Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 19 Armenníngar þolén ekki spennnna og ÍR sigraði eftir framlengingn ,4»ETTA er nú ekki búið enn, þaó kemur dagur eftir þennan dag“ sagði Birgir Birgirs eftir leik Ar- manns gegn IR. Armenningar voru svo gott sem komnir með Islandsbikarinn í hendurnar, en tR-ingar náðu að vinna upp 14 stiga forskot Armanns á lokamín- útum leiksins og jafna þegar 15 sek. voru eftir af leiknum. Guð- steinn Ingimarsson átti þó alla möguleika að tryggja Armanni titilinn þegar 6 sek. voru eftir af leiktima þegar hann fékk tvö víta- skot, en taugarnar brugðust og bæði skotin fóru forgörðum. Það ætlar þvf að ganga erfiðlega hjá Armenningum að ná tslands- meistaratitlinum, en þeirra næsta tækifæri verður n.k. laugardag þegar Armann leikur við KR. Leikur IR og Armanns bar þess greinileg merki að þar var leikið til úrslita í Islandsmótinu. A köflum var fumið og fátið allsráð- andi, og leikmenn í báðum liðum keyrðu upp hraða sem þeir réðu ekki við. Þegar svo kom fram i síðari hálfleik færðist mikil harka í leikinn, og hnefarnir fóru á loft. Þannig voru þeir búnir að takast á Jimmy Rogers og Jón Jörunds- son lengi vel, og var hægt að fylgjast með því. að þeir háðu harðar orðasennur. Þegar 3 min. voru eftir af leik- tíma braut Jón á Jimmy og var víti dæmt. Jimmy var óánægður og sendi Jóni tóninn, en það hefði hann betur látið ógert. Dómar- arnir dæmdu umsvifalaust tækni- víti á Jimmy, og var það hans 5. villa. „Ég var orðinn æstur og vondur,“ sagði Jimmy eftir leik- inn. „Hann var búinn að kalla mig ýmsum ljótum nöfnum í leiknum, m.a.: Farðu heim til Ameríku, svartur, og ég held að dómararnir hafi heyrt þetta. En ég lét skapið fara með mig, ég viðurkenndi það.“ „Það var hann sem byrjaði," sagði Jón hins vegar. Hann kýldi mig viljandi í magann, og þegar hann ætlaði að reyna að æsa mig upp með ljótum orðum svaraði ég að sjálfsögðu.“ Þettavarerfiðurdagur hjá Jóni Jörundssyni, því þegar hann var á leið til búningsklefa eftir leikinn lenti hann í slagsmálum við áhanganda Ármanns sem var ekki sáttur við úrslit leiksins. I stuttu máli gekk leikurinn þannig fyrir sig, að jafnt var fram eftir öllum fyrri hálfleik en þá náði Armann 10 stiga kafla án þess IR svaraði, og í hálfleik var Ármann með 49:39 forustu. Þann mun juku Ármenningar upp i 14 stig í síðari hálfleik, 75:61 og voru þá 7 mín. eftir. En þá gerði þjálf- ari Ármanns þá vitleysu að taka Jón Sigurðsson útaf, og IR svaraði strax með því að setja pressuvörn á Ármann. Hvað eftir annað gaf hún þann árangur að Ármenn- ingar misstu boltann, og 15 sek. fyrir leikslok jafnaði IR. Þegar svo kom út í framlenginguna var ljóst hvernig fara myndi því Birgir Örn, Jimmy, Björn Christ- enssen og Sigurður Ingólfsson voru allir komnir með 5 villur. IR náði líka strax 6 stiga forskoti og hélt því síðan. Lokatölur 99:92. Þorsteinn Hallgrímsson var besti maður IR í þessum leik, bæði í vörn og sókn, en þeir Jón Jörundsson og Kolbeinn Kristins- son voru einnig góðir. Kristinn