Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 39

Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 39 Mál og mál er sitthvað Eftir Fried- rich Diirren- matt Fermingarbörn I Hólskirkju I Bolungarvfk á páskadag, 18. aprfl 1976 kl. 14.00, Prestur: Sfra Gunnar Björnsson. Erna Marfa ólafsdóttir Hafnargötu 7 B, Gudbjörn Guðmundsson, Hlfðarslræti 14, Guðmundur Salómon Ásgeirsson, Hafnargötu 115 A Hallgrfmur Þór Bjömsson, Hreggnasa, Haraldur (Jlfarsson, Miðstræti 1, Hálfdán Einarsson, Holtastfg 18, Hávarður Finnbogason, Holtastfg 20, Indriði Björgvinsson, Hólsvegi 7, Ingibjörg Sævarsdóttir, Traðarstíg 14, Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir, Hlfðarstræti 15, Jón Pálmi Beraódusson, Þjóðólfstungu, Jón Þorgeir Einarsson, Þjóðólfsvegi 9, Jónfna Elfa Guðmundsdóttir, Hlfðarvegi 15, Lárus Guðmundur Birgisson, Miðdal, Magnús Kristján Hávarðarson, Skólastfg 9, Margrét Ólafsdóttír, Geirastöðum, Margrét Vagnsdóttir, Þjóðólfsvegi 5, Páll Þór Krist jánsson, Traðarstfg 2, Sigrfður Jóna Guðmundsdóttir, Höfðastfg 20, Sigurður Friðrik Guðfinnsson, Grundarstfg 12 Sigurður Guðmundur Sverrisson, Höfðastfg 20, Þórdfs Erlingsdóttir, Höfðastfg 6. I Akraneskirkju voru fermd s.l. sunnudag þessi börn en nöfn þeirra féllu niður hér f blaðinu og er beðizt velvirðingar á því: DRENGIR: Viktor Pétursson Furugrund 36 Valur Karl Hjálmarsson Vitateigi 4 Ævar Guðjónsson Akurgerði 5 ST(JLKUR: Arna Arnarsdóttir Vesturgötu 150 Guðný Tómasdóttir, Stekkjarholti 1 Guðrún Asmundsdóttir Suðurgötu 124 Gunnhildur Hjálmarsdóttir Vaílholti 21 Helga Sigvaldsdóttir Stekkjarholti 22 Jórunn Petra Guðmundsdóttir Garðabraut 45 Kristrún Halla Ingólfsdóttir Heiðarbraut 49 Sigrfður Eygló Hafsteinsdóttir Garðabraut 6 Þórdfs Óladóttir Suðurgötu 113 Ur sovézkum- flokkakeppnum I Sovétríkjunum fer árlega fram mikill fjöldi allskyns sveita- og bændakeppna, og leggja skákyfirvöld mikla áherzlu á þær. Og ekki að ástæðulausu. I þessum keppn- um fá ungir og upprennandi meistarar nauðsynlega re.vnslu og herzlu i viðureign við sér þjálfaðri og öflugri meistara. I n ká k eftir JÓN Þ. ÞÓR einni slíkri keppni voru eftir- farandi skákir tefldar fyrir skömmu. Hvítt: R. Vaganjan Svart: B. Gulko Enskur leikur 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — g6. 3. Rc3 — Bg7, 4. g3 — 0-0, 5. Bg2 — d6, 6. d4 — dfi. 7. 0-0 — Bf5, 8. Db3 — Db6, 9. Hel — Dxb3. 10. axb3 — Bc2, 11. Ha3 — Re4, 12. Be3 — Ra6,13. Hcl — Rxc3. 14. bxc3 — Be4 15. Hcal — c5. 16. Rd2 — Bxg2, 17. Kxg2 — Hfd8. 18. b4 — cxb4, 19. cxb4 — Rxb4, 20. Hxa7 — Hxa7, 21. Hxa7 — Hb8. 22. Rb3 — Rc6. 23. Ha2 — Rb4, 24. Ha5 — Rc2. 25. Hb5 — Kf8, 26. c5 — Ke8, 27. c6 — Kd8, 28. Ra5 — Kc7. 29. Hxb7 — Hxb7, 30. cxb7 — e6, 31. Bd2 — Bf8. 32. e3 — h6, 33. g4 — f5, 34. Rc6 og svartur gaf. Hvftt: J. Razuvaev Svart: K. Grigorjan Enskur leikur 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3 — c5, 4. g.3 — b6. 5. Bg2 — Bb7. 6. 0-0 — Be7, 7. Hel — 0-0. 8. e4 — d6, 9. d4 — cxd4. 10. Rxd4 — Dc8, 11. b3 — a6, 12. Bb2 — Rbd7, 13. Hcl — Dc7. 14. h3 — Hfe8, 15. Kh2 — Bf8. 16. Rc2 — IladS, 17. Re3 — Db8. 18. b4 — Re5, 19. f4 — Rg6, 20. a3 — h5. 21. h4 — b5, 22. cxb5 — axb5. 23. Rxb5 — Rxe4, 24. Dxh5 — d5. 25. Dg4 — Rf2. 26. De2 — Re4, 27. Hfl — e5, 28. fxe5 — Rxe5, 29. Rf5 — g6. 