Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraeliSíKáre
Sigurður
Gunnarsson þýddi
þess aö hylja blóðiö, svo aö ekki bæri á
því. Hann fékk vont bragð i munninn. . .
en hvaö um þaö. En svo kallaði Míron:
„Nú er kominn matartími.“
Þeir höföu með sér ágætt nesti af ýmsu
tagi, og nú gengu þeir upp á þurrt land,
þar sem skurðgröfunni hafði verið komið
fyrir, og neyttu þess í skugga hennar.
Eins og nærri má geta var þetta kær-
komin hvíld og hressing fyrir Óskar og
ýmsa fleiri.
Við landamærin var enn allt hljótt, —
engar fleiri jarðsprengjur, sem sprungu
viö komu villinauta, — og hvergi mann
að sjá. í suðurátt næstum nióri við
Djúpavatn, mátti óljóst greina tjald í
sólmóðunni, Míron sagði, að þar hefðu
aðsetur tveir liðsforingjar frá Samein-
uðu þjóðunum (S.Þ.). Tjald þeirra var
ísraels megin, rétt við landamærin. For-
ingjarnir áttu að halda vörö og gefa
skýrslu um það sem gerðist á þessum
slóðum. Sameinuóu þjóðirnar höfðu
margar slíkar varðstöðvar bæði í ísrael
og arabísku löndunum. Ennfremur sagði
Míron, að annar liðsforinginn væri
sænskur og bætti því við að Óskar hefði
kannski haft gaman af að hitta hann.
Það voru víst einhverjir að koma? Pilt-
arnir stukku allir á fætur, nema Óskar —
hann var að skrifa bréf. Hann hafði
fundió pappírsblað og blýantsbút og not-
aði nú hvíldartímann til að skrifa Andr-
ési, félaga sínum á FÁLKANUM sem
hafði ætlað að strjúka með honum. Heim-
þrá Óskars var orðin svo sterk, að hann
hugsaði til Noregs nær öllum stundum.
En það voru víst áreiðanlega einhverj-
ir að koma ?
Já, — en þó ekki eftir veginum, annars
hefðu þeir oróið varir við þá. Þeir komu
gegnum kjarrið. Voru þetta menn eða
dýr? Það var sem þessar verur læddust
um. Hér voru þeir samtals tíu, allt ungir
menn, tilbúnir að beita vopnum sínum.
Voru það kannski Arabar, sem sóttu að
þeim?
Nei, hamingjunni sé lof. Þarna komu
tvær ungar stúlkur allt í einu út úr
kjarrinu: Það var María og vinkona
hennar, sem hét Ester.
Þær höfðu tekið mér sér vínber og
egg handa piltunum og ætluöu að gleðja
þá og koma þeim á óvart. En í stað þess
fengu þær aðeins ónæt og ávítur fyrir
það að hafa hætt á aó koma hingað.
,,Og þið leyfið ykkur aö ganga gegnum
kjarrið, — það er mesta mildi, að þið
voruð ekki skotnar,“ þrumaði Míron
reiðilega. „Það ætti að reka ykkur heim
tafarlaust."
En Ester, — sem Óskar frétti að ynni í
hænsnahúsi samyrkjubúsins, — var þá
snör í snúningum og tróð stórum vín-
berjaklasa upp í munninn á Míron, svo að
hann þagnaði þegar í stað.
„Áttum við kannski að ganga eftir veg-
inum, svo að Arabar gætu séð okkur?“
spurði hún. „þá hefðu þeir sennilega
skotið okkur. „Nei, þá viljum við miklu
heldur, að vinir okkar skjóti okkur enda
skjóta þeir væntanlega ekki eins fast.“
Míron andvarpaði og þagði. Jesemel
MOBÖÚM
KAfnnu
Pelsinn fer þér vel, en á ekki að
sama skapi vel við tekjur
mfnar.
Það er á þessari einkunnabók
að sjá, pabbi, sem þú hafir átt f
mestu vandræðum með reikn-
inginn i skólanum.
