Morgunblaðið - 24.03.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.03.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 „Æviráðningin dýr- mæt hlunnindi” — segir dr. Bragi Jósepsson Morgunblaðið hafði samband við dr. Braga Jósepsson f framhaldi af frétt blaðsins f gær um niðurstóður f máli hans við menntamálaráðu- neytið vegna brottvikningar úr starfi. Mbl. spurði Braga að þvf hvað hann teldi æviráðningaratriðið mikils virði fyrir opinbera embættis- menn? „Opinberir starfsmenn skiptast í marga hópa,“ svaraði Bragi, „og það er mikill munur á þessum hópum, en ég tel að fyrir ýmsa hópa embættismanna eins og t.d. kennara og hjúkrunarkonur, sé þetta atriði mikið mál og dýrmæt hlunnindi, enda borgar fólk mik- ið fyrir þetta. Það sýnir sig í því að fólk er verr launað hjá rikinu en t.d. sveitar- og bæjarfélögum og einstaklingsfyrirtækjum. Námskeið fyrir landsprófsnema HALLDÓR Þorsteinsson mun eins og undanfarin 7 ár halda námskeið í skóla sínum fyrir nokkrar greinar landsprófs, þ.e. málfræði, stafsetningu og setn- ingafræði, stærðfræði, ensku, dönsku, og eðlisfræði. Námskeið- in hefjast í april og þeim lýkur 8. maí. — Bitaveita Framhald af bls. 32 dýpi. Nú er gert ráð fyrir að djúpbor verði sendur til Vest- fjarða síðar á þessu ári og lyrir skömmu var samþykkt á orkuráðsfundi til að veita lán til vinnsluborana úr orkusjóði að upphæð 15 millj. kr. til Isafjarðar, 15 millj. til Bolungavíkur, og 1.8 millj kr. til borana í Vatnsfirði, en þessar upphæðir eru 60% af áætl- uðum kostnaði við gerð borhol- anna og ef kostnaður verður meiri hækkar lánveitingin í hlut- falli við það. Ennfremur var á sama fundi veitt 6 millj. kr. til rýmkunar og föðrunar borholu á Suðureyri, sem þegar í sumar gaf nægilegt vatn til hitaveitu þar. Það er gert ráð fyrir frekari aðgerðum í jarðhitaleitarmálum á Vestfjörðum á þessu ári og þegar er ákveðið að bora rannsóknar- borun á Hólmavík og Þingeyri og einnig verða undirbúnar rann- sóknarboranir víðar. Þá eru til meðferðar i orkuráði beiðnir um lán til vinnsluborana á Patreks- firði, Jálknafirði og Borðeyri og víðar, en þessi nýju viðhorf ýta undir þá nauðsyn að koma á sem fyrst framtíðarskipan i orkumál- um á Vestfjörðum." I skipunarbréfi ráðherra segir m.a.: „Skal nefndin gera tillögur um framkvæmdir, sem nauðsynlegar eru til þess að nægileg orka fáist frá vatnsaflsvirkjunum og jarð- varma til að fullnægja orkuþörf á Vestfjörðum þannig að tekið sé tillit til almennrar notkunar og iðnaðar og jafnframt séð fyrir nægilegri orku til upphitunar húsa. Enn fremur er nefndinni falið að gera tillögur um, hvernig. stað- ið verði að stofnun Vestfjarðar- virkjunar sem verði sameign rikis ins og sveitarfélaganna þar, og hafi það verkefni að annast framleiðslu og dreifingu raforku og hagnýtingu jarðvarma í þess- um landshluta." I nefndinga voru skipaðir eftir greindír menn: Engilbert Ingvarsson rafveitu- stjóri, Snæfjallahreppi; Guð- mundur H. Ingólfsson bæjarfull- trúi, ísafirði; Ingólfur Arason hreppsnefndarmaður, Patreks- firði; Jóhann T. Bjarnason fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfirðinga, Isafirði en hann var ritari nefndarinnar; Karl E. Loftsson oddviti, Hólma- vík; Ölafur Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, Bolungarvík og Þorvaldur Garðar Kristjánsson al- þingismaður formaður orkuráðs. Þetta fólk virðist því meta ævi- ráðningaratriðið mikils. Hitt er svo allt annað mál hvort það sé eðlilegt að fólk sé ráðið til ævi- loka, en ég er sannfærður um að þetta mál á eftir að hafa mikil