Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 18
Jg MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Iskýrslu Þjóöhags- stofnunar, „Úr þjóðar- búskapnum“, sem nýkomin er út, segir m.a., að efna- hagsþróun fyrstu mánaða ársins 1976 í heimsbú- skapnum renni stoðum undir þá skoðun, sem fram hafi verið sett af hálfu ým- issa alþjóðlegra efnahags- stofnana á sl. hausti, að bú- ast megi við örari efna- hagsbata á yfirstandandi ári en var á sl. ári. Þannig er spáð nokkurri aukningu þjóðarframleiðslu OECD- landa á árinu, eftir stöðnun á árinu 1974 og samdrátt á sl. ári. Efnahagsstefna stjórnvalda í stærstu iðn- ríkjum tekur um þessar mundir mið af framhald- andi efnahagsbata, þann veg að horfið er að meira aðhaldi í fjármálum yfir- leitt, í stað þess að lögð var höfuðáherzla á að örva eft- irspurn og atvinnu, meö hliðsjón af mjög víðtæku atvinnuleysi í mörgum þessara ríkja. Þrátt fyrir vaxandi fram- leiðslu eru því ekki gerðir skórnir, að skjótur bati verði á atvinnuástandi í umheiminum á þessu ári. Þar veldur mestu, að þvi talið er, að verðbólguþróun undanfarinna ára hefur víða raskað svo efnahags- legu jafnvægi, að stöðvun verðbólgu og hallalaus ut- anríkisviðskipti eru álitin megin forsenda varanlegs efnahagsbata og þar með atvinnu, þegar til lengdar lætur. í mörgum löndum er þessum markmiðum því gefinn forgangur um sinn, segir í skýrslu Þjóðhags- stofnunar, þótt því fylgi enn um sinn atvinnuleysi. Þannig kann að verða jafn- vel nokkurra ára bið á því að verulega dragi úr at- vinnuleysi i ýmsum lönd- um. Ljóst er, að efnahagsbat- inn hefur verið hægari hér á landi, sem og almenn verðbólguhjöðnun, en víð- ast annars staðar, e.t.v. fyr- ir þá sök, að ríkisstjórnin hefur lagt á það megin- kapp að tryggja atvinnu- öryggi alls almennings um gjörvallt landið. Engu að síður hefur verið gripið til margháttaðra aðhaldsað- gerða á sviði efnahags- mála, ekki sízt í ríkisfjár- málum, þó þar þurfi efalit- ið betur að gera. Þannig hefur einkaneyzlan í land- inu dregizt allnokkuð sam- an og samneyzlu verið haldið innan vissra marka, sem samhliða batnandi við- skiptakjörum hefur leitt til þess, að batamerki sjást viðast í efnahagslífi þjóðar- innar. Það hlýtur að verða meginviðfangsefni ríkis- stjórnarinnar, það sem eft- ir lifir kjörtímabilsins, að sinna þeim markmiðum á sviði efnahagsmála okkar, sem hún hét i stjórnarsátt- mála sínum. Með hliðsjón af því höf- uðmarkmiði ríkisstjórnar- innar að halda uppi fullri atvinnu í landinu, er ekki úr vegi að glöggva sig eilít- ið á framvindu í helztu at- vinnuvegum okkar. Ástand fiskistofnanna hlýtur að segja til sín í minni afla á allra næstu árum, sem að sjálfsögðu hefur áhrif á afkomu sjávarútvegsins, bæði út- gerðar og fiskiðnaðar. Á móti vegur hækkandi verð útflutningsafurða í sjávar- útvegi, sem bætt hefur nokkuð stöðu frystiiðnað- arins frá sl. hausti. Aukinn rekstrarkostnaður og minni greiðslur úr Verð- jöfnunarsjóði draga þó úr ávinningi verðhækkana. Við núverandi aðstæður er þann veg áætlað að greiðsl- ur úr Verðjöfnunarsjóði til frystingar nemi um 50 m.kr. á heilu ári, auk 200—300 m.kr. ábyrgðar á karfaafurðum, á móti 1100 til 1200 m.kr. á sl. ári. Afkoma bæði skreiðarverk- unar og saltfiskverkunar er talin góð í skýrslu Þjóð- hagsstofnunar, en hinsveg- ar slök í fiskmjölsvinnslu og loðnubræðslu. Fiskveið- arnar sjálfar berjast hins- vegar í bökkum og ástand fiskstofna lofar síður en svo góðu um arðsemi rekstrar okkar stóra fisk- veiðiflota. Afkoma iðnaðarins, bæði fyrir heimamarkað og út- flutning, er talin svipuð og ekki verri en undanfarin tvö ár. Afkoma verzlunar er talin hafa versnað á sl. ári en lauslegar áætlanir benda til, að ekki mun þar síga meira á ógæfuhlið í ár en orðið er. Eftir að Þjóðhagsstofn- unin hefur vegið og metið stöðu einstakra atvinnu- greina á árinu 1976 kemst hún að þeirri niðurstöðu, að eilítið kunni að draga úr atvinnuframboði á árinu, en hins vegar sjáist þess engin merki, að til al- varlegs atvinnuleysis muni koma. Þá segir, að eigi að takast að halda uppi fullri atvinnu til frambúðar sé afar mikilvægt að ná jafn- vægi í utanríkisviðskipt- um, þar sem langvinnur viðskiptahalli þrengi smám saman svigrúmiö til þess að reka sjálfstæða efnahags- stefnu hér á landi. Reynslan sýni þvert á móti, að þau ríki, sem búið hafi viö verulegan viðskipta- halla langtímum saman, hafi neyðzt