Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 139. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. JUNl 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Líbýustjóm hótar íhlutun í Líbanon Beirút. 29. júni. AP. Reuter. LlBÝA hótaði íhlutun í borgara- strfðinu f Libanon i dag til stuðnings vinstrisinnum og Palestfnumönnum f baráttu þeirra gegn kristnum mönnum eftir harðnandi átök umhverfis tvær palestínskar flóttamann búðir. Vinstriforinginn Kamal Jumhlatt hótaði „algeru alþýðu- strfði“ ef flóttamannabúðirnar Vilja53fanga fyrir 250 gísla Nairobi, 29. júni. AP. Reuter. PALESTlNSKU flugvélar- ræningjarnir, sem halda rúmlega 250 mönnum f gfslingu á Entebbe-flugvelli f Uganda, kröfðust þess f dag að 53 Palestinumenn og stuðnings- menn þeirra á Israel og fjórum öðrum löndum yrðu látnir lausir og flogið með þá fyrir hádegi á morgun til Entebbe þar sem skipt yrði á þeim og gfslunum. 40 fanganna eru ísraelskir. I Tel Aviv sat Yitzhak Rabin for- sætisráðherra á klukkustundar- fundi með helztu aðstoðarmönn- um sínum til að ræða kröfur flug- vélarræningjanna, en engin ákvörðun var tekin og áreiðan- legar heimildir herma að ríkis- stjórnarfundur verði haldinn á morgun. Ekkert bendir þó til þess að Israel muni víkja frá þeirn Framhald á bls. 18 féllu. Jafnframt sagði Ifbýski for- sætisráðherrann, Jalloud majór, þegar hann hætti sáttatilraunum sfnum f Lfbanon f dag, að frestað hefði verið um óákveðinn tfma komu saudi-arabfskra og súd- anskra hermanna sem eiga að taka þátt í störfum arabfska friðargæzluliðsins. I Kaíró boðaði Arababandalagið arabiska utanríkisráðherra til fundar þar á morgun til að ræða versnandi ástand í Líbanon og það áfall sem vonir manna um frið hafa orðið fyrir. Lítil von er talin til þess að sá fundur verði árangursrikari en svipaður fund- ur sem ráðherrarnir héldu 8. júní. Hægrimönnum virðist hafa orð- ið ágengt í endurteknum árásum Framhald á bls. 18 AP — simamynd. Frá fundi æðstu manna iðnaðarrfkja i Puerto Rico. Helmut Schmidt kanzlari gengur til Fords forseta. Aðrir á myndinni eru Giscard d'Estaing forseti og forsætisráðherrarnir Takeo Miki, James Callaghan, Pierre E. Trudeu og Aldo Moro — Sjá frétt á bls. 31. Olíkar leiðir en að einu marki segir Brezhnev Austur-Berlin. 29. júni. AP. Reuter. LEONID Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, viðurkenndi á ráðstefnu 29 Crosland vill fund EBE og íslands Luxemborg. 29. júní. Reuter ANTIIONY Crosland utanrfkiá- ráðherra Breta, hvatti Efnahags- bandalagið til viðræðna við rfki utan bandalagsins um veiði- réttindi þeirra á miðum banda- lagsríkjanna og átti aðallega við Island og Noreg. Crosland lagði á það áherzlu á utanríkisráðherrafundi banda- lagsins að komizt yrði að einhvers konar samkomulagi við Is- lendinga þar sem samningur þeirra og Breta rynni út 2. desem- ber samkvæmt heimildum á fund- inum. Samkvæmt heimildunum vilja Bretar víðtækari samning Framhald á bls. 18 evrópskra kommúnistaflokka f Austur-Berlfn í dag að þeir störf- uðu við ólfkar aðstæður og yrðu að haga stefnu sinni samkvæmt þvf, en sagði: „Við tilheyrum allir sömu hreyfingu og stefnum að sameiginlegu marki.