Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNl 1976 3 Prestastefnan sett í gær: Rætt um PRESTASTEFNAN 1976 var sett f Bústaðakirkju í gær. Hófst hún fyrir hádegi með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem sr