Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
Alþingi í gær:
Bann við
laxveiði í sjó
Frumvarp um sálfræðinga í efri deild
Ný þingmál:
Búseturöskun 1 Norð
ur-Þingey j ar sýslu
Skattfrelsi bókmennta- og tón-
listarverðlauna Norðurlandaráðs.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
mælti í gær fyrir nefndaráliti um
stjórnarfrumvarp til skattfrelsis
bókmennta- og tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs, er nýlega féllu i
hlut tveggja íslenzkra listamanna.
Gerir frumvarpið ráð fyrir þvi
að erlend verðlaun til íslenzkra
listamanna verði framvegis und-
anþegin tekjuskatti og útsvari.
Nefndin mælir eindregið með
samþykkt frumvarpsins. Eyjólfur
tók fram að nefndin hefði fengið
yfírlýsingu frá fjármálaráðherra
þess efnís, að hliðstæð verðlaun,
er féllu í hlut Hannesar Péturs-
sonar, skálds, á s.l. ári, yrðu á
sama hátt skattfrjáls. Ragnhildur
Helgadóttir (S) fagnaði frum-
varpinu og undirtektum við það
og Matthias A. Mathiesen, fjár-
málaráðherra, staðfesti áður sagt
um skattfrelsi verðlauna Hannes-
ar Péturssonar.
Almenn hegningarlög.
Olafur Jóhannesson, dómsmála-
ráðherra, mælti í efri deild fyrir
stjórnarfrumvarpi til breytinga á
hegningarlögum. Fjallar frum-
varpið um reynslulausn fanga
(breytingar á 40. gr. til 42. gr.
hegningarlaga) og röskun á frið-
helgi einstaklinga (232. gr.)
Frumvarpið var staðfest í neðri
deild lítið eitt breytt.
Opinberar f jársafnanir.
Helgi F. Seljan (K) mælti fyrir
frumvarpi, er hann flytur um op-
inberar fjársafnanir. Er i frum-
varpinu að finna ákvæði um fyrir-
komulag og uppgjör opinberra
fjársafnana, sem sniðin munu í
aðalatriðum eftir danskri löggjöf
um sama efni. Helgi tók fram að
frumvarp þetta væri á engan hátt
flutt til að torvelda fjársöfnun af
neinu tagi, heldur til þess eins að
setja þar um ákveðin lagafyrir-
mæli, er tryggi rétt þeirra, er
gæfu, um uppgjör og vitneskju
um framvindu mála.
Lög um sálfræðinga.
Axel Jónsson (S) mælti fyrir
frumvarpi um sálfræðinga sem
fjallar um menntunarskilyrði og
starfsréttindi og lagalega staðfest-
ingu á starfsheiti. Rakti Axel í
ftarlegu máli sögu sálfræðimennt-
unar og starfs hér á landi og þá
þörf, sem fyrir hendi væri um
löggjöf i þessu efni. Mælti nefnd-
in með samþykkt frumvarpsins
með minni háttar breytingu, er
hún flytur. Jón G. Sólnes (S)
taldi þörf á lagalegri staðfestingu
starfsheita almennt ekki jafn rika
og hér væri látið að liggja og að í
frumvarpinu væru ýmis ákvæði,
sem þörfnuðust vendilegrar at-
hugunar. Væri því rétt að flýta
sér hægt í þessari lagasetningu.
Helgi F. Seljan (K) tók að sumu
leyti undir orð Jóns, en var frum-
varpinu hlynntur og áréttaði gildi
sálfræðilegs starfs, einkum i
skólakerfinu.
Bann við laxveiði í sjó
Jón Ármann Héðinsson (A)
mælti fyrir nefndaráliti um frum-
varp til laga um lax og silungs-
veiði. Aðalefni frumvarpsins er
skilyrðislaust bann við laxveiði í
sjó. Mælir nefndin með samþykkt
frumvarpsins en flytur þó tvær
minni háttar breytingartillögur.
Úthafsrækja fyrir Austurlandi:
Helgi F. Seljan (K) hefur lagt
fram tillögu til þingsályktunar
um tilraunaveiðar á úthafsrækju
fyrir Austurlandi. Gerir tillagan
ráð fyrir tafarlausum tilrauna-
veiðum á djúpslóðum eystra.
Fengin verði amk. tvö skip til
þessara veiða, veiðitilraunir
standi eigi skemur en þrjá
mánuði og verði rekstur skipanna
í nánu samráði við fiskifræðinga.