30. Rc7 — gxf5, 31. Hxf5 — Rg6, 32. Dh5 — He7, 33. Hxf7 — Hxf7, 34. Dxg6+ — Bg7, 35. Re6 — Hdd7, 36. Bxe4 — dxe4. 37. Hfl — Hd2+, 38. Kh3 og svartur féll á tíma. Hugsjónastefnur eru tungu- málakerfi, sem ekki eru frá- brugðin, hvað málfræði snertir, heldur merkingu hugtaka þeirra. Aðeins að því tilskildu, að maður sé að tala hið „rétta“ mál, sem komi heim við það, sem átt er við, er hægt að skilja hinar hugmyndafræðilegu deil- ur, sem eiga sér stað milli full- trúa hinna ýmsu skoðana og stefna innan einnar og sömu hugsjónastefnu. Oft er einni stefnu hafnað, en þeir sem bera sigur út býtum, fylgja í rauninni sömu stefnu, sömu pólitík, en aðeins með öðrum rökstuðningi, hvað orða- val snertir: Baráttan stóð þá f rauninni um orð, tvenns konar stílsmáta, sem gerir hlnum stríðandi flokksbrotum kleift að láta líta svo út, sem um mál- efnalega deilu hafi verið að ræða. Og þar sem hið raunveru- lega og máfræðilega er hið sama í hugsun þeirra, geta þeir talið sjálfum sér trú um, að baráttan snúist ekki um völdin, heldur um kjarna hugsjóna- stefnunnar, sjálfa merkingu hennar og inntak, og með því breiða þeir hulinsblæju yfir hið persónulega stríð þeirra. Eftir að Hitler hafði ráðizt á Sovétríkin, sem gerðu allt, sem hægt var, til að forðast árekstra þeirra á milli, gerðu þau banda- lag við lýðræðisríkin nauðug viljug. Á máli kommúnista var baráttan háð gegn fasismanum, en á máli lýðræðisríkjanna gegn einræðisríkinu. Þessi munur á málfari hafði þann kost, að eftir styrjöldina var hægt að heyja kalda stríðið, án þess að það þyrfti að breyta málinu. Orðaskylmingar fylgdu einnig kalda stríðinu, og þær stóðu á engan hátt að baki þeim, sem háðar voru í heims- styrjöldinni. Nú voru lýðræðis- ríkin fasistísk i augum Rússa, en Sovétríkin voru einræðisrfki i augum lýðræðisríkjanna. En ef málbreytingar eiga sér stað innan hugsjónastefnu, þá lendir hugmyndafræðin i vand- ræðum með raunveruleikann. Þá kemur það fram, að hún á ekki lengur við veruleikann. Einmitt þess vegna eru mál- breytingar til þess fallnar að svipta burt hulu, áfhjúpa. Mál er samansett af orðum, og orð eru hugtök, ef þau eru ekki aðeins setningafræðilegrar merkingar. Eftirlætishugtak nazista var „þjóð“, allt gerðist i þágu henn- ar. Gegn því tefldi márxisminn hugtakinu „öreigar“, sem var miklum mun ljósara, hugtak iðnbyltingarinnar, verkalýðs- ins. Hið fasistiska einræði í nafni þjóðarinnar stóð and- spænis alræði öreiganna.Víg- línurnar virtust skýrt dregnar, vígyrði gegn vigyrði. En eftir síðari heimsstyrjöldina skaut hugtakið „þjóðarlýðveldi" upp kollinum í herbúðum marxista, það var töfrað upp úr djúpum vitundarinnar og blásinn i það lífsandi í þeim tilgangi að reyna að standast hinum vest- rænu lýðræðisrikjum snúning hugmyndafræðilega og þar með málfræðilega. (Hin islenzka orðsmið „alþýðulýðveldi" á að vera þýðing á „Volksdemo- krati“ og er tilganginum sam- boðin, en höfundur er hér að ræða um hugtakið „Volk“, þ.e. þjóð.) Eftir það hefur hugtakið „þjóð“ notið æ meiri hylli í hinum marxistísku herbúðum. Og það er engin tilviljun. Ef árangur rússnesku byltingar- innar var fólginn i þvi eða afrek hennar var það, að til þess að koma öreigunum til valda, hafi hún skapað þá ör- eigastétt, sem átti að ná völd- um, var byltingin verk mennta- manna, sem hnoðuðu og mót- uðu