Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976 Strákurinn og einbúinn Eftir E.V. LUCAS fá. Þó niðursuóuvörur séu góðar, þá verður maður harla fljótt leiður á slíku. ()g svo eru hér ékki nein hreiður að ráði, þar sem maður gæti týnt egg, og engir garðar, þar sem eplatré vaxa. Maður á ekki einu sinni teygju til þess að búa sér úr teygjubyssu, og ekki öngul né færi. En kannski við gætum búið okkur til boga og örvar. — En hér er ekkert til að skjóta, maldaði einbúinn í móinn. — Ójú, alltaf þó máfar, sagði Kjammi. — Ekki borðar maður máfa, sagði gamli karlinn og bætu við: Ekki éta strákar máfa, eða hvað? — Nei, sagói Kjammi, en það er gaman að skjóta þá samt. — Maður á aldrei að skjóta fugla, sem maður þarf ekki að nota sér til matar, sagði Geitarskeggur gamli alvarlega. Og svo skröfuðu þeir saman á milli þess sem þeir voru aö leika sér, þar til kvöld var komið, kvöld dagsins áður en Hala- klippti krókódíllinn átti að koma til COSPER-----------------------\ Pabbi og mamma að koma. — Þorir þú að segja þeim að við vorum að leika okkur með eldspílur? k__________________________/ eyjarinnar. Þá sátu þeir saman fyrir framan hellismunnann, einbúinn gamli og drengurinn, sem gerzt hafði kennari hans. — Jæja, sagói einbúinn. Nú eru ekki nema fáeinar klukkustundir þangað til við verðum að skilja, og þú ert kominn á leið heim til þín aftur. Þá verð ég að snúa mér að starfi minu á ný. Hið mikla verk mitt um manninn sem félagslega veru bíður mín. En ég mun sakna þín, dreng- ur, bætti öldungurinn vió. það hefir verið mjög skemmtilegt að vera hér með þér, og vera þín hamingjusamur kafli i ævi minni. Gleymdu mér ekki alveg og skil- aðu kveðju frá mér til hennar Amalíu frænku minnar. Kjammi átti dálítið erfitt með að svara. Honum leið eins og hann væri telpa, þaó er að segja, hann langaði til að fara að gráta. Og að lokum sagði hann hálfkjökr- andi. „Af hverju kemur þú ekki með mér?“ — Ég? sagði einbúinn. Nei, í ys borg- anna eiga einsetumenn ekki heima. — O, þaö veit ég nú ekki, sagði Kjammi og var nú aftur eðlilegri í málrómnum. Þú gætir grætt sand af peningum á þvi að sýna þig í fjölleikahúsum eða á markaðs- torgum. Fólk myndi fara langar leiðir til þess að fá að sjá einsetumann eins og þú ert. Einu sinni borgaði ég mikla peninga fyrir að sjá feitustu konu í heimi, og það var voða gaman. Þú verður að koma með. Ég skal fara með þig heim til hans pabba míns og þar í kring búa margir leikbræð- ur mínir og við skulum svei mér hafa það skemmtilegt. Einbúinn brosti þunglyndislega. — Nei, nei, sagði hann. Svo þagði hann um stund, en sagði siðan: Segðu mér eitt, eru drengirnir alltaf ánægðir með umhverfi sitt ? — Langt frá því, sagði Kjammi. Þeir hlaupa oft burtu. — Jæja, sagði gamli maðurinn. Hve oft hefir þú strokið. — Aldrei ennþá, sagói Kjammi, þó ég og annar strákur værum komnir á fremsta hlunn með það einu sinni. En skólastjórinn náði okkur. Við ætluðum að komast út á eitthvert skip og fara með því eitthvað út í buskann en svona fór nú það. — Jæja, nú er kominn háttatími, sagði einsetumaðurinn. Þegar þeir fóru á fætur morguninn eft- Hættu aðeins að tala Gvendur — lof mér hevra vélakliðinn á vinnust aðnum. Ef ég er orðinn of seinn í morgunmatinn má ég þá biðja um hádegisverðinn f rúmið til mín? Nýgift kona var spurð að þvf, hvernig henni líkaði f hjóna- bandinu. — Það er ekki svo ólíkt hinu, svaraði hún. Aður var ég vön að vaka hálfa nóttina og bíða eftir því að Georg færi, en nú vaki ég hálfa nóttina og bfð eftir því að hann komi heim. X Hann: — Þegar ég giftist þér hélt ég að þú værir engill. Hún: — Það levnir sér ekki, þú hélzt að ég gæti lifað án fata. X Hann: — Ilvað í ósköpunum kom þér til að spvrja Helgu að því, hvernig maðurinn hennar þyldi hitann? Hún: — Nú, hvers vegna mátti ég ekki spvrja að þvf? Hann: — Hann dó f fyrra. — Hvers vegna barðirðu Asu litlu? — Hún sveik mig. — A hvern hátt. — Við vorum að leika Adam og Evu, en f stað þess að freista mín með eplinu át hún það sjálf. X — Sumt fólk vill aldrei hlusta á báðar hliðar neins — nema ef það skyldi vera grammófónplata. X Hún: — Eg var að hugsa um að biðja mömmu um að koma hingað. Hann: — Heyrðu, elskan mfn, þú veizt það, að ég var að gera að gamni mfnu, þegar ég sagði, að þú mættir ekki fá þér nýjan hatt. Háskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 