Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Skrifstofustarf
óskast
Hver þarf á duglegri, reglusamri og vel
menntaðri stúlku að halda næstu mánuði
eða lengur? Gott stúdentspróf frá Verzlun-
arskóla íslands og reynsla og leikni í
vélritun og skrifstofustörfum. Sími
86288.
Hellissandur
Umboðsmaður óskast til að annast
dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblað-
’ ^ * * — — • l~ • ^ •• 'v' 1'«^« »v% or*r»! • rí nr» o R 7 90
Laus staða
Staðalektora í handlistum (smíðum) við
Kennaraháskóla íslands er laus til um-
sóknar.
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir með itarlegum upplýsingum
um námsferil og störf skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavík, fyrir 20. júli n.k,
Menntamálaráðuneyt/ð
22. júní 1976.
IHafnarfjörður
skrifstofustarf
Óskum að ráða stúlku til starfa við bók-
haldsvél á bæjarskrifstofunum. Laun sa,m-
kvæmt launaflokki bæjarstarfsmanna.
LTmsóknir er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf, sendist á Bæjarskrifstofurnar,
Strandgötu 6, fyrir 29. þ.m.
Bæjarritarinn Hafnarfirði
Hjúkrunarfræðing
vantar í hálfs dags starf í Leitarstöð-B frá
15. ágúst nk Umsóknir, með upplýsing-
um um fyrri störf sendist skrifstofu
Krabbameinsfélags íslands, Suðurgötu
22, Box 523, fyrir 1 5. júli nk.
Píanókennara
vantar að Tónlistaskólanum á Akranesi.
Ársráðning frá 1. sept. n.k. Laun sam-
kvæmt kjarasamningum F.í H eða Félags
tónlistakennara.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, simi
93-1098
Skólanefndm.
+
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Deildarstjóri
Laust er starf deildarstjóra heilbrigðis- og
félagsmáladeildar félagsins. Verkefni
deildarstjórans er m.a. stjórn og skipulag
námskeiða, heilbrigðisfræðsla og skipu-
lag félagslegs hjálparstarfs.
Starf getur hafist nú þegar eða 1 . septem-
ber.
Óskað er eftir starfsmanni sem hefur
reynslu og menntun á sviði heilbrigðis- og
félagsmála.
Umsóknir sendast skrifstofu Rauða kross
Islands, Nóatúni 21 fyrir 3. júlí og gefur
framkvæmdastjóri félagsins allar nánari
upplýsingar á tímabilinu frá kl. 10—12.
aaiTJAKNANHlt
Valhúsaskóli
Seltjarnarnesi
Valhúsaskóli, Seltjarnarnesi, auglýsir eftir
kennurum frá og með 1 . september
1976 að telja í eftirtöldum greinum:
íslensku, stærðfræði, eðlis- og efnafræði,
íþróttum stúlkna og myndíð.
Umsóknir sendist skólastjóra Valhúsa-
skóla, Ólafi H. Óskarssyni, Logalandi 16.,
R., s. 30871, eða Valhúsaskóla, Sel-
tjarnarnesi, sími 27744 eða 27743.
Skó/astjóri
Lausar stöður
Þrjár kennarastöður við Flensborgarskól-
ann í Hafnarfirði, fjölbrautaskóla, eru
lausar til umsóknar. Kennslugreinar:
Stærðfræði, efnafræði, líffræði, viðskipta-
greinar (bókfærsla, hagfræði og skyldar
greinar). Æskilegt er að umsækjendur
geti kennt fleiri en eina námsgrein og að
umsækjendur um kennarastöðu í stærð-
fræði hafi, auk stærðfræðimenntunar,
menntun og reynslu í tölvuvinnu. —
Kennarar skulu fullnægja þeim kröfum,
sem gerðar eru til kennara í hliðstæðum
námsgreinum við menntaskóla.
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum
um námsferil og störf, skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Hvefisgötu 6,
Reykjavík, fyrir 20. júlí n.k. —
Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamá/aráðuneytið,
21. júní 1976.
Atvinna óskast
Ungur, ábyggilegur maður óskar eftir
vinnu. Margt kemur til greina. Lauk 3.
stigi í Vélskóla íslands í vetur.
Upplýsingar í sima 22367.
Sölustjóri
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða
til starfa strax eða sem fyrst sölustjóra við
búvéladeild fyrirtækisins.
Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja
þekkingu á búvélum og dráttarvélum.
Starfið krefst nokkurra stjórnunarhæfi-
leika, þar sem viðkomandi starfar mikið
sjálfstætt.
Enskukunnátta áskilin.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 1 .
júlí merkt „Framtíðarstarf — 2964".
Skrifstofustúlka
Verzlunarfyrirtæki vill ráða stúlku til skrif-
stofustarfa, einkum við bókhald. Verzl-
unarmenntun eða reynsla æskileg.
Umsóknir með uppl um aldur menntun
og fyrri störf sendist Mbl. merkt, „Skrif-
stofustúlka : 2771 ".
Véltæknimaður
Viljum ráða mann með véltækniþekkingu,
af skólagráðunni tæknir eða tæknifræð-
ingur, eða mann með sambærilega þekk-
ingu, vegna annarrar menntunar og
starfsreynslu. — Aðalstarf verður vél-
tæknistörf og þjálfunarstörf við línuveiða-
vélakerfi (Autoline). — Dvöl hjá framleið-
endum i Noregi verður undanfari þessara
starfa.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar hjá
undirrituðum, og eru væntanlegir
umsækjendur beðnir að hafa samband
við okkur, til að sækja upplýsinga- og
umsóknargögn. — Umsóknir þurfa að
hafa borist fyrir 1 . júlí n.k.
0. Johnson & Kaaber h.f.,
Sætúni 8, Reykjavík.
Sími: 24000.
Atvinnurekendur
Ungur maður með próf úr Verzlunarskóla islands óskar eftir
starfi. Viðkomandi. hefur haldgóða reynslu i gjaldkerastörfum i
banka og einníg sem operator við IBM rafreikni. Tilboð sendist
Mbl. fyrir næstu mánaðarmót merkt: T—2998.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
þakkir
Vandamönnum, vinum og kunningjum
þakka ég hlýjar kveðjur, símskeyti og
gjafir vegna 70 ára afmælis mins 1 2. júní
sl
Sérstaklega þakka ég samstarfsfólki minu
í Brunabótafélagi íslands og stjórn félags-
ins höfðinglegar gjafir.
Reykjavík, 23 júni 19 76
Erlendur Þorsteinsson.
þjónusta
Körfubíll
Leigjum bilinn til
verktaka og hús-
eigenda.
Tökum einnig
að okkur
utanhússmálningu
Símar 32778 — 52561.
Geymið auglýsinguna.
|_________tilkynningar___________|
Tilkynning
Vegfarendum á Sprengisandsvegi um
Sigöldu skal bent á, að hlið hefur verið
sett á veginn hjá Tungárbrú, vegna virkj-
unarframkvæmda og er ónauðsynleg um-
ferð um vinnusvæðið, stranglega bönn-
uð. Hafa skal samband við hliðvörð, bú-
ast má við algjörum tímabundnum lokun-
um vegarins.
Lögreglan í Rangárvallasýslu
Sigöldu.