Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
15
Ekkert að fela
— segja Neytendasamtökin
Herra ritstjóri.
Björn Matthíasson ákvað að
senda bréf til blaðsins undir yfir-
skriftinni „Hvað hafa Neytenda-
samtökin að fela?“ Svarið er —
ekkert.
Björn Matthíasson var í vara-
stjórn NS frá maí 1973 til apríl
1975 og var gjaldkeri í eitt ár.
Áttu NS honum mikið að þakka
fyrir frábært starf, enda koin
hann fjármálum NS í lag með
dugnaði og sparsemi. Er það því
honum að þakka að NS höfðu
1975 kr. 22,000,— aflögu til
matarrannsókna. En Björn
Matthíasson baðst undan endur-
kosningu april 1975, enda vinna í
stjórn NS of tímafrek eins og NS
skildi.
Mun því Björn vita manna bezt,
að NS gátu aðeins tekið fáar
„stikkprufur", enda engir
peningar til að greiða meira, né
hægt að pína menn í stjórninni til
að fórna enn meira af sumarfri-
um sínum.
En Björn virðist enn sár, vegna
þess að hann lenti í minni hluta I
marz 1975, þegar ákveðið var að
birta ekki nöfn verzlana.
Til þess að koma f veg fyrir
rangtúlkun, er hér skýrt frá
sjónarmiði meirihlutans 1975 og
frá einróma samþykkt 1976.
Matarrannsóknir NS byrjuðu
phyris
Phyris er ný húðsnvrting, sem byggist á
ilmseyðum úr riki náttúrunnar.
Phyris er hörundsfegrun með hjálp blóma-
og jurtaseyða, sem valin eru
af vandvirkni og framleidd í samræmi
við nýjustu vísindalega þekkingu.
Phyris snyrtivörur eru hentugar til hreinsunar,
hressingar, nœringar og verndar húðinni, hvernig
sem hún er. Þœr eru gerðar af hreinum og
náttúrulegum efnum, sem gæða húðina mýkt og
styrk og lýtarlausri áferð. Rakabindandi efni
verja húðina þurrki daglangt:
Phyris tryggir vellíðan og þœgindi og veitir hörundi
sem mikið mœðir á, velkomna hvíld.
1972, þegar kona i stjórninni tók
eftir því að salöt og svipaðar
vandgeymdar matvörur voru
geymdar á hillum yfir frystikist-
um. En ljós voru undir hillunum
og hitinn á hillunum 20°C —
25°C. Ritnefnd Neytendablaðsins
keypti þvi fjögur sýni af rækju-
salati frá fjórum mismunandi
framleiðendum og voru öll sýnin
gölluð. Rækjusalöt voru pökkuð i
plastdósir. með nafni fram-
leiðenda og var þvi hægt að segja
frá nöfnum þeirra.
í febrúar 1975 var ráðgert að
endurtaka salatkaupin og var þá
uppgötvað að pökkuð salöt voru
aðeins á einum stað og var ákveð-
ið að kaupa aðrar viðkvæmar vör-
ur í viðbót. I byrjun rannsóknar
var vonað að gallaðar vörur
mundu aðeins vera til í einni eða i
mesta lagi tveimur verzlunum af
þessum fimm sem vörur voru
keyptar hjá. Var því ákveðið
fyrirfram að nöfnin yrðu birt. Er
útkoman var verri en búizt var
við. í öllum verzlunum voru
gallaðar vörur og þvi líklegt að
þetta mundi vera í flest öllum
matvöruverzlunum. Tillaga meiri-
hluta stjórnarinnar var þá að
Framhald á bls. 16
VEITINGAHUSIÐ
GLÆSIBÆ,
sími 85660.
Sjáum um veizlumatinn fyrir yður
Smurt brauð,
snittur og kökur
Sendum heim.
GLEÐIU'GA PÁSKA
F // A T
*127
l
Bíllinn sem sparar bensínið
(7 lítrar per 100 km) er kominn
127
hefur framúrskarandi
skemmtilega aksturseigin/eika.
aaaa
er framhjóladrifinn bíll, sem hentar
þessvegna vel við íslenskar að-
stæður é snjóugum og blautum
vegum.
127
er féan/egur 2ja og 3ja dyra. 3ja
dyra bíllinn gefur h/eðslumögu/eika
allt að 1 cu m 5 fullorðnir 50 kg
farangur eða 1 fullorðinn 330 kg
farangur.
UWM* 12 7
— BíH, sem vert er að skoða.
FIAT EINKAUMBOO Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson hf.
SÍÐUMULA 35. SÍMAR 38845 — 38888