Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNÍ 1976 17 Cleo Laine og eiginmaður hennar, enski saxafón- leikarinn Johnny Dank- worth, voru hér á ferð í annað sinn og héldu í gærkvöldi tónleika í Laugardalshöllinni, sem voru eins konar uppbót á Listahátíðina nvliðnu. Síðast þegar Cleo og Johnny voru hér á ferð voru þau reyndar í slag- togi með ekki ómerkari mönnum en André Previn og Árna Egils- syni, en í gærkvöldi var höllin þeirra einna. Þau brugðust ekki aðdáend- um sínum, sem þau höfðu eignazt á tónleik- unum í Háskólabíói fyrir tveimur árum, og sumir þeirra héldu að þeir ættu ekki eftir að lifa aðra eins tónleika. Reyndin varð önnur, því að óhætt er að segja að það hafi verið kátt í höllinni — stemmingin rafmögnuð og Cleo og Johnny fóru á kostum. Við bregðum hér upp nokkrum svipmvndum úr Höllinni í gærkvöldi. Ueo og Johnny í stuði . SÖNGKONAN Haldeman í bók: Connally vildi láta halda bandabrennu Kissinger átti ekki að verða utanríkisráðherra USA JOHN Connally, fyrr- verandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti Richard Nixon þáverandi forseta til að brennasegul bandsupptökur Hvíta hússins í rósagarði forseta- bústaðarins og að við- stöddum fréttamönnum að því er H.R. Haldeman fyrr- verandi starfsmannastjóri Hvíta hússinssegir í einum kafla bókar sinnar „Inside the Nixon White House“, sem nú eru birtir í ýmsum bandarískum blöðum. Haldeman segir að Connolly hafi mælt með þessari opinberu banda- brennu sumarið 1973 eftir að Haldeman hafði sagt af sér sem starfsmannastjórí og horfið aftur til Los Angeles. Haldeman vitnar orðrétt í Connolly, „að þetta væri eina rétta stefn-1 an sem forsetinn gæti tekið.“ „Hann verður að, eyðileggja böndin,“ sagði Connolly og bætti við: „Það sem hann á að gera er að safna böndunum saman, hrúga þeim út í rósa- garðinn hella yfir olfu og kveikja í öllu saman, eftir að hafa kvatt fréttamenn á vettvang og skýrt fyrir þeim mikilvægi þessarar gjörðar sinnar.“ Kissinger Einnig segir Haldeman að Nix- on hafi orðið á alvarleg skyssa þegar hann sagði af sér forseta- embætti án þess að náða aila þá sem viðriðnir voru Watergate- málið og þá sem vildu ekki gegna herþjónustu i Víetnam og segist Haldeman hafa hvatt hann ein- dregið til þessa. „Þér ættuð að taka allan harm Watergates og Víetnams með yður,“ sagði hann við Nixon og kveðst hafa bætt því við, að Ford forseti gæti þá tekið við forsetaembættinu hreinu og óflekkuðu. Haldeman segir, að málin hafi þá verið orðin Nixon svo flókin að það hefði ekki valdið neinum umtalsverðum þyt þótt hann ákvæði þessar náðanir. í greinum Haldemans er vikið að mjög umræddri drykkju á síðasta skeiði forsetatímabils hans. Segir Haldeman að for- setinn fyrrverandi hafi aldrei átt við áfengisvandamál að striða enda þótt hann drykki drjúgt — og stundum hafi hann virzt vera ölvaður af einni bjórflösku eða svo. Haldeman fjallar og um Henry Kissinger f greinum sínum og segir að upphaflega hafi ekki verið ætlunin að Kissinger tæki við starfi utanríkisráðherra af William Rogers, og megi þakka frama sinn sifellt veikari stöðu Nixonstjórnarinnar vegna Water- gatemálsins. Enda þótt almenn trú hafi verið að Kissinger byggist við því sjálf- ur að hann yrði utanríkisráð- herra, var ekki talið að það myndi gerast sjálfkrafa og óvíst hvort hann reyndar sæktist eftir því. Haldeman segir að Kissinger hafi vitað hver hafi átt að verða utan- ríkisráðherra og það hafi ekki verið hann sjálfur. „Því varð ég mjög undrandi að heyra um skipan Kissingers sem eftirmanns Rogers. Ég tel það megi allt rekja til þess hve staða stjórnarinnar Haldeman veiktist stórlega í Watergate- málinu,“ segir Haldeman orðrétt i bók sinni. Haldeman segir að skoðanir Kissingers á utanríkismálum hafi ekki alltaf fallið i sama farveg og Nixonstjórnarinnar. Sem dæmi nefnir hann, að hann og Kissinger hafi greint á um hvort Nixon ætti að fresta fyrirhuguðum fundi í Sovétrikjunum eftir að ákvörðun var tekin um að leggja sprengjur fyrir utan höfnina í Haiphong. Haldeman sagði að Kissinger hefði álitið að Rússar vildu fresta fundinum og bar hann fram til- lögu um það. Aftur á móti mælti Haldeman með því að áfram yrði haldið undirbúningi fundarins. Nixon stakk upp á því að leitað yrði álits John Connally fjármála- ráðherra, sem tók sama pól í hæðina og urðu þær lyktir málsins. Kínverjar dá Margaret Thatcher MARGARET Thatcher, leið- togi brezka íhaldsflokksins, er sá stjórnmálamaður á Vesturlöndum, sem Kin- verjar hafa hvað mesta að- dáun á, að því er segir í fréttum frá Peking Kom þetta fram i samtali Hua Kuo-feng forsætisráðherra við Malcolm Fraser forsætis- ráðherra Ástralíu, en hann hefur verið í heimsókn í Kina að undanförnu Ásamt með Guy Mery hershöfðingja, yfirmanni herafla Frakk- lands, er henni lýst sem einna mestiim raunsæis- manni sem skilji hættu sovézkrar útþenslu- og hern- aðarstefnu. Af sömu fréttum má ráða að kínverski for- sætisráðherrann hafi i sam- ræðum við Fraser kveðið fastar og hörkulegar að orði um Sovétmenn og stefnu þeirra en hann hefur nokkurn tima áður gert i opinberum ræðum. Margaret Thatcher.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.