Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNl 1976 15 Fjölskykian I Ásbyrgi I stofunni sftir siðari endurbyggingarlotuna. Óli og Stella meS GuSlaug litla og Laufeyju. Stella og Laufey I eldhusinu. Ásbyrgi endurbyggt 1975 og fullgert að innan. í Ásbyrgi bjuggu fyrir gos þau Stella Guðlaugsdóttir og Ólafur Jónsson, en þau höfðu þá nýverið tekið allt húsið í gegn og voru búin að koma sér vel fyrir. En svo fór sem fór. Þau voru þó ekki á því að gefast upp og strax haustið 1973 var farið að huga að enduruppbyggingu. ..Við fengum húsið þó ekki keypt af Viðlagasjóði," sagði Óli, „fyrr en haustið 1 974 og þá í rauninni aðeins lóðina á 50 þús. kr. Við höfðum þó farið um jólin 1973 og hreinsað út úr húsinu, en neðri hæðin og hálf sú efri voru fullar af ösku. Eftir að hafa keypt aftur það sem eftir stóð af húsinu hóf ég að fjarlægja það sem ónýtt var og byggingarleyfi fengum við í þriðju lotu 12. des. 1974. Við byrjuðum að byggja 28. janúar 1975 og vorum flutt inn seinni hluta ársins. Húsið var endurbyggt samkvæmt upphaflegum teikningum, en það er 88 fm að grunnfleti, þrjár hæðir." „Hvað bjugguð þið lengi í húsinu fyrir gos?" „Við vorum búin að búa í þvi i 4 mánuði og höfðum þá endurbyggt allt. Þegar við keyptum það tókum við allt innan úr þvi svo það var aðeins steinninn eftir og við höfðum algjörlega lokið við endurbygginguna þegar gos- ið skall á, en það má því með sanni segja að við höfum endurbyggt þetta sama hús tvisvar á tveimur árum." „Hvernig kom kostnaðar- hliðin út?" „Þetta hefur verið mjög erfitt fjárhagslega. Við feng- um 4,2 millj. kr. í bætur fyrir húsið, en nú erum við komin með 9,6 millj. kr. í það og af því að við vildum láta húsið halda sínum gamla reisnar- lega svip hefur það orðið dýrara en ella var ef til vill mögulegt." „Hvað var erfiðast í sam- bandi við uppbygginguna?" „Fjármálin hafa verið erfið, en þegár maður ætlar sér eitthvað þá vegur það á móti og við vorum strax ákveðin í að endurbyggja húsið. Strax haustið 1973 keyptum við hreinlætistæki og allt slíkt, en líklega hefur verið erfiðast að eiga við kerfið, því húsið er út úr skípulagi þótt það sé elzt húsanna í hverfinu." Þannig hefur þetta unga áræðna fólk siglt í gegnum vandann og um leið bjargað verðmætum, því sérstæð hús eins og Ásbyrgi eru ekkert annað en minjar sem eiga að vera verndaðar. Til skamms tíma hefur sú tízka verið ráð- andi á íslandi að það sé sjálf- sagðast að henda gömlum húsum, en sem betur fer er þessi ósiður að fjara út þótt hitt sé eins sjálfsagt að ákveðin endurnýjun þar' ávallt að eiga sér stað. Göm- ul glæsileg hús standa þó ávallt fyrir sínu og þegar búið verður að mála Ásbyrgi að utan í sumar og taka það eins vel í gegn þar eins og gert hefur verið innan dyra mun þetta 65 ára gamla hús bera sinn svip með reisn. Asbyrgi brunniS og héHfullt af ösku um miSjan wetur 1973. Rústimar og askan allt um kring, en undir öskunni á myndinni er annaS hús sem grafiS var upp sfSar. ■ Tvær Ár- _______________# bækur F.I. komnar í ljósprentun FERÐAFÉLAG íslands hefur á undanförnum árum kappkostaö að láta ljósprenta árbækur sfnar jafnóðum og upplag þeirra geng- ur ti! þurrðar, og eru nú komnar út tvær Ijósprentanir, þ.e. árbæk- urnar frá 1931 og 1963. Sú fyrr- nefnda fjallar um Fljótshlíð og Eyjaf jallajökul og sú sfðarnefnda lýsir Bárðargötu. Með útgáfu þessara tveggja árbóka, eru fáan- Iegar allar árbækur félagsins frá upphafi, nema árbók 1964 um A- Húnavatnssýslu, sem seldist upp á fáum dögum og verður ljós- prentuð innan tíðar. Bókin frá 1931, sem var á sínum tima sú fjórða í röðinni, segir frá Fljótshlíðinni og Þórsmörk. Skúli Skúlason skrifar um Eyjafjöllin og Jón Eyþórsson um gönguferð yfir Eyjafjallajökul. 1 bókinni eru margar myndir. Árbókin frá 1963 er eftir dr. Harald Matthíasson og segir frá ferðaleið þvert yfir landið eftir svokallaðri Bárðargötu, sem kennd er við Gnúpa-Bárð, er flutt- ist búferlum milli landsfjórðunga fyrir 1100 árum og lagði leið sina um Vonarskarð. Er leiðin þrædd frá Gnúpum og norður að Lundar- brekku. 49 myndir eru i texta i bókinni og að auki fjórar litmynd- ir og fjórir uppdrættir. 1 Ferðafélagi Islands eru nú alls um 7100 félagsmenn, sem eru búsettir um allt land og fá þeir árbækurnar, auk þess sem þær eru seldar í lausasölu. Frumsýnd í Danmörku: Kvikmynd um Sören Hjorth Nielsen Danski kvikmyndagerðar- maðurinn Hans-Hendrik Jörgen- sen og Tryggvi Ólafsson listmál- ari hafa gert kvikmynd um svart- listarmeistarann og málarann Röen Hjorth Nielsen og verður hún frumsýnd 1 Danmörku innan tiðar. Kvikmyndin er I litum og um 20 minútna löng. Það er „Minerva Film“, sem stendur að gerð m.vndarinnar en „Statens Filmcetral" mun dreifa henni. Hjorth Nielsen er þekktasti svartlistarmaður Dana og verður 75 ára á þessu sumri. Hann hefur teiknað og málað frá unga aldri en gegndi einnig prófessors- embætti við dönsku listaakademi- una í áratugi, var m.a. kennari fjöldamargra íslenzkra mynd- listarmanna og má af þeim nefna t.d. Alfreð Flóka, Elías B. Hall- dórsson, Eyjólf Einarsson, Tryggva Ólafsson og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Á afmæli Hjorths Nielsen mun listasafnið í Silkiborg opna sýn- ingu á hátt í þúsund verka hans, einnig er væntanleg á vegum safnsins ný bók um listamanninn eftir listfræðinginn Troels Ander- sen. Verður sú bók hin sjötta sem út kemur um þennan merka lista- mann og kennara. Með myndinni um Hjorth Nielsen hefur Hans-Hendrik gert kvikmyndir um fjóra myndlistar- menn, sem hann hefur sérstakar mætur á, en þrjár fjalla um þá Preben Hornung, Ole Schwalbe og Robert Jacobsen, og var sú síðastnefnda sýnd hér i Norræna húsinu á sinum tíma með tónlist eftir Leif Þörarinsson. Þess má að lokum geta að mvnd þeirra Hans-Hendriks og Tryggva Olafssonar hefur hlotið óvenju mikið lof í dönskum fjölmidlum. en hún var sýnd fréttamönnum og gagnrýnendum s.l. vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.