Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNl 1976
33
VELVAKAIMOI
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 1<—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags.
0 Bolfiskur —
kinnfiskur
Úr bréfi frá Ingjaldi Tómassvni:
Margsinnis hefi ég reynt að fá
upplýsingar um hvaðan bolfisk-
ónefniö á okkar ágæta þorsk er
komið. Til dæmis hefi ég skrifað
um það i blöð án árangurs. Síðla
vetrar skrifaði égþættinum „Dag-
legt mál“ í útvarpinu. sem Guðni
Kolbeinsson stjórnaði þá. Ég
hafði samband við hann löngu
siðar, en hann kvaðst engar upp-
lýsingar geta gefið um uppruna
ónefnisins, né dæunt um réttmæti
þess. Stuttu síðar tekur nýr
maður við stjórn þáttarins, Helgi
J. Haildórsson. Hann las nú ný-
lega upp nokkuð af bréfinu. Eng-
ar upplýsingar komu fram þar um
uppruna önefnisins, en hann taldi
að bolfiskur væri nafn á hausuð-
um og slægðum fiski og „ætti rétt
á sér" eins og t.d. kinnfiskur i
hörðum þorskhaus. Þótt ef til vili
sé eitthvað til í þessu. þá hljóta
ailir að sjá að það er hrein vit-
leysa að telja nýveiddan óaðgerð-
an fisk upp úr bát í bolfisktonn-
um. Þá má líka telja fiskinn í
kinnfisks, kerlingarsvuntu eða
bógtonnum (nöfn á fiski i hörðum
þorskhaus). Það er vægast sagt
heldur leitt þegar þeir sem eiga
að leiðbeina um ísienzkt mál
koma með slíka fjarsta'ðu.
Eg hef frá æskuárum og fram
til 1960 unniö við fisk, bæði á sjó
og landi og heyrði aldrei bolfisk
nefndan. Það er þess vegna úti-
lokað að nafnskrípið hafi orðið til
á þessum tíma. Ur náttúrufræði
Bjarna Sæmundssonar man ég
þetta orðrétt: Þessir fiskar heita
einu nafni þorskfiskar: þorskur.
ýsa. lýsa. ufsi, langa og keila.
Hvergi er nefndur bolfiskur.
Ég held að nú hafi dregið ntjög
úr notkun bolfisknafnsins hjá
fjölmiölum. En þaö undarlega
hefur gerzt að menntaðir frétta-
og forystumenn fiskveiðistaðanna
senda varlu fiskifrétt frá sér án
bolfisksönefnisins.
Það er sannarlega ekki undar-
iegt þött hrein islenzk tunga eigi
örðugt uppdráttar þegar ýmsir
hámenntaðir forystumenn þjóðar-
innar ganga á undan í því að
hampa önöfnum og talsháttum
sem alls ekki eiga heima í ís-
lenzku máli, og oft gerist það að
þessir menn geta tæpiega taiað
skammlausa íslenzku, ég nefni að-
eins af fjölmörgu enskuslettuna
„ég mundi segja".
Ég vil vona að haút verði að
nota bolfisknafnið á okkar ága'ta
þorskfisk, nota heldur það nafn.
— Reyndu þá að losa þig frá
honum, sagði Jón og gætti gremju
(rödd hans.
Og allir blessuðu I raun og veru
komu Andreasar sjálfs I þessari
andrá.
— Ég setlaði aðeins að bjóða
góða nótt. Hvernig Hður þér Jón?
— Þakka þér fyrir, ég iigg hér á
mjúku beði og hef ambáttir til að
þjóna mér eins og þú sérð. Ég get
vfst ekki krafizt frekar.
Andreas leit á stúlkurnar tvær
og sagði með aðdáun f rómnum:
— Önnur Ijóshærð og dökk yfir-
litum, hin æsandi og rauðhærð ...
já, þetta eru andstæður sem aug-
aðgleðja...
En svo sneri hann sér snöggt að
Jóni aftur, lagði höndina á öxl
honum og sagði:
— Góða nótt, drengur minn. Ég
vona að þú sofir vel.
Faðir og sonur horfðu ástúðlega
hvor á annan. Og á þvf andartaki
var sem þeir fyndu ekki nálægð
neinna annarra viðstaddra.
Malin hugsaði ósjálfrátt að nú
færi hún að skilja Kára Hallmann
aðeins betur.
Klukkutfma síðar var kyrrð f
öllu húsinu og Ijós höfðu verið
sem gilt hefir frá upphafi fisk-
veiða við Island.
Ingjaldur Tómasson."
Ekki ha'ttir Veivakandi sér
langt út á hálu braut umræðna
um íslenzkt mál, en fróðlegt væri
vissulega að vita hvort einhverjir
vita um uppruna þessa roðs sem
Ingjaldur ra'ðir um hér. Ef ein-
hver sem les þessar línur er svo
fróður ætti sá hinn sami að koma
þeim fróðleik á framfæri.
% Sjónvarpiö sem
kennslutæki
Kona, sem ber nafnnúmer
5780—6184, hafði samband við
Velvakanda og kvaðst taka undir
með „J.P.", en bréf frá honum
birtist hér í dálkunum 19. júní. að
Sjónvarpið va'fi kjörið sem
kennsluta'ki.
„En ég vil benda á", sagði kon-
an, „að rnikil kennsla fer þegar
frani í sjónvarpinu og árangurs
þeirrar kennsla ga-tir mjög í þjóð-
lifinu — m.a. i aukinni gla'pa-
starfsemi." II ún sagði að þessi
kennsla væri mjög áberandi í lög-
reglumyndaþáttunum. sem birt-
ust reglulega og einnig i ýmsum
kvikmyndum, sem sýndar væru í
sjónvarpinu.
Konan sagðist ekki draga í efa
að sjónvarpið hefði fyrst og
fremst verið stofnað til þess að
siða og mennta þjóðina, en raunin
hefði orðið allt önnur. Hér þyrfti
að spyrna við fótum. ef illa a'tti
ekki að fara.
Sjálfsagt eru allir sammála í því
að sjónvarpið er eitt áhrifamesta
kennsluta'ki, sem um getur. Fel-
ast áhrifin eflaust ekki sizt í því
að fólk verður ómeðvitað fyrir
áhrifum góðum eða illum eftir
atvikum og eftir þvi hvernig á það
er litið. Margir sitja gagnrýnis-
laust fyrir framan skerminn og
meðtaka hvert atriði sem þar ger
ist og smám saman getur öll hugs-
unin sljóvgast. Þetta á ekki sízt
við um börnin og e.t.v. aðallega
þegar þau horfa eínsömul á ýmis
konar efni og enginn er til aö
útskýra það fyrir þeim. Það er því
mikill ábyrgðarhiuti að sjálfsögðu
að velja sjönvarpsefni og stjórna
því.
NY SENDING
AF SPÆNSKUM LUKTUM
OG LJÚSAKRÓNUM
SENDUNII PÚSTKRÖFll
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÓS & ORKA
Sudurlandsbraut 1Z
simi 84488