Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNÍ 1976 5 Viðstaddir athöfnina f kirkju- garðinum voru m.a. leikhús- fðlk, ættingjar Stefaníu og stjðrn Minningarsjóðs Stefaníu Guðmundsdðttur. Blómsveigur lagð- ur á leiði Stefaníu Guðmundsdóttur LEIKHÚSSTJÓRARNIR Sveinn Einarsson og Vigdfs Finnbogadðttir lögðu í gær blómsveig á leiði Stefaníu Guðmundsdðttur leikkonu frá Þjððleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur. Stefanfa hefði orðið 100 ára f gær, en hún var fædd árið 1876 og lézt 1926, fimmtfu ára að aldri. Þau Sveinn Einarsson og Vigdis Finnbogadóttir fluttu stutt ávörp við athöfnina í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í gær, en Öskar Borg þakkaði fyrir hönd ættingja. Viðstaddir voru m.a. ættingjar Stefaniu og leikhúsfólk, þar á meðal leikkonurnar Þóra og Emilía Borg, dætur Stefaníu Guðmundsdóttur. 1 ávarpi sínu vitnaði Sveinn Einarsson meðal annars til blaðadóms þar sem greint var frá leikriti sem Stefanía lék aðalhlutverkið i og þar sagði um Stefaníu, að hún hefði verið „sólin og sálin i sýningunni". Stefania Guðmundsdóttir var fyrsta islenzka konan og fyrsti leikarinn sem fékk heiðurslaun frá Alþingi, listamannalaun, og var það þegar árið 1907. Raddir hafa verið uppi um að minnast 100 ára afmælis Stefaníu Guðmundsdóttur i leikhúsunum í Reykjavík næsta vetur. Vigdfs Finnbogadóttir og Sveinn Einarsson leggja blómsveig á leiði Stefanfu Guðmundsdðttur. (Ijðsm. Friðþjðfur). Stofna at- vinnubíl- stjórar sér- stakt trygg- ingafélag? A AÐALFUNDI Trausta, félags sendibifreiðastjðra, sem haldinn var 16. maí sl., var samþykkt að fela stjðrn félagsins að leita sam- starfs við aðra atvinnubifreiðar- stjða um stofnum tryggingafé- lags. Á fundinum kom fram megn óánægja með að láta atvinnubif- reiðarstjðra greiða hærra gjald af sömu tryggingarupphæð en aðrir gera. Miklar umræður urðu á fundin- um um þær álögur sem lagðar eru á bifreiðaeigendur og benti fund- urinn á að þungaskattur og vá- tryggingagjöld af .bifreið með diselvél, sem flytur eitt tonn, er um 200 þúsund krónur. Formaður Trausta var kjörinn Sigurður Jónsson. Týndi gullúri GULLUR tapaðist i fyrradag og er það eiganda þess mjög dýrmætt. Hefur hann heitið fundarlaunum þeim, sem það hefur fundið. Hér er um að ræða vasagullúr og var á það grafið nafnið Oddur Helgi Helgason, 10.4.'62. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila úr- inu til rannsóknarlögreglunnar. Þessi mynd var tekin af sjömenningunum, sem verða í förinni, skömmu áður en þeir flugu utan í gær. „Víkingar” á leið til USA t SAMBANDI við 200 ára afmæli Bandaríkja Norður-Ameríku, 4. júlf n.k. hefur verið undirhúin geysimikil sýning og sigling gamalla og nýrra seglskipa, og er ætlunin að þessi viðburður verði hápunktur hátiðahaidanna í New York. Það gefur auga leið, að af sögu- legum ástæðum þótti ekki annað koma til greina en að ísland ætti fulltrúa á þessari sýningu, og voru tveir bandarískir menn sendir hingað til lands til að ræða þessi mál við viðkomandi aðila. Fékkst heimild borgaryfirvalda til að nota vikingaskipið, sem Norðmenn færðu Reykjavíkur- borg að gjöf 1974, en áður var þörf á talsverðum viðgerðum á skipinu. . 1 áhöfn skipsins verða 5 gal- vaskir menn, þeir Hinrik Bjarna- son, Kjartan Mogensen, Óli Barðdal, Markús Örn Antonsson og Kári Jónasson, og hafa þeir unnið að öllum undirbúningi und- anfarna mánuði og æft af kappi Þessi hátíðahöld i New York verða einhver hin umfangsmestu sem sögur fara af og er gert ráð fyrir að áhorfendur verði a.m.k. 5 milljónir, og hljóta allir að vera sammála um að með þátttöku i þessari miklu skrautsiglingu fáum við eina beztu land- kynningu, sem vöi er á. Að hátíða- höldunum loknum verður farið 'með víkingaskipið tjj fjölmargra siglingaklúbba á austurströnd Bandaríkjanna. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------! ii'ijxv:;':;: jjjjjjjjjjíjj: iiiiiiiiiiíiiiiiiiiii 2*1 viAorkassa lyrir stofurog 3. Fyrir verksmiójur, vörugeymslur og .. '■ ■——^ : lllllllll :::jij:j:j:j:j:j:j:j:j: simi mao —— i i -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.