pólitíska mynd, þangað til hún virtist samsvara hugtökum þeirra. En nú á dögum er ekki hægt að umbreyta hinum þróaða heimi lengur samkvæmt þessum hugtökum, og held- ur alls ekki hinum vanþróaða: Því að þar hafa jafnvel öreig- arnir forréttindi. Hugmynda- fræðin verður að hverfa aftur til hins óljósa, dulræna hugtaks „Þjóðar", hins sama hugtaks og fasistar notuðu svo gjarna. Nazistar gerðu sér þess fulla grein: Með hinu viðkvæma hug- taki höfðu þeir hugmynda- fræðilegt vopn í hendi gegn hinu auðskildara, „öreigum“ og þeir gerðu einnig hugtakið „þjóð“, óendanlega og óþol- andi dularfullt. En þar sem hver hugsjónastefna skapar og mótar sinn eigin óvin á sínu tungumáli, varð óvinur þýzku þjóðarinnar ekki hinn alþjóð- legi öreigalýður, heldur hinn alþjóðlegi, gyðinglegi bolsé- vismi. Á bak við þetta orð- skrímsli leyndist hinn eigin- legi, dularfulli óvinur, undir- förull og illviljaður, sem erfitt var að henda reiður á, en skrif- finnskubáknið skildi þó nokk- urn vegin, Gyðingdómurinn, „úrhrak mannkynsins". Þar með var svo komið, að í hinum þýzku heilum stóð þjóð gegn þjóð, hugtak gegn hugtaki, en það var allt önnur merking í hugtakinu „þjóð“, ef það átti við gyðinga, heldur en þegar Hitler og Rosenberg sveipuðu það hinni nýrómantfsku móðu. Þjóð er trúarlegt hugtak að andlegum uppruna, en ekki sögulegum. Gyðingar eru Guðs þjóð vegna þess sáttmála, sem Guð gerði við þá. Þessi sáttmáli gildir fyrir þjóðina og þar með fyrir hvern einstakling. Hann er heildarsamningur, sem báðir aðilar gangast undir. I samningnum merkir hugtakið „þjóð“ allt annað en i hugum nazista. „Þýzka þjóðin“ er ekki hin útvalda samkvæmt sátt- mála hennar við Guð, heldur vegna kynflokks sins, og „Gyð- ingaþjóðin" er útskúfuð vegna kynþáttar síns, en kommún- istar eiga við enn annað með hugtakinu „þjóð“: burðarás byltingarinnar. Það er greinilegt, að hinar ýmsu merkingar, sem eitt hug- tak getur haft, eru ekki þannig í því fólgnar, að hægt ætti að vera að fá þær hreint fram. Merking hugtaks er sett í það, trúin leggur trúarlega merk- ingu i það, fasisminn fasistiska og marxisminn marxistíska. Nú mætti ætla, að hið marx- istíska hugtak „þjóð“ væri mun nákvæmara en hið fasist- iska og það aftur mun afmark- aðra en hið trúarlega hugtak Gyðinga. En sú þjóð, sem marx- istinn á við boðar byltingu i nafni hennar, hún er ekki þjóð- in f heild sinni, heldur aðeins sá hluti hennar, sem vill bylt- ingu, i rauninni flokkurinn, sem kallar sig þjóð aðeins til að láta líta svo út sem hann sé hið sama og þjóðin. Þannig verður þjóðin á dularfullan hátt burða- rás flokksins, sem heldur uppi byltingunni, burðarás burða- rássins, þjóðin verður að þjóð í þjóð, verður að samheiti þeirra, sem trúa á marxismann. Krafan til þess að vera hin eiginlega þjóð er á engan hátt raunhæf- ari en hið trúarlega þjóðarhug- tak Gyðinga, sem er bundið við j trúna á einn Guð og við það, að þessi Guð hafi gert sáttmála við eina þjóð. Ef einhver Gyðingur trúir ekki lengur á þennan Guð, stendur hann utan við sáttmál- ann og þar með utan við þjóð- ina, alveg eins og sá, sem trúir ekki á flokkinn, stendur utan við flokkinn og þar með á máli flokksins utan við þjóðina: Hann er þjóðaróvinur. Hið sama gildir um hið fasist- fska hugtak. Að „þýzka þjóðin“ væri eitthvað betri en