Jörundsson kom með góðan kafla þegar mest á reyndi, í framleng- ingunni, en hafði fram að því lítið haft sig i frammi. Hjá Armanni bar Jón Sigurðsson af, en það hlýtur að vera erfitt að vera jafn- mikilvægur maður í liðinu eins og hann er. Hann er sá sem á að byggja allt upp og stjórna spilinu. Jimmy var góður í fyrri hálfleik og Birgir Örn átti mjög góða kafla. Stighæstir hjá Armanni: Jón Sig. 24, Jimmy 18, Guðsteinn 15. Hjá lR: Kolbeinn Kristinsson 26, Kristinn Jörundsson 19, Birgir Jakobsson 16, Þorsteinn Hall- grímsson 13. gk—. Margar hendur teygja sig eftir knettinum. Þorsteinn Hallgrímsson lengst til vinstri, þá „vinirnir“ Jimmv Rogers og Jón Jörundsson. Þorsteinn Guðnason stendur álengdar. (Ijósm. Friðþjófur). KR-ingar hjálpuðu ÍR með sigri á móti KA KR-INGAR gerðu iR-ingum góðan greiða á laugardaginn er þeir unnu KA frá Akureyri 20:14 í Laugardalshöllinni. Þurfa lR-ingar nú aðeins eitt stig í þeim tveimur leikjum, sem liðið á eftir til að ná að minnsta kosti í aukaleik um flutning upp í 1. deild. Hefur tR hiotið 22 stig og á tvo leiki eftir, KA er með 21 stig og á einn leik eftir, en KR er með 20 stig og á einn leik eftir. Forföll vegna flensunnar hrjáðu KA-menn í þessum leik og lék Halldór Rafnsson t.d. ekki með liðinu, en fimm leikmenn KA munu hafa verið forfallaðir af þessum orsökum í leikjum helgar- innar. Þrátt fyrir þessi áföll hélt KA í við KR allan fyrri hálfleik- inn og var jafnt á flestum tölum, þar til í lok hálfleiksins. KR hafðiþá yfir8:6. I seinni hálfleiknum var KR- liðið hins vegar mun betr.a og seig örugglega fram úr. Urslitin urðu síðan 20:14 eins og áður sagði. Beztu menn KR í þessum leik voru Þeir Haukur Ottesen og Hilmar Björnsson, en sá síðar- nefndi var eltur allan fyrri hálf- leikinn og skoraði þá ekki mörk nema úr vítaköstum. Af KA- mönnum er helzt ástæða til að hrósa Magnúsi Gauta fyrir frammistöðuna í fyrri hálfleik, Hermanni Haraldssyni fyrir bar- áttu í vörninni og Þorleifi Ananiassyni, sem þó fékk ekki eins margár sendingar á línuna að þessu sinni og venjulega, enda Halldór fjarverandi og Hörður talsvert frá sínu bezta. Mörk KR: Hilmar 8, Haukur 5, Símon 4, Ingi Steinn 2, Sigurður 1. Mörk KA: Þorleifur 8, Jóhann 2, Jón, Armann, Hörður og Árni 1 hvor. — áiu. asli með Blika inn af báðum liðum, og þá sér I lagi af liðsmönnum K.A. sem geta gert mun betur en þeir sýndu i þessum leik. Blikarnir börðust af nokkrum krafti en liðsins er t lágmarki af annarri deildar liði að vera. Til dæmis er aðeins einn sæmilegur skotmaður I liðinu. Mörk Breiðabliks: Theódór Guð- finnsson 5, Daniel Þórisson 4, Magnús Steinþórsson 2, Bjarni Bjarnason 2, Ólafur Bjarnason 1 og Sveinn Jóns- son1 Mörk K.A.: Ármann Sverrisson 6 (2 víti), Þorleifur Ananiasson 5, Ástþór Halldórsson 2, Hörðu Hilmarsson 3, Jóh. Einarsson 2, Hermann Haralds- son 1, og Árni Stefánsson knatt- spyrnukappi sem kom inn fyrir Halldór Rafnsson sem ekki gat leikið vegna flensu og munar um minna, skoraði 1 V Sig. Haukur Ottesen var drjúgur I leik KR og KA