Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 10

Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 Myndveröld Max Myndir af Max Ernst voru ekki sfður dulúðgar en myndverk hans svo sem greinilega kemur fram á hinum þrem myndum af lista- manninum hér á sfðunum, svo og myndinni af honum og sfðari konu hans (hin fyrri var listfræðingurinn Louise Strauss), amerfsku listakonunni Dorotheu Tanning. Max Ernst, New York 1942. Max Ernst, Sedona 1946. „Um þennan mann skal ekkert vitað“. Olfa á léreft, 1923. Hin blessaða jómfrú tyftar Jesúbarnið frammi fyrir þremur vott- um. A. B., P. E. og listamanninum. Olfa á léreft. (The Blessed Virgin Chasties that Infant Jesus before Three Witnesses. A. B., P. E. and the Artist“). 1926. Garðyrkjukonan fagra. (Le belle jardinere"). Olfa á léreft 1945. ÞEIR hverfa nú hver af öðrum hinir miklu mynd- listarmenn er komu fram á fyrra hluta aldarinnar, snillingar eru einnig líkamlegum forgengi- leika undirgefnir þótt verk þeirra haldist frjó og fersk. Er nú nýlega látinn hinn mikli mynd- smiður og jöfur i heimi súrrealismans, Max Ernst, 85 ára að aldri. Andlát hans bar að í París, daginn eftir að hin aldna kempa hafði náð þessum tímamótum. Minnist ég þá í augna- blikinu einungis ofar foldu frá þessu tíma- skeiði og er djúp spor mörkuðu, þeirra Joan Miró, Marc Chagall og Oskar Kokoschka. Joan Miró mun 83 ára, Marc Chagall 89 ára, en Kokoschka varð níræður 1. marz siðastliðinn og mun ég af því tilefni kynna hann hér á síðum blaðsins eftir páskahelg- ina og síðar rita um hann í Lesbók, enda um litríkan persónuleika að ræða, sem er lítt þekktur hérlendis. Hér í páskablaðinu kynni ég lítillega magnaðan sjónarheim hins horfna, mikla braut- ryðjanda, Max Ernst, í svart-hvítum myndum, en bíða verður betri tíma að kynna hann á verðug- an hátt í Lesbók með greinargóðu yfirliti æviferils hans. Svart-hvítar myndir af myndlistaverkum segja jafnan lítið, en í þessu tilviki þó allnokkuð, því að furðuheimur súreal- istans byggist jafnt á mynd og formi sem lit- rænni tjáningu. Max Ernst var í heiminn borinn 2. apríl 1891 í smáborginni Briihl skammt frá Köln. Faðir hans var Phillip Ernst, kennari daufdumbra og tómstundamálari af lífi og sál. Hann var strangur faðir, vel við vöxt, kaþólskrar trúar, en meó léttri skapgerð. Móðir hans hét Lúisa. Max Ernst naut almennrar skólamennt- Uiláí' i UAUiii Og ictuiv framhaldsskólanámi. Fimmtán ára að aldri flakkar hann um Þýzka- land, Alsace og Holland og skoðar fjölda safna. Málar og teiknar eftir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.