Morgunblaðið - 24.03.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976
5
Frá verzlunarmálaráðstefnu Sjálfstæðisflokks:
Frjálst verðmyndunar-
kerfi er neytendum í hag
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning
v/ráðstefnu Sjálfstæðismanna
um verzlunar- og neytendamál.
17.—18. marz s.l. efndi Full-
trúaráð Sjálfstæðismanna í
Reykjavlk til ráðstefnu um verzl-
unar- og neytendamál. Varð ráð-
stefnan vel sótt og umræður um
hina ýmsu þætti verzlunarinnar
mjög (tarlegar.
Fjölmörg fróðleg og yfirgrips-
mikil erindi voru flutt á ráðstefn-
unni. Var i framsöguræðum fjall-
að um viðskiptaleg tengsl við um-
heiminn, fjármál og afkomu
verzlunarinnar, fræðslumál verzl-
unar, skattamál og þjónustu er
verzlunin innir af hendi fyrir hið
opinbera, verzlunarþjónustu í
Reykjavik, fjármagnsstreymi
verzlunar auk þess sem mörg önn-
ur málefni tengd verzlun voru
rædd i umræðuhópum svo og í
panelumræðum sem í tóku þátt
þeir Geir Hallgrímsson, forsætis-
ráðherra, Gunnar Thoroddsen fé-
lags- og iðnaðarráðherra og Matt-
hías Á. Mathiesen fjármálaráð-
herra
Ágrip af þeim framsöguræðum
er flutt voru á ráðstefnunni verða
birt í Morgunblaðinu á næstu dög-
um. I panel-umræðum með Geir
Hallgrimssyni, Gunnari Thorodd-
sen og Matthíasi A. Mathíesen
kom meðal annars fram sú skoð-
un ráðstefnugesta, að hið fyrsta
yrði aó hverfa að fullu og öllu frá
hinu þjóðhagslega skaðlega verð-
myndunarkerfi, sem hér hefur
tíðkast en þess í stað taka upp
frjálst verðmyndunarkerfi í lík-
ingu við það, sem ýmsar ná-
grannaþjóðir hafa notað með góð-
um árangri um langt skeið.
I panel-umræðunum kom m.a.
fram hjá ráðherrunum að unnið
væri að endurskoðun verðlagslög-
gjafarinnar; að ríkisstjórnin tæki
afstöðu til þess í vor hvort tekinn
yrði upp virðisaukaskattur; að
unnið væri að nýjum fyrningar-
reglum og í því sambandi athugað
hvort heimila skuli fyrningu á
endurkaupsverð; að vel kæmi til
greina að ríkisvaldið féllist á, að
einkaaðilar fengju að gefa ut
verðtryggð skuldabréf eins og rík-
issjóður; að nauðsynlegt væri að
afnema hámark á arðgreiðslu.
Hún ætti að skattleggjast hjá ein-
staklíngum en ekki hjá fyrirtækj-
um. Ennfremur kom fram að
frumvarp um mjólkursölu yrði að
öllum likindum afgreitt fyrir
þinglok.
í umræðunum var af ráðstefnu-
gestum m.a. bent á, að fjárhags-
örðugleikar Verzlunarskólans
væru nú í dag mjög miklir og
þyrfti jafnvel að loka af þeim
ástæðum. Einnig var bent á, að
verulega skorti á, að útlánastarf-
semi bankanna markaðist af þvi,
V estf irðingaf élagið:
Flóamarkaður og bazar
Vestfirðingafélagið efnir til flóa-
markaðar og bazars í Langholts-
skóla á laugardaginn kemur, 27.
marz kl. 14.00. Ef vinir og félagar
vilja gefa eitthvað mun stjórn
félagsins veita gjöfum móttöku í
Langholtsskóla eftir kl. 19.00 á
föstudag. Allur ágóði rennur til
Vestfjarða m.a. til Menningar-
sjóðs vestfirzkrar æsku sem veitt
er úr á hverju ári f byrjun ágúst-
mán aðar.
Hópf lug ítala á
frímerkjauppboði
Á VEGUM Félags frímerkjasafn-
ara verður haldið frfmerkjaupp-
boð f ráðstefnusal Hótel Loftleiða
næstkomandi laugardag, 27. þ.m.,
og hefst það kl. 14.
Á þessu uppboði verða um 240
númer. Siðustu ár hefur færzt
verulegt lif i frímerkjauppboð
F.F., enda hafa þau verið fjöl-
breytt að efni og menn oft getað
náð i marga góða hluti í söfn sin á
hagstæðu verði. Þetta hafa
frimerkjasafnarar fundið og þess
vegna sótt uppboðin vel.
Á uppboðinu næsta laugardag
verða boðin upp mörg sjaldgæf
íslenzk frimerki. Má þar nefna
skildingafrímerki, bæði stimpluð
„Sjóferð” Jökuls
á Sauðárkróki
Sauðárkróki 21. marz.