og hefur á þessari mvnd snúið sig framhjá Jóni Agústssyni. (Ljósm. RAX). Bika irineisiararnir unmi íslandsmeist- ara ma aítur 1:0 KEFLVÍKI NGAR sigruðu Skaga- menn i meistarakeppninni á laugardag inn með einu marki gegn engi i. Það var Ólafur Júlíus son, sem narkið gerði. Dæmd var óbein auk aspyrna á ÍA og skaut Ólafur i átt að markinu, en á leiðinni >angað fór boltinn I Skagamar in og I netið. Leikur ÍA og ÍBK þt >tti mjög góður, laglegt spil á köl lum og hættuleg tæki- færi, sem þó ekki nýttust. Sömu úrslit urði einnig uppi á teningn- um er lil Sin mættust I úrslitum bikarkepp ninnar siðasta haust. þá skoraS i Einar Gunnarsson eina mark leik >ins FHhí ifði yfirborði í lelk s ínnm við IM FH LÉK Breiðablik sundur og saman í leik liðanna i 1. deildar keppni Islandsmóts kvenna i handkna tleik sem fram fór i Ás- garði I < jörðum á sunnudaginn. Úrslit lei ksins urðu 19—6 fyrir FH eftir að staðan hafði verið 9—5 í hátfleik. Reyndar voru menn ek (i á eitt sáttir um fjolda marka Ff f i leiknum Margir álitu að þau hefðu verið 20. en úr- skurður dómaranna var 19. og við það s tur. Mörk ireiðabliks skoruðu Alda Helgadótt ir 3, Heiða Gunnarsdóttir 2, Bjórg C lisladóttir 1 Mörk FH skoruðu Svanhvít Magnúsd óttir 7 (6 viti) Katrin Danivalsc óttir 5. Kristjana Aradóttir 2, Sylvit Hallsteinsdóttir 1 (v) Anna Lisa Sigurðardóttir 1, Guðrún Júliusdót ir 1, Sigfríður Sigurgeirs- dóttir 1 o 3 Margrét Brandsdóttir 1 —stjl. Barist í bikarnnm ÞAO var mikið barizt I leik Vik- ings og / krmanns i bikarkeppninni á sunnu daginn. Vikingar höfðu forystun a lengst af leiktimanum. en undi lokin söxuðu Ármenn- ingar gri mt á og er upp var staðið máttu V íkingar þakka fyrir að hafa unn ið 17:16 FH-ing ar léku við IBK i bikar keppninr ii um helgina og fóru íslandsm eistararnir með öruggan sigur af hólmi, 34:22. Var sá leikur la ngt frá þvi að vera vel leikinn. Til að mynda tóku FH- ingar llfi nu rólega i þessum leik. leyfðu s ér ýmsar kúnstir, sem þeir hefl u varla gert gegn erfiðari andstæð ingi. — áij. Valu r sendi ÍBK aftn r í 2. deilá VALSST jLKURNAR hafa ekki átt glæsileg 3 leiki að undaförnu, en á sunnur laginn voru þær þó ekki 1 erfiðleik jm er þær léku gegn ÍBK 1 Keflavi k. Úrslitin urðu 26:9 Val I vil og eru ÍBK-stúlkurnar þvi fallnar n ður i 2. deild eftir aðeins árs veru i 1. deildinni. Hlaut ÍBK 3 stig deildinni, Vikingur og Breiðabl ik 5. • • Oi nioot hiá l,U66l UJa Armanni ÁRMAN NSLIÐIÐ i 1. deild kvenna sýndi góðan leik gegn Vikingi f siðari hálfleiknum er liðin r nættust á sunnudags- kvöldið Sigraði Ármann 16:12 og hefð munurinn reyndar getað orðið s tærri, þvi eftir þvi sem leið á leikinn komu yfirburðir Ármann s betur i Ijós. Í fyrri hálf- leiknum var hins vegar nokkurt jafnræð með liðunum og i hálf- leik var staðan 7:5. MÖR K ÁRMANNS GERÐU: Guðrún 5, Erla og Sigriður 3 hvor, Þ Auður1 órunn og Anna 2 hvor. MOR K VÍKINGS Halldóra 5. Sigrún og Jóhanna 2 hvor. Guðrún Arnþrúður og Heba 1 hver. - - áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.