Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 Síra Gunnar Kristjánsson: KIRKJAN OG lSJAKINN Aslralski líffræóinKurinn Charles Birch, flutti athyfílísvert erindi, sem þinyfulltrúar fterðu f>óóan róm að. Kjallaói það eins of> va'nta mátti um þær hættur, sem vísindarnaóurinn sér steðja aó mannkvninu og hufjsanlefíar leió- ir til frelsunar frá þeim «f> veifta- rnikió hlutverk kirkjunnar í því máli. Líkti hann mannkyninu vió skipió Titanic, sem stefnir óó- flupa á ísjakann. „Stefnubreytinp er lífsnauósynlef’, en ennþá dansa leiótopar þjóóanna á. dekkinu." Vió sjáuni aóeins lítinn hluta ís- jakans þvi aó mepnió af honum er hulió undir yfirhoróinu. Sapóist hann fapna því, aó Heimsráóió fjallaói um þessi vandamál í heild sinni. þau væru í rauninni eitt samslunpió risamál. ..Isjakinn hefur fimni hættulefta tinda: mannfjiilftun, skort á fæðu, hrá- efnaþurró, menpun of> strið." Mannfjölftunin, menftunin, fæð- an of> hráefnin stefnir allt aó ákveitnu lokatakmarki, sem fyrir- sjáanleftt er. Vifthúnaóarkapp- hlaupió er ekki minnst þessara fimni vandamála. Birch sepir, aó nær helminftur allra visinda- of> tæknimanna í heiminum vinni aó hernaóarleftum verkefnum. Tæknivæóinp vesturlanda hefur haft i för með sér aukið hil milli ríkra of> fátækra of> aukið þannip misréttió í heiminum. Hinn mikli lúxus vesturlandahúa o« annarra iónvæddra þjóða hefur of> í för meó sér mikla menftun, t.d. veld- ur bandaríkjamaóur eða ástralíu- húi tuttupu sinnum meiri menp- un en t.d. íbúi í Kenya eóa Indó- nesiu. „Vfsindi of> tækní hafa breytt mannlifinu til þess ástands, sem nú er. ()f> víð höfunt treyst tækn- inni op vísindunum til þess að þau myndu leysa öll vandamál með töfrabröfjóum sínum op uppfinn- infíurn. P2n þaó er ekki víst, að þau búi endalaust yfír möftuleikum til aó ráða fram úr öllum málum of> þar aó auki viróist sérhver ný uppfinninp hafa i för meó sér einhverja aukaverkun." Of> hver hefur stjórn yfir tækninni? Hún er á valdi sundurleitra afla, sem sum hver kunna að huftsa skammt, fyrst of> fremst unt eipin haf>smuni. ,,Alþjóðlef> fyrirtæki hafa yfir aó ráða sjötta hluta brúttöframleiöslu heimsins ofi fimm stærstu olíufélöfjin v.elta ár- lepa til samans meira fé en öll ríki heimsins effrá eru talin fjöf>ur." Þaó eru því sundurleitar hendur og skoóanir (>f> markmió, sem hafa hiö mikla afl tækninnar á valdi „Kirkjan verður að átta sig á því, aó í þessum heimi eru ekki tvær hæóir, önnur „andlep" op hin „jarönesk", hér er allt á sömu hæö." Maóurinn of> umhverfi hans eru ein heild. Ef verksmiöja er „ómannlef>“ er ekki nóf> að breyta manninum sem er þar innandyra heldur þarf að breyta verksmiðjunni. „Frels- un" undan hinum illu og ómennsku öflum í heiminum felst í því að hafa áhríf á þau öfl sjálf. I þessu sambandi getum viö ekki aðskilió það sem er Guðs og „keis- arans". Það er hlutverk kirkjunn- ar að berjast gegn tortímingaröfl- um í hverri mynd sem þau birtast. Enginn veit, hvernig ný skipan heimsmála, sem hefur í sér fólgið réttlæti og skilyrði til að lifa mannsæmandi lífi, muni líta út. Hins vegar eru menn almennt sammála um, að sú skipan, sem við búum við nú sé ekki lífvænleg í þess orðs fyllstu merkingu. Bireh telur. aö forsendur fyrir lífvænlegu samfélagi jarðarbúa liljóti iyrst og fremst aó vera þess- ar til að byrja með: Stöðvun