10 Persónurnar í sögunni: Andreas Hailmann HjörK — kona hans Kári Jón Ylva hörn hans Cícilia — tengdadótiir Andreas Ifaitmanns Gre«:or Isander — iæknir fjolskyIdunnar or náínn vinur Malin SkoR — bráóabirKÓaeinkaritari Andreas Ifallmanns Lars Petrus Turesson — ókunnugur traust* vekjandi maóur ásamt með Christer Wíjk verði að snfkja mér út hvern eyri? Það var svo skuggsýnt f forstof- unni að hún greindi ekki andlits- svip hans. Stundarfjórðungi sfðar he.vrði hún að hann hafði lagt plötu á fóninn. Hún vissi ekki hvers konar tónlist það var, en varð óróleg að hlusta á hana. Hún ákvað að grfpa til sinna ráða, ruddi plöggum Ylvu til hliðar. setti blað í ritvélina og byrjaði að hreinrita það sem hún hafði skrif- að eftir honum. Ef hún lemdi af nógu miklum krafti tækist henni ef tii vill að yfirgnæfa þessa leið- inda tónlist... Klukkan var tfu, þegar hann barði að dyrum hjá henni og til- kynnti að te væri fram borið inni hjá Jóni og Ceciliu. Ilún þvoði sér um hendurnar og renndi greiðu gegnutn hárið og snyrti sig ögn og fvlgdist svo með honum eftir ganginum. Cecilia sem var enn f sfðbuxum og með sfgarettu f munnvikinu var að rista brauð f skjannahvftu eldhúsi. — Halló þið; Og velkomin! Sjónvarpið var svo ieiðinlegt að ég var hreint að sofna. Farið inn f stofu, ég er alveg að koma með þetta. tbúðin sem ungu hjónin bjuggu í var þrjú herbergi, á eitt þeirra setti sjónvarpstækið mestan svip, annað var mjög kvenlegt her- bergi með snyrtiborði og gull- slegnum speglum upp um alla veggi og loks eitt sem var fyrir ofan bókaherbergi Andreas Hall- mann sem var jafn stórt en var þó hvorki sérlega hlýlegt né smekk- legt enda þótt allt væri þar greini- lega dýrt og vandað. I einu horn- inu var legubekkur og ýmislegt sem hafði verið komið fyrir f her- berginu gaf til kynna að þar hefð- ist við sjúkur maður. Við rúmið var skápur og nátt- borð ekki ósvipað og gerist á sjúkrahúsum og átti sinn þátt f að undirstrika ópersónulegan svip herbergisins. Malin til óblandinnar undrunar Ifktist Jón Hallmann ekki föður sfnum hið minnsta. Hann var á fertugsaldri, ljós yfirlitum með fölan litarhátt Iftið andlit og sterk gráblá augu. Malin hafði enn ekki gert upp við sig hvernig sér litist á hina fjölskyldumeð- limina, en þegar hún þrýsti hönd þessa manns og hann brosti til hennar, fannst henni loksins sem hún gæti slakað á og góð vellfðun- art ilfinning gagntók hana. Þau drukku teið og Jón spurði brosandi, hvernig hefði gengið að vinna fyrir Andreas. — Mér skilst hann geti verið erfiður. — Erfiður. Kári fnæsti fyrírlit- lega. — Hann er klikkaður. Hár Ceciliu var eldrautt þegar hún hallaði sér fram f ljósið. — Mér finnst hann krútt. Jón leit hugsi á eíginkonu sfna. — Ja. Krútt er nú kannski ekki orðið sem ég myndi nota. En á hinn bðginn ert þú ósanngjarn gagnvart honum, Kári, og ef þú — Það er hægðarieikur fyrir þig og ykkur að halda uppi vörn- um fyrir hann. I viðmóti við ykk- ur er hann bæði örlátur og elsku- legur. En það er nú ekki vegna þess hann sé svona mikið krútt, eða svona góður maður, heldur einfaldlega vegna þess að honum Ifkar vel við ykkur og finnst gott að hafa ykkur f kringum sig. — Enda þótt ég telji eftir sem áður að þú sért alltof dómharður, þegar pabbi á f hlut, sagði Jón seinlega — held ég að vfst sé nokkurt sannleikskorn í þvf sem þú segir. Fyrir mörgum árum — áður en ég kynntist Cecilíu — var ég ástfanginn af annarri stúlku og ætlaði að trúlofast henni, en pabbi sá um að koma þeirri ást endanlega fyrir kattarnef. Hann hreinlega frysti stúlkuna héðan og hún hrökklaðist héðan og úr iffi mfnu þar með. Kona hans varð svo hissa að henni svelgdist á appelsfnuköku. — En JÖN! Aldrei hefurðu mfnnzt á þetta einu orði. — Hef ég ekki gert það? Hann brosti strfðnislega og allt að þvf spottandi. — Jæja, en hvað sem þvf Ifður — þú komst og hann sættist strax á það. Ég held meira að segja það hafi verið hann sem bar upp bónorðið. Hann gerði þessar breytingar á húsinu til að við gætum fengið sér fbúð og hann keypti sjónvarpstæki handa þér svo að þér leiddist ekki alltof mikið. — Alveg dæmigert fyrir hann, skaut Kári inn f. — Hvenær hefur hann haft áhuga á þvf hvort okk- ur Ylvu hundleiðist hér f þessarf þvrnirósarhöll eða ekki? Eða mamma? Hann er harðstjóri, duttlurgafullur og eigingjarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.