Attu við að þú hafir framið
þennan stórþjófnað HENNAR
vegna.
Eigum við að lifa Iffinu eftir
þínum reglum — eða reyna að
fáeinhverjagleði út úrþvf?
Þórður gamli formaður hafði
alltaf verið heiðinn í háttum,
andvigur prestum og átti löng-
um f deilum við sóknarprest
sinn. Nú varð Þórður snögglega
veikur. Þegar hann hafði legið i
nokkra daga og neytt þeirra
ráða, sem honum þóttu heiisu-
samlegust, en þau voru mest
kaffi og brennivín, þá sendi
hann boð eftir presti. Var það
um miðja nótt.
Prestur lét ekki á sér standa,
enda þótti honum nú mikið f
húfi, er vænta mátti sinna-
skipta hjá slíkum manni.
— Sæll og blessaður, Þórður
minn, sagði prestur, er hann
kom. Er nú komið að þvi, að
stundin nálgist? Er nú hjartað
farið að láta undan?
— O — nei-nei, svaraði
Þórður, en mig dreymdi svo
undarlega í nótt.
— Nú, og hvernig er sá
draumur?
— Já, mig dreymdi, að ég
væri kominn til Sankti Péturs
og ætlaði þar inn, en hann
sagði: „Sussu, Þórður, þetta
gagnar ekki, allir verða að
skrifta og fá þjónustu áður en
þeir koma hér.“ Þá spurði ég
hann, hvort ég gæti ekki lokið
mér af þar. „Uss, nei, Þórður
minn,“ sagði hann þá, „hingað
kemur aldrei prestur."
X
Dómarinn: — Þú ert ákærður
fyrir að hafa barið átta lög-
regluþjóna f gærkveldi. Hver
var ástæðan?
Sakborningur: — Hjarta-
gæzka mfn, því að einn lög-
regluþjónn hefði aldrei þolað
öll þau högg, sem ég lét úti i
gærkveldi.
X
Stórbóndi kom eitt sinn i
kaupstað og sá sér til mikillar
undrunar, að verið var að róta
upp jörðinni og laga stíga og
götupHonum varð að orði:
— Þessu hefði ég aldrei
trúað. Ég hélt að hér færi ekki
fram önnur jarðyrkja en
jarðarfarir.
Arfurinn í Frakklandi zzzzszzzzr™
25
bauð þeim kurteislega að setjast
við borðið.
— Nei, nei. Þökk fvrir. Omögu-
lega. Við ætluðum rétt að heilsa
upp á landa okkar.
— Þvi miður er Hurst aðeins
Englendingur i aðra ættina sagði
Helen. — Og ég er alls ekki ensk.
— 0, Þau hnigu niður í stólana
við borðið og vonbrigðin lýstu af
þeim langar ieiðir.
— Við eigum ba'ði franskar
mæður, sagði David. — Og getum
ekkert að þvi gert, ha*tti hann við
brosandi.
— Nei, það gefur auga leið að
þið getið ekki gert að þvi.En það
hlýtur að hafa sína kosti. Til
dæmis í sambandi við málið og
allt það.
— Mér finnst franskan yðar
óaðfinnanleg, sagði David.
kurteislega
— Nei, hamingjan góða, er það
virkilega. Ekta svona franska
eins og maður lærir i skólanum.
hélt ég vera.
— Alls ekki. Og eiginkona vðar
hefur prýðilegan framburð.
— Hún er satt að segja systir
mín sagði Englendingurinn og
svstirin roðnaði.
— (ileður mig að hitta vður
sagði David. — Eg heiti David
Hurst. Og þetta er unnusta min
Helen Stewart.
Hann brosti glaðiega að Helen,
sem horfði á hann steini lostin af
undrun. Ensku systkinin hölluðu
sér fram og þrýstu hönd hennar
hjart anlega.