áhrif á gang verkfallsréttinda- kröfu opinberra starfsmanna. Æviráðningin gildir, sam- kvæmt niðurstöðum dómsins og þar sem ráðuneytisstjórinn hefur gerzt sekur um embættisafglöp með því að gefa ráðherra rangar upplýsingar og fá hann þar með til þess að brjóta lög, finnst mér að það ætti að vera krafa fólks að ráðuneytisstjórinn víki úrstarfi." I frétt Mbl. r gær um málið slæddist inn sú vilia, að sagt var að dómurinn hefði komizt að þeirri niðurstöðu að uppsögn dr. Braga hefði verið ólögmæt, því hún hefði ekki verið gerð með nægilegum fyrirvara. Það rétta er að dómurinn komst að þeirri nið— urstöðu að uppsögn dr. Braga hefði verið ólögmæt og fyrirvara- laus. Stjórn Syrktarfélags Tjaldanessheimilisins ásamt heilbrigðisráðherra. Fremri röð frá vinstri: Oddgeir Bárðarson, Matthfas Bjarnason og Friðfinnur Olafsson. Aftari röð frá vinstri: Hafsteinn Sigurðsson, Hjörtur Hjartarson og Björgvin Vilmundarson. Ríkínu afhent Tjalda- nes að gjöf í gær STYRKTARFELAG Tjaldanessheimilisins, sem er ætlað vangefnum börnum afhenti f gær rfkinu heimilið án nokkurra veðbanda. Frið- finnur Olafsson, formaður stjórnar Tjaldanessheimilisins, afhenti Matthfasi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra heimilið til eignar og áfram- haldandi reksturs við hátíðlega athöfn f Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu f gær. Eriðfinnur Ölafsson tók fyrstur til máls og sagði að fyrir réttum 13 árum hefðu nokkrir menn komið saman til þess að stofna félag til styrktar heimili því sem nú væri afhent ríkinu til fullrar eignar skulda- og veðbandalaust. Hann kvað verðmæti eigna heimilisins á núverandi verðlagi vera á milli 60 til 70 milljónir króna. Upphaflega hafi stjórn heimilisins fest kaup á þremur hekturum lands, en siðan hafið byggingarframkvæmdir. Frá upp- hafi hafi verið lögð á það áherzla að reist yrði stórt heimili, en ekki lokað hæli. Formaður stjórnar Tjaldaness- heimilisins, Friðfinnur Ölafsson, sagði, að ógerningur væri að telja upp alla þá sem lagt hefðu málefninu lið, en þó nefndi hann Lionsklúbbinn Þór, Oddfellow- stúkurnar Þorfinn Karlsefni og Þorstein, Líknarsjóð Oddfellowa, borgarsjóð Reykjavíkur, Alþingi, ríkisstjórn, Sölusamband fisk- framleiðenda, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Styrktarfélag van- gefinna og ýmis fleiri félög, sem komið hefðu við sögu. Færði hann öllum þessum aðilum alúðar- þakkir. Þá kvað Friðfinnur ekki mega gleyma bankastjórunum, sem komið hefðu til hjálpar, þegar neyðin var stærst, en hann kvað þeim öllum hafa verið greitt að fullu. Samt hafi þeirra verið söm gerðin og þakklæti skyldi látið í ljós. Friðfinnur Ölafsson minntist eins látins manns, sem styrkt hafði framkvæmdir félags- ins, Benedikts Magnússonar frá Vallá, sem ávallt gaf steypu til byggingaframkvæmda við heimilið og kvað hann seint Framhald á bls. 18 Formaður stjórnar Tjaldaness- heimilisins, Friðfinnur Ólafsson til hægri, og Matthfas Bjarnason heilbrigðismálaráðherra undir- rita afsal að Tjaldanesheimilinu I gær. Hörð átök í Stúdentafélaginu Kjartan Gunnarsson kjörinn formaður á róstursömum fundi aður var af fráfarandi formanni, Garðari Mýrdal, var vikið úr sessi með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða og Kjartan Gunnarsson kjörinn fundarstjóri. Að þessu loknu var gengið til kosninga. Kjartan Gunnarsson laganemi var kosinn formaður félagsins og f stjórn Geir Waage guðfræði- nemi, Anna Jónsdóttir lyfjafræði- nemi, Tryggvi Agnarsson laga- nemi og Sigurður Helgason sagn- fræðinemi. Til óspekta kom á