Morgunblaðið - 24.03.1976, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976
7
r
Bragð er að þá
barnið finnur
Hér í Staksteinum hefur
undanfarið verið stiklað á
staðreyndum um stefnu-
leysi stjórnarandstöð-
unnar. Um þetta efni segir
svo f leiðara Þjóðviljans
sl. sunnudag:
„Morgunblaðið fer um
það allmörgum orðum rétt
enn einu sinni á fimmtu-
dag, hve aumleg stjórnar-
andstaðan sé. Hún hafi
ekkert marktækt fram að
leggja í þeim málaflokk-
um sem mestu skipta, af-
staða hennar einkennist
af neikvæðu nöldri og við-
leitni til að kljúfa þjóðina f
stríðandi hópa, enda sé
hún sjálf margklofin og
sjálfri sér sundurþykk."
Eftir að hafa borið f
bætifláka fyrir brotabrot
og mótsagnir stjórnarand-
stöðunnar, fer svo að lok
um, að Þjóðviljinn
staðfestir og rennir frekari
stoðum undir stað-
hæfingar Morgunblaðsins
um hringlandahátt og
sundurlyndi hennar.
„Hugmyndaleg
ringulreið og
pólitísk deyfð”
Þjóðviljinn segir orðrétt
f sunnudagsleiðara sfn-
um: „En almenningi
finnst einatt sem þau svör
(stjórnarandstöðunnar)
séu fyrstu viðbrögð við
tiltekinni uppákomu,
tilteknum aðstæðum,
frekar en liður í vandlega
uppbyggðri heildarstefnu.
Sé þetta misskilningur þá
vantar amk. eitthvað upp
á að talsmenn stjórnar-
andstöðu komi hugmynd-
um sfnum á framfæri f
aðgengilegu formi. Alla-
vega er það Ijóst að hafi
stjórnarandstaða ekki á
hverjum tíma upp á að
bjóða heillega stefnu, þar
sem fléttað er saman lág-
markskröfum og langtfma
stefnumiðum, þá kemur
hún sér í mikinn vanda.
Hún á erfiðara með að
bregðast við stjónarskipt-
um og stjórnarþátttöku.
Hún getur með van-
rækslusyndum f stefnu-
mótun stuðlað að hug-
myndalegri ringulreið og
pólitfskri deyfð meðal
þjóðar, sem verður æ
þreyttari á að fslenzkt
þjóðfélag sé rekið með
tólf mánaða víxlum." —
Ja, bragð er að þá barnið
finnur. Skyldi vanhugsuð
og fljótf ærnisleg van-
trauststillaga stjórnarand-
stöðunnar hafa fengið
öllu harðari umsögn á sfð-
um Morgunblaðsins en í
þessum Þjóðviljaleiðara
eða eindæma léleg vinnu-
brögð þingliðs stjórnar-
andstöðunnar í vetur?
„Hvað ætlið
þið að gera?”
Það er táknrænt og
styður enn umsögn
Morgunblaðsins um veik-
leika stjórnarandstöðunn-
ar að þessi leiðari Þjóð-
viljans ber yfirskrift f
spurnarformi: „Hvað
ætlið þið að gera?"
Þessari spurningu er beint
til stjórnarandstöðunnar f
aðalmálgagni hennar
sjálfrar og undirstrikar
átakanlega stefnuleysi og
sundurlyndi hennar. í lok
leiðarans er enn hert á
þessari staðreynd og sagt
að nauðsyn beri til að
„sósíalistar hafi á tak-
teinum skýr svör,
nákvæm og raunsæisleg.
við helztu spurningum
þjóðar í vanda".
Tilefni þessara skrifa er
augljóst. Stjórnarand-
staðan flutti, f miðju land-
helgisstrfði og átökum við
efnahagsvandann, van-
traust á núverandi ríkis-
stjórn. Þessi vantrauststil-
laga var flutt án þess að
tiltæk væri ný rfkisstjórn
eða stefnumörkun af
hálfu stjórnarandstöðunn-
ar f vandamálum Ifðandi
stundar. Það eina, sem
stjórnarandstaðan náði
samstöðu um, var van-
trauststillagan sjálf. Hið
neikvæða nöldur var
einasta atriðið sem vinstri
flokkarnir þrfr áttu sam-
eiginlegt; sundurlyndið,
þrætugirnin og stefnu-
leysið einkenndi þá að
öðru leyti f hinum raun-
verulegu vandamálum og
viðfangsefnum þings og
þjóðar.
Hvað ætlið þið að gera,
spyr Þjóðviljinn. Þetta er
einmitt spurningin, sem
stjórnarandstaðan hefur
hliðrað sér við að svara
allar götur frá myndun nú-
verandi rfkisstjórnar. Hún
hefur gjörsamlega
brugðizt hlutverki sínu og
skyldum. Aumari og ráð-
lausari stjórnarandstaða
hefur ekki fyrirfundizt á
Alþingi íslendinga frá þvf
að fullveldi þjóðarinnar
vannst árið 1918.
HÁSKÓLABÍÓ 18. MARZ
Efnisskrá:
Jón Ásgeirsson, Fornir dansar
Tsjaikovskv, Píanókonsert nr. 2 í G-dúr
Stravinsky, Petrúshka, balletttónlist.
Stjórnandi Páll P. Pálsson
Einleikari Halldór Haraldssson.
11. tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar fóru fram í Háskóla-
bíói sl. fimmtudagskvöld og voru
að því leyti sérstæðir að þeir voru
áeftir þeim 12. Ástæðan varsú að
tvívegis varð að fresta þeim. í
fyrra skiptið vegna verkfalla og
síðan vegna seinkunar á nótum.
Er það ekki í fyrsta sinn sem
seinkun á nótum veldur vand-
ræðum. Oft hefur verkefnaval
forráðamanna Sinfóníunnar vak-
ið furðu og svo er einnig nú eða
niðurröðun verkefna væri e.t.v
réttara að segja í þetta sinn. Eftir-
taldir höfundar áttu verk á 11.
tónleikunum: Jón Asgeirsson,
Tsjaikovsky og Stravinsky, sém
fyrr segir. Og hverjir voru það
aftur sem áttu verk á þeim 12? Jú,
Roussei, Tsjaikovsky og
Stravinsky. Einhverjum þætti
það allt að því jaðra við skort á
skipulagi þegar þeim ágætu Rúss-
um Tsjaikovsky og Stravinsky er
stillt upp hlið við hlið konsert
eftir konsert og þeir þar með af-
Þorsteinn Valdimarsson
Bókmenntlr
eftir JOHANN
HJÁLMARSSON
Steinn Valdimarsson hefur ort
nokkur ljóð, sem skipa honum i
röð fremstu samtír.iaskálda.
1 Yrkjum eru mörg kvæði,
sem lýsa hinni næmu náttúru-
kennd Þorsteins Valdimars-
sonar, dýrkun hans á fegurð
landsins. Sum þessara kvæða
eru með því besta sem ég hef
lesið eftir hann. Þorsteinn er
Hið ótrúlega er
veruleikinn
□ YRKJUR
□ Ljóðeftir
□ Þorstein Valdimarsson.
Q Heimskringla 1975.
ÞAÐ er mikið um tækifæris-
kvæði i Yrkjum Þorsteins
Valdimarssonar. Þessi kvæði
eru ekki stórbrotinn skáld-
skapur að mínum dómi, en
mörg eftirtektarverð vel ort.
Þorsteini Valdimarssyni leikur
ljóð á tungu. Að heiman var
hann búinn með gott veganesti
íslenskrar alþýðumenningar.
Móðir hans Guðfinna Þorsteins-
dóttir, Erla skáldkona, var unn-
andi skáldskapar og ævintýra
og mótaði hug drengsins. Þor-
steinn hefur alla tíð verið mjög
háður uppruna sinum, trúr eig-
in jarðvegi. Þessa njóta sum
hugþekkustu kvæði hans, en ég
held að skáldskapur hans i
heild gjaldi þess nokkuð hve
þröngan stakk hann hefur
sniðið sér.
Skáldskapur Þorsteins Valdi-
marssonar er hefðbundinn.
„Nýjungar" hans eru einkum
leikur með gamalkunn form,
rfm og hrynjandi. Þegar jafn-
aldrar Þorsteins í hópi skálda
endurnýjuðu Ijóðmynd sina lét
hann sér nægja að leitast við að
samræma gamalt og nýtt og var
þá hið gamla yfirleitt ofan á.
Hinu má ekki gleyma að Þor-
einlægt skáld og hjartahlýja
hans leynir sér ekki. Þegar
minningar vefast saman við
myndir úr náttúrunni og
skáldið leitar svars við
spurningum, sem öllum eru
sameiginlegar, held ég að rödd
þess sé hljómmest. Dæmi er hið
skemmtilega ljóð Næturflug en
það hefst á þessum tveim érind-
um:
Loksins. klukkan þrjú um nótt,
lyfta vindarnir
Iftillí baðstofu
til flugs moð sölnandi laufum.
Húsin við fljótið
nálgast himin aðeins í draumi, —
en horfa á hana hverfa
eins ogstjörnu f iðu af norðurljósum.
Við mamma sitjum við baðstofugluggann
I m júku hægindi
maulum bláber úr krukku
og virðum útsýnið fyrir okkur, —
dimmfægl vatnasilfrið
f veizlutjaidi heiðarmánans;
hann veifar til okkar geislastaf;
svo hverfur jörðin okkur.
„Hið ótrúlega er veru-
leikinn!“ stendur síðar I þessu
ljóði. Þorsteinn Valdimarsson
hefur ekki glatað hinni barns-
legu gleði yfir undrum lifsins.
Rödd hans er „viðlag i vorfugla
kór“ eins og hann yrkir i ljóði
til Guðbjargar Þorsteinsdóttur.
Henni er stefnt gegn „annar-
legri draumferð um eyðileg
torg“. Þótt braglist sé honum
Framhald á bls. 18
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Jóhanna Þráinsdóttir: ÚTRÁS.
323 bls. Alm. bókaf. 1975.
FYRIR tuttugu árum hefði
þetta verið kallað klámbók.
Fyrir tiu árum hefði hún verið
sögð ,,djörf“. Nú veit maður
ekki hvað segja skal. Góðir höf-
undar hafa oft hneykslað fólk.
Lélegir höfundar hafa í sama
Jóhanna Þráinsdóttir
Hvers konar
útrás?
mæli reynt að vekja á sér at-
hygli með bersögli. Djörf eða
ekki djörf — slik umsögn segir
því ekkert.
Jóhanna Þráinsdóttir kann til
verka í þá veru að hún missir
söguþráðinn ekki úr höndum
sér. Þessi saga hennar ber vott
um nokkuð sem löngum var
kallað frásagnargleði (þó það
sé nú dálitið tvíbent hugtak).
En sem sagt — áreynslu- og
þreytumerki lýta ekki frásögn-
ina hvað sem öðru iíður. Þvert
á móti spinnur hún sig áfram,
hnökralaust og liðlega.
Hins vegar er þetta meiri
furðusaga en svo að unnt sé að
flokka hana umsvifalaust undir
alvarlegar bókmenntir. Persón-
ur, atburðir, sögusvið — allt er
þetta fjær en svo venjulegu lifi
venjulegs fólks, að minnsta
kosti héðra (sagan gerist mest i
Ameríku) að maður geti gert
upp hug sinn á stundinni og
gefið henni einkunn. Afbrigði
eru alltaf og alls staðar í lifinu.
En i þessari sögu er flest s^o
óraunverulegt að ævintýri er
likast — með neikvæðu for-
teikni þó; það er að segja ef
ævintýri er skilið sem eitthvað
barnalegt og fagurt. Hér er
manni kippt inn í einhvers
konar nútíma jötunheim,
þursaborg. Adeila kannski?
Hugsanlega ber svo að skilja.
Fólk það, sem söguhetjan hittir
fyrir í vesturför sinni, yfirgeng-
ur flest það sem hér er nefnt
einu nafni spilling. Það er stór-
klikkað í einu orði sagt. Sögu-
hetjan er samt látin halda sálar-
ró sinni. Eða eigum við heldur
að kalla það sljóleika? Það af-
brigðilega óhemjulíf, sem á
vegi hennar verður, snertir
hana furðulítið, jafnvel þó hún
taki sjálf þátt í herlegheitun-
um. Hún er leiðitöm í bókstaf-
legasta skilningi en þó með ein-
hverjum dularfullum hætti
hundaheppin: að lifa af ósköp-
in.
Loks hittir hún mann sem
getur vakið með henni hvort
tveggja: sjálfsvitund hennar og
ást. Reynist hann vera marg-
faldur tugthúslimur og eitur-
lyfjamangari. Sé megintil-
gangur sögunnar að vera ádeila
er þessi tilhögun auðvitað skilj-
anleg: illt má það samfélag
heita þar sem glæpalýðurinn er
skammskástur.
Dregur nú senn til söguloka í
(Jtrás. Og auðvitað týnir sögu-
hetjan þessum draumaprinsi
sínum þvi við flest eru eitur-
lyfjasalar fremur brugðnir en
að halda kyrru fyrir á sama
stað. Þá er heldur ekkert að
vanbúnaði að sagan endi eins
og rósrauður eldhúsreyfari með
hugljómun og heimþrá. Sögu-
hetjan öðlast einhvers konar
Framhald á bls. 18
greiddir, því hvorugan þeirra er
að finna oftar í efnisy fi rliti
tónleikaársins!
Það breytir samt ekki þvi að
tónleikarnir á fimmtudagskvöldið
voru hinir ánægjulegustu og
hófust með fornum dönsum eftir
Jón Asgeirsson. Þetta er hressileg
og skemmtileg tónsmið, þar sem
Jón tekur til meðferðar ýmist
þjóðlög eða frumsamin stef með
þjóðlegum blæ og færir einfaldan
Tónllst
eftir EGn,
FRIÐLEIFSSON
Halldór Haraldsson
en heillegan hljómsveitarbúning
og tókst flutningur mjög vel und-
ir öruggri stjórn Páls P. Páls-
sonar. 2. píanókonsert Tsjai-
kovskys er stór og viðamikil tón-
smíð, sem býr yfir mikilli ljóð-
rænni fegurð og glæsilegum til-
þrifum. Þó hefur 2. konsertinn
ætið staðið í skugga hins fyrsta og
heyrist mun sjaldnar. Má geta
þess að þetta mun í fyrsta sinn
sem konsertinn er fluttur á tón-
leikum hérlendis. Þó gefur hann
þeim fyrsta ekkert eftir hvað við-
kemur listrænni reisn nema siður
sé. Einleikari var Halldór
Haraldsson og gerði hann hlut-
verki sinu góð skil. Leikur hans
var vandaður og sannfærandi.
Nokkuð virtist eðlilegur sviðs-
skrekkur há honum einkum i
upphafi, en glögglega mátti
merkja þá alúð og natni er
einkenndi leik hans og bar heima-
vinnu hans fagurt vitni. Er
frammistaða hans raunar að-
dáunarverð, þegar haft er i huga
hversu sjaldan hann leikur með
hljómsveitinni. 2. píanókonsert
Tsjaikovskys gerir miklar kröfur
til einleikarans og enginn getur
gert honum viðunandi skil, sem
ekki æfir sig reglulega. Þáttur
hljómsveitarinnar var einnig
góður. Tónleikunum lauk svo með
litríkri og bráðskemmtilegri tón-
list Stravinskys úr Petrúshka-
ballettinum og tókst flutningur
sérlega vel, sem fyrst og fremst
ber að þakka röggsamri stjórn
Páls P. Pálssonar, sem hér sann-
aði enn einu sinni ágæti sitt sem
stjórnanda. Er það meining
ýmissa að timabært sé orðið að
gera Pál að aðaihjómsveitarstjóra
Sinfóníunnar. Aheyrendur fögn-
uðu hljómsveit, stjórnanda og ein-
leikara mjög innilega.