Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 19

Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 19 Hjálp í viðlögum: Hagræðing slasaðra Að hagræða slösuðum þar til næst I læknishjálp er mikilsverður þáttur í hjálp í viðlögum til að bæta ifðan manna og hindra frekari áhrif áfallsins. Hér verða birtar nokkrar myndir um þetta efni með stuttum skýringum, en að öðru leyti vísast til bókar- innar „Hjálp í viðlögum“. Mynd 1. Það eru eðlileg við- brögð hjá öllum, sem detta, t.d. í hálku, að reyna að rísa, sem fyrst á fætur. Jafnvel þeir, sem hljóta beinbrot, gera sér ekki ávallt ljóst i upphafi, hvað um er að vera. Því er um að gera að róa þá og biðja um að þeir stigi ekki í fæturna ef grunur um beinbrot reynist réttur við skyndikönnun. Biðjið um sjúkraflutning. Mynd 2. Ef erfitt er um öndun vegna meiðsla á brjóstholi, blóðhósta eða hjartakasts, skal lögð áherzla á að sjúklingurinn liggi kyrr og hafi hátt undir höfði og herðum. Ræðið róandi við sjúklinginn og veitið aðstoð þar til læknishjálp berst. Mynd 3. Kaldsveittur maður með öskugrátt andlit (einkenni losts) er látinn bíða eftir læknishjálp með höfuóið lágt. Aðkallandi að kanna meiðsli og hlúa að honum með klæðnaði og teppum. Mynd 4. Verði manneskja fyrir því að særast á kviðarholi, t.d. við bílslys, skal hylja sár hennar með innihaldi sára- bögguls eða tiltækum hrein- legum fatnaði svo sem skyrtu. Vegna hættu á raski innyfla er sjúklingurinn látinn liggja I hvíldarlegu á bakinu með teppi eða slíkt undir hnésbótum og herðum. Mynd 5. Gangi öxl úr liði, líður sjúklingurinn miklar kvalir, þar til honum hefur verið hag- rætt eins og myndin sýnir; á borði, bekk, lækjarbakka eða annarri upphækkun með hang- andi handlegg. Við leguna slaknar á vöðvum og liðbönd- um. Dregur þá brátt úr sárs- auka og fyrir kemur að i liðinn renni eftir alllanga stund. Ráðgast skal við lækni svo fljótt sem unnt er. Mynd 6. Unnt er að stöðvar útvortis blæðingar með búnaði þrýsti- eða sárbögguls. Hækkið undir fót eða handlegg, sem úr blæðir og komist í samband við lækni. Mynd 7. Slasaður og meðvit- undarlaus maður, sem liggur á bakinu, er varnarlaus gegn köfnunardauða. Leggið hann strax í líflegu og haldið önd- unarfærum opnum og hreinum. Hlúð skal að sjúklingnum og ráðstafanir gerðar til að koma honum undir læknishendur. Ef um útbreiddan bruna er að ræða á hörundi, mátil bráða- birgða leggja sjúklinginn I ker- laug með volgu vatni. Blóðgjöf og önnur læknis- hjálp getur verið lífsnauðsyn. Leitið því strax slíkrar hjálpar. Jón Oddgeir Jónsson. Þjóðleikhúsið til Færeyja LEIKFLOKKUR frð Þjóðleikhús- inu fer til Færeyja nú um pásk- ana I boði Hafnar sjónleikarfé- lags I Þórshöfn. Haldnar verða tvær sýningar á leikritinu Lúkas eftir Guðmund Steinsson, en þetta leikrit var sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins I fyrra. Þá verða fjórar sýningar á kaharettnum Litlu flugunni — sem hefur að uppistöðu lög Sigfúsar Halldórs- sonar. Litla flugan var fyrst sýnd á listahátlð 1974 og sfðan sýnd fyrir fullu húsi, en sýningar hafa legið niðri I rúmt ár vegna veik- inda. Litla flugan verður sýnd aftur I Þjóðleikhúskjallaranum ( vor. Lúkas verður sýndur tvívegis í Þórshöfn og Litla flugan einu sinni. Sömuleiðis verða sýningar á Litlu flugunni á Sandey, Suður- ey og I Klakksvík. Þetta er fyrsta ferð Þjóðleik- hússins til Færeyja og farin í til- efni 50 ára afmælis Hafnar sjón leikarfélags á þessu ári. Hafa Færeyingar fengið styrk úr nor- ræna menningarsjóðnum til a<) taka á móti Þjóðleikhúsmönnum. Leikstjóri Lúkasar er Stefán Baldursson, leikmynd eftir Magnús Tómasson, en leikendui þrír Árni Tryggvason, Guðrúi Stephensen og Erlingur Gfslason. Leikstjóri Litlu flugunnar er Sveinn Einarsson og þar koma fram Anna Kristín Arngrfms- dóttir, Edda Þórarinsdóttir, Hall- dór Kristinsson, Erlingur Gfsla- son og Carl Billich. Hópurinn fer utan á páskadag og verður í viku i Færeyjum. MYIMDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810 Það vita þeir, sem skoðað hafa nýja DAS-HÚSIO er heitið á bráðfallegum rýateppum. \ * teppin hlutu 1. verðlaun á stærstu teppasýningu heims á þessu ári.Enda seldist fyrsta sendingin upp strax. Ný sending var að koma. STjHRöR3-LS fæst aðeins hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.