til að grípa til svo róttækra aðhaldsað- gerða, að leitt hafi til at- vinnuleysis. Efnahags- stefnan næstu misserin hljóti því að miða að því að stöðva slíka óheillaþróun, og beina starfsorku og f jár- magni þjóðarinnar að þeim verkefnum, er tryggi end- urheimt jafnvægis í utan- ríkisviðskiptum, sem sé forsenda framfara í efna- hagsmálum. Eitt megin- skilyrði þess að slíkt megi takast sé að draga verulega úr hraða verðbólgunnar, halda þjóðarútgjöldum í skefjum og ná öruggu jafn- vægi í ríkisfjármálum og lánamálum. FULL ATVINNA OG FORSENDUR HENNAR „Góðtemplarareglan helgar sig sannarlega slysavömum” NÍTUGASTA þing Stórstúku íslands var i gær sett við hátiðlega athöfn i Alþingishúsinu en þar var Stórstúka íslands stofnuð 24. júni 1886. Ólafur Þ. Kristjánsson stórtemplar setti þingið að viðstöddum forsætis ráðherra og öðrum ráðherrum, biskupi, borgarstjóra, alþingismönnum og 60 þingfulltrúum, auk annarra gesta. Við þingsetninguna ávarpaði VilhjáImur Hjálmarsson menntamálaráðherra gesti og einnig Helgi Seljan alþingismaður. Að því loknu sleit stórtemplar samkomunni í Alþingi og bauð gestum til veiziu í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Þar var Hilmar Jónsson veizlustjóri, stórtemplar flutti afmælisræðu og Göngflokkur úr stúkunni Einingunni í Reykjavík söng undir stjórn Ólafs F. Hjartar. Einnig var almennur söngur, ávörp og fleira, en þingfundur hófst síðan aftur i Templarahöllinni í gærkvöldi og var þar fjallað um skýrslu framkvæmdanefndar og reikninga, minnzt látinna félaga og fleira — sagði mennta- málaráðherra við setningu Stórstúkuþings í Alþingishúsinu Nokknr þingfulltrúa af eldri kynslóðinni sátu í gær I sætum þingmanna í sal Alþingis. í DAG verða lagðar fram tillögur frá framkvæmdanefnd og milliþinga- nefndum og fjallað um ýmis mál sem eru á dagskrá þingsins Ólafur Þ Kristjánsson stórtemplar sagði m a í ræðu sinni í Alþingis- húsinu BARÁTTA VÍÐAR EN Á EINUM VETTVANGI „Forustumönnum Stórstúkunnar var Ijóst frá upphafi að bindindisbar- áttu verður að heyja víðar en á einum vettvangi Grundvöllurinn undir bindindissemi þjóðar hlýtur ætíð að vera viðhorf hennar við áfengismálum, afstaða hennar til á- fengisneyzlu, siðferðilegt og félags- legt álit og tilfinning. En löggjöf hefur þar einnig sitt að segja Þess vegna hefur Stórstúkan alla tíð reynt að hafa áhrif á löggjöfina, ýmist til þess að fá sett í lög ákvæði, er hún hefur talið til bóta, eða til þess að sporna við lagasetningum, sem henni hefur virzt stefna í öfuga átt Var það fyrst að árið 188 7 — þegar Stórstúkan var ársgömul — sam- þykkti Alþingi lög sem bönnuðu staupasölu í búðum og setti reglur um veitingaleyfi Átti Jón Ólafsson alþingismaður, sem þá var stór- templar, mestan þátt í að koma þessum lögum á, en hann lét svo Alþingi fyrr og síðar Sumir þeirra hafa verið templarar, aðrir ófélags- bundnir bindindismenn, en aðrir hlynntir bindindissemi þótt ekki væru þeir bindindismenn sjálfir. Engin nöfn verða nefnd hér, en þeir eru orðnir nokkuð margir á 90 ár- um, alþingismennirnir, sem eiga skilið þökk frá öllu bindindissinnuðu fólki; það hefur sópað að þeim sum- um hverjum og margir verið þraut- seigir þótt minna hafi að þeim kveð- ið En hinu er ekki að leyna, að þeir hefðu stundum mátt vera fleiri. En út í það skal ekki nánar farið, en Alþingi í heild og einstökum þing- mönnum fyrr og síðar þakkað það sem vel hefur verið gert í bindindis- málum STÓRSTÚKAN HEFUR BJARGAO MANNSLÍFUM Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra sagði í upphafi ávarps síns við þingsetningu í Alþingishús- inu: ,,Elfur tímans er óstöðvandi. Eng- in stund nemur staðar. En maðurinn gerir sér mark í tímann og áir við þau eyktamörk. — Stórstúka ís- lands hefur starfað níu tugi ára. Ég þakka það starf og bið henni bless- unar Framhald á bls. 20 um mælt að ekki hefði þetta á unnizt að því sinni ef landshöfðingi hefði ekki hlynnt að málinu Hún er orðin löng sagan um afskipti Stórstókunnar af bindindis- málum á Alþingi, svo löng að hún verður ekki rakin hér. Frá sjónarmiði Stórstúkunnar er þar bæði um sigra og ósigra að ræða, suma lítilfjör- lega, aðra mikilvæga Stefnumál bindindissamtakanna í landinu hafa átt marga ágæta stuðningsmenn á Ólafur Þ Kristjánsson stórtemplar í ræðustól Alþingis er hann setti 90. stórstúkuþingið í gær. Ljósmynd Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.