Kristján Ármannsson (F) flyt-
ur þingsályktunartillögu um ráð-
stafanir til að koma í veg fyrir
atvinnuleysi og búseturöskun í
Norður-Þingeyjarsýslu. I greinar-
gerð segir:
Ástæðurnar fyrir flutningi
þessarar þingsályktunartillögu
eru m.a.:
1. Það alvarlega ástand sem
skapast hefur í vesturhluta sýsl-
unnar vegna undangenginna
náttúruhamfara.
2. Grundvöllur hefðbundinnar
útgerðar frá Þórshöfn brostinn, á
sama tima sem nýtt og fullkomið
frystihús stendur tilbúið til notk-
unar.
3. Yfirvofandi rekstrarstöðvun
togaraútgerðar á Raufarhöfn, en
hún er undirstaða atvinnulifs
staðarins.
4. Brýn nauðsyn fyrirgreiðslu
til þeirra ungu bænda í Hóls-
fjallabyggð sem þar hyggja á
fasta búsetu. En hætta er á að
þeim snúist hugur, verði dráttur
þar á. Og er þá e.t.v. skammt að
bíða algjörrar eyðingar byggðar í
Fjallahreppi.
5. Dráttur sá sem orðið hefur á
framkvæmd þingsályktunar Al-
þingis frá árinu 1972 um gerð
sérstakrar byggðaþróunaráætlun-
ar fyrir Norður-Þingeyjarsýslu.
Hámarkslaun
Stefán Jónsson (K) flytur
þingsályktunartillögu þess efnis,
að undirbúin verði löggjöf um
hámarkslaun, þar sem kveðið
verði á um að ekki megi greiða
hærri laun hér á landi en sem
svarar tvöföldum vinnulaunum
verkamanns miðað við 40 stunda
vinnuviku. Jafnframt verði loku
fyrir það skotið að einstaklingar
gegni nema einu fastlaunuðu
starfi og komið verði í veg fyrir
duldar launagreiðslur í formi
fríðinda. Með breytingu á skatta-
lögum verði að því stefnt að
einkafyrirtæki hagnist ekki á lög-
bundinni lækkun hæstu launa, en
fé sem þannig sparast renni til
ríkissjóðs til almennrar kjara-
jöfnunar.
Nýir þingmenn
KarlG.
Sigurbergsson.
Vigfús Jónsson, bóndi á
Laxamýri, tekur sæti Lárusar
Jónssonar (S) á Alþingi í fjar-
veru hins síðarnefnda í opinber-
um erindum erlendis. Vigfús er
annar varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra.
Karl G. Sigurbergsson hefur
tekið sæti Gils Guðmundssonar
(K) í fjarveru hans erlendis í
opinberum erindagjörðum. Karl
er 1. varaþihgmaður Alþýðu-
bandalagsins i Reykjaneskjör-
dæmi.
Svipmyndir frá A Iþingi
Ingólfur Jónsson, fyrrv. ráðherra og fyrsti þingtnaður Sunn-
lendinga, er einn svipmesti persónuleiki þingsins. Hann er einn
helzti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðar-, iðnaðar- og
orkumálum. Þingsályktunartillaga hans um endurvinnsluiðnað,
sem nú er í meðförum þingsins, hefur vakið verðskuldaða athygli.
Odddur Ólafsson, læknir, sem hér sést ásamt Halldóri Ásgrfmssyni
(F) og Sverri Hermannssyni (S) er helzti talsmaður Sjálfstæðis-
flokksins á þingi i heilbrigðismálum. Hann lætur og atvinnumál
mjög til sfn taka, einkum sjávarútvegsmál.
Ragnhildur Helgadóttir, forseti neðri deildar Álþingis og
fráfarandi forseti þings Norðurlandaráðs, er ein örfárra kvenna á
Alþingi. Auk hennar sitja nú á þingi Geirþrúður H. Bernhöft (S),
Sigurlaug-Bjarnadóttir (S), Svava Jakobsdóttir (K) og Vilborg
Harðardóttir (K, Ragnhildur var 1. flm. frumvarps um fæðingar-
orlof kvenna í aðildarfélögum ASl, sem nú er orðið að lögum, og
flytur nú, ásamt Sigurlaugu Bjarnadóttur, frumvarp um fæðingar-
orlof búandkvenna.
Karlvel Pálmason (SFV), sem nú hefur borið til baka blaðafregnir
(Vísir og Tfminn) um hugsanlega brottför sfna úr Samtökunum, er
látið var að þvf liggja að honum hefði verið boðið fyrsta sæti á
tveimur öðrum frumboðslistum á Vestfjörðum: hjá Alþýðuflokkn-
um og Alþýðubandalaginu.
Vigfús
Jónsson.