Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 + Föðursystir okkar SIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR, andaðist að Elliheimilinu Grund, Reykjavík, föstudaginn 1 9 marz s I Jarðsett verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 26 marz kl 3 e h Gerður Jónsdóttir, Svavar Davfðsson. + Móðir okkar GUÐRÚN ÁSTA PÁLSDÓTTIR. Meðalholti 1 7, andaðist i Landakotspítala mánudagmn 22 marz Gíslina Ragnheiður Kjartansdóttir, Pétur Kjartansson, Agnes Kjartansdóttir. + Fóstra mín og mágkona, SÓLVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Vesturgötu 33. lézt í Landspítalanum föstudagmn 1 9 marz Oddrún Jörgensdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir. + Móðir mín GUÐFINNA PÉTURSDÓTTIR, andaðist i Borgarspitalanum 21 marz Fyrir hönd vandamanna Kristinn Björgvinsson. Dóttir mín og systir okkar + GUOFINNA ÁRANDÓTTIR BLÖNDAL, Hringbraut 45. andaðist 21 þ m Árni Helgason Akri, Eyrarbakka, og systkini hinnar látnu. + Eiginmaður minn JÓHANN ELÍASSON, Keldulandi 19, andaðist I Vifilsstaðarspítala 21 marz Hulda Guðmundsdóttir. + Faðir minn ELÍAS HANSEN, Flött, Syðrugötu, Færeyjum, lést 2 1 marz að heimili sínu María Hansen. + Maðurinn minn, GEORG WOLF, sjóliðsforingi. andaðist í Kaupmannahöfn 20 marz Stella Wölf. + Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir JÓHANN ÞORSTEINSSON, Suðurgötu 15. Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmfudaginn 25 marz, kl 2 e h Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Styrktarfélag aldraðra njóta þess, en minningarkort þess eru i bókabúðum og apóteki bæjaríns Astrid Þorsteinsson, Kjartan Jóhannsson Irma Karlsdóttir Inga Maja Jóhannsdóttir Reynir Guðnason Minning: Helgi Eiríksson fgrrv. bankastióri Fæddur 21. maí 1900 Dáinn 14. marz 1976. Sunnudaginn 14. marz sl. lézt hér i borg Helgi Eiriksson, fyrrv. aðstoðarbankastjóri vió Utvegs- banka Islands. Helgi fæddist í Reykjavík 21. mai árið 1900, sonur hjónanna Eiríks Bjarnasonar, járnsmiða- meistara og Guðrúnar Helgadótt- ur. Aðeins 19 ára gamall réðst hann árið 1919 til Islandsbanka að loknu burtfararprófi frá Verzlunarskóla Islands árinu áður. Starfaði hann þar til 1930, er bankinn var lagður niður en endurreistur sem Útvegsbanki Is- lands, en þá gerðist Helgi starfs- maður þeirrar stofnunar og vann þar allt til að hann lét af störfum fyrir aldurssakir árið 1970. Hann tilheyrði því í rauninni sömu stofnun alla starfsævi sína um rúmlega hálfrar aldar skeið. Aðeins 30 ára gamall, eða árið 1930 tók Helgi við því ábyrgðar- mikla starfi að verða skrifstofu- stjóri bankans. Gegndi hann því starfi um 25 ára skeið eða til ársins 1955, er hann var ráðinn aðstoðarbankastjóri, en því starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum árið 1970. Auk þessara aðalstarfa sinna voru Helga falin ýmis önnur mikilvæg trúnaðarstörf, sem full- trúa bankans, þannig átti hann m.a. sætí í gjaldeyris- og innflutn- ingsnefnd árin 1950—1956. Þótt góður kunningsskapur tækist með okkur Helga þann skamma tíma, sem við áttum sæti saraan á bankaráðsfundum Útvegsbanka Islands, skortir mig þó kunnug- leika til þess að rekja nánar starfsferil hans í þágu bankans, því efni eru gerð nánari skil hér á eftir í minningargrein Þormóðs Ögmundssonar, aðstoðarbanka- stjóra Utvegsbankans, en hann var náinn samstarfsmaður Helga, um áratuga skeið. Eg tel mér þó óhætt að fullyrða að fáir einstakl- ingar, ef þá nokkur, hafi átt eins mikinn þátt í því að byggja upp Utvegsbanka Islands á rústum Is- landsbanka, sem Helgi þótt margt góðra manna hafi þar lagt hönd á plóginn. Eg hitti Helga síðast fyrir fáum vikum siðan i af- greiðslusal Útvegsbankans. Var hann þá glaður og reifur i fasi og framkomu sem ungur væri, þrátt fyrir þrjá aldursfjórðunga að baki. Helgi var lika iþróttaunn- andi ög mun hafa stundað upp- áhalds