Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 32
Al'(í LÝSING ASIMINN ER: 22480 2*lorgxmfelat>it» AUGLÝSINGASÍMÍNN ER: 22480 MIÐVIKUDAGUR 30. JUNÍ 1976 Hækkun á sólar- landaferðum ISLENZKU ferðaskrifstofurnar hafa ákveðið að hækka verð í hóp- ferðum sem nemur kr. 3000.— á fullorðinn farþega, en kr. 1500.— á hörn sem greiða hálft fargjald. Hækkun þessi á aðeins við um höpferðir, sem farnar eru með leiguflugi, þ.e. hópferðir til sólar- landa. (iildir einu lengd dvalar- tíma erlendis. Hækkuninni veld- ur gengissig fslen/ku krónunnar gagnvart dollar á undanförnum mánuðum, en allir flugleigu- samningar ferðaskrifstofanna eru gerðir í dollurum. IVlun láta nærri, að 10% hækkun hafi átt sór stað á leigu frá því að verð- lagning hópferða var gerð f árs- bvrjun. Morgunblaðið hafði samband við Georg Ólafsson verðlagsstjóra vegna þessarar hækkunar. Hann sagði, að verðlagsnefnd léti far- gjöld á millilandaferðum ,,af- skiptalaus''. Ekki tókst að ná sam- bandi við viðkomandi ráðuneytí til frekari fyrirspurna. Hækkun þessi kemur til fram- kvæmda í næstu ferðum og nær til sólarlandaferða allra islenzku ferðaskrifstofanna. STEMMNING — Cleo Laine og kvartett eiginmanns hennar, Johnny Dankworth skemmtu liðlega þrjú þúsund þakklátum áheyrendum á tónleikum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Var þar glatt á hjalla, eins og í fyrra skiptið þegar þau hjónin skemmtu hér. — Kvartettinn byrjaði á því að hita upp á tveimur lögum, en síðan kom Cleo Laine fram á sviðið og heillaði alla með sinni hljómmiklu rödd, en eins og fyrri daginn skreytti hún sönginn með leikrænu og ljóðrænu ívafi. Myndin var tekin á tónleikunum. Sjá myndir á bls. 17 Umferðarslys í Kjós: Le igu bifre iðar- stjóri beið bana BANASLYS varð í llvalfirði í fyrrinótt, skammt sunnan við bæ- inn Iláls í Kjós. Þar beið leigubif- reiðarstjóri úr Reykjavfk, Elfas Þorvaldsson, Vesturgötu 56, bana, en farþegi, sem með honum var í bflnum, slasaðist nokkuð, marðist og sitthvað fleira, en er ekki lffs- hættulega slasaður. Farþeginn var fluttur í Landakotsspítalann. Slysið mun hafa orðið um klukkan 03.15 í fyrrinótt. Leigu- bifreiðin, sem var að koma að norðan, Mercedes Benz, mun hafa runnið út í malarkant vegarins og benda líkur til þess, að bifreiöa- stjórinn hafi þá misst stjórn á henni. Fór bifreiðin niður í frem- ur grunnan skurð meðfram vegin- um, en rakst sfðan í ræsi og enda- stakkst við það. Mun hún hafa farið 2 til 3 veltur og stöðvaðist loks á túni við veginn. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar i Hafnarfirði, sem kom-á slysstað,. mun Elías hafa látizt samstundis. Elías Þorvaldsson var rétt ný- lega orðinn 49 ára. Loðnuleiðangur Bjarna Sæmundssonar: Loðna allvíða norð- 94 hvalir HVALVEIÐISKIPIN fjögur fóru á veiðar í byrjun júnímánaðar og veiddust fyrstu hvalirnir 15. og 16. júni. Talið var að vegna óhag- stæðs veðurs, kulda í hafinu og átuleysis, hafi engin veiði verið fyrstu tvær vikurnar. Um hádegi i gær höfðu veiðzt alls 94 hvalir, þar af 81 lang- reyður og 13 búrhveli. í fyrra höfðu veiðzt alls 63 hvalir að kvöldi 29. júní, þar af 58 langreyðar, 3 búrhveli og 2 sand- reyðar. í fyrra hófust veiðar ekki fyrr en um miðjan júní vegna allsherjarverkfalls. ur af Vestfjörðum 4 loðnuskip til frekari tilraunaveiða í vikulokin RANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson hefur undanfarið leitað loðnu á allstóru svæði út af Kögri norður af Vestfjörðum. Vart hefur orðið við loðnu á þess- um slóðum en hún er erfið við- fangs, dreifð eða stendur mjög djúpt. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings, sem er um borð í Bjarna Sæmundssyni, er von á fleiri skipum til loðnuleitarinnar undir vikulokin, ^ þ.e. Sigurði, Guðmundi, Gullberg og Súlunni, en þau þrjú fyrstnefndu eru búin 2 Islendingar kenna Kanadamönnum fram- leiðslu á frystri loðnu LOÐNUSKIPIN á Nýfundna- landsmiðum lönduðu tvfvegis f Port Union í sl. viku,. að þvf Jóhann Antonfusson. útgerðar- maður eins af skipunum — Hilmis frá Fáskrúðsfirði, tjáði Morgunblaðinu í, gær. Hafði hann haft þær fréttir. að Eld- borgin hefði komið inn sl. mið- vikudag með fullfermi, Grind- víkingur hefði landað um 500 tonnum og Hilmir komið inn á föstudag með fullfermi að þvf er be/t var vitað. Jóhann kvaðst telja af frétt- um, að allir erfiðleikar í sam- bandi við löndunina úr skipun- um væru nú úr sögunni og eftir því sem hann vissi bezt gengi frysting vel. Tveir íslendingar eru í Port Union — annar úr Grindavík, sem hefur yfirumsjón með frystingu hrognanna, og hinn úr Þorlákshöfn, sem hefur eft- irlit með frystingu sjálfrar loðnunnar. Vart hefur orðið óánægja i röðum útgerðarmanna og eig- enda fiskvinnslustöðva hér á landi, að íslenzkir aðilar skuli vera að kenna Kanadamönnum til verka varðandi frystingu loðnu, þar eð þaó geti leitt tíl þess að Kanadamenn fari út á þessa braut í vaxandi mæli, en hingað til hafa þeir framleitt lítið af frystri loðnu og því naumast getað talizt keppinaut- ur okkar á því sviði. Morgunblaðið bar þetta undir þá Eyjólf ísfeld Eyjólfsson, for- stjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, og Sigurð Markússon, framkvæmdastjóra sjávarafurðadeildar SÍS, sem eru stærstu útflutningssamtök á sviði frystrar loðnu hér á landi. Báðir voru þeir sammála um að þetta væri óæskilegt en erfitt að standa gegn slíku. Sig- urður sagði, að þetta væri í reynd spurning um það hvað trúnað menn teldu sig hafa sjálfir gagnvart þjððfélagi sínu og hagsmunum þess, en erfitt væri að binda menn í þessu sambandi með einhverjum lög- um eða reglum. I ramhald á bls. 18 út með nót og flottroll, en Súlan er hins vegar með stóra nót. Hjálmar sagði að undanfarna sex sólarhringa hefði Bjarni Sæmundsson leitað á svæðinu norðan 66° norður breiddar vest- ur á 30,15° gr. vestur lengdar allt norður að ísbrúninni sem er um 50 sjm. norður af Kögri. „Allvíða á svæðinu hefur orðið vart við loðnu, mest í kalda sjónum næst ísbrúninni," sagði Hjálmar. „Yfirleitt hefur loðnan verið dreifð og lítið urn góðar torfur Á sunnudagskvöldum fundum við þó allmargar sæmi- legar torfur 85 sjómíiur 310 gráður réttvísandi frá Straum- nesi, en þær voru allar á miklu dýpi eða frá 200 til 212 metrum." Aðfaranótt mánudagsins var síðan leitað í grennd við þennan stað, en ekkert fannst ofan við 150 metra, en mest á svipuðu dýpi og um kvöldið áður. Að sögn Hjálmars reyndist þarna vera á ferðinni jafnstór og falleg loðna, meðallengd var um 15 sm, og var hún full af rauðátu. Sagði Hjálmar, að þetta hefði verið mun stærri loðna en fengist hefði 2—3 dögum áður á stað 115 sjóm. 285 gráður réttvísandi frá Deild. Sú loðna hafi verið að meðaltali um 13,5 sm. „Á mánudag var áfram reynt að fygljast með loðnusvæðinu norð- austur af Straumnesi en lítið fannst þá, enda færðist ísinn inn ýfir svæðið. Talsverð hreyfing Framhald á bls. 18 Geirfinnsmálið: Farbanni og eftirliti af- létt af mönn- unum fjórum LÉTT hefur verið farbanni af þeim fjórmenningum, sem sátu í gæzluvarðhaldi á dögun- um vegna Geirfinnsmálsins og sleppt var fyrir nokkrum vik- um. Þegar þeim var sleppt var þeim einnig gert að hlfta lögreglueftirliti, en því hefur nú einnig verið aflétt. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá Erni Höskuldssyni rannsóknar- dómara í Geirfinnsmálinu. Þeir menn, sem hér um ræðir, eru þeir fjórmenningar Sigur- björn Eiríksson, Einar Bolla- son, Magnús Leopoldsson og Valdimar Olsen. Samkvæmt þessu eru þeir því frjálsir menn á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.