Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976 VALTÝR Pétursson hefur ekki slegið undan á sl ári þrátt fyrir ýmsan mótbyr, sem hindrað hefur hann við þau eðlilegu vinnubrögð framan við málaratrönurnar Hann hefur að þessu sínni gripið til meðfærilegri hátta við slíkar aðstæður, þ e. krít- ar-, pastel- og gouachetækn- innar og árangurmn sýnir hann samborgurum sínum þessa dagana á LOFTINU við Skólavörðustíg Valtýr vann allnokkuð i þessari tækni á sinum yngri árum og þótt hann söðlaði fljótlega yfir í óhlutlæga stílinn mátti þar greina báta- og skipaform í ýmsum mynda hans á fyrstu sýningu listamannsins í Lista- mannaskálanum gamla vorið 1951. Ég sá ekki þá sýningu enda við nám ytra, en ég man vel eftir vatnslitamynd er bróðir minn keypti á sýn- ingunni og lengi hékk upp á vegg á heimili hans, en þar komu einmitt fram greinileg bátaform þótt myndín værí byggð upp á óhlutlægan hátt. Valtýr er þó hvorki að end- urtaka sig né leita aftur í tímann, litbrigðin eru þau sömu og í málverkum hans á þá alla þá er fyrir utan sviðið standa óalandi (þótt enn séu til sértrúarsöfnuðir í mynd- listinni), — heldur mála menn líkt og þeim sýnist, líkt og andinn blæs þeim á brjóst hverju sinni og gefa öllum formúlum og uppskriftum langt nef. Þetta er einmitt leiðin til að losa um form og finna sjálfan sig, og þannig unnu einmitt meistararnir, Picasso, Braque, Matisse o.fl , en að sjálfsögðu innan hæfilegra marka Það voru svo sporgöngumenn þeirra ásamt listfræðingum er bjuggu til formúlurnar fyrir alla hina! Slíkt býður fljótlega heim stöðnun og ófrjóum vinnubrögðum líkt og sagan sýnir. Sýning Valtýs á Loftinu er um margt allmisjöfn, vinnu- brögðin virðast nokkuð laus, en þarna eru ágæt verk og vil ég hér sérstaklega vekja athygli á mynd nr 7. „Blár vasi", þar sem hann nær sterkum heildaráhrifum með samruna blárra og fjólublárra litatóna, sem hann var innsiglar með grænu í myndunum nr 4, og 23. „Landslag" sjáum við ólík en sannfærandi vinnubrögð í sama þema og hér kemur sinn og er sá háttur einnig þannig séð mjög heilbrigður. Það virðist óþarft að mæla með þessari sýningu, það gerir sýningin sjálf taki mað- ur mið af aðsókn og sölu þá daga sem hún hefur verið opin. Almenningur kann auð- sjáanlega að meta, að lista- menn opinberi einnig hinar „intimari" hliðar listar sinnar og Valtýr virðist eiga sterk ítök í skoðendum listsýninga í höfuðborginni. Er ástæða til að óska Valtý til hamingju með sýninguna og endur- heimt starfsþrek, sem án efa verður til þess að frá hans hendi megi vænta viðameiri hluta áður en lanqir timar líða eftir BRAGA ÁSGEIRSSON glöggt fram hið breiða lita- svið Valtýs. Við sjáum milda stemningu í lit og formi i mynd nr. 17 „Við hafið", — gulir og brúnir litatónar mynda hér samræmda stemningu og í mynd þessari er upphafin birta. Önnur teg- und vinnu er í mynd nr. 29 „Mótbárur", hér eru formin skýr og hrein og minna byggt upp á litrænni hrynjandi Það er ánægjulegt að skoða sýningar sem þessa, sem líta má sem millistig, listamaðurinn er að þreifa fyrir sér og vígbúast til nýrra og viðameiri átaka, — með slíkum hætti viðheldur hann sambandi við myndheim undanförnum árum, en hér koma fram önnur og frjáls- legri viðhorf en áður, sem sýnir að Valtýr hefir meðtekið hin breyttu viðhorf til hlut- anna Á vorum dögum mála menn ekki endilega af kappi á afmörkuðu sviði og nefna „Mótorbátur". Myndllst Sýning Valtýs r Armannsstofa opnuð í nýja Sjálfstæðishúsinu Bókasafn og rannsóknarherbergi OPNUÐ hefur verið í nýja Sjálfstæðishúsinu svonefnd Ármannsstofa, sem er bóka- safn og rannsóknarherbergi, er Minngarsjóður um Ár- mann Svéinsson hefur annazt innréttingu á og gefið búnað allan Ármann Sveins- son var einn af forystumönn- um ungra Sjálfstæðismanna en lézt mjög ungur i fréttatil- kynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borizt segir „Hinn 22 júní s I. var Ár- mannsstofa formlega tekin í notkun ! nýja Sjálfstæðis- húsinu við Bolholt. Ármanns- stofa er bókasafns- og rann- sóknarherbergi, en innréttingar og búnaður þess eru gjafir, sem eru gefnar af Minningarsjóði um Ármann Sveinsson, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna og vinum Ármanns, en hann var einn af forystumönnum ungra Sjálfstæðismanna og fram- kvæmdastjóri SUS um skeið Friðrik Sophusson for- maður Minningarsjóðsins og formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna afhenti gjöfina f.h. gefenda, en Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra og formaður Sjálf- stæðisflokksins veitti henni viðtöku í nafni Sjálfstæðis- flokksins Viðstaddir athöfn- ina voru ættingjar og vinir Ármanns heitins auk nokk- urra forystumanna flokksins. Með tílkomu Ármanns- stofu skapast aðstaða fyrir Sjálfstæðisfólk til að vinna að hugðarefnum sínum með hjálp bóka- og blaðakosts flokksins. Innréttingu stof- unnar teiknaði Erna Ragnars- dóttir arkitekt, en Björn Traustason húsgagnasmíða- meistari sá um smíðina." Viðstaddir athöfnina voru aðstandendur Ármanns heitins Sveinssonar, vinir hans og forráðamenn Sjálfstæðishússins. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins veitir viðtöku gjöf Minningarsjóðs um Ármann Sveinsson. Til hægri stendur Friðrik Sophusson formaður Minningarsjóðsins en á veggnum til vinstri er mynd af Ármanni Sveinssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.