Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1976 23 Gunnar Guðmundsson skipstjóri — Minning Fæddur 12. júlí 1907 Dáinn 21. júnl 1976. Gunnar Guðmundsson var fæddur á Drangsnesi við Stein- grímsfjörð 12. júlí 1907, sonur hjónanna Ragnheiðar Halldórs- dóttur og Guðmundar Guðmunds- sonar, sem bjuggu þar. Þau áttu 14 börn og var Gunnar áttunda barnið að aldri til. Þau hjónín fluttust að Bæ á Selströnd við Steingrímsfjörð, og þar ólst Gunn- ar upp. Foreldrar Gunnars voru dug- mikið fólk og börnin erfðu þá eiginleika foreldra sinna. Fjöl- skyldur þeirra eru dreifðar víða um Vestur- og Suðurland og hafa getið sér góðan orðstír. Guðmund- ur faðir Gunnars vár viðurkennd- ur dugmikiil og aflasæll formað- ur. Hann stundaði sjóróðra á eig- in báti jafnhliða búskapnum. Gunnar hlaut í uppvexti sinum venjulegt barnaskólanám og aðra þá uppfræðslu, sem unglingar áttu kost á að fá á þeim tíma. Hann var um fermingu, þegar hann byrjaði að stunda sjóróðra með föður sínum, og einnig stund- aði hann venjuleg búskaparstörf, eins og unglingar gerðu þá. Nítján ára gamall varð Gunnar formaður á bát fyrir föður sinn. Dugnaður hans á þvi sviði kom fljótt í ljós. Hann varð strax afla- sæll og stjórn hans á skipi varð kunn að árvekni ög farsæld. Ævi- starf hans varð skipstjórn og út- gerð á fiskiskipum, og hvort- tveggja fórst honum farsællega á lífsleiðinni. I september 1927 stofnaði Gunnar heimili með Jakobínu Guðmundsdóttur, Þórðarsonar á Kleifum á Selströnd. Þau bjuggu fyrst á Drangsnesi, fluttust síðar til Hólmavikur, Skagastrandar, og þaðan til Reykjavíkur, þar sem þau hafa búið siðan 1953. Börn þeirra eru: Guðbjörg, gift Haraldi Ágústssyni skipstjóra, Mundheiður, gift Lýði Jónssyni bifreiðarstjóra, Flosi, skipstjóri, giftur Öldu Kjartansdóttur, Hrólfur, skipstjóri, var giftur Sigurrósu Jónasdóttur, sem lézt á siðastliðnu ári, og Guðmundur, skipstjóri, giftur Maríu Magnús- dóttur. Öll börnin eru búsett i Reykjavik. Auk þeirra ólu þau upp Vilmund, sem Jakobína átti áður, vélstjóra, býr í Grindavík, giftur Valgerði Þorvaldsdóttur. Þau Gunnar og Jakobína eiga orð- ið stóran og myndarlegan hóp barnabarna og barnabarnabarna. Gunnar byrjaði eigin útgerð tuttugu og eins árs gamall. Fyrstu árin átti hann litla þilfarsbáta, sem hann gerði ýmist út frá Drangsnesi, Hólmavík eða Skaga- strönd. Hann fluttist búferlum á milli þessara kaupstaða eftir því sem honum þótti henta bezt að gera bátana út frá. Hann var jafn- an sjálfur skipstjóri og útgerð hans gekk vel, dugnaðar hans vegna, enda þótt ýmsir erfiðleik- ar, aflatregða og sveiflur i sölu fiskafurða, steðjuðu að útgerð og fiskverkun á þessum árum. Síðasti báturinn, sem Gunnar átti fyrir norðan og gerði þaðan út, var Frigg 21 smálest að stærð. En 1955 fékk Gunnar bát, sem hann lét smíða f Esbjerg i Dan- mörk, 62 lestir, og nefndi „Sæ- ljón“. Hann gerði bátinn út frá Grindavik og var skipstjóri a* hon- um. Honum gekk vel með bátinn og varð aflakóngur á vetrarvertíð í Grindavík á honum. + Eiginmaður minn, DANÍEL ÓLAFSSON, frá Tröllatungu, sem andaðlst að heimili sínu Ing unnarstöðum. 