Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1976 13 „Eimskipafélag íslands er góð landkynning” Rætt við umboðsmenn Eimskips erlendis EIMSKIPAFÉLAG íslands hélt nýlega fund erlendra umboösmanna sinna á Laugarvatni. Þar þinguðu 29 menn frá 13 borgum í 9 löndum, sem siglt er til. Sagði Sigurlaugur Þorkelsson blaðafulltrúi Eimskipafélags- ins, sem undirbjó ráðstefnuna, að hún væri sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Félagið hefði reglulega samband við umboðsmenn sína en nú væru þeir í fyrsta sinn allir samankomnir á einum stað, bæði menn frá Evrópu og Bandaríkjunum. Þá sátu einnig fundinn 16 starfsmenn félagsins í Reykjavík. Morgunblaðið spurði Öttarr Möller forstjóra Eim- skipafélagsins hver væri tilgangur ráðstefnunnar: Tilgangurinn er í stuttu máli sá að bæta þjónustu við við- skiptamenn félagsins, hraða af- greiðslu skipanna, draga úr kostnaði, tryggja góða vöru- meðferð, auka reglubundnar siglingar, auka einingalestun og yfirleitt að bæta hvað eina, sem betur má fara, og ekki hvað sizt að læra af reynslu þessara umboðsmanna, sem eru einnig umboðsmenn fyrir mörg erlend skipafélög og jafnframt að kynna þeim Eimskipafélagið og íslenzkar aðstæður. S. Petersen, danski fulltrúi Eimskipafélagsins. Með tilkomu vöruhúsa við Sundahöfn og malbikaðs úti- svæðis þar hafa skapazt mögu- leikar sem ekki voru fyrir hendi áður. Vonazt er til að slík aðstaða fáist á Akureyri á næsta ári. Hver er aðalkosturinn við flutninga f gámum? — Gámar eru sérstaklega hentugir fyrir smærri send- ingar og vörur sem eru í pappa- umbúðum. Vegna hins mikla fjölbreytileika á vörUm sem fluttar eru nú til landsins, er oft hentugra að nota vörupalla og vírbindingar og stroffur. Hafið þið oft haldið umboðs- mannafundi? — Að sjálfsögðu höfum við oft rætt við einstaka umboðs- menn. Þettaerfyrsti fundurinn þar sem saman koma allir helztu umboðsmenn félagsins og forstjórar lestunarfyrir- tækja. Árið 1974 var haldinn fundur i Þýzkalandi með umboðsmönnum í meginlands- höfnum og Bretlandi, og sama ár i Danmörku með umboðs- mönnum frá Norðurlöndum. Allir þessir fundir hafa gefið mjög góða raun. E. Heirung er framkvæmda- stjóri DFDS, Sameinaða gufu- skipafélagsins i Kaupmanna- höfn, sem annast afgreiðslu Eimskips þar: I Danmörku vita langflestir hver það er sem flytur vörur til íslands, og t.d. sá sem þarf að flytja' eitthvað þangað myndi athuga auglýsingar i blöðunum, en við auglýsum þar tvisvar til þrisvar í viku og þannig komast menn i samband við okkur og við látum flytja vöruna með Eimskipafélagi Islands. Frá Hollandi kom C. Meyerink, en hann hefur aðset- ur i Rotterdam og er jafnframt ræðismaður Islands. Hann sagði að þeirra hlutverk væri að viðhaída viðskiptum við Eimskipafélagið og leita eftir nýjum flutningi. Menn frá þeim heimsæktu oft þá sem þyrftu að flytja vörur sínar hingað og haft væri samband við útflutningsfyrirtæki. Ekki kvað hann að öðru leyti vera um reglulegar auglýsingar að ræða, viðskiptasamböndin byggðust aðallega á persónuleg- um samskiptum. Meyerink vildi gjarnan bæta því við að ekki hefði beint tekizt vel til með flutning flugleiðis á far- arngri sínum hingað, því hann hefði orðið viðskila við hann á leiðinni. En um leið og hann mælti þessi orð bárust fregnir af því að farangurinn væri kominn fram. O. Dreyer-Eimbcke er um- boðsmaður Eimskipafélags- ins í Hamborg i Þýzkalandi. Hann sagðist vera hreykinn af því að vera umboðsmaður Eim- Framhald á bls. 25 Þátttakendur ráðstefnunnar á Laugarvatni. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS - þjóðarfyrirtaéki - um 12.400 hluthafar ÉtS/ NL ■i - m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.