Leikfélag Sauðárkróks hefur að
undanförnu æft sjónleikinn
Sjóferðin til Bagdad eftir Jökul
Jakobsson. Leikstjóri er Kári
Jónsson, en leikmynd gerði Jónas
Þór Pálsson. Frumsýning verður
sunnudaginn 28. þ.m., en þann
dag hefst sæluvika Skagfirðinga á
Sauðárkröki. Þetta er í fyrsta
skipti sem leikfélag Sauðárkróks
tekur til sýninga verk eftir hinn
kunna leikritahöfund Jökul
Jakobsson. Formaður leikfélags-
ins er Helga Hannesdóttir
—Guðjón.
og óstimpluð. Er verð þeirra að
vonum allhátt, en þó í hóf stillt,
þegar miðað er við verðlistaverð
og sölu þeirra erlendis. En að
sjálfsögðu fer verð þeirra eftir
ásigkomulagi og eins hvort þau
eru með réttum stimplum.
Mikið er af svonefndum aura-
frímerkjum og svo flestum öðrum
frimerkjum fram til 1970. Tölu-
vert er af frímerkjum í pörum og
blokkum, en söfnun þeirra hefur
aukizt verulega siðustu ár. Þá er
allmikið um góða stimpla og m.a.
kórónu- og númerastimpla. Eins
er á uppboðinu allmikið af fyrsta-
dagsumslögum, m.a. með
frimerkjum Matthiasar Jochums-'
sonar frá 1935 og Geysi 1938, en
þess konar umslög fyrir lýðveldis-
stofnun eru sjaldgæf.
Óvenjulegt má telja, að boðnar
verða upp tvær stimplaðar seríur
af Hópflugi Itala 1933. Er önnur
þeirra metin á 145 þús. krónur
(með vottorði Grönlunds) og hin
á 130 þúsund. Eru þetta langdýr-
ustu númer á uppboðinu. Þriðja
dýrasta númerið er yfirprentað
merki frá 1897, og er lágmarks-
verð þess 70 þúsund krónur.
Vönduð uppboðsskrá hefur ver-
ið gefin út, og fæst hún í
frimerkjaverzlunum og i herbergi
F.F. að Amtmannsstíg 2 á mið-
vikudag kl. 17—19. Er uppboðs-
efni lýst þar nákvæmlega, en til
sýnis verður það á sjálfan upp-
boðsdaginn á Hótel Loftleiðum,
kl. 10—14, en þá hefst uppboðið,
eins og fyrr segir.
að einkaverzlunin nyti sambæri-
legrar aðstöðu og aðrar atvinnu-
greinar að þvi er snertir rekstrar-
og stofnlán, svo og nauðsyn þess
að skattlagningu fyrirtækja yrði
stillt í hóf þannig að þau geti
myndað fjármagn til að treysta
reksturinn og endurnýja sig og á
þann hátt orðið óháðari lánsfjár-
öflun. Ennfremur var bent á, að
mánaðarleg innheimta söluskatts
væri óæskilegt eins og hún er nú
framkvæmd, einkum með tilliti
til reikningsviðskipta við ríkis-
stofnanir. Á þessu máli þyrfti
nauðsynlega að verða breyting á.
Niðurstöður verzlunarmálaráð-
stefnu Sjálfstæðismanna i
Reykjavík verða sérstaklega
kynntar þíngflokki Sjálfstæðis-
manna.
Ljósm. Mbl.: Ól. K.M.
Þessar þrjár hnátur komu á Morgunblaðið fyrir skömmu og voru þá
nýbúnar að afhenda Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra tæplega 4.600
kr. sem þær höfðu aflað með hlutaveltu. Stúlkurnar eru allar úr
Kópavogi en þar höfðu þær gengið I hús og fengið vinninga í
hlutaveltuna.
Stúlkurnar eru, talið frá vinstri: Margrét Marín Arnardóttir, Hafdfs
Eygló Jónsdóttir og Bára Kristjánsdóttir. Á myndina vantar Hjördfsi
Gústafsdóttur en hún var einnig með f að halda hlutaveltuna. Stúlk-
urnar eru allar nemendur f Digranesskóla.
..Tilboð,
sem ekki verður
endurtekið...
SKODA 110R Coupé
verð HV tn öryrkja
ca. kr. g kr. 600.0C
til öryrkja ca.
kr. 600.000.
I tilefni af því að 30 ár eru
síðan fyrsti Skodinn kom
til landsins, hefur verið
samið við SKODA
verksmiðjurnar um sérstakt
afmælisverð á takmörkuðu
magni af árgerðum 1976.
5000asti
SKODA bíllinn verður
fluttur inn á næstunni.
Hver verður sá heppni?
SKODA 100
verð ca. kr. 630.000.-
til öryrkja ca. kr. 460.000.-
SKODA 110L
verð ca. kr. 670.000.-
til öryrkja ca. kr. 492.000.
SKODA 110LS
verð ca. kr. 725.000.-
til öryrkja ca. kr. 538.000.
SHODR
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H/F.
AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SÍMI 42600
AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI H/F. OSEYRI 8,
EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR.