Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 Hafa æft af krafti í allan vetnr og ætla til Vngverjalands í maí UNGLINGALANDSLIÐIN i knattspyrnu hafa undanfarin ár náð mjög góðum árangri og nú á næstunni mun unglingalandsliðið leika sinn fyrsta landsleik á keppnistimabílinu. Verður leik- ið við Luxemburg hér á Melavellinum þann 14. april og með sigri í þeim leik tryggir íslenzka liðið sér þátttöku í úrslitum Evrópukeppni unglinga í knattspyrnu. Fer úrslitakeppnin fram í Ungverja- landi um mánaðamótin mai — júni og það er ótrúlegt annað en að íslenzki landsliðsbúningur- inn sjáist í keppninni þar. Frá því um áramót hafa 16 piltar æft ötullega undir stjórn Theódórs Guðmundssonar og Lárus- ar Loftssonar og þá ekki látið á sig fá þó ekki hafi alltaf viðrað sem bezt. Þessir 16 piltar eru eftir- taldir: Jón Þorbjörnsson Þrótti, Halldór Pálsson KR, Guðmundur Kjartansson Val, Börkur Ingvarsson KR, Róbert Agnarsson Vikingi, Stefán Stefánsson Þrótti, Ágúst Karlsson Fylki, Þorvaldur Þorvalds- son Þrótti, Valdimar Valdimarsson Breiðabliki, Þorgils Arason Vikingi, Pétur Ormslev Fram, Hörður Antonsson Fylki, Sigurður Björgvinsson IBK, Albert Guðmundsson Val og Haraldur Har- aldsson Víkingi. I fyrrahaust lék Island fyrri leikinn við Luxem- burg í þessari keppni og sigraði landinn með einu marki gegn engu þó svo að leikið væri að heima- velli Luxemburgaranna. Það var Albert Guð- mundsson sem markið skoraði. Liðið sem teflt verður fram i seinni leiknum er nær eins skipað og i haust. Sigurður Björgvinsson, sem í fyrra- sumar var fyrirliði strákalandsliðsins, sem þátt tók í NM í Finnlandi, kemur nú i unglingalands- liðið. A sunnudagsmorguninn lék unglingalandsliðið við Viking á Melavellinum og voru þá allir leik- menn liðsins mættir, nema Róbert Agnarsson, sem er fyrirliði liðsins. Hann komst ekki vegna meiðsla en verður að öllum likindum búinn að jafna sig fyrir leikinn við Luxemburg. I viðtali við Theódór Guðmundsson á sunnudag- inn sagði hann að áhugi strákanna og dugnaður væri sérlega mikill og það væri einstaklega gam- an að vinna með þeim. — Þessir strákar hafa flestir mikla reynslu með sínum félögum og hafa einnig leikið marga leiki saman í unglingalands- liðinu. Þeir þekkja hver annan mjög vel orðið og ég hef ekki trú á því að þeir fari að tapa fyrir Luxemburg hér á Melavellinum 14. apríl, þó vitanlega geti allt gerzt í knattspyrnunni. Ef þeir berjast eins og þeir bezt geta i þeim ieik þá komast þeir til Ungverjalands og ég hef trú á að þeir ættu að geta staðið sig vel í keppninni þar, sagði Theódór. ■áij Unglingalandsliðið í knattspyrnu, myndin er tekin við búningsherbergin á gamla Melavellinum á sunnudaginn, en þar keppa þessir piltar gegn Luxemburg 14. apríl næstkomandi. (ljósm. Friðþjófur). Tony Knapp og nnglíngalaraísliilið Landsliðsþjálfarinn Tony Knapp er væntanlegur hingað til lands eftir um hálfan mánuð. Verkefni hans hjá KSI í sum- ar verða meíri en undanfarin ár, þannin mun hann auk a- landsliðsins vera með í ráðum við undírbúning unglingalið- anna, vera félögunum innan handar og jafnvel halda námskeið á vegum KSI. Fyrir nokkru bírtist í brezka blaðinu Norwich Mercury viötal við Tony Knapp, þar sem hann meðal annars gefur í skyn að hann persónulega hafi staðið að baki unglingalandsliðsins. I viðtalinu í „Norwich Mercury", sem er frá 5. marz er fjallað um þorskastríðið og þar kemur glögglega fram að Knapp stendur með Islending- um i því máli. I framhaldi af umræðum um sljórnmálaslit og þorskastríð segir í blaðinu eitt- hvað á þessa leið. „Islenzkir knattspyrnumenn þarfnast Tonys mjög þessa stundina.