabbað við Magtiús Jónatans- son knatt- spyrnu- kappa frá Akureyri heldur en að halda þar sæti sinu. Ef til vill gæti sama staða komið upp varðandi 3. deildina ef svo væri gert, en það leikur ekki vafi á að breiddin í íslenskri knattspyrnu jókst til muna þegar 3. deildin var stofnuð á sínum tima. — — Knattspyrnan hér stendur á timamótum. Við erum farnir að geta okkur mjög golt orð sem knattspyrnuþjóð og á ég þar að sjálfsögðu við frábæra frammistöðu islenska landsliðs- ins upp á síðkastið. Eiga hinir erlendu þjálfarar sem hér hafa starfað að undan- förnu stærstan hlut þar að máli ? — Það held ég sé ekki. Ekki fundu þeir efniviðinn. Hins vegar hefir þeim ef til vill tek- ist að laða fram ýmsa góða eðlisþætti knattspyrnumann- anna og á það fyrst og fremst rót sína að rekja til kunnáttu þeirra og reynslu. Því miður hefir mennlunajmálum knatt- spyrnunnar ekki verið sinnt sem skyidi hér á landi. — En nú er kominn hér á fót skóli íyrir knattspyrnuþjálfara. — Já það er mjög athyglis- verð lilraún og á áreiðanlega eftir að gefa af sér mikinn arð. Hitt er' svo annað að við.sem búum úti á landi eigum ákaf- lega erfitt með að sækja þennan skóla þar sem hann tek- ur yfir svo langan tima vetrar og ntenn geta ekki hlaupið úr vinnu. Eyndist mér því athug- andi að stytta tímann sem skól- inn tekur yfir, en vinna því betur stuttan tíma. Nú hafa miklar sviptingai' orðið í knattspy rnumálum á Akureyri. Alftur þú að skipting IBA muni verða til göðs? — A því tel ég ekki minnsta efa. Það sýndi sig t.d. í fyrra að báðum félögunum KA og Þór tókst að vinna sér sæti i 2. deild án nijög mikillar mótspyrnu. Við þessa skiptingu held ég að bót verði ráðin á þeirri van- rækslu sem yngri flokkunum á Akureyri hefir verið sýnd und- anfarin ár þegar allt snerist um meistaraflokk IBA. Þá mun það ekki hafa svo litió að segja að félögin hafa lagt mikið kapp á að bæta aðstöðu sína; þannig hefir Þór nú tekið í notkun eigið æfingasvæði og KA mun vígja sitt æfingasvæði í sumar. Magnús Jónatansson í baráttu um knöttinn í leik Fram og ÍBA á Laugardalsvcllinum 1971. Fiskvinnslan orðin að ágœtu íþróttahúsi Á NÆSTUNNI munu Haukar í Hafnarfirði taka formlega í notkun íþróttahús sjjtt, seni þeir hafa reyndar nokkra síðustu mánuði nýtt til æfinga fyrir handknattleiks- og knattspyrnumenn félagsins. IIús það sem hér er um að ræða býður upp á 500 fermetra sal, gólfflöt 18\32 metra. Auk þess búningsherbergi og stórt andd.vri þar sem í framtíðinni verður félagsheimili Haukanna. Áður var hús þetta fiskaðgerðar- hús, en er nú sem sagt á góðri leið með að breytast í íþróttahöll, bjarta og skemmtilega í alla staði. Sturla Haraldsson handknatt- séð um breytingarnar og end- á húsinu og rabbaði Morgun- leiksmaður úr Haukum hefur urbætur þær sem gera þurfti blaðið við hann fyrir helgina. Sagði Sturla að nú væru komn- ar um 14 milljónir króna í hús- ið, en til að fullgera það alveg og þá með íþróttakennslu skól- anna i huga, mætti gera ráð fyrir að kostnaðurinn færi upp í 20 milljónir. — Eélagið okkai' á 45 ára afmæli 12. april næstkomandi og mér finnst líklegt að húsið verði formlega tekið f notkun þegar þeirra tímamóta verður minnzt sagði Sturla. — Um endurbæturnar á húsinu má segja að þær hafi verið unnar í þremur áföngum og ef mig mis- minnir ekki þá var byrjað á þeim 1970. Undanfarió hálft ár hefur mest verið unnið við húsið og mikið af því sem gert hefur verið hefur verið unnið í sjálfboðaliðsvinnu. Að sjálf- sögðu höfum við barizt í bökk- um fjárhagslega varðandi breytingarnar á húsinu og nú vantar okkur herzlumuninn til að geta lokið við það sem nauð- syniegt er að gera. Þannig er t .d. gólfió sem vera á úr tréplöt- um eins og er í hinu nýja iþróttahúsi KR-inga, á hafnar- bakkanum, en peninga vantar til að leysa það út. — Jú, blessaður vertu þetta gjörbreytir allri aðstöðu okkar Haukanna. því íþróttahúsið við Strandgötu hefur verið svo ásetið að færri hafa komizt þar að en viljað hafa. Þa gefur Haukahúsið skólunum einnig möguleika á auknum tima- fjölda og Iðnskólinn og Víði- staðaskólinn eru hérna á na>stu grösum og mér finnst líklegt að þeir nýti húsið á daginn. sagði Sturla að lokunt. Ekki fá Haukarnir löglegan handknattleiksvöll í þessu nýja húsi sinu. en köríuknattleiks- völlur ætti að verða þarna mjög góður. Hinir nýbökuðu Islands- meistarar Hauka i 3. flokki i körfuknattleik ættu þvi ekki að þurfa að kvarta yfir aðstöðu- leysi næsta vetur og reyndar ekki aðrir Haukar. Eélags- aðstöðu hafa Haukarnir einnig fengið í húsinu og þegar er búið að innrétta anddyriðsmekklega og bengja þar upp myndir sem segja meira en mörg orð um sögu Hauka úr Hafnarfirði, sem eiga45 ára afntæli 12. april eins og áóur sagði. —áij. Ilaukarnir tKXwajtmi nddyrinu ir|ti smekklega seluS§o þar seni myndir þ véggi og margt for- vitnilegt er að sjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.