fundinum, er rætt var um laga- breytingar þannig að fundar- stjóri ákvað að fresta honum Morgunblaðið sneri sér til Kjartans Gunnarssonar, nýkjör- ins formanns. Hann sagðist þakka stúdentum veittan stuðning, eink- um þeim, sem hefðu starfað að þvf að gera sigurinn sem glæsileg- astan. Kjartan sagði ennfremur, að því miður hefði nokkur hópur fundarmanna ekki þolað ósigur- inn, haft uppi hávaða og gert ítrekaðar tilraunir til að trufla fundinn. „Af þessum sökum taldi ég,“ sagði Kjartan, „að fresta yrði þessum aðalfundi, þar sem óspektir væru að brjótast út og átti ég og sumir aðrir fundar- menn hendur okkar að verja. Þetta taldi ég rétt og heimilt skv. almennum fundarreglum og mun nýkjörin stjórn félagsins boða síð- ar til framhaldsaðalfundar. Sumir fundarmanna brugðust ókvæða við þessari frestun og hugðust halda fundinum áfram. Það var að sjálfsögðu ólöglegt og eru allar samþykktir þess fundar ólögmætar og mun nýkjörin stjórn félagsins hefja starf sam- kvæmt lögum félagsins. Okkar fyrsta verkefni verður að sækja gögn félagsins f hendur fyrri stjórnar en fráfarandi for- maður neitaði að afhenda hinni nýju stjórn þau er fundinum hafði verið frestað. Þá verður það annað af megin- Framhald á bls. 18 MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá stjórn Stúd- entafélags Háskóla tslands. Aðalfundur Stúdentafélags Há- skóla tslands var haldinn f Stúd- entaheimilinu við Hringbraut, þann 23. marz 1976. Fundurinn var mjög f jölmennur og þrunginn spennu. Fundarstjóra, sem skip- Kjartan Gunnarsson KIM opn- ar sal með sýningu KtNVERSK-íslenzka menn- ingarfélagið hefur tekið á leigu lítinn sal I húsi Blindra- félagsins við Hamrahlfð 17, þar sem komið hefur verið fyr- ir bókasafni félagsins og ýms- um munum í eigu þess. Þar er einnig aðstaða til fundarhalda. Opnuð hefur verið þar kíversk Ijósmvndasýning, sem er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 17 til 19 og laugar- daga frá kl. 15 til 17. Alþjóðaskák- mótið hefst 24. ágúst AKVEÐIÐ er að alþjóðaskák- mótið í Reykjavík hefjist 24. ágúst n.k. eg að það standi til 14. september. Á mótinu munu tefla 8 útlendingar og 8 ts- lendingar, að sögn Jóns Briem, sem er í undirbúningsnefnd mótsins. Jón sagði að jákvætt svar hefði borizt frá tveimur út- lendum skákmönnum, þeim Westerinen frá Finnlandi og Húbner frá V-Þýzkalandi, en þeir eru báðir stórmeistarar. Þá hafa Rússar staðfest að þeir sendi tvo stórmeistara, en nöfnin voru ekki nefnd og þá munu koma tveir ungir skák- meistarar frá Danmörku og Bandaríkjunum. Fjórir íslenzkir skákmenn eru þegar ákveðnir, stórmeistararnir Friðrik Ölafsson og Guðmund- ur Sigurjónsson, Helgi Ölafs- son og Margeir Pétursson. Mótsstaður hefur ekki verið ákveðinn, en að öllum líkind- um verður teflt i einhverjum skóla höfuðborgarinnar. Einsdæmi Siglufirði, þriðjudag. BÍLFÆRT er nú milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar. Miðað við árstíma er þetta einsdæmi hér um slóðir. — Það eru jeppar sem komast. Kunnugir hafa sagt mér að væri sendur hefill eina bunu yfir, væri vegurinn allur fær hvaða bíl sem er eins og um sumardag væri. Líka má telja það til tiðinda að sjá má húseigendur núna vera að mála húsin sín, — svo mild og hagstæð er tíðin hér nyrðra núna. mj. Líðan piltanna óbreytt LtÐAN piltanna sem slösuðust aivarlega í umferðarslvsi á Laugaveginum aðfaranótt s.l. sunnudags voru enn með- vitundarlausir á gjörgæzlu- deild Borgarspftalans f gær- kvöldi þegar Morgunblaðið leitaði fregna af líðan þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.