Gyðinga- þjóðin, eins og nazistar héldu fram, var einvörðungu trúar- atriði, sem studdist við æva- gamla fordóma, þokudrungaðar sögusagnir, ósannanlega hluti, og hinni þýzku þjóð heyrðu þeir einir til, sem trúðu þessu. En hvernig sem við viljum skilgreina ,,þjóð“, hvort sem er út frá pólitískri sannfæringu eða heimsskoðun — þá rekumst við aldrei á hana utan við mál- ið. Það sem í rauninni er utan við málið, það verður í hinu orðlausa rökkri handan hugtak- I anna. Af því er sprottin sú til- hneiging þjóðanna að verða hugtak f nákvæmari skilningi, úr því að þær eru þjóð- ir, mynda stofnanir, verða ríki. Mál ríkisins er lögbundið, lögfræðilegt, nákvæmara, hnit- miðaðra en hin hugmynda- fræðilegu og trúfræðilegu tungumál, en þó um leið fátæk- ara að merkingu og innihaldi, því að það liggur í eðli málsins að týna að innihaldi, þvi sem það vinnur í nákvæmni. Sem stofnun tilheyra ríkinu einnig minnihlutar, sem það útilokar eða gerir tilkall til gagnstætt vilja þeirra. Sé hætta á ferðum, leggur það hið lög- fræðilega mál til hliðar og skír- skotar til þjóðarinnar, það hverfur aftur til „þjóðtungunn- ar“. Eins og öll hugtök er það háð vandamálum tungumáls- ins, en þau eru fólgin í því, að málið nefnir aðeins „veruleik- ann“ utan við málið, en er hann ekki. Að heita og vera,tala og vera, hugsa og vera er ekki eitt og hið sama. Það dugar ekki, að einungis rökfræðingar og úrvals Ijóðskáld fáist við vandamál tungumálsins. Það er ekki fyrr en þau fara líka að ónáða og áreita stjórnmála- mennina og hugmyndafræðing- ana, sem heimurinn tekur að ókyrrast. Því að það er ekki hægt að loka augunum fyrir því, hve milu blóði hefur verið úthellt aðeins vegna óljósra hugtaka og, ef menn átta sig ekki á því, hve mikið blóð á enn eftir að streyma: óendanlega miklu meira en vegna við- skipta. Ef það aðeins snerist um þau, þá væri heimurinn betur sett- ur. Þá horfði betur fyrir hon- um. Þetta er að visu vafasöm fullyrðing, því að á bak við við- skipti eru hugtök, hugtök, sem af mestri snerpu og hörku hafa verið sett saman af Marx. En þeim mun meir sem heimur viðskiptanna og þar með hug- takasvið þeirra fer úr skorðum, það er að segja hinn kapitalist- íski heimur — en ég er því engan veginn mótfallinn — þvi meir sem við lendum í hring hins sósíalistíska tungumáls, sem virðist óumflýjanlegt, þeim mun meiri hætta er heim- inum á að fara halloka fyrir þeim hugtökum, sem alræðis- valdið kann að heita fyrir sig. Við gleymum alltof auðveld- lega, að það eru ekki aðeins peningar, sem fá mönnum vald, heldur veita hugtök mönnum einnig völd, — að hið ótakmark- aða vald eru mestu viðskiptin, stærstu kaupin og að valdið er þá fyrst fullkomið, þegar það hefur yfir fullkomnu hugtaka- kerfi að ráða, fullkominni hug- sjónastefnu: Það var ekki Stal- ín, sem ruddi hugmyndafræð- ingunum braut, heldur hug- myndafræðingarnir, sem ruddu Stalín braut. Stalín gerði þá ekki mögulega, heldur gerðu þeir Stalin mögulegan. Milli hugtakadýrkunar og persónu- dýrkunar er aðeins örstutt skref. kenni, hefur mesta andlega og efnislega vald, sem hugsazt getur, yfir manninum, því að honum tekst aldrei, ekki einu sinni i hugsun sinni, að losa sig úr viðjum þess. —svá— þýddi úr„Die Zeit“. ellt vegna hugtaka en viðskipta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.