Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 Leikvellir í Efstalands- hverfí löngu ákveðnir — segir Stefnir Helgason, bæjarfulltrúi IBUAR ( Efstalandshverfi f Kópa- vogi hafa með undirskriftasöfnun óskað eftir þvf við bæjaryfirvöld, að þegar verði hafizt handa við framkvæmdir á leiksvæðum fyrir börn f hverfinu. Af þvf tilefni hafði Morgunblaðið tal af Stefni Helgasyni bæjarfulltrúa f Kópa- vogi og formanni féfagsmálaráðs þar f bæ og spurði hann um þessi mál. Stefnir sagði að þegar hefði verið ákveðið f vetur að hefjast handa við gerð leiksvæða fyrir börn á þessu svæði og hefði ávallt staðið til að hefja þær strax og Helgi og Björn efstir og jafnir á Skákþinginu FIMM umferður er lokið á Skákþingi Islands, en þingið fer að þessu sinni fram f skák- heimilimi Grensásvegi 46. 1 landsliðsflokki eru Helgi Ól- afsson og Björn Þorsteinsson efstir með 4 vinninga, en næst- ir koma' Ingvar Ásmundsson og Haukur Angantýsson með Vá vinning. I áskorendaflokki er Hilmar Viggósson efstur með 4 vinninga af 5 mögulegu. 6. umferðin í landsliðsflokki verður tefld í dag. Næstu um- ferðir verða svotefldar á föstu- dag, laugardag og annan í páskum en 11. og síðasta um- ferðin verður tefld á sumar- daginn fyrsta, sem er fimmtu- dagur 22. apríl. Taflið hefst alla daga klukkan 14. Pólýfónkórinn, sem skipaður er 145 söngvurum hefur fengið til aðstoðar við sig við flutning H- veður leyfði og frost væri úr jörðu. Stefnir Helgason sagði að fyrst hefði verið flutt inn f hverfið sem heild um síðustu áramót í þeim mæli að unnt hefði verið að ráðast í slfkar framkvæmdir. Ákveðið var í vetur eða fyrrahaust að byggja einn leikvöll f Efstalands- hverfi fyrir ofan Efstahjalla og á að hefja framkvæmdir f vor. Síðan á líka að gera sparkvöll og starfsvöll, sem staðsettur verður í Kjarrhólasvæðinu, Ifklega austan við Kjarrhólmablokkirnar. Er það einnig gömul ákvörðun. Þessar ákvarðanir voru sfðan aftur á dag- skrá í bæjarráði, er bréf íbúanna kom fyrir og var þá bæjarverk- fræðingi falið að hefja fram- kvæmdir strax og unnt yrði í sam- ræmi við samþykktir félagsmála- ráðs og tómstundaráðs. Stefnir sagði að í vetur hefði verið opnaður nýr gæzluvöllur með nýju sniði f Snælandshverfi. Þá er einnig tiltölulega nýr völlur við Þverbrekku, en þangað verða íbúar Efstalandshverfis að sækja í dag. Er hann allt of á settur eins og raunar kemur fram í greinar- gerð íbúanna, sem skýrt var frá í Mbl. í gær. Þá skýrði Stefnir frá því, að í Kópavogi væru 6 gæzlu- vellir fyrir utan öll opin leiksvæði og sparkvelli. Þá gat Stefnir Helgason þess í lokin að mikið starf hefði verið unnið á vegum Félagsmálaráðs vegna aldraðs fólks og eftir 1 til 2 mánuði væri ætlunin að opnaður yrðu glæsilegar vinnustofur fyrir gamla fólkið. Þá hefur og verið mjög góð þátttaka aldraðra f leik- húsferðum, flugferðum norður í land o.fl. o.fl. Þormóður goði seldi vel Togarinn Þormóður goði seldi 145 tonn í Cuxhaven í fyrradag fyrir 19.2 millj. kr. Meðalverð á kíló var 132 kr. „£G HELD, að sá rökstuðningur, sem kemur fram f þingsálykt- unartillögunni um að fáta reisa hér jarðstöð fyrir fjarskiptasam- band við útlönd, standí óhaggað- ur hvað snertir hagkvæmni jarð- stöðvarinnar fram yfir nýjan sæ- símastreng,“ sagði Ellert B. Schram alþingismaður