íþrótt sína golfið, þar sem hann hafði mörg glæsileg afrek unnið allt til hins siðasta. Við ræddum landsins gagn og nauð- synjar skamma stund i léttum tón, og grunaði mig sizt, að sá funduryrði okkar síðasti. En eng- inn má þó sköpum renna. Eg vil ljúka þessum fáu orðum með hjartanlegri þökk til hins látna heiðursmanns frá bankaráði og bankastjórn Útvegsbanka ís- lands fyrir langan og giftudrjúg- an starfsferil í þágu stofnunar- innar. Eftirlifandi eiginkonu Helga, frú Jóhönnu Árnadóttur, og börnum þeirra, Eiriki og frú Helgu, vottum við okkar dýpstu samúð. Olafur Björnsson. Það kom okkur kunningjum og samstarfsmönnum H&lga Eiriks- sonar i Útvegsbankanum á óvart, að hann skyldi falla frá svo skyndilega. Hann var nýkominn úr sólar- landaferð og áttum við þvi von á að sjá hann hressilega útitekinn og hraustlegan. Að vísu höfðum við hugboð um, að hann gengi ekki allskostar heill til skógar, enda sýndi siðasta læknisskoðun, að iiann gekk með illkynjaðan sjúkdóm. Helgi var fæddur 21. maí árið 1900 í Reykjavík og því aldamóta- barn. Foreldrar hans voru Eiríkur Bjarnason, járnsmíðameistari i Reykjavík, og kona hans Guðrún Helgadóttir. Var Eiríkur kominn af dug- mikilli bændaætt úr A- ;; + í Utför eiginmanns mins BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR, Einholti 11, ' fer fram frá Aðventkirkjunm miðvikudaginn 24 marz kl 2 Fyrir hönd barna og tengdabarna Gislina Gisladóttir. Útför eiginmanns mins + SIGÞÓRS GUÐJÓNSSONAR. fyrrv. verkstjóra. Miðtúni 86, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 24 marzkl. 1 3 30 Fyrir hönd vandamanna • Bjarnfrfður Guðjónsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð okkur sýnda við fráfall og útför, HJÖRDÍSAR FJELDSTED, Ágúst Fjeldsted, börn og barnabörn. Sif Bjarnadóttir, Ragnar Jónsson og synir. Lokað Vegna jarðarfarar Sigþórs Guðjónssonar verkstjóra verður skrifstofu, verzlun og verkstæði okkar lokað miðvikudaginn 24. þ.m. frá kl. 1 —4e.h. RÆSIR H.F., Lárus Guðmundsson, viðgerðaverkstæði. Barðastrandarsýslu, en kona hans dóttir Helga Helgasonar, kaup- manns og tónskálds í Reykjavik. Að Helga stóðu þvi styrkir stofnar og fólk, sem kunni að metagöfugar listir. Helgi lauk prófi frá Verzlunar- skóla Islands árið 1918. Hann gekk í þjónustu Islands- banka 16. des. 1919 og varð það honum ómetanlegur skóli að ganga í gegnum flestar deildir bankans, því að hann öðlaðist þar alhliða reynslu í bankastörfum. Þegar Útvegsbanki Íslands hf. reis á rústum Islandsbanka var hann ráðinn skrifstofustjóri bankans árið 1930. Var hann vinsæll i því starfi, enda ljúfmenni hið mesta, sem kunni vel að stilla skap sitt. Aðfinnslur hans voru ljúfmann- legar, en ég hygg, að þær hafi samt haft meiri áhrif en þeirra, sem meiri hörku beittu. Helgi var skipaður aðstoðar- bankastjóri við Útvegsbankann árið 1955. Hafði hann lengi með gjald- eyrismálin að gera og þá jafn- framt fulltrúi bankans i Innflutn- ings- og gjaldeyrisnefnd 1950—1956. Síðar var hann í millibankanefndum um gjald- eyris- og innflutningsmál. Sem bankastjóri var hann til- lögugóður og kom ásköpuð náttúrugreind honum oft að góðu haldi í því starfi. Helgi var starfsmaður bankans í rúmlega 51 ár og var hann því einn elzti og reyndasti banka- maður landsins, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir i árslok 1970. Fyrir sin fjölþættu störf að bankamálum var hann sæmdur + Maðurinn minn, HELGI JÓNSSON, múrari, Mávahlfð 20. andaðist í Borgarspítalanum 20. marz. Sigurlaug Ingimundardóttir. + Frænka min, MARGRÉT SVEINSDÓTTIR, lézt að Elliheimilinu Grund 20 marz. Sigríður Þorsteinsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför konu minnar og móður STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR, Hvassaleiti 22. Magnús Þór Jónasson, Benedikt Bogason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.