Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNl 1976 Norrænir borgar- starfsmenn þinga FUNDUR Samtaka nor- rænna borgarstarfs- manna var settur í Reykjavík í gær, en fund- ir sem þessi eru haldnir annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndum og er nú í þriðja sinn haldinn hér á landi. Alls sækja 29 fulltrúar þingið að þessu sinni og eru 24 þeirra frá öðrum Norðurlandaþjóð- um. Kjaramálin munu væntanlega taka mestan tíma í umræðum þings- ins, ásamt umræðum um önnur sameiginleg hags- munamál Samtakanna, en fundinum lýkur á morgun. Meðfylgjandi mynd var tekin við setn- ingu þingsins í gær. Ljósmynd Frirtþjófur Niðurstöður rannsóknarnefndar húshitunar: Hitaveita langódýrust til upphitunar húsa RANNSÓKNARNEFND hilunar- má’a, si>m Ta>knini>fnd Orku- stofnunar skipadi f október 1969 til þess að „rannsaka og bera sam- an mismunandi orkugjafa til hit- unar húsa á Islandi. f því skvrii að varpa Ijósi á, við hvers konar að- stæður hver einstakur orkugjafi sí hagkvæmastur", hefur skilað áliti. Er skýrsla nefndarinnar all- viðamikil. t niðurstöðum hennar kemur fram, að orkukostnaður hjá notanda frá nýjum hitaveit- um verður yfirleitt verulega ha>rri en frá Hitaveitu Reykjavfk- ur. Ennfremur kemur fram, að varmaverð frá hitaveitu má vera miklu hærra en hjá Hita.veitu Reykjavíkur og er hitaveitan samt hagkvæmari notandanum en olía. I fréttatilkynningu frá Orku- stofnun um skýrslu nefndarinnar, en orkumálastjóri, Jakob Björns- son, var formaður hennar, segir að nefndin hafi rannsakað hitun húsa í 5000 manna þéttbýlishverfi með þremur mismunandi aðferð- um. I fyrsta lagi olíuhitun (venju- Stórt tap fyrir Tékkum Tékkar gjörsigruðu Islendinga I körfuknattleik I gærkvöldi, úrslit leiksins urðu 111—60, í leikhléi var staðan 61:31. Leikurinn fór fram í Hamilton í Kanada og var síðasti leikur Islendinga I >for- keppni Ölympíuleikanna í Kan- ada. tslenzka liðið varð neðst í sínum riðli og vann ekki leik, en Tékkar sigruðu hins vegar í riðl- inum. Símon Olafsson var stiga- hæstur í islenzka liðinu. leg miðstöðvarhitun), í öðrú lagi rafhitun með þilpfnum og í þriðja •lági fjarhitun méð heitu vatni (hitaveitu). I frásögn af skýrslunni segir m.a. að þar eð oliuhitun sé ráð- andi form húshitunar hér á landi utan hitaveitusvæðanna, sé sú að- ferð notuð sem viðmiðun, og aðr- ar aðferðir eða hitagjafar bornir saman við kyndingu með venju- legri húskyndiolíu (gasolíu). í at- hugunum sínum tók nefndin tillit til þess munar, sem er á bygginga- Guðjón Teitsson hættir hjá Skipa- útgerð ríkisins Uppgreftri hætt: Engar sprengj- ur í flugvélinni HÆTT er nú við að grafa upp flugvélarflakið, sem fannst, er verið var að grafa fyrir nýbyggingu við Flyðrugranda í Reykjavfk, en frá þessum uppgreftri var skýrt 1 síðasta laugardagsblaði Morgunblaðsins. Ástæðan fyrir þvf að hætt var við að grafa upp flugvélina er að hleðsluskírteini hennar fannst í húsgrunninum og samkvæmt því voru engar sprengjur I flugvél- inni, er hún fórst. Samkvæmt upplýsingum Njarðar Snæhólm rannsóknar- lögreglumanns, sem rannsakaði hleðsluskírteinið, er það dagsett hinn 13. desember 1943 í Dorvall, Bandaríkjunum. Flugvélin var á leið til Bretlands og hafði milli- lent í Gander og var þetta því Framhald á bls. 18 Verkfræðingar á verkfallsverði VERKFRÆÐINGARNIR tveir, sem starfa hjá byggingafulltrúa Revkjavíkurborgar og nú eru í verkfalli fyrir hönd annarra verk- fræðinga hjá Reykjavíkurborg, stóðu verkfallsvörzlu á skrifstofu sinni f gær og komu í veg fyrir að byggingafulltrúi sjálfur gæti sinnt þeim störfum, er þeir gegn alla jafna. Morgunblaðið ræddi í gær við Gunnar H. Gunnarsson verk- fræðing hjá Reykjavíkurborg, sem er formaður samninga- nefndar verkfræðinga. Hann sagði samningaumleitanir þeirra við borgina hafa gengið afar stirð- lega, því að samningar hafi verið lausir frá þvi um áramót. Að frumkvæði verkfræðinga hafi málinu verið vísað til sáttasemj- ara og síðan hafi borgin ekki hækkað það tilboð sepi hún gerði verkfræðingunum heldur jafnleg fremur lækkað það, þar eð þá hafi verið boðin 8% hækkun frá 1. marz og siðan stighækkanir i likingu við það sem gerðist í heildarkjarasamningunum, en nú séu þessi 8% boðin frá undir- skrift samninga hvenær sem af þeim verður, þannig að í því fælist raunverulega lækkun. Gunnar sagði, að núverandi kröfur verkfræðinga væru 11% hækkun frá 1. janúar, 12% frá 1. júlí og 13% frá 1. október og væru þetta samsvarandi við þau 8%, Framhald á bls. 18 kostnaði húsa eftir því hvaða hit- unarkerfi er notað. Þessi munur kemur inn í dæmið fyrir nýja byggð. Þar sem öll hús hafa þegar sín kerfi nýtist þessi munur að- eins að hluta þótt skipt sé um hitunarkerfi. Sem dæmi til samanburðar má nefna að væri raforka keypt til hitunar þeirri byggð, sem athug- unin var gerð fyrir á heilsölu- gjaldskrá Landsvirkjunar í febrú- ar 1976, hefði hitunarorkan kost- að 2,96 krónur kilówattstundin komin að aðveitustöð. Samkvæmt tölum, sem gefnar eru í skýrsl- unni, má raforkan kosta á bilinu frá 3,13 til 4,54 krónur kílówatt- stundin ef um er að ræða nýja byggð, en frá 2,68 krónum til 3,65 króna hver kílówattstund i eldri byggð. Gefið er upp ákveðið kostnaðarbil, þar sem kostnaður er breytilegur eftir því hvar á landínu notandi er. í öðru dæmi er þess getið að orkukostnaður heita vatnsins hjá Hitaveitu Reykjavíkur er nú um 1,10 krónur hver kílówattstund, reiknað hjá notanda. Upplýsingar í skýrslunni gefa að heitt vatn megi kosta hjá notanda frá 3,95 krónum til 5,55 króna hver kíló- wattstund í nýrri byggð, en frá 3,78 til 4,75 króna hver kílówatt- stund í eldri byggð. Þessi dæmi sýna ljóslega, að þar sem jarðhiti er fáanlegur á sæmi- Framhald á bls. 18 Æðarvarp með líflegra móti nú: Verðmæti dúntekjunnar í fyrra um 60 milljónir kr. „ÉG HEF haft fremur stopular fréttir af æðarvarpinu, en eftir því sem ég hef heyrt virðist varpið hafa verið með aðeins líflegra móti sumstaðar í vor,“ sagði Arni G. Pétursson hjá Búnaðarfélagi Islands, þegar Mbl. spurði hann hvernig horf- ur væru með dúntekju nú. Hins vegar kvað Árni eftir sem áður töluverð afhroð hafa orðið hjá æðarfugli af varga- gangi. Árni kvað varginn flytja sig lítillega til á landinu milli ára, þannig að stundum bæri meiri á þessu á sumum svæðum en öðrum. Hann sagói að t.d. væri svartbaknum og öðrum máffugli stöðugt að fjölga og sjálfur kvaðst Árni hafa orðið var við það á yfirreið um Norð- ur- og Norðausturlandi, að mik- il aukning væri þar á hrafni, sem virtist jafnvel fara yfir meira í bylgjum en svartbakur- Framhald á bls. 18 Samgönguráðherra kynnir sér erfiðleika Reykjavíkurhafnar HALLDÓR E. Sigurðsson sam- gönguráðherra átti f gær viðræð- ur við forráðamenn Reykjavíkur- hafnar um fjárhagsörðugleika hafnarinnar. Sat ráðherra fund I hafnarnefnd auk þess sem hann fór 1 siglingu um höfnina og k.vnnti sér rekstur hennar. Að sögn Gunnars Guðmunds- sonar hafnarstjóra eru fjárhags- vandræði Reykjavíkurhafnar í þvi fólgnar að rekstrartekjur af henni hrökkva ekki fyrir útgjöld- um, viðhaldi og nýrri mannvirkja- gerð, enda er hún eina höfnin hér Framhald á bls. 18 © INNLENT Starf forstjóra Skipaútgerðar ríkisins er auglýst laust til um- sóknar í síðasta Lögbirtingablaði, en Guðjón Teitsson, sem verið hefur forstjóri Skipaútgerðarinn- ar síðan 1953, mun láta af störfum síðar á árinu fyrir aldurs sakir, — Maður er búinn að vera meira og minna I þessu frá því 1929 og starfsaldurinn hjá ríkinu er því orðinn hátt í 50 ár, sagði Guðjón er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. — Hvað maður gerir þegar maður hættir er ekki gott að segja, en sjálfsagt reyni ég að finna mér eitthvað að gera ef starfsþrekið og heilsan verða í lagi. 38 nýir íveruskálar settir upp við Kröflu FYRIRTÆKIÐ Miðfell í Reykja- vík hefur tekið að sér að smíða í sumar 38 fveruskála fyrir Kröflu- nefnd og er reiknað með að skálar þessir verði komnir upp við Kröflu um miðjan ágúst. Fyrir- tækið byggði um 100 skála fyrir Kröflunefnd í fyrra og á þessu ári hefur það byggt um 50 skála til viðbótar þannig að nú eru við Kröflu skálar fyrir um 240 . manns. Ástæðan til þess að bætt verður við íveruskálum I sumar er sú að sögn Leifs Hannessonar hjá Miðfelli að seinni part sumars er reiknað með að taka til við boranir að nýju með mun meiri krafti en áður vegna þeirra tafa sem orðið hafa. Kallar þetta á aukinn mannskap og þá um leið á aukið húsnæði fyrir starfsfólk- ið. 1 hverjum skála búa að jafnaði tveir menn, en hluti skálanna við Kröflu fer undir (sameiginlegar þarfir. Skálarnir eru allir byggðir á Húsavík og sagði Leifur Hannesson að verð hvers skála yrði sennilega um 650 þúsund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.