Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976 29 fclk í fréttum L. Ný mynd með Jeff Bridges + Jeff Bridges er ungur og upprennandi ieikari, sem á sér þegar marga aðdáendur hér á landi. Margir minnast hans úr myndunum „The Last Picture Show“ og „Fat City“, sem sýnd- ar voru í Stjörnubíói ekki alls fyrir löngu. Nú eru sýningar hafnar á nýrri mynd með Jeff, sem nefnist „Hollywood Cow- boy“. 1 myndinni leikur Jeff ungan mann, sem löngum hef- ur séð „villta vestrið" í róman- tískum hillingum en fær að kynnast því af eigin raun sem statisti í Hollywood. „Kvikmvndaupptökur eru ekkert sældarlíf fyrir þá, sem að þeim vinna, og engin skemmtun þeim samfara," seg- ir Jeff, „en að þessu sinni átti ég oft erfitt með að skella ekki upp úr meðan á upptökunum stóð.“ Jeff Bridges leggur stund á fleira en kvikmyndaleik. Hann leikur á gítar og er ágætur laga- smiður og nú er væntanleg á markað plata með söngvum hans. Jeff Bridges — kynntist „villta vestrinu“ f Hollywood. WjWM ■ Kraftar í kögglum + Vestur f Bandarfkjunum er verið að gera. sjónvarpskvik- mynd um mikla kraftaverka- konu eða ofurkvendi, sem er margt til lista lagt. Hún getur hlaupið á 80 mflna hraða á klst. og heyrir jafnvel grasið gróa. Það er leikkonan Lindsay Wagner, sem fer með aðalhlut- verkið og á meðfylgjandi m.vnd má sjá hvernig hún leikur sér að blikkbeljunum — raunar með aðstoð kranabfls, sem ekki lætur nafns sfns getið. + Ursula Andress segir f end- urminningum sfnum sem komu út fyrir skömmu að hennar fyrsti aðdáandi f Hollywood hafi verið James Dean. Hún segist hafa vfsað honum á bug og tekið Marlon Brando fram yfir. Fiskibátur 15 — 30 tonna óskast til leigu Upplýsinqar í síma 41 725. Reynisvatn — Eignarland. Til sölu 2ja ha. eignarland í Reynisvatnslandi. Semja ber við undirritaðan, sem gefur allar nánari upplýsingar. Hilmar Ingimundarson, hæstaréttarlögmaður, Ránargötu 9, simi 27765. Tilkynning frá Hrossaræktarsambandi Suðurlands Þeir Sunnlendingar sem hug hafa á að koma hryssum undir stóðhestinn Hrafn frá Holts- múla, hafið samband við Jón Bjarnason, Sel- fossi sími 1351 eða Ólaf Haraldsson, Nýjabæ, sími um Selfoss fyrir 8. júli 1 976. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.