mannfjölgunar (með stöðvun er átt vió „núllvöxt"), stöóvun (núll- vöxtur) hráefnaeyðslunnar og mengunarinnar. I lífvænlegu samfélagi er maöurinn í mió- punkti en ekki varan, lifsgæðin en ekki magn hlutanna. Frá útisamkomu á Kenvatta-torginu. Heimskirkjan í deiglu „Kirkjan þarf aó leggja áherzlu á aó endurtúlka stöðu mannsins í heiminum, tengslin milli manns, náttúru og Guös, samhengið milli réttlætis og endurnýjunar jaröar- innar annars vegar og hins vegar samhengió milli óréttlætis og mengunar. Frelsun jaróarinnar og jarðarbúa er eitt heildarátak," sem felur í sér frelsun undan mengun, frelsun hinna fátæku, frelsun konunnar, mannsins, vís- indanna, tækninnar, dýranna, plantnanna, loftsíns, sjávarins, fjallanna, skóganna o.s.frv. Vis- índamenn og guófræðingar verða að ræða þessi mál i sameiningu, því að í dýpt sinni er hér um að ræöa lífsmat, lilsskilning, þar sem í hverri athöfn vísinda og tækni skyldu haldast í hendur lifsskilningur og siðfræóilegt mat. Guófræðin hefur m.a. því hlutverki aó gegna, að endurupp- götva tengsl og einingu mannsins við náttúruna, heild sköpunar- verksins. Ekki þarf heldur að fletta lengi í guðspjöllunum til að sjá, hversu sterkur þáttur þetta viðhorf er þar, þó kentur það mun greinilegar í Ijós i Gamla testa- mentinu, þar sem skö.pun er ekki skoðuð sem liðinn atburður held- ur viðvarandi framkvæmd á vilja Guðs. — Þess má geta, að Charles Btrch hefur (ásamt Faul Abrecht) nýlega séð um útgáfu á bók, þar sem skýrt er frá samræð- um milli 35 erfðafræðinga, lækna og guðfræðinga á vegum Heims- ráðsins, bókin heitir: „Genetics and the Quality of Life". BRÉF FRA SOVETRIKJUNUM. Þingið fjallaði mikió um mann réttindamál að þessu sinni sem endranær. Höföu kvenréttindi mikinn sess, svo og trúarbragða- frelsi og síðast en ekki sízt póhtiskt tjáningarfrelsi. I upp- hafi þingsíns barst óvænt bréf frá tveim rússneskum prestum, þar sem þeir vekja athygli á trúar- bragðaofsóknum í Rússlandi. Hér er um aó ræða mál, sem Heims- ráðið hefur oft verið gagnrýnt fyrir af ýmsum aðildarkirkjum, þ.e. að hafa ekki beitt sér meir á opinberum vettvangi fyrir því að trúfrelsi væri virt í reynd einkum í kommúnistalöndunum. Rússnesk-orþódoxa kirkjan gerðist aðildarkirkja að Heims- ráðinu árið 1961 og hefur síðan tekið virkan þátt í störfum ráðs- ins. Fulltrúar kirkjunnar eru þó ætíð undir eftirliti fulltrúa frá stjórninni í Kreml og fylgja þeir t.d. hinum sovézku þingfulltrúum á allsherjarþinginu hvert fótmál. Hendur þeirra eru því bundnar og erfiðleikar þeirra þess eðlis, að erfitt er fyrír utanaðkomandi að skilja stöðu þeirra. Rússneska kirkjan telur þó aðild að Heims- ráðinu nauðsynlega, með því fær hún þó að hafa eitthvert samband við aðrar kirkjudeildir — og um leið reynir ríkisvaldið að breiða yfir ófrelsi kristinna manna þar í landi. Um afstöðu kirkjunnar til stjórnvalda í Kreml eru þó skipt- ar skoðanir meða1 rússnesk- orþódoxra. Utan Sovétríkjanna eru tvær rússneskar orþódoxar kirkjudeildir og h«yrir önnur þeirra undir patríarkann í Moskvu en hín er honum óháð að öllu leyti. Sú, sem heyrir undir patríarkann í Moskvu er af hínni talin handbendi ríkisins og lítið annað; benda þeir á, að þessi kirkjudeild hafi til dæmis verið notuð af ríkinu til að koma ár þess fyrir borð. I New York hafi kirkja patríarkans verið notuð