Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAl 1976 Safnhússýningar á Selfossi Pétur Behrens Pétur Behrens er mörgum að góðu kunnur fyrir fjölþætt störf svo sem við auglýsinga- hönnun, kennslu í Myndlista- og handíðaskólanum og síðast en ekki síst, tamningu hesta og hestamennsku um árabil. Hann er fæddur í Hamborg 1937, stundaði nám í teiknistofu og síðast í Meisterschule fiir Graphik í Berlin og lauk þaðan prófi 1960. Hann vann við aug- lýsingafyrirtæki í Hamborg þar til hann settist að á íslandi árið 1963. Þótt undirritaður hafi lengi vitað að með Pétri fælist list- ræn æð kom honum þessi sýning hans á Selfossi á óvart. Hann vissi að Pétur hefur verið önnum kafinn við tamningu hesta á jörðinni Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi, og átti frekar von á honum í auglýs- ingaiðnaðinn en á listavöllinn, ef hestamennskunni sleppti. Það er einnig afar sjaldgæft að auglýsingahönnuðir hasli sér völl á frjálsu listasviði, en þó eru til fræg dæmi þess meðal nútíma pop-listamanna, einkum amerískra. Skrumpésa- iðnaðurinn lætur ekki að sér hæða og heldur fast í sitt hafi menn á annað borð ánetjazt honum. Á sýningu Péturs Behrens í Safnhúsinu á Selfossi, sem stóð yfir dagana 15.—22. apríl, voru 27 myndir og var meirihluti þeirra unninn í acryltækni, en einnig gat þar að lita blýants-, kol-, vatns og tússlitamyndir. Auðsæ var virðing Péturs fyrir tæknibrögðum og efni því er hann hefur handa á milli hverju sinni. Hann vinnur hreint og nákvæmt, kastar hvergi til höndunum og er að auki stefmningamaður hvað liti áhrærir. Allt þetta kom vel fram í myndum svo sem ,,Hæringsstaðir“ (I), „Gata“ (3), „Frystihúsið“ (14) og þó einkum i myndinni „Bragginn" (16). Annars er upptalning mynda afar hæðin hér, þar sem sýningin er afstaðin en austur komst ég ekki fyrr en sýningunni var að ljúka. Hér var á ferð þokkaleg frumraun og Pétur gerði rétt með því að hefja myndlistar- feril sinn á þessum stað og verður næsta fróðlegt að fylgjast með næsta framtaki hans á iistabrautinni og þá væntanlega í höfuðborginni. Gísli Sigurðsson GIsli Sigurðsson, ritstjórnar- fulltrúi og ábyrgur fyrir Les- bók þessa blaðs, sýnir um þessar mundir 26 myndir á þessum sama stað, Safnhúsinu á Selfossi. Gísli er löngu þjóð- kunnur fyrir störf sín á sviði blaðamennsku og hann ber ábyrgð á fjölda greina um myndlist á síðum Lesbókar- innar, ýmist sem höfundur eða hvatamaður að ritum margra þeirra. Er sagt að bókmennta- Pétur Behrens: „Húsaþyrping* Gfsli Sigurðsson: „Til heiðurs Kjarval •- ■ Mynflilst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON mönnum sé um og ó um þessa þróun mála! Gísli haslaði sér völl í fyrsta sinn á myndlistarsviðinu í Bogasal Þjóðminjasafnsins fyrir réttum áratug, og vorið 1973 setti hann upp stóra sýningu í Norræna húsinu sem margir munu minnast. En þetta er í fyrsta sinn sem Gísli sýnir á Selfossi og kveður hann ástæðuna vera þá, að hann sé Árnesingur, fæddur i Úthlíð í Biskupstungum og átti um skeið heima á Selfossi, auk þess virðist hann mjög hrifinn af sýningaraðstöðinni og framtaki heimamanna við að halda úti sýningum i Safnhúsinu. Myndir sinar nefnir Gísli „minningar frá hestvagna- og mjólkurbrúsaöldinni" og sækir myndefnið aðallega til þess um- hverfis, sem hann ólst upp við. Hann hefur fjarlægzt landslag- ið, nema þá sem bakgrunn, en hinn vinnandi maður og um- hverfi hans til sjávar og sveita er honum hugstæðast myndefni um þessar mundir. Það er rétt hjá Gisla, að gnægð myndefna mætti sækja í þessa þjóðhætti, sem voru og hétu fyrir þremur áratugum en virðast á hörðu undanhaldi í dag, og margt að hverfa með öllu I mistur tímans. Hinn myndræni, fígúratívi nýstíll, sem margur hefur til- einkað sér á undanförnum árum, gefur hér einnig mikla og lokkandi möguleika til úr- vinnslu slíks myndefnis. Stillinn er m.a. kominn frá Francis Bacon með ívafi áhrifa frá pop-listamönnum og hefur Framhald á bls. 32 Sýningar Ein af grafík-myndum Bjargar Þorsteinsdóttur. Tertta Juvakainen við eina mynd sína á Kjarvals- stöðum. Grafík Bjargar Þorsteinsdóttur Bjorg Þorsteinsdóttir er löngu orðin kunn fyrir framlag sitt til við- gangs grafík- menningu meðal þjóð- arinnar Hún hefur verið virkur fé- lagi í félaginu íslenzk grafík frá end urstofnun þess félagsskapar og tekið þátt í fjölda sýninga á vegum þess heima og erlendis Hún hefur einnig haslað sér völl á sviði málverksins, og framlag hennar til haustsýninga F í M. hefur jafnan vakið athygli hin síðari ár, hvort heldur sem hún hefur kynnt sig sem grafík-listamann