Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
15
I
Skóla-
fólk
hjá
Morgun-
blaðinu
Kvennaskólastúlkurnar sem
voru hér við starfsfræðslu á
blaðinu í síðastliðnum mánuði
spreyttu sig við fleira en frétta-
skrif. Tvær þeirra skruppu út
með ljósmyndurum okkar að
sjá hvernig þær stæðu sig í
starfsgreininni þeirra og skil-
uðu meóal annars þessum
myndum. Raunar var fréttafátt
um þessar mundir vegna verk-
fallsins. En fuglarnir á Tjörn-
inni voru þó ekki í verkfalli og
alltaf hefur höfnin sitt aðdrátt-
arafl, óvirka daga sem aðra.
Ný sokkaverk-
smiðja á Dalvík
I NÆSTA mánuði koma á mark-
aðinn herra- og barnasokkar frá
nj'rri sokkaverksmiðju á Dalvík,
Vík s.f. Fvrirtækið var stofnað I
bvrjun þessa mánaðar og eru það
tvenn hjón, sem standa að baki
því, þ.e. Guðmundur Jónsson og
María Jónsdóttir og Dóra Þor-
steinsdóttir.
1 frétt í Islendingi segir að Vík
s.f. muní framleiða sokka úr
crepe, ullar- og acrýlblöndu.
Sokkavélarnar voru keyptar frá
fyrirtækinu Major i Gfundarfirði,
en Gefjun aðstoðaði við niður-
setningu vélanna. Fyrirtækið Vík
s.f. er stofnað upp úr prjónastofu
Maríu Jónsdóttur, sem framleitt
hefur barnanærfatnað og prjóna-
nærbuxur o.fl.
Gísli Jónsson og c/o h.f.#
Sundaborg, Klettagarar 11, simi 86644.
Harley
Davidson
vélsleðar
Til sölu
2 mjög lítið
notaðir sleðar
árgerð 1975
Símamenn álykta um
samningsréttarmálin
FÉLAGSRAÐ Félags íslenzkra
símamanna hefur sent frá sér
ályktun um samningsréttarrhál
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja og skorar það á alla sima-
menn að fylgjast náið með fram-
vindu málanna á næstu dögum og
vera reiðubúna að beita samtaka-
mætti sinum ef viðunandi samn-
ingar takast ekki. Jafnframt skor-
ar ráðið á ríkisstjórnina að ganga
nú þegar til samninga við BSRB á
grundvelli tillagna, sem þegar
hafa verið lagðar fram i viðræð-
um aðila og beita sér fyrir laga
setningu „í þessu sjálfsagða rétt-
lætismáli þegar á þessu þingi“,
eins og segir í ályktuninni.
I fréttatilkynningu, sem Mbl.
fékk frá félaginu í gær segir að
Félagsráð Félags íslenzkra síma-
manna hafi kynnt sér þær skrif-
legu tillögur, sem fram hafi verið
lagðar í viðræðum BSRB og ríkis-
ins um samningsréttinn að undan-
förnu. Skorar ráðið á samningsað-
ila að beita sér af alefli fyrir gerð
nýs kjarasamnings.
PLÖTUJÁRN
Hötum fyrirliggjandi plötujárn
i þykktunum 3,4,5og6mm.
Klippum nidur eftir máli ef óskad er.
Sendum um allt land
STÁLVER HF
FUNHÖFÐA17
REYKJAVÍK SÍMI 83444.
Þetta er ekkert sérstakt tilboð,
heldur eðlileg benzineyðsla á 50
ha GGLF sem keyrður er á
leyfilegum hámarkshraða á
sæmilegum vegi, en ef þér akið í
borgarumferð þá er eyðslan um 8 I.
GOLF er ekki aðeins sparneytinn,
hann er rúmgóður 5 manna bíll
með stórt farangursrými og stórar
lúgudyr að aftan.
GOLF er með diskahemla að
framan, Radial dekk, hita i
afturrúðu, rafknúna rúðusprautu.
öryggisgler, Rúllu-öryggisbelti,
höfuðpúða á framsæti,
hlifðarpönnu undir vél, sterkari
höggdeyfum, þvottekta leðurlíki á
sætum, hurðaspjöldum og toppi.
GOLF\>arf aðeins eina uppherzlu
á ári eða við 1 5 þús. km. akstur.
Nú er það GOLF, sem slær í
gegn.
GOLF
HEKLA hf.
Laugavegi 1 70—172 — Simi 21240