“ Arið í ár telur hann hámark starfs síns þar, ho<msmeistara- keppnin og margir þýðingar- miklir unglingaleikir. t apríl á landslið 18 áraogyngri að leika gegn Luxemburg og ef ísland sigrar heldur líðið áfram í úrslit Evrópukeppninnar í Ungverjalandi í maí. —Þessir drengir líða fyrir það geti ég ekki verið með þeim, segir Tony. —Ef Knatt- spyrnusambandið þarf að fá nýjan mann hefur hann stuttan tíma til að kynnast piltunum og undirbúa þá fyrir leikinn." Þannig segir i Norwich Merc- ury. Þvi má bæta við hér að þegar Tony Knapp kemur hingað til lands mun hann fara i ung- lingalandsliðsnefndina með þéim Theódóri og Lárusi. Mun hann sjá um þjálfun landsliðs- ins eftir því sem hann hefur tima, en Lárus og Theódór munu áfram verða ábyrgir fyr- ir liðinu, eftir því sem þeir upplýstu siðastliðinn sunnu- dag. — áij Fjórir Norðfirðingar til œf- inga hjá Motherwell og Rangers FJÓRIR ungir og efnilegir knattspyrnumenn frá Neskaupstað héldu á sunnudaginn til Skotlands, þar sem þeir munu æfa með tveimur af sterkustu liðum Skota næstu vikurnar. Upphaflega ætluðu Norðfjarðar-Þróttararnir að fara sex í þessa ferð, en er á reyndi gátu tveir þeirra félaganna ekki farið. Hjá Glasgow Rangers munu Björn Jóhanns- son og Einar Sigurjónsson æfa, en þeir Ágúst Þorbergsson og Björgúlfur Halldórsson hjá Motherwell. Ekki gekk þeim félögum átakalaust að komast til Keflavíkur, en þaðan flugu þeir í bftið á sunnudaginn. Þurftu þeir að ferðast með flugvél, sem lenti I hinu versta veðri, jeppa, sem lenti f mikilli ófærð og er þeir loksins komu til Reykja- vikur á sunnudaginn var aðeins rúmur hálftfmi þar til flugvélin átti að fara frá Keflavík. Þangað komust þeir þó að lokum, f flugvélina, sem sföan flutti þá til Skotlands. -áij Ellert B. Schram alþingismaður, formaður KSÍ, og Gvlfi Þórð- arson, stjórnarmaður i KSl og formaður loðnulöndunarnefndar, við miðasöluna á hlutaveltunni á sunnudaginn. (Ljósm. Friðþjófur). Happdrœtti, hlutaveltur, bingó og.... ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja á þessum vettvangi að hið almenna íþróttastarf berst í bökk- um. Forystumenn hinna ýmsu sambanda og íþróttafélaga mega hafa sig alla við til að endar nái saman. Dugar starf þeirra þó ekki alltaf til og skuldahalinn er víða lengri en ársvelta vió- komandi (t.d. Sundsam- bandsins). Bingó, happdrætti og hluta- veltur eru vinsælar fjáröflunar- aðferðir og gefast þær misjafn- lega vel, en eitthvað verður að gera. Síðastliðinn sunnudag var Knattspyrnusamband íslands á ferðinni og hélt þá hlutaveltu í Iðnaðarmannahúsinu. Var margt um manninn og þeir margir sem freistuðu gæfunn- ar. Hlutaveltan gaf KSÍ því talsvert í aðra hönd og léttir nokkuð á áhyggjum KSÍ- manna, sem í sumar þurfa að leggja í mörg fjárfrek fyrir- tæki. Það segir sig sjálft að það er hrein fásinna að forystumenn hins frjálsa æskulýðs- og íþróttastarfs í landinu skuli þurfa að eyða mestu af þeim tíma sem þeir fórna fyrir þetta áhugamál sitt i snikjur og betl, en minnstur tíminn fer í starfið sjálft. Þannig má t.d. ímynda sér að síðastliðinn hálfan mán- uð hafi Ellert Schram alþingis- maður og starfsbræður hans í stjórn KSÍ eytt miklu af fritíma sinum í að fá gefins hluti á hlutaveltuna á sunnudaginn var. Siðan að merkja alla grip- ina, koma þeim fyrir í Iðnaðar- mannahúsinu, sfðan að selja og afgreiða og loks að gera ævin- týrið upp. -áij Jens Sumarliðason stfgur yfir borð og bækur og teygir sig eftir málverki, sem einhver heppinn kúnninn hefur fengið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.