eða málara Sýning Bjargar, er hún opnaði sl. laugardag í húsakynnum Byggingar- þjónustu Arkitektafélags íslands að Grensásvegi 1 1, er þriðja einkásýn- ing hennar og önnur sýningin á grafík- myndum einvörðungu Hún sýnir þar 34 myndir, sem allar eru unnar í malmætingu og akvatintu og spanna tímabilið 1 972 — 76 Grafík-sýningar eru orðnar sjálf- sagður hlutur hér í borg er svo er komið, en fyrir áratug og minna þótti það jafnan óvenjulegur við- burður er sýning með grafík- myndum eingöngu var sett upp Óvenjulegt er það sem sagt ekkí lengur, en jafnaðarlega viðburður er um sýningu í háum gæðaflokki er að ræða, svo sem telja verður sýningu Bjargar Þorsteinsdóttur á Grensás- veginum Björg hefur hin síðari ár verið niðursokkin í að kanna tæknilega möguleika málmætingarinnar og hún hefur óneitanlega náð langt í þeirri viðleitni sinni Hún hefur, ásamt stallsystur sinni Ragnheiði Jónsdóttur orðið fyrst hérlendra til að koma upp fullkomnu verkstæði til slíkra hluta í heimahúsum sínum, eða a m k. svo sem best getur gerst við gefnar aðstæður, og þær hafa báðar notið þess ríkulega á undan förnum árum svo sem gerst hefur mátt sjá á myndum þeirra. En rétt er að geta þess hér að Einar Hákonar- son varð fyrstur til að koma upp slíku verkstæði, en það var í húsa- kynnum Myndlista- og handíðaskóla íslands. Ég tel að merkja megi áberandi framför í vinnubrögðum Bjargar á þessari sýningu, einkum hvað snert- ir mýkri og lífrænni teikningu, en formin vildu vera full köld í fyrri myndum hennar. Gott dæmi um þá breytingu í list Bjargar tel ég vera myndir hennar. „Tvenna" I og II, sem eru unnar í sepíabrúnni áferð, er fellur mjög vel að myndformun- um, svo og litþrykkið „Gáta" III og myndirnar „Margt er smátt í vettling manns" I og II, en allar eru þessar myndir unnar á árunum 1 974 og 5. Af nýjustu myndunum, sem gerðar eru á þessu ári, vöktu einkum at- hygli mína litþrykkið „Blúndur og blásýra" og „Quartett" III Allar hafa þessar myndir yfir sér þá mýkt er virtist skorta í fyrri myndir hennar og hér hefur listakonan stigið veru- legt spor á framabraut, sem ástæða er til að samgleðjast henni með Heildarsvipur sýningarinnar er með miklum menningarbrag, en húsnæðið er ekki að sama skapi sem viðunandi rammi Sýningar Terttu Jurvakainen Að Kjarvalsstöðum nefur finnsk listakona opnað sýningu á 79 mál- verkum og mun sýningin standa yfir til 9 maí næstkomandi Tertta Jur- vakainen hefur víða sýnt í heima- landi sínu og erlendis, og kom mér það nokkuð á óvart að hennar skuli ekki getið i uppsláttarriti finnska myndlistarsambandsins „Kuva Tait- ei Lijat", einkum þar sem betri verk hennar gefa til kynna að ekki sé ástæða til að ganga fram hjá henni þar Sýningin að Kjarvalsstöðum er þó nokkuð brotin, þar sem svo virðist sem listakonan sé þriskipt i vinnu- brögðum sinum Margar myndanna eru að minu mati yfirborðslegar í Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON útfærslu, formið hikandi og grunn- fært, þá koma aðrar myndir, sem telja verður miðlungs góðar, og loks eru svo bestu myndir sýningarinnar, sem skipa henni á bekk með gildari málurum Þar hættir hún líka mestu og gefur mest af persónu sinni Er einsýnt, að með því að vanda betur val verka sinna og skera niður um tvo þriðju, hefði sýningin orðið stór- um heillegri Tertta Jurvakainen þarf vissulega ekki á þvi að halda aðfara bil beggja í list sinni, likt og hún virðist gera eftir sýningu hennar að Kjarvals- stöðum að dæma, hún er of góð listakona i sinum bestu myndum til að viðhafa slikan leik Freistar það mín hér að telja upp nokkrar myndir sem ég tel í sérflokki á sýningunni, en það eru myndirnar „Haföldur'' (6), „í glugganum" (18) „í veiðhug" (19), „Með öðru auganu séð" (38), „Vegvisir" (44), „Húsaþyrping" (51), „Systir" (54), „Þorp" (64) og „Út i geiminn" (74) í öllum þessum myndum kemur fram heitt og tilfinn- ingarríkt litaskyn, óþvinguð vinnu- brögð og upprunarlegur neisti. Væri vel ef að listakonan ræktaði hér enn betur sinn garð Þess skal hér sérstaklega getið að listakonan varð fyrir þvi óhappi, að vegna verkfalla í Finnlandi komu boðskort sýningarinnar, sem voru prentuð þar ekki timalega til islands og munu enn ókomin er þetta er ritað Fastagestum á sýningar skal bent á þetta og vonandi geldur hin geðþekka finnska listakona ekki þessa óhapps. Sýningin er vissulega þess virði að vera heimsótt, og norrænir myndlistarmenn eiga að vera auð fúsugestir I sýningarsali borgarinn- ar, liggi þeim eitthvað á hjarta Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.