23 júli, verður jarðsunginn frá Kollafjarðarnes kirkju. föstudaginn 2. júli kl 14 Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Rauða kross islands Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Árnadóttir. Öll sin útgerðarár var Gunnar skipstjóri á bátunum, nema tvö seinustu árin á Skagaströnd, en þá var tengdasonur hans, Harald- ur, skipstjóri með Frigg og Hrólf- ur sonur hans var síðast skipstjóri með Sæljón i Grindavík. En þeir eru báðir þekktir aflaskipstjórar í Reykjavík. Jafnhliða útgerðinni rak Gunn- ar fiskverkun. Hann rak sfldar- söltun á Skagaströnd og einnig í Vogum við Faxaflóa. I Grindavík rak hann fiskverkunarstöðina „Sævik“. Allur atvinnurekstur Gunnars bar merki dugnaðar og árvekni. Hann var harðsækinn skipstjóri, góður stjórnandi og honum hlekktist aldrei á í sinni skip- stjórnartið. Honum gekk vel að halda fólki, enda voru sömu mennirnir með honum svo árum skipti. Hann var áreiðanlegur í viðskiptum og gat ekki unað því að geta ekki staðið í skilum við þá aðila, sem hann átti viðskipti við. Eftir að Gunnar hætti útgerð og fiskverkun stundaði hann, á með- an heilsa hans entist, nokkuð veiðar á litlum vélbátum og opn- um bátum, bæði fiskveiðar og hrognkelsavei ðar. Gunnar og Jakobína áttu intfælt heimili, seinustu árin á Vestur- götu 52 hér í borg. Þar var gott að koma, enda gestkvæmt mjög. Þau voru samhent um að búa heimilið vel og hafa það ávallt opið vinum og kunningjum og kunnu vel að taka á móti þeim. Gunnar var nokkur sportmaður og hafði tækifæri til að stunda það dálítið seinustu árin. Hann hafði gaman af að halda á byssu og iðkaði þann veiðiskap dálitið. Ég átti þvi láni að fagna að fara nokkrum sinnum með honum í laxveiði. Um allar þær stundir á ég góðar endurminningar. Hann var óeigingjarn gagnvart félögum sínum við veiðiskap og víðs fjærri honum að ganga á rétt þeirra. Við hjónin höfum átt margar ánægjulegar stundir á heimili þeirra Jakobínu og Gunnars, sem við erum þeim þakklát fyrir. Við óskum Jakobínu góðrar heilsu og óskum þess að hún megi eiga góða daga, enda þótt hún hafi misst mikið. Við vottum Jakobínu, börnum þeirra og fjölskyldum innilega samúð okkar. Við vonum að Gunnar fái góða heimkomu á hinni ókunnu strönd. Blessun Guðs fylgi honum. Baldur Guðmundsson. Þó minniiiRÍn fölni og margt vilji gleymast. mun afrek og oróstfr um aldir geymast. Mig iangar að minnast hér með örfáum orðum bróður mins, Gunnars Guðmundssonar. Hann er sá þriðji af níu bræðrum, sem kveður þetta jarðlíf. AHs vorum við þrettán systkinin sem lifðum, eitt dó. Þetta er hin svonefnda Bæjarætt, mannmargur og traust- ur ættbálkur. Gunnar var fæddur 7. júlí 1907 að Drangsnesi við Steingríms- fjörð. F’oreldrar hans voru Ragn- heiður Halldórsdóttir og Guð- mundur Guðmundsson. Foreldrar okkar fluttust að Bæ á Selströnd árið 1914. Það sköpuðust atvinnu- möguleikar fyrir þeirra stóra hóp, því ekki lét faðir okkar af sjósókn fyrsfu árin sem þau bjuggu þar, enda hafði hann einungis stundað sjó frá unglingsárum. Gunnar gerðist formaður hjá föður okkar aðeins átján ára á árabát og var við það tvö ár, þá keypti hann sér sjálfur trillu, og með því hófst hinn happasæli sjó- og útgerðarmannsferill hans. Trillu þessa keypti hann 1930 og gerði hana út frá Drangsnesi. 1931 fluttist hann til Hólmavíkur og þar bjuggu þau hjón til 1952. Frá Skagaströnd gerði hann út i tvö ár, en eftir það fluttust þau til Reykjavíkur. Hér áttu þau heima síðan. .Oftast reri hann frá Grindavík og þar gerðist hann mikill at- hafnamaður. Meðal annars byggði hann hús til fullkominnar fisk- verkunar og verkaði sinn fisk sjálfur. I allt eignaðist hann fjóra báta og síðast átti hann bát sem hann lét smíða í Danmörku, einn af þessuin sextiu tonna bátum sem þar voru smiðaðir. Hann hét Sæljón, og elzti sonur hans tók við bátnum af honum. Gunnar kvæntist eftirlifandi konu sinni Jakobinu Guðmunds- dóttur 2. desember 1930, dug- Framhald