Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30 JUNI 1976 Leikmenn Southampton hampa hinum eftirsótta bikar eftir sigur sinn 1 — 0 yfir Manchester United í vor. DYRUNGARNR KOMA - leika hér 28. og 29. júlí við úrvalslið I GÆR var endanlega frá því gengið að ensku bikarmeistararn- ir Southampton koma hingað til lands f sumar og Ieika hér tvo leiki. Var það formaður KSl, Rllert B. Schram, sem gekk frá samningunum við Southampton en hann hefur haft allan veg og vanda af þvf að fá liðið hingað til lands. Southampton mun konia hingað 28. júlí og 29. júlí Ieikur liðið svo við úrvalslið KSÍ — landsliðið, á Laugardalsvellinum. Daginn eftir mun Southampton fara til Akur- eyrar og leika þar, en ekki hefur endanlega verið frá því gengið við hvaða lið Englendingarnir leika þar. Sennilega verður þó teflt fram úrvalsliði á móti þeim þar, þótt ekki sé vist hvort um lands- liðið verður að ra'ða. — Southampton mun koma með alla sina beztu menn hingað, sagði Ellert B. Schram í viðtali við Morgunblaðið í gær, en sem kunnug er hefur liðið margar þekktar stjörnur innan sinna vé- banda og er enski landsliðsmaður- inn Mike Channon sennilega þeirra þekktastur hérlendis. — Það er búið að ganga heldur erfiðlega að fá lið til þess að kóma hingað og leika zið íslenzka lands- liðið, sagði Ellert, — og kemur þar margt til.Hjá mörgum þjóðum er sumarfrí i knattspyrnunni um þessar mundir, og eins hefur það verið erfitt fyrir okkur hversu mikil óvissa hefur verið um hvernig Laugardalsvöllurinn yrði pg hvenær endurbótum á honum lyki. Ellert sagði að kostnaðarsamt yrði að fá Southamptonliðið til íslands. — En ég hef enga trú á öðru en marga fýsi að sjá þetta fræga lið, sagði Ellert, — því miður hefur KSI ekki til þessa getað boðið upp á leiki með lands- liðinu í sumar, og höfum við orðið varir við greinilegan áhuga fólks að sjá liðið í hörðum leik. Við þurfum mikinn fjölda á völlinn tíl þess að heimsókn Southampion beri sig.'og álít ég að kanttspyrnu- IWiko Channon — þekktasti leik- tnaður Southamptonliðsins og að margra áliti einn bezti leikmaður ensku knattspyrnunnar um þessar mundir. áhugafók muni ekki láta sig vanta. Það er svo hugmynd min, að verði hagnaður af leiknum á Akureyri þá verði honum varið til þess að styrkja liðin sem leika i 2. deild. Eins og flestum mun kunnugt fer varla fram leikur í 2. deildinni, án þess að samfara séu ferðalög landshornanna á milli, og flest félögin sem leika í deildinni eru þvi illa sett fjár- hagsiega, og væri vissulega ánægjulegt ef fjárhagsútkoma úr leiknum á Akureyri yrði það góð, að félög þessi gætu notið góðs af. Ellert B. Schram var að því spurður hvort Tony Knapp hefði haft milligöngu um komu Sout- hampton hingað. Sagði Ellert að svo væri ekki, en hins vegar væri það skemmtileg tilviljun að Tony Knapp hefði um árabil verið leik- maður og fyrirliði Southampton- liðsins. Southampton eða ,,dýr- lingarnir" eins og liðið er oftast kallað í Englandi lék til úrslita i ensku bikarkeppninni við Man- chester United og vann 1—0. Southampton er hins vegar í 2. deildinni ensku, og vantaði lítið á að það ynni sig upp í 1. deild á síðasta keppnistímabili. Fjölþrautasigur hjá Englendingum ENGLENDINGAR sigruðu í tug- þrautarlandskeppni sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. Hlutu þeir samtals 21.921 stig, tæplega 100 stigum meira en Dan- ir sem urðu í öðru sæti með 20.991 stig. Spánverjar urðu í þriðja sæti Tap fyrir Evró pumeisturunum r í OL-keppninni í Hamilton ISLENZKA körfuknattleiks- landsliðið fékk enn einn skellinn í undankeppni Ólympíuleikanna f Hamilton á sunnudaginn er liðið tapaði fyrir júgóslavnesku Evrðpu- meisturunum með meira en helmingsmun, eða 53 stigum gegn 113. Mun það eftir atvik- um þð teljast þokkaleg frammi- staða hjá liðinu, þar sem Júgóslavarnir eiga frábæru liði á að skipa. sem spáð er miklum frama á Ólvmpíuleikunum. Leikurinn við Júgóslava var nokkuð jafn til að byrja með. en um miðjan fyrri hálfleikinn tóku Júgóslavarnir að síga fram úr og höfðu þeir 24 stiga for- ystu i hálfleik, en þá var staðan 44—20. 1 seinni hálfleik var hið sama uppi á teningnum. Júgóslavarnir skoruðu tvær körfur fyrir hverja eina sem islendingar gerðu. Stighæstur í íslenzka liðinu í þessum leik var Jón Sigurðsson sem gerði 16 stig, en stighæstir í júgóslavneska liðinu voru Dalipagic með 19 stig og Ðelidafic með 16 stig. með 20.451 stig og Hollendingar ráku lestina með 20.270 stig. Bezt- um árangri einstaklings í keppn- inni náði Michael Gordon frá Eng- landi sem hlaut 7750 stig. Annar varð Nick Phipps frá Englandi með 7532 stig, en síðan komu Rodrigues Lobo frá Spáni með 7228 stig og Walther Möller frá Danmörku með 7068 stig. Þá fór einnig fram landskeppni í fimmt- arþraut kvenna. i henni bar Eng- land einnig sigur úr býtum, hlaut 12.622 stig, Holland hlaut 12.022 stig og Danmörk 11.833 stig. Í keppni þessari var sett nýtt danskt met. Helle Sichlau hlaut samtals 4083 stig. Gamla metið átti Dorthe Rasmussen og var það 3.995 stig. Varð Sichlau fjórða í einstaklingskeppninni, en sigur- vegari varð Susan Longden frá Englandi með 4422 stig. Móti frestað Reykjavikurmeistaramóti stráka, stelpna, meyja og sveina í frjáls- um íþróttum, sem vera átti nú í vikunni, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. HEIMSMET11500 M HLAUPI TATYANA Kazankina, 24 ára gömul stúlka frá Petrovsk, setti nýtt heimsmet í 1500 metra hlaupi kvenna á móti, sem fram fór í Moskvu I fyrrakvöld. Hljóp hún vegalengdina á 3:56,0 mín., sem er tími sem margur karlmaður mvndi telja sig fullsæmdan af. Bætti hún fyrri árangur sinn í þessari grein um hvorki meira né minna en 10 sekúndur. Eldra heimsmetið átti Ludmila Bragina frá Sovétrfkjunum og var það 4:01,4 mín., sett á úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum í Miinchen 1972. Bragina varð þriðja í hlaupinu í Moskvu á 4:02,6 mín., en önnur varð Risa Katyukova á 3:59,8 mín. Kazankina setti nýlega heimsmet I 800 metra hlaupi er hún hljóp á 1:56,0 mfn. á móti f Kiev. Er ekkert vafamál að hún á mjög góða möguleika á að hreppa tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum f Montreal, og sjálf segist hún keppa að því marki. Monzon stendur yfir höfuðsvörðum andstæðings sfns MONZON ENN ÓSIGRANDI ARGENTÍNUMAÐURINN Calos Monzon varði heimsmeistara- titil sinn f hnefaleikum millivigtar á laugardaginn er hann keppti við Rodrigo Vales í Monte Carlo. Fyrirfram var búizt við þvf að nú kæmi loks að þvf að Monzon tapaði titli sínum, en hann hefur verið gjörsamlega ósigrandi f þessum þvngdarflokki í nokkur ár og unnið flesta andstæðinga sína á rothöggi f fyrstu lotunum. Monzon átti reyndar í miklum erfiðleikum með Vales til að hvrja með og hefur sjaldan komizt f hann krappari sfðan hann varð heimsmeistari. Var það ekki fyrr en í 14. lotu að Monzon tókst lok að slá Vales f gólfið, en þó ekki betur en svo að hann var fljótur aftur á fætur og tók til við slaginn að nýju. Dómarar gáfu stigin þannig: 146—144, 147—145 og 148—144 Monzon í vil. Eftir keppnina lýsti Monzon því yfir að þetta yrði f sfðasta sinn sem hann verði heimsmeistaratitil sinn. Hann er nú orðinn 33 ára og hefur ekki tapað leik f 12 ár, en samt sem áður hefur hann verið 81 sinní f hringnum á þessu árabili. i ____ John Walker — brá vana sfnum að koma fyrstur að marki. WALKER TAPAÐIÓVÆNT JOHN Walker, Ný-Sjálendingurinn, sem álitinn er mjög sigur- stranglegur f 1500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum tapaði óvænt fyrir Bretanum Steve Ovett f 800 metra hlaupi á móti, sem fram fór í Saarijárvi f Finnlandi um helgina. Byrjunarhraðinn f hlaupi þessu var mjög lítill en endaspretturinn þeim mun harðari og tókst Ovett að skjótast fram úr Walker á sfðustu metrunum. Tfmi Ovetts var 1:50,1 mín. (sami og Islandsmetið) en tími Walkers var 1:50,7 mfn. Meðal keppenda á móti þessu var bandaríski heimsmethafinn f kringlukasti, MacWilkins, og sigraði hann Evrópumeistarann Pentti Kamha frá Finnlandi með miklum yfirburðum. Bezta kast Wilkins var 67,30 metrar en Kamha kastaði lengst 64,80 metra. Þá sannaði Seppo Hovinen öryggi sitt f spjótkastinu með þvf að kasta 91,52 metra, og er nú svo komið að Hovinen kastar yfir 90 metra á hverju móti sem hann keppir í. 46 FRÁ EÞÍÓPÍl) HL MONTREAL EÞlÓPlUMENN munu senda 46 frjálsfþróttamenn á Ól.vmpfu- leikana f Montreal f sumar, og gera sér miklar vonir um að frammistaða þeirra verði ekki lakari en verið hefur hjá keppendum þjóðarinnar á sfðustu ólympfuleikum. Fyrsti Eþfópíumaðurinn, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikum, var Abebe Bikila, sem sigraði f maraþonhlaupi á leikunum f Róm 1960. Meðal keppenda Eþfópíu á leikunum f Montreal verður Miruts Yifter, sem hlaut bronsverðlaun f 10.000 metra hlaupi á leikunum f Miinchen 1972. Aðeins tvær konur eru f liði Eþíópfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.