til kaupa á miklum húseignum, sem notaðar eru í öðrum tilgangi af hinum þarlenda kommúnista- flokki. Hér er á ferðinni flókiö mál og vandmeðfariö. I Sovétríkjunum er mjög að kirkjunni þrengt, pappír fær hún vart til prentunar á Biblíum og bókum, prestar og munkar eru undir smásjá og fjöldi kristinna manna er í fang- elsum vegna trúar sinnar. I bréfi rússnesku prestanna eru mál þessi ofurlítið rakin. M.a. er getið um hina miklu hungursneyð í Rússlandi árið 1921, þegar orþó- doxa kirkjan gekk fram fyrir skjöldu í því að útvega hjálp gegnum kirkjudeildir viða um heim. Sú hjálp barst ríkulega, en „þakkirnar voru þær af opinberri hálfu, að ári siðar voru tíu þúsund prestar, munkar og nunnur skotn- ar til bana". Þeir rekja söguna áfram og nefna m.a., að árin 1959—1965 hafi um tíu þúsund orþódoxum kirkjum verið lokað af ríkinu. Þær sem eftir eru, eru í sífelldri hættu; í ágúst 1975 var t.d. ein merkasta kirkja í Sovét- ríkjunum sprengd í loft upp fyrir augunum á söfnuðínum. Frest- arnir tveir rekja þátt Heimsráðs- ins í því að reyna að hafa áhrif á pólitískan gang mála (Víetnam, Kýpur, Nígería, Austurlönd nær, N.-Irland t.d.) en þeir ásaka það fyrir að þegja yfir stanzlausum ofsóknum í Sovétríkjunum og annars staðar í kommúnistalönd- unum. Þeir nefna dæmi frá Al- baníu, sem er reyndar eina landið í heiminum, þar sem guðstrú er bönnuð með lögum; þar var prest- ur skotinn til bana ekki alls fyrir löngu fyrir þær einar sakir að skíra barn. Þá þagði Heimsráðið. Það eru ekki aðeins prestar, scm sitja í fangabúðum i Sovét- ríkjunum vegna skoðana sinna, vel er kunnugt af fréttum hveija meðferð rithöfundar fá, margir þeirra eru virkir kristnir menn, eins og t.d. þeir sem mest eru þekktir á vesturlöndum, þeir Solt- senitsyn og Maximow, sem báðir eru í útlegð eins og sakir standa. Rússnesku prestarnir tveir kalla á hjálp kristinna bræðra og systra um allan heim að sýna samstöðu með kristnum mönnum í þeirra miklu þrengingum austantj-alds. I umræðumá þinginuum trúar bragðafrelsi var m.a. vitnað í sátt- málann frá öryggismálaráðstefnu i Evrópu í Helsinki, sem Sovétrík- in eiga einnig aðild að. Segir svo í ályktun þings ns: „Heimsráð kirkna lýs; áhyggjum sínum vegna ta' jrkaðs trúfrelsis eink- um í Sovt.ríkjunum. Allsherjar- þingið beinir þeirri ósk til ríkis- stjórnarinnar í Sovétrikjunum, með fullri virðingu, að hún fram- kvæmi í raunveruleikanum sjö- unda atriði grundvallarins frá Helsinki." Það atriði hljóðar þannig: „Virðing fyrir mannrétt- indum og grundvallarfrelsi, þar með talið hugsana-, samvizku- og trúfrelsi." Viðbrögð hinna rússnesk- orþódoxu fulltrúa voru vægast sagt slæm, þeir neituðu því hrein- lega, að kristnir menn í Sovétríkj- unum byggju við takmarkað trú- frelsi. Gekk ákafi þeirra svo langt, að hinn voldugi biskup í Leningrad, Nikodim, sem er einn- ig nýkjörinn í forsætisnefnd Heimsráðsins, hótaði því, að rúss- neska kirkjan gengi úr Heimsráð- inu ef slíkar dylgjur væru hafðar í frammi! — Um afdrif hinna tveggja rússnesku presta herma fréttir, að þeir muni hafa orðið að víkja úr stöðum sfnum, og engin veit hvaða örlög bíða þeirra. Enda þótt ekki hafi tekizt að ræða trú frelsi til neinna lykta á þessu þingi, var málið þó m.a. rætt á grundvelli þessa bréfs. Viðbrögð hinna sovézku fulltrúa eru í aug- um þingfulltrúa einhver alvarleg- asti bletturinn á þinginu í Nair- obi. Eina leiðin til að skýra þau er sú, að þeir séu annað hvort beinir fulltrúar rikisins eða neyðist til að leika svo vafasama pólitík til að forða kristnum mönnum í Sov- étríkjunum frá algjöru blóðbaði. Ur því verður seint skorið, kannski ekki fyrr en hinn mikli Babelsturn óréttlætisins hrynur. ISLAND OG NAIROBI Islenzka kirkjan hefur ekki tek- ið virkan þátt í störfum Heims- ráðs kirkna, þótt hún hafi oft sent fulltrúa á allsherjarþing þess. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að á Islandi má heita, að ekki sé til að dreifa neinum vandamálum í sambúð kirkjudeilda. Og auk þess tekur islenzka kirkjan meiri þátt í störfum Lútherska heimssam- bandsins. En sé nánar skyggnzt, hefur þátttaka í störfum Heims- ráðsins einnig öðru hlutverki að gegna en að leysa sambúðarmál ólikra kirkjufélaga, hér er átt við þátttöku í sameiginlegu átaki kirknanna í heiminum, að taka þátt i ofsóknum ofsóttra bræðra og systra, taka þátt i umræðu dagsins um málefni kirkjunnar, og starfi hennar á hinum pólitíska alheimsvettvangi, sem fjallað hef- ur verið um hér að framan. Þátt- taka í heimsráðinu eykur lifsgleði kirkjunnar, sem frjóvgast af hug- myndum fjarlægra skoðana, hún eflist að nýjum og ferskum krafti, dregur að sér andann í hinu al- þjóðlega andrúmslofti, eykur samheyrileikakennd sina og sjálfsöryggi. Einangrun okkar kirkju er þegar orðin nógu skað- vænle» * forvitnisskyni má t.d. geta þess, að hvergi í hinum um- fangsmiklu skjölum frá Nairobi, er minnst einu orði á spíritisma, sem hefur þó verið all fyrirferð- armikill i okkar kirkju allt frá aldamótum. Má því álykta sem svo, að þar sé ekki um merkilegt mál að ræða. Má einnig álykta sem svo, að þar sé um að ræða sérfyrirbæri okkar Islendinga, sem okkur væri kannski hollt að bera út í skímuna og leggja jafn- vel undir almennt mat úrtaks hins kristna samfélags í heimin- um. Það virðist ekki vera áhyggju- efni okkar kristnu bræðra og systra hvað sé „hinum megin" heldur þetta: að vera gjörendur orðsins, að framkvæma vilja Guðs, að „orðið verði hold", raun- verulegt. Trúin er ekki einhver persónuleg einkaupplifun hið innra heldur samfélagslegt, „kirkjulegt" átak hið ytra. Að feta í fótspor Krists er að koma til hinna sjúku, ofsóttu, reka burt „illa anda" boða vonlausum raun- verulega von i þessum heimi, þar sem ótal gátur stara á mann von- lausum augum. Að hjálpa mann- inum til að firma sjálfan sig, átta sig, leysa af honum hlekki ófrelsis í raunverulegri merkingu þess orðs. Allt er þetta hlutverk krist- innar kirkju. Og hún á leik, vegna þess að hún er alþjóðleg, óbundin spilltri pólitík og óréttlátu við- skiptakerfi heimsins. „Jesús Kristur frelsar og sam- einar" var yfirskrift þessa fimmta allsherjarþings Heimsráð kirkna í Nairobi. Það var verkefni þingsins að skilgreina, hvað það merkir á raunverulegan, „jarð- neskan" hátt í nútímanum. Þarna voru fulltrúar frá öllum heimsálf- um, af öllum kynþáttum, fólk, sem býr við öll hugsanleg stjórn- mála- og viðskiptakerfi, öll hugs- anleg skólakerfi, fólk sem býr við kúgun eða býr í löndum sem kúga aðra. Jesús Kristur sameinar það i því verki að „frelsa" í orðsins fyllstu merkingu og „sam- eina“sundraðan heim. Það er hlutverk kristinnar kirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.