“ Hann reyndi að beina athygl- inni frá hugsjónaágreiningi en réðst á maoisma sem margir evrópskir kommúnistar forðast að ræða. 1 þess stað lagði hann áherzlu á öryggismál Evrópu og vfsaði á bug ásökunum NATO þess efnis að Sovétrfkin og bandalagsrfki þeirra hafi aukið vígbúnað sinn. Hann sakaði Bandarikjamenn um að eiga sök á seinagangi við- ræðnanna um takmörkun vígbún- aðar í Genf (Salt-viðræðnanna). Hann kvað Rússa eiga enga sök á Brezhnev miklum töfum sem hefðu orðið á viðræðunum og sagði Rússa leggja mikla áherzlu á að lokið yrði gerð nýs samnings sem nú er til umræðu. Brezhnev minntist ekki bein- linis á bandarísku kosningabar- áttuna en tók harða afstöðu gegn- vart Bandarikjunum og öðrum Brezkt frumvarp um 200 mílur undirbúið London, 29. júní. AP. BREZKA stjórnin vinnur að undirbúningi frumvarps um út- færslu brezku fiskveiðiland- helginnar f 200 mflur sam- kvæmt heimildum f stjórninni f dag. Bretar hafa rætt við Efna- hagsbandalagið um sameigin- lega útfærslu, en gætu gripið til einhliða ráðstafana undir vissum kringumstæðum ef frumvarpið verður að lögum samkvæmt heimildunum. 12—100 mflna einkalögsaga er einnig til umræðu. EBF, vill 12 mílur og sú tillaga nýtur stuðnings Vestur-Þjóðverja sem hafa mikinn áhuga á veið- um við Bretland, brezka togara- útgerðin vill 100 mflur en brezka stjórnin eitthvað þar á milli. A svæðinu milli einkalögsög- unnar og 200 mflna hyggjast Bretar krefjast þess að koma á sanngjörnu kvótakerfi undir ströngu eftirliti sem fiskiskip frá Efnahagsbandalagslöndun- um yrðu að hlfta. Sagt er að erlendir fiskimenn gætu fengið undanþágur á innra svæðinu með samningum, en þar yrði aðeins um umþóttunartfma að ræða. Fred Peart iandbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hélt i gær fyrsta fund sinn með fulltrúum sjávarútvegsins um leiðir til að hleypa nýju lifi í útveginn og færa hann i meira nútímahorf vegna rikjandi ástands. Atvinnumálaráðuneytið vinn- ur að áætlunum um bætur til handa sjómönnum vegna tjóns sem þeir hafa orðið fyrir af völdum Óslóarsamningsins um lausn þorskastríðs Breta og Is- lendinga. Jafnframt hefur brezka fiski- málastofnunin hvatt stjórnina til að taka harða afstöðu í væntanlegum umræðum EBE um fiskimál í Briissel. 1 árs- skýrslunni segir að ofveiði hafi komið hart niður á sjávarútvegi í mörgum löndum vegna óvissu um yfirráð yfir fiskimiðum. 1 skýrslunni segir að stjórnin verði að tryggja að Bretar fái tilhlýðilegar bætur í nýjum fiskikvótum EBE þar sem þeir hafi glatað hefðbundnum veiði- réttindum við Island og að tryggt eftirlit verði haft með kvótakerfinu. NATO rikjum þegar hann tók fyr- ir friðsamlega sambúð, mannrétt- indi og fleiri mál. Hann sagði að uppi væru vax- andi kröfur „ábyrgra aðila“ í Bandaríkjunum um aukinn víg- búnað og tafir á Salt-viðræðunum. Brezhnev endurtók þá sovézku skoðun að framundan sé harðn- andi stéttabarátta á Vesturlönd- um og „siðferðileg og pólitisk kreppa kapitalismans." Hann sagði að kommúnistar yrðu að reyna að „afhjúpa öfl afturhalds- stefnu og heimsvaldastefnu sem Framhald á bls. 18 Bréf frá Sakharov Moskvu, 29. júni Reuler. DR. ANDREI Sakharov og tveir aðrir sovézkir andófsmenn skor- uðu á ráðstefnu evrópskra komm- únistaflokka i Austur-Berlfn f dag að fjalla um mannréttindi I kommúnistalöndum og móta stefnu f þeim efnum. Þeir hvetja ráðstefnuna til þess í opnu bréfi að fjalla um stefnu sovézka kommúnistaflokksins gagnvart félagasamtökum og upp- lýsinga-og skoðanafrelsi. Þeir segja að þótt ástandið hafi batnað frá tima Stalíns viðgangist enn brot á mannréttindum og stjórnmálaréttindum, ólýðræðis- leg stjórn og gerræðislegar at- hafnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.