á bls. 29 t Minningarathöfn um konu mina og móður okkar RÖGNU BJÖRNSDÓTTUR Nökkvavogi 1 fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 júli kl 3 Jarðað verður að Mosfelli BergþórN. Magnússon böm tengdabörn og barnabörn + Innilegustu þakkir til allra hinna fjölmörgu sem hafa auðsýnt okkur vináttu og samúð við fráfall eiginmanns mins, föður, sonar, tengdaföð ur og afa, KARLS SÍMONARSONAR Borgarhrauni 9, Grindavik. Jóhanna Sigurðardóttir Þrúðmar Karlsson Liija Jónfna Karlsdóttir Edvald Lúðvíksson Birgir Smári Karlsson Jósefina Ragnarsdóttir Pálína J. Pálsdóttir barnabörn og aðrir vandamenn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls GUNNLAUGS JÓHANNSSONAR, húsgagnasmíðameistara, Álfabyggð 14, Akureyri z^Rósa Gisladóttir, Gisli Gunnlaugsson Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Bjarni Ómar Jónsson + VIÐAR THORSTEINSSON sem lézt 21 júni s I verður jarðsunginn frá Dómkirkjunní fimmtudag- mn 1 júli 1976 kl 1 3 30 Þeir sem vilja minnast hans láti liknarstofnanir njóta þess Matthildur Björnsdóttir Hildur Viðarsdóttír Lúðvik Ólafsson Halldór Viðarsson + Eiginmaður mmn og faðir okkar. ROBERT BARKER, andaðist í San Antonio, Texas 22. júní sl Jarðarförin hefur farið fram Ruth Barker, Sigrún Cora Barker, Skúli Bruce Barker, Guðmundur Ragnar Carter Barker. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR GUDMUNDSSON frá Dröngum andaðist að heimili sínu 25 júní Minningarathöfn fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 1 júli kl 13.30 Jarðsett að Árnesi mánudaginn 5 júlí Ragnheiður Pétursdóttir Guðmundur Eirfksson Valgerður Jónsdóttir Agústa Eirfksdóttir Magnús Jónsson Anna Eiriksdóttir Kári Þ. Kárason Lilja Eiríksdóttir Friðbert Elf Gíslason Elín Eirfksdóttir Aðalsteinn Örnólfsson Pétur Eiríksson Svanhildur Guðmundsdóttir Alfheiður Eiríksdóttir Þórir Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn + Aðúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og aðstoð við fráfall GUÐFINNU JÓNASDÓTTUR frá Leikskálum. Sérstakar þakkir eru færðar systrunum og starfsliði öllu á sjúkrahúsi Stykkishólms fyrir frábæra umönnun og elskulegheit við dvöl hennar þar Guð blessi ykkur öll Systkini hinnar látnu. + Við þökkum innilega öllum sem vottuðu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa JÓHANNESAR STURLAUGSSONAR Ingibjörg Jakobsdóttir Halldóra og Kjartan Sturlaugur og Inga Dóra Guðrún Kjartansdóttir íris Sturlaugsdóttir Höskuldur Hlfðar Kjartansson Jóhannes Sturlaugsson Guðbrandur Kjartansson Jakob Ingi Sturlaugsson Jón Bergmann Sturlaugsson + Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu SOFFÍU KRISTJÁNSDÓTTUR, Hæðagarði 22 R. Læknum og hjúkrunarliði á deild 4-A Borgarspitalanum þökkum við fyrir sérstaklega góða aðhlynningu í veikindum hennar, og einnig samstarfsfólki i eldhúsi ' Björg Sverrisdóttir Guðmundur Hervinsson Björn Sverrisson Sólveig Indriðadóttir Eva Kristjánsdóttir Kristjana Kristjánsdóttir Sólveig Kristjánsdóttir Jón Kristjánsson og barnabörn + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR RAGNHEIÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Sigurður Magnússon, Ásdfs Magnúsdóttir, Óskar Pétursson, Þórhildur Magnúsdóttir, Gústaf Lárusson, Áslaug Magnúsdóttir, Brynjólfur Magnússon, Jóna Sigurðardóttir, Hulda Magnúsdóttir, Gylfi Magnússon, Gfsli Magnússon, Helga Guðmundsdóttir. Lokað í dag vegna jarðarfarar SIGURÐAR JÓNSSONAR kaupmanns, Grundalandi 7 Bella, Laugavegi 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.