Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1976 29 VELVAKAIMOI Velvakandi svarar I síma 10-lUO kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- • dags 0 Lipurðá bensínstöðvum H. M. hringdi og ræddi um þjónustu oliufélaganna á bensfn- afgreiðslunum: „Það er mjög mismunandi hvernig þjónusta er veitt á ben- sinstöðvunum. Manni finnst að oliufélögin ættu að leggja veru- lega rækt við þennan þátt þjón- ustunnar við viðskiptavini á bensínafgreiðslunum. Það var í einhverju biaði sagt að eitt olíu- félagið þvæði framrúður bílanna, en annað félagið gerði það ekki. Ekki finnst mér það nú neitt aðal- mál þetta með framrúðurnar — sumir sem setja bensín á bilana nenna ekki einu sinni að þurrka eftir sig dropana sem þeir sletta eða jafnvel heilu gusurnar. Eftir situr svo allsherjar drulluklessa, sem ekki er hægt að ná af nema bóna eða með ennþá meiri tilfær- ingum. Einnig er það til að sumir afgreiðslumenn setja upp hunds- haus ef þeir eru beðnir að mæla olíuna og bæta á ef þarf. Ég sé ekki neina reglu i þessu — mér finnst þetta vera algerlega háð mönnunum sjálfum en ekki olíu- félögunum. Þau ættu nú á tímum auglýsinga og samkeppni að sjá sóma sinn í því að brýna fyrir starfsmönnum sínum lipurð og að gera „kúnnann" ánægðan. Að vera þjónn viðskiptavinarins — innan vissra marka þó — ætti að vera aðalsmerki þessara olíu- kónga.“ Þau eru mörg vandamál bif- reiðaeigendanna. Einn hefur áhyggjur af þessu og hinn af hinu. % Hvert fara aurarnir? „Oft hafa menn rætt og ritað um i hvað allir þeir fjármun- ir fara hjá ríkinu, sem bifreiða- eigendum er skylt að greiða. Mér skilst að um og yfir helmingur alls, sem bíleigendur þurfa að greiða, fari til ríkisins, hvort sem það er í bílverðinu sjálfu, vara- hlutum, dekkjum, bílaskattur náttúrlega og stór hluti af trygg- ingagjöldum (20% söluskattur, hann kemur reyndar á allt, sem bileigendur þurfa að gréiða). Eflaust vantar líka eitthvað í þessa upptalningu hjá mér. En í hvað fara svo þessir aurar? Ein- hvern tíma sýndi F.I.B. fram á það með tölum að aðeins hluti þessara gjalda bileigenda rynni beint til vegamála. (Annars er F.Í.B. orðið svo slappur félags- skapur að enginn tekur lengur lifnaði á mjög undarlegan hátt. Jón brosti til læknisins og öll- um sárindum virtist sem sópað burtu. — Og ég sem var að láta mér detta í hug að það væri mfn vegna sem þú kæmir í heimsókn. — Þú! sagði Gregor Isandcr. — Þú ert vonlaust tilfelli hvort eð er og við læknar reynum að skipta okkur sem allra minnst af slikum fyrirbrigðum. En rödd hans var hlý og grann- ar hcndurnar sem tóku um púlsin á Jóni og lyftu teppinu upp til að rannsaka bólgna faúur lians voru hlíðar og hlýlegar. Hann rétti sig upp og uppgötvaði að Andreas Hallmann fylgdist nákvæmlega með hverri hrevfingu hans. — Fjárakornið maður, gláptu ekki á okkur eins og ég sé við dánarbeð. Ég þori að hengja mig upp á að Jón lifir þig og það mtin ekki skipta árum hcldur áratug- um. Ilann gætir að heilsu sinni, tekur meðulin sín og hvílir sig eins og hann hefur fengið fyrir- ma>li um að gera og þá er allt I góðu lagi. Þú aftur á móti ... — Röfl Andreas var aftur orðinn sá yfirlætislegi og sjálfsöruggi rit- höfundur sem Mulin kannaðist mark á þvi. Hver bensinhækkun- in rekur aðra og ailt sem félagið gerir er að senda smá- mótmæla-fréttatiikynningu). Ég held að flestir séu sammála um það að réttlátast vseri að láta alla þá upphæð renna til uppbygg- ingar þjóðveganna, sem innheimt- ist hjá bifreiðaeigendum. Áður fyrr var hesturinn þarf- asti þjónn landsmanna. Manni dettur oft i hug hvort sá tími sé ekki framundan aftur — það er sjálfsagt miklu ódýrara að reka hesta en bíla — vegagerðin ætti einnig að geta orðið ódýrari. Kannski yrði þá bara farið að skattleggja hesta og hestamenn. En nú er bíllinn nauðsynjatæki, og það er tilgangslaust að segja að hann sé munaður fárra manna og ríkra. (Hann verður það náttúr- lega með þessu skattáframhaldi). Það þekkjast áreiðanlega ekki þvílikar álögur á bifreiðaeigend- ur og hér á landi neins staðar i heiminum. Nú er verið að tala um að hætta að leggja útvarps- og sjónvarpsgjöld á menn nema inni- falið í sköttum — mætti ekki á sama hátt skattleggja alla eitt- hvað á þann hátt i stað þess að skella öllu á bifreiðaeigendur. Til dæmis einhverja af tollum. Það nota aðrir vegina heldur en þeir sem eiga bíla. Annars er orðið erfitt að tala um þessi peninga- og skattamál okkar. Allir vilja fá sem mest en enginn vill borga. Það er alltaf ríkið sem á að gera þetta og hitt sem allt kostar morð fjár en menn hugsa ekki um það að „ríkið“ eru skattarnir sem greiddir eru, ríkið gerir ekki miklu meira en það fær inn I sköttum og skyldum af okk- ur skattborgurunum. Það er kannski helzt nú í seinni tíð þegar það er i tízku að taka erlend lán eða innlend hjá okkur sjálfum með verðtryggðum spariskírtein- um.“ Svo mörg voru þau orð um umferðarmálin. Þau eru nú að vercða einn dýrasti málaflokkur fjárlaganna, a.m.k. ef reiknað er með þeim kostnaði sem verður í slysum og árekstrum. Bíllinn er á vissan hátt enn á þvi stigi hjá okkur að teljast til þæginda þó sífellt sé að koma betur í ljós hversu nauðsynlegur hann er í öllum tilvikum. HÖGNI HREKKVISI ,Þetta er líkast brúðuleikhúsi — hjá honum?‘ Hvernig búast skal til Spánarferðar NÝLEGA kom á markaðinn hand- bók fyrir ferðafólk um sólareyj- una Mallorca. Tilgangurinn með útgáfunni mun vera að bæta úr rikjandi upplýsingarskorti fyrir Mallorcafara og verður bókin án efa kærkomin þeim mörgu íslend- ingum, sem árlega fljúga til Mall- orca I leit að sólskini og hlýjum sjó. Höfundur bókarinnar er Sig- urður Bjarnason, en hann dvald- ist á Mallorca um tveggja ára skeið, auk þess sem ýmsar upplýs- ingar í bókinni eru komnar frá spánska ferðamálaráðuneytinu á Mallorca. Formála skrifaði Helgi P. Briem fyrrv. sendiherra Is- lands á Spáni. Utgefandi er Bóka- útgáfan Leiftur. Minning Gunnar Framhald af bls. 23 mikilli og góðri konu, sem réynd- ist honum traustur förunautur til hinztu stundar. Þau áttu saman fimm börn, sem öll eru gift: Guð- björgu, Mundheiði, Hrólf, Flosa og Guðmund. Hrólfur og Guðmundur synir þeirra hjóna feta dyggilega í fótspor föður síns, einnig Haraldur, maður Guð- bjargar. Þessara manna heyrir maður oft getið þegar talað er um aflahæstu skip. Það er drjúgur skildingur sem þessi karlleggur hefur lagt í þjóðarbúið. Gunnar heitinn var á yngri árum mikið karlmenni, glæsi- legur hvernig sem á var litið, geð- prúður, hæglátur og lítið gefinn fyrir að mikla sig í augum annarra. Hann var vel látinn af þeim sem voru með honum til sjós, umgekkst þá sem jafningja og tók óspart þátt í gamansemi þeirra og var þá oft hrókur alls fagnaðar. Jafnframt því sýndu þeir honum traust og virðingu. Oft munu þeir hafa hreppt hin verri veður eins og sjómenn gera, en aldrei heyrðist hann ræða þá erfiðleika er í land var komið. Mörg hin síðari ár hefur Gunnar átt við vanheilsu að stríða en þegar bráði af fyrir honum leitaði hugur og hönd til sjávarins. Fór hann þá til veiðiskapar ýmist á sjó eða i laxveiði og ótalin eru sporin sem hann átti á Grandann og höfnina. Margir munu eflaust minnast hans þaðan, bæði sem hins mikla athafnamanns og siðar er hann gekk þar sér til afþrey- ingar. Nú í sumar hefur hann ekki heilum fæti á fold stigið. Hann hefur legið á Landspítalan- um og þar andaðist hann 21. þessa mánaðar. Honum var orðið mál á hinni langþráðu hvíld. Dauðann ber að í svo mörgum myndum og getur níst sem sverðstunga þegar fólk er kallað sem börn, eða í blóma lífsins, eins og þau máttu sjá á bak elskaðrar tengdadóttur frá börnum og manni, — enda var hún sárt syrgð. Svo getur og dauð- inn líka breitt líknarhendur yfir þá sem lengi hafa þjáðst. Þetta eru fátækleg þakkar- og kveðju- orð frá okkur systkinunum sem eftir lifum og það munu margir minnast hans á verðugan hátt. „Ég lifi og þér munuð lifa,“ sagði frelsarinn. Við sjáumst á landinu helga þar sem öll mannleg mein hverfa. I þeirri trú er hann kvaddur í guðs friði. Hann verður til moldar borinn 30. júní frá Fossvogskapellu. Ritað á Hrafnistu 25. júní 1976. Þurfður Guðmundsdóttir frá Bæ. AU<,I.YSIN(,ASIM!\N KR: 22480 JRor0<mbIobið XVJ~L-rl F£jFinnsk u ~ glervara frá A R A BIA T3Py WARTSILA FINLAND HELMI 5» Mikið úrval nýkomið bierinC cr 83? SIGGA V/ÖGA £ 'í/LVEgAU LAUGAVEGI 6 SIMI 1 4550 f E-KKl \ Vló VoRRKUVOVl VoföKyi/lO'bOH VRöKfN ötfESKH VFr/K 49 VONKl Efc ,V£R Á *VÖIS)\% V/0ÍU VÁ VI/mTA á9 OftERJÁ W/6 \ vmr swvr/ _ VU v//6 \ Vil/£RT m\?TI KK t\KÁ WöKK(j9 _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.