Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976 MillirTkja viðskipti og alþjöða- ^ stjörnmðL a // SAMANTEKT EFIR BRAGA KRISTJÖNSSON Gullið 25 „Eins og hala- klipptur hundur” Gullið, tákn valda og ríkidæm- is, frá þeirri tíð, þegar gullpen- ingar voru enn f umferð, er eins og gelið hefur verið. ekki lengur viðmiðunarverðmæti fvrir hin sérstöku dráttarréttindi, SDR, og jafngengi gjaldmiðla margra ríkja. Gullið getur vissulega munað sinn fífil fegri. Það er nú lfkt og halaklipptur hundur — eða sköllóttur einvaldskóngur. Nú er formlegu hlutverki þess að mestu lokið sem kjölfestu f alþjóðlegum gjaldeyrisskiptum, en málmur- inn sem slíkur hefur auðvitað mikið og ákveðið verðgildi í margvíslegri framleiðslu — og ekki síst einkane.vslu. I ágústmánuði 1975 gáfust Frakkar endanlega upp i vióleitn- inni að endurvekja gullið sem við- miðunarverðmæti í gjaldeyris- kerfi heimsbyggðarinnar. Efnahagsofurvaldi Bandaríkj- anna tókst að „slátra" gullinu, eða öllu heldur greindu hlutverki þess; enda höfðu Bandaríkin stefnt mjög ákveðið að því marki, eftir að gullinnlausn bandarikja- dollars var lögð niður. Á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins á Jamaica í janúar s.l. var ákveðin framtíðarskipan gull- mála: Um opinbert verð á gulli er nú ekki lengur að ræða. Þetta verð var 35.000 bandarikjadollar fyrir únsuna (28.3495 gr.) fram til árs- ins 1971. Síðan urðu nokkrar hækkanir, en verðið staðnæmdist við 42.22 dollara pr. únsa. Verðið á frjálsum gullmarkaði hefur hinsvegar komist upp í 180.00 dollara fyrir sömu mælieiningu og er nú nærri 130.00 dollarar. Þetta markaðsverð mun látið gilda í framtiðinni. Einnig í skipt- um ríkja og þjóðbanka. Viðskipti með þennan eðalmálm fara nú fram á þessu vérði. Hlutverki gulls í viðskiptum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og með- limarikja hans er einnig lokið að mestu. Samkvæmt t'yrra skipulagi greiddu ríkin ‘4 hluta af kvóta þeirra hjá sjóðnum í gulli og höfðu alveg frjálsan aðgang að dráttarréttindum hjá sjóðnum sem þeim hluta nam. Ef ríki ósk- uðu eftir fyrirgreiðslu umfram þennan hluta fylgdu þvi jafnan einhverjir kostir eða skilmálar um efnahagsráðstafanir viðkom- andi lands. Gulleign Alþjóda- gjaldeyrissjódsins Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lumar á, vegna þessa fyrirkomu- lags, um 150 milljónum únsa af gulli. Verðmæti þess arna nemur stjarnfræðilegri stærð. Nýleg við- miðun er þó fyrir hendi hér- lendis. Verðmæti þessarar gull- eignar er nokkuð minna en áætlaður kostnaður varnarmála- ráðuneytis Bandaríkjanna að koma upp hliðstæðum hervörnum og nú eru á Miðnesheiði á Reykja- nesi. En fyrir þessa upphæð mætti líka kaupa allar álbræðslur í heiminum og hafa þó vænan afgang. Af þessari gulleign Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á að selja 25 milljónir únsa og verja því fé til styrktar snauðustu þróunarríkj- um heims; þar sem verðmæti þjóðarframleiðslu á mann er inn- an við 50 þúsund krónur á ári. Féð verður lagt í sjóð hjá stofnun- inni og brúkað til að greiða halla- rekstur þessara bágstöddu aðildarríkja. Gullið hefur nú vikið sem viðmiðunarverðmæti í alþjóða gjaldeyris- skiptum. Gullið mun þó um langa framtfð verða eftirsóttur eðalmálm- ur og mælieining á efnisleg gæði. Salan fer fram næstu fjögur ár og miðað við 130 dollara pr. únsu verða 500 milljónir dollara árlega til ráðstöfunar á tfmabilinu. Auk þessara 500 milljóna dollara mun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beina 1500 millj. dollara til þróunar- landa i formi aukinna dráttarrétt- inda og 1000 millj. dollara sam- kvæmt sérstakri ákvörðun til að bæta stöðu útflutningsgreina þessara landa. Samanlagt gera þessar upphæð- ir árlcga 3000 millj. dollara, scm er þó harla lítið upp í áætlaðan hallarekstur þessara rikja, sem vísir menn áætla að muni verða 35.000 millj. dollara. Gull heldur verögildi sínu Þróunarlöndin eru mjög óánægð með þennan „litilfjör- lega" atbeina og létu þessa óánægju mjög i ljós á Jamaica fundinum. Telja þau, að bilið milli „rika" og „fátæka" heimsins sé nógu breitt og eru margir sama sinnis. Eru nú i bfgerð mark- verðar ráðagerðir til að bæta hag þessara bágstöddu aðildarríkja. Aðrar 25 milljónir únsa á að afhenda meðlimaríkjum sjóðsins á hinu opinbera verði. en þó ein- göngu þeim sem sannanlega hafa þörf fyrir bætta efnahagsstöðu. Akvarðanir hafa okki verið teknar um þær 100 millj. únsur sem Alþjóðagjalde.vrissjóðurinn á í kjöllurum sinum eftir þessar ráðstafanir. En um slíkar ákvarðanir þarf samþykki 85% aðildarríkjanna. Margvíslegar vangaveltur eru um framtíð gulls í efnahags- og gjaldeýrismálum heimsins. Það er þó alveg fullvist. að um langa framtíð verður gullið sá eðal- málmur sem halda mun verðgildi sinu umfram önnur verðmæti. Einkum á efnahagslegum upp- lausnartimabilum mun fjármagn ieita aftur til þessa gamla vernd- ara auðs og eigna. Arleg framleiðsla þess er mjög takmörkuð og það er í vaxandi mæli notað í iðnaðarframleiðslu og verðmæti þess nuin ekki lækka neitt sem heitir. Þjóðbankar munu líka um ókomna tið líta á gullið sem verð- mæúan og þýðingarmikinn vara- sjóð sem hægt er jafnan að grípa til ef tímabundnir efnahagsörðug- leikar steðja að. Það eru því allar likur á að gullverð haldist svipað um langa framtíð, þótt annarskonar verð- mæti, dráttarréttindin SDR, Euromarkaðurinn og fleiri vett- vangur alþjóðlegs fjármálalifs hafi tekið við einu helsta hlut- verki þess. Það er svo spásögn framtíðar- innar sem ræður örlög þessa eðal- málms, þegar gildi hans er frem- ur táknrænt er raunhæft. k 50-70% Hljóma^^Fálkinr^iuglýse^^r afsláttur Mesti markaðurá íslenzkum hljómplötum og kassettum fyrrog síðar VENDIÐ YKKUR í VÖRUMARKAÐINN, ÁRMÚLA 3, | HÉROGNÚ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.