— Fvrirgefið að ég sýni ekki
sjáifsagða mannasiði, sagði
maðurinn. — Ég heiti Miles
Lazenbv og þetta er systir mfn
Anya.
Svstirin roðnaði aftur.
— Faðir okkar var svo hrifinn
af öllu sem rússneskt var, skiljið
þér, stamaði hún vandræðalega.
— En skemmt ilegt, sagði
Heien. Og nú eruð þið á leið til
Spánar skilst mér.
—Nei, hvernig dettur yður það
í hug, ungfrú Stewart, sagði
Lazenby. — Við erum hér í
sumarlevfi.
— I þessum ba*? spurði David.
— Já, hérna. Við ætlum að vera
um kyrrt nokkra daga að minnsta
kosti.
En hvað ætlið þið eiginlega
að hafa fyrir stafni, spurði David.
— Hér er fátt fyrir ferðamenn.
— Nei, hr. Hurst þó. Þér eruð
greinilega ekki kunnugur hér i
grenndinni, sagði Anya og var nú
furðu djarfma'lt. — Minjar frá
tímum Rómverja, kastali, kirkjur
og mjög merkilegt klaustur. Það
er ótal margt einmltt á þessum
slóðum, sem við erum áfjáð f að
skoða Við höfum bara ekki nógan
tíma til að sjá allt sem við vild-
um.
— Eg held þeir séu að koma
með eggjakökurnar ykkar, sagði
Helen.
Diskarnir voru settir á borðið.
Lazenbyssvstkinin horfðust and-
arlak f augu og risu svo á fætur.
— Mér finnst afleitt að þið
skuluð ekki færa vkkur i nyt
hversu fjölbreyttur matseðillinn
er hér, sagði Helen.
— En þið hafið kannski ekki
sérstakan áhugaá mat.
Systkinin þrýstu hendur þeirra
á nýjan leik og fa*rðu sig yfir á
silt borð.
— Helen. Þetta var nú kvikind-
islega sagt, sagði David.
— Sniániýntin þeirra er þá í
frönkum en ekki pesetum. Fyrst
þau ætla að vera hér f sumarleyf-
inu slnu fæ ég ekki skilið hvers
vegna þau tima ekki að eyéa pen-
ingunum í mat. Það er varla
margt annað sem þau geta eytt
þeim í, jafnvel þótt þau hafi hug
á að skoða kirkjur í grenndinni.
Hún fékk sér af grænmetissal-
tinu.
— Auk þess eru þau að skrökva
þessu öllu. Það veit ég upp á hár.
Eins og unnustinn minn.
— Eg var að hugsa um mannorð
þitt. Þetta er miklu viðfeldnara í
augum Englendinga, sagði David
— að vera trúlofuð mér. Eg veit
að þú villt ekki það verði farið að
hlaðra um okkur.
— Þvflik kimnigáfa. Eg verð
hreint vitlaus. Og ég skil ekki
hvers vegna mér ætti ekki að
standa á sama þótt einhverjir
kjöftuðu um okkur.
— Ég var að grfnast, sagði hann
auðmjúkur. — Eða ekki. Alveg
eftir þínu höfði.
— Eg skal segja þér, David,
sagði Helen. Eg trúi ekki að þau
séu jafnmikil flón og þau vilja
láta aðra haltla.
— Hvað áttu við með þvf?
—Eg veit það ekki gjörla. En
mér þa'tti fróðlegt að vira hver
var hin raunverulega ástæða fyr-
ir því að þau komu að borðinu til
okkar. David leit á armbandsúr
sitt. — Klukkan er hálf tíu. Nú
hlýtur Mme Desaranges að vera
heima.
— Við getum farið hvenær sem
þú vilt, sagði Helen. — En mér
finnst við ættum að þakka M.
Valentin sérstaklega fvrir þessa
gómsætu máltíð. Slíkar þakkir
ma*last ákaflega vel fyrir hér í
landi.
Fimmtán mfnútum síðar voru