Morgunblaðið - 11.05.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.05.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1976 Konur fylgjast betur með hártízkunni Húsfyllir í Sigtúni á sýningu Sambands hárgreiðslu- og hérskerameistara UARGRKIÐSIAJMEISTARAR oj; hárskerar Iroðfvlllu Sif;(ún á sunnudag, þcgar þar var hald- in sýning á nýjuslu hárlí/k- unni, scm tí/kufrömuðir I úl- landinu hafa vcrið að kokka (i|>|) á síökasliö. l>aö var Sam- band hárgreiðslu- og hárskera- incislara sem slóð að sýning- unni, «g eflir aðsókninni að da'ma virðist sem landanum sé luluvert annl um hárið sill, því að þarna voru um eill þúsund nianns að fvlgjast með sýning- unni. Alls var sýningarfólk um 90 lalsins og í kringum 60 meislarar. Ilerralínan vakti ekki minnsta athygli gesta, þvi að hún er hin fjölbreyttasta og siða hárið virðis! nú algjörlega vera að vikja. Eftir því sem Vilhelm Ingólfsson, formaður Meistarafélags hárskera, tjáði Morgunblaðinu, eru íslen/.kir karlmenn yfirleitt seinir á sér og venjulcga 2—3 árum á eftir, og því fróðlegt að sjá hvernig þeir hregðast við hinni nýju linu. Hársíddin í hinni nýju línu í sumar er niður undir eyrnasnepil i vöngum, siðara að aftan og allþykkt og mjög stutt að ofan. Hins vegar voru áber- andi i kvennalinunni stuttar klippingar og rauður háralitur. Vilhelm Lúðvíksson klippti tvo svni sína, Kristján Pétur, 5 ára, og Ingólf, 15 ára, fvrir sýninguna. Klippingin er sótt I hina frönsku og ensku línu og kallast „kiek-off“. llefur hún verið vinsæl undan- farið. Sýnishorn af því nýjasta í hártf/ku kvenna. Þetta er nýjasta tí/ka í herraklippingu. Hártízkan nú kemur sem fyrr aðallega frá Frakklandi og Eng- landi, enda voru það fulltrúar þessara þjóða sem stóðu sig bezt á heimsmeistarakeppninni i New York fyrir fáeinum vikum, en þessar línur sem sýndar voru í Sigtúni eru að miklu leyti þaðan komnar, eftir því sem Vilhelm sagði. Vilhelm sagði, að allflestir íslenzkir hár- greiðslumeistarar og hárskerar reyndu að fylgjast sem bezt með hræringum í tízkuheim- inum úti og kvaðst hann t.d. sjálfur kaupa 5—6 fagblöð frá jafnmörgum löndum til að vera með á nótunum. „Það er nánast útilokað að vera hárskeri núna án þess að fylgjast með þvi sem er að gerast frá mánuði til mán- aðar,“ sagði hann, „enda þótt að sé engan veginn auðvelt að inn- leiða hér nýja tízku." Vilhelm fullyrti í þessu sam- bandi, að islendingar, og þá einkanlega islenzkir karlmenn, væru minnst tveimur árum á eftir i hártizku miðað við það sem gerðist í nágrannalönd- unum. „Það er áberandi hjá karlmönnum, að þeir koma inn, setjast i stólinn og biðja um klippingu, en allstaðar úti hins vegar þekkist ekki annað en að menn fái sér hárþvott, klipp- ingu auðvitað og síðan þurrkun — fyrr er klippingin ekki full- komnuð. Og hér þýðir sjaldnast að sýna mönnum tízkublöð, þeir þora ekki að breyta til.“ Konur hér á landi fylgjast hins vegar miklu betur með og eru fyrri til að tileinka sér hár- tízkuna, enda sagði hann, að á sýningu þeirra í fyrradag hefðu konur einmitt verið í miklum meirihluta en lítið sézt af karl- mönnum. „Það getur samt haft sínar jákvæðu hliðar fyrir okkur hárskerana, því að eigin- konur eða mæður kunna að hafa áhrif á menn sína og syni.“ Á næsta ári er mikið verkefni framundan hjá samtökum hár- greiðslumeistara og hárskera, því að þá á að halda Norður- landamót í Laugardalshöllinni i hárskurði og hárgreiðslu. „Fyrir svona fámenn samtök er þetta auðvitað feiknalegt fyrir- tæki, þvi að á mótinu koma fram i kringum 500 manns. Við stóðum okkur vel á síðasta móti, þvi að ef þarna hefði verið reiknuð út sveitakeppni hefðum við áreiðanlega verið í efstu sætunum, því að við vorum með hvað jafnbeztu keppendurna," sagði Vilhelm. „Samtök okkar hafa lika lagt geysilega mikið af mörkum til þessa, þar sem við höfum alltaf tvisvar á ári fengið hingað upp toppmenn á sviði hárskurðar og hárgreiðslu, ýmist Norður- landameistara eða Evrópu- meistara, sem hér hafa haldið bæði sýnikennslu og námskeið. Árangur þess er nú að skila sér.“ Ljósmynd ÓI.K.M. Sigurður Jónsson hafnarst jóri í Þorlákshöfn var fundarstjóri á fundin- um og sést hann hér í ra'ðustól. Elín Skeggjadóttir kjörinn formaður ÝR Erlingur Vigfússon óperu- söngvari heldur siingskemmtun Á laugardaginn komu aðstand- endur starfsmanna Landhelgis- gæzlunnar saman í Slysavarna- félagshúsinu á Grandagarði. Þar var formlega gengið frá stofnun félags þessa fólks og hlaut það nafnið YR. Formaður YR var kjörin Elín Skeggjadóttir. Elín, sem er gift Þorvaldi Axelssyni skipherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að markmið félagsins væri: „Velferð starfsmanna Landhelgisgæzl- unnar og heimila þeirra.“ Að sögn Elínar komu um 70 Framhaid á bls. 29 ERLINGUR Vigfússon óperu- söngvari heldur söngskemmtun í Austurbæjarbíói í kvöld, þriðju- dag, og hefst hún kl. 19. Undirleik annast Ragnar Björnsson, en á efnisskránni eru lög eftir ítölsk, þýzk og íslenzk tónskáld. Erlingur hóf söngnám 1958 hjá Sigurði Franzsyni Demetz, en fór Vitni vantar FÖSTUDAGINN 7. maí var ekið á bifreiðina B-812, sem er Tovota, rauð að lit, þar sem hún stóð við Snorrabakarí I Hafnarfirði. Gerð- isf þetta á tfmabilinu frá kl. 6 að morgni til kl. 3. Þá var sunnudaginn 9. mai ekið á utan í bifreiðina G-2632, sem er óransgul sendiferðabifreið af Volkswagengerð. Gerðist þetta á timabilinu frá kl. 14 til 16, þar sem bifreiðin stóð utan við Hverfisgötu 45, fyrir utan Halla- búð. Báðir tjónvaldarnir stungu af og eru það eindregin tilmæli rannsóknarlögreglunnar i Hafnarfirði, að þeir sem upplýs- ingar geta gefið gefi sig fram, og þá ekki síst þeir sem tjóninu ollu. siðan til ítalíu þar sem hann nam hjá þekktum kennara, Renato Pastorini í Milanó. Árið 1966 innritaðist hann i Reinische Musiekschule i Þýzkalandi og eftir nám þar var hann í óperu- skóla Kölnaróperu í tvö ár. Með náminu þar söng hann einnig minniháttar hlutverk við Kölnar- óperuna. Hann réðst til óperunnar í Bonn árið 1971 en ári síðar var hann svo fastráðinn við óperuna i Köln, þar sem hann starfar enn. Hann syngur þar um 30 hlutverk árlega, bæði stærri og smærri og hefur ferðast með óperunni viða um heim. Sjónvarpsmynd Í TEXTA með mynd af freigátunni Falmouth, sem birtist hér í blaðinu síðastliðinn laugar- dag, var nafn myndasmiðsins, Haralds Friðrikssonar, skilmerki- lega tíundað. Hins vegar láðist að geta þess að myndin var tekin á vegum fréttastofu sjónvarps, sem góðfúslega heimilaði Morgunblað- inu birtingu hennar. Stjórnmálasam- band við Albaníu ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp stjórnmálasamband við Alþýðuiýðveldið Albaníu. Albanía óskaði eftir að taka upp stjórnmálasamband við ísland „og við neitum aldrei" — eins og Hörður Helgason sagði við Mbl. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvenær albanski sendiherrann kemur til íslands né hver hann verður. Þá hefur heldur ekki verið ákveðið, hver verður sendi- herra islands í Albaníu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.