og flutn- ingsmaður þingsályktunartillögu þ.a.l., þegar Mbl. leitaði álits hans á ummælum póst- og sfmamála- stjóra f Mbl. f gær. Ellert kvað það hafa verið vitað fyrirfram, að nýr sæsímastrengur væri ódýrari en jarðstöð, en strengurinn yrði eftir sem áður í eigu Mikla-Norræna simafélags- ins. Þarna væri og um það að ræða að flytja gamlan kapal sem lægi milli Nýfundnalands og Ætla að stefna Tímanum MORGUNBLAÐIÐ spurði þá Kristján Pétursson, deildar- stjóra, og Hauk Guðmundsson, rannsóknarlögreglumann, hver þeirra viðbrögð yrðu við þeim skrifum, sem fram komu í Tímanum í gær, en þar eru þeir m.a. sakaðir um ólöglegar rannsóknaraðferðir í sakamál- um. Þeir sögðu frásagnir Tím- ans ósannar með öllu og lýstu undrun sinni yfir skrifunum. Báðir sögðust þeir myndu stefna blaðinu við fyrsta tæki- færi, „enda væri tímabært, að þeir aðilar, sem fyrir þessum rógsskrifum stæðu, kæmu fram í dagsljósið". Thule, og hlutdeild Islands í honum næði aðeins til Færeyja og við hefðum engin ítök í strengn- um áfram frá Færeyjum til Meginlandsins, sem hlyti að telj- ast verulegur galli. Ellert benti ennfremur til, að þetta þýddi að Mikla-Norræna gæti eftir sem áður ráðið töxtum á nánast öllum fjarskiptum lands- ins við útlönd, sem væru mun dýrari en gerðist á alþjóðlegum gjaldskrám — miðað við sömu vegalengdir." Ef við viljum halda áfram að vera nánast á nýlendu- stigi í þessum efnum, er auðvitað ódýrast fyrir okkur að velja þessa leiðina," sagði Ellert ennfremur, „en samt sem áður yrði það aðeins skammgóður vermir að mínu mati, þar eð í nýja strengnum yrðu aðeins 60 rásir til viðbótar sem gerir varla meira en svo að fullnægja eftirspurninni sem þegar er fyrir hendi. Þá væri- allt aðeins líklegt að við stæðum aftur frammi fyrir því eftir nokkur ár að þurfa að fá enn nýjan streng láta reisa jarðstöð." Ellert sagði, að í ljósi þessa teldi hann að með því að láta leggja nýjan sæsímastreng væri aðeins verið að ráðast f tvöfaldan kostnað miðað við að láta reisa jarðstöð, enda þótt hún væri nokkru dýrari. Jarðstöðin myndi anna fjarskiptaþörfinni hér á landi að miklu leyti f eitt skipti fyrir öll, Islendingar ættu hana sjálfir og stæðu þannig mun betur að vígi í samningum þegar ákveða þyrfti taxta. Auk þess benti öll þróun á sviði alþjóðlegra fjar- skipta f þessa átt. Fastráðnir flugmenn Vængja sem sagt var ugp voru átta talsins, tveir þeirra hafa fengið atvinnu annars staðar, hjá Flugfélagi Is- lands og Cargolux. Sex flugmenn standa nú frammi fyrir því að verða atvinnulausir. Stjórn Vængja sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær: Hinn 5. maf 1975 skrifuðu flug- menn Vængja h/f félaginu bréf, þar sem gerðar voru ákveðnar til- lögur og kröfur um kjarabætur. Á stjórnarfundi í Vængjum h/f næsta dag var samþykkt að ganga að kröfum þessum í öllum megin- atriðum og miðuðust kjör flug- manna síðari helming ársins 1975 við þá samþykkt. Seinni partinn í desember s.I. barst stjórn Vængja h/f bréf frá Félagi íslenskra at- vinnuflugmanna, dagsett 5. des., Framhald á bls. 24 i Bræft-afáag Dómkirkjunnar: Kirkja krists á nýrri öld Hið árlega kirkjukvöld Bræðrafélags Dómkirkjunnar verður á skírdagskvöltí kl. 8:30. Séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur flytur formáls- orð. Strengjasveit Tónlistar- skólans í Keflavík undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar leikur. Einleikari á fiðlu er Unnur Pálsdóttir. Ræðu kvöldsins flytur séra Heimir Steinsson, rektor f Skálholti (Kirkja Krists á nýrri öld), en Ragnar Björns- son dómorganisti leikur á orgelið. Féll útbyrðSs og var bjargað Eskifirði, 14. aprfl — SVO BAR við er vélskipið Sæljón frá Eskifirði var að veiðum í Meðallandsbugt, að straumhnútur reið yfir skipið og fyllti dekkið. Nokkrir menn voru við vinnu á dekkinu og tók einn þeirra, Bjarna Kristjánsson háseta, útbyrðis með sjónum. Skipstjórinn Arni Halldórs- son brá skjótt við, er hann sá hvað hefði skeð og henti út bjarghring til Bjarna, sem náði honum strax. Náðu sfðan skip- Framhald á bls. 24 „ Agreiningurínn ínilli Vængja og F.Í.A.” — segir Hreinn Hauksson Skorið á lífæð okkar segja Siglfirðingar ÁGREININGURINN er ekki milli stjórnar Vængja og flug- manna félagsins, heldur frekar á milli Vængja og stjórnar Félags fslenzkra atvinnuflugmanna. Kemur þar margt til og af þeirri ástæðu viðurkennum við ekki F.l.Á. sem samningsaðila fyrir flugmenn félagsins, sagði Hreinn Hauksson, stjórnarformaður Vængja, f samtali við Morgun- bfaðið f gær. — Eins og málin standa f dag, þurfum við annað hvort að selja vélarnar f byrjun maf eða breyta rekstri félagsins verulega. Hreinn sagði, að 16 hluthafar væru f Vængjum h.f., og væri hlutaféð rúmlega 12 milljónir króna. Stjórn félagsins skipa auk Hreins Haukssonar: Erling Jóhannsson flugvirki, Hafþór Helgason framkvæmdastjóri Vængja, Helgi Hjálmsson, fram- kvæmdastjóri Tollvörugeymsl- unnar, og Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans. í varastjórn eru: Ulfar Þórðarson augnlæknir og Bárður Daníelsson brunamálastjóri. Ákveðið er að hluthafafundur í félaginu verði kallaður saman eftir páska, til að taka endanlega ákvörðun um framtíð félagsins. Hreinn gat þess að Vængir héldu nú uppi reglubundnu áætl- unarflugi til 12 staða á landinu eins og t.d. til Siglufjarðar, Stykkishólms, Gjögurs og Flateyr- ar. Á s.l. ári ferðuðust 36 þúsund manns með félaginu. Auk þess fóru vélar þess f 150 sjúkraflug og sáu um margvísleg verkefni á Grænlandi. Vængir eiga nú 2 nítján farþega Twin Otter og 2 nfufarþega Islander vélar. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Ómar Ólafsson, flug- stjóra njá Vængjum. Hann sagðist geta sagt það eitt, að búið væri að segja upp öllum flugmönnum fé- lagsins frá og með 1. maí. Annað ' vildi hann ekki láta hafa eftir sér. Hagkvæmni jarð- stöðvarinnar meiri” segir Ellert B. Schram alþingismaður H-moll messan flutt í dag og næstu daga PÓLVFÓNKÓRINN mun nú um páskana flytja H-moll messu Johanns Sebastian Bachs í Há- skólabfói. Tónleikarnir verða f dag, skfrdag, klukkan 14, sfðan á morgun, föstudaginn langa, klukkan 14 og f þriðja sinn á laugardag fyrir páska, einnig klukkan 14. Stjórnandi Pólýfón- kórsins er Ingólfur Guðbrands- son. moll messunnar 33ja manna hljómsveit. Einsöngvarar eru allir úr röðum kórfélaga, nema Ruth L. Magnússon, en þeir eru auk hennar: Guðfinna Ólafsdótt- ir, Ásta Thorsteinsson, Jón Þor- steinsson, Ingimar Sigurðsson og Halldór Vilhelmsson. Á bls. 21 í Mbl. í dag er grein um H-moll messuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.