Morgunblaðið - 11.05.1976, Page 17

Morgunblaðið - 11.05.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976 17 — Hraðað verði Framhald af bls. 15 synlegt slíkt er vegna mikils álags á Slysavarðstofunni. Aðalfundurinn skorar á borgar- yfirvöld að fjölga nú þegar dag- vistunarstofnunum, þ.e. dag- heimilum, leikskólum og skólaat- hvörfum. Heilbrigðismál. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn dagana 8. og 9. febrúar 1976 beinir þeirri áskorun til heilbrigðisyfirvalda, að hraðað verði eftir megni upp- byggingu heilsugæslustöðva í Reykjavík. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík beinir þeirri áskorun til menntamálaráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, að nám í sjúkra- og iðjuþjálfun við Háskóla íslands hefjist næstkomandi haust. Aðalfundur Bandalags kvenna i Reykjavík lýsir stuðningi við framkomna tillögu frá Heii- brigðismálaráði Reykjavíkur, sem fram kom 16. janúar s.l. svohljóð- andi: Heilbrigðismálaráð fagnar fram- kominni þingsályktunartillögu, er fjallar um aðgerðir hins opin- bera til að hamla gegn tóbaks- reykingum. Ráðið væntir þess fastlega, að tillaga þessi hljóti afgreiðslu á því þingi er nú situr. Heilbrigðismálaráð telur, að róttækra aðgerða sé þörf, ekki síst til að stemma stlgu við hinum stórauknu reykingum meðal skólanemenda og telur, að bann við sölu tóbaks til barna og ungl- inga á grunnskólaaldri sé áhrifa- ríkasta aðgerðin i þessu efni. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík skorar á borgaryfir- völd að hraða byggingu húsnæðis fyrir aldraða. Jafnframt beinir fundurinn þeirri áskorun til borgarstjórnar að hafist verði sem fyrst handa um að koma upp fámennum vistheimilum fyrir aldrað fólk, sem þarf á aðstoð og hjúkrun að halda og að stofnsett verði dagheimili fyrir aldraða. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavik skorar á borgaryfir- völd að koma á fót sem fyrst hjúkrunarvakt um helgar og að næturlagi, sem leita má til í neyðartilfellum, ef ekki er unnt að fá rúm á sjúkrahúsi. Neyðar- vakt þessi verði ætluð gömlu fólki og einstaklingum sem búa einir. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík skorar á hið háa Alþingi að láta Styrktarsjóð vangefinna halda tekjustofni sínum af sölu öls og gosdrykkja og fjórfalda þá upphæð frá nú- gildandi ákvæðum. Kirkjumál. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn dagana 8. og 9. febrúar 1976 ályktar eftir- farandi: Aðalfundurinn telur fráleitt að til komi aðskilnaður ríkis og kirkju eins og nokkuð hefur verið rætt í sambandi við breytingar á stjórnarskránni. Aðalfundurinn leggur áherslu á, að enn meiri samvinnu væri þörf milli kirkjunnar og hins opinbera. T.d. væri eðlilegt, að Reykjavíkurborg byggði safnað- arheimilin með söfnuðunum og ræki þar ýmsa menningarstarf- semi í samvinnu við kirkjuna. Aðalfundurinn vill sérstaklega benda á þann mikla starfsaðstöðu- mun, sem ríkir milli embættis- manna kirkjunnar og annarra opinberra embættismanna, þar sem embættismenn kirkjunnar verða flestir að skapa sér starfs- aðstöðu. Aðalfundurinn fagnar því, að sóknargjöld skuli hafa verið hækkuð en bendir á að enn skortir mikið á, að sú hækkun sé í samræmi við hækkanir á öðrum sviðum. Aðalfundurinn skorar á Alþingi að gefa fjármálum kirkjunnar meiri gaum. Sérstaklega bendir fundurinn á, að endurskoða þurfi frumvarp til laga um sóknargjöld, sem lagt var fyrir Alþingi á síðast- liðnu ári, þannig að tekjur kirkj- unnar séu færðar til samræmis við raunhæft verðlag á hverjum tíma. Aðalfundur Bandalags kvenna I Reykjavík haldinn 8. og 9. febrúar 1976, beinir þeirri eindregnu ósk til stjórnarnefndar ríkisspitalanna og yfirlæknis kvensjúkdóma og fæðingar- deildar Landspitalans, að útbúin verði lítil kapella í byggingu deildarinnar og með þeim hætti, að sómi sé að. Kvenskór í miklu úrvali Litur svart og hvítt Verð 3.700,- Litur rauður og brúnn Verð 5.840 - Litur brúnn Verð 3.830,- Skóbær Laugaveg 49, sími 22755 Póstsendum. B/acks. Decken SUMARIÐ ER KOMIÐ \B«D\ / j VERIÐ VEL UNDIRBUIN FYRIR SUMARID cSi s HÖFUM FYRIRLIGGJANDI HINAR VINSÆLU RAFKNÚNU GARÐSLÁTTUVÉLAR ÖDYRAR, LÉTTAR, HANDHÆGAR LEITIÐ UPPLÝSINGA Á NÆSTA ÚTSÖLUSTAÐ G. Þorsteinsson & Johnson ÁRMÚLA 1 - SÍMI 85533 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? t2 ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAN'D ÞEGAR Þl Al'GLYSIR I MORGUNBLADINU ding-dong Dyrabjallan er einskonar andlit hússins, vandið því valið og lítið á okkar mikla úrval. Hjá okkur færð þú flest- allar Ijósaperur, einnig raftæki og efni til raf- lagna. Rafvirkjár á staðnum. RyVFVCRUI? Laugarnesvegur 52 Sími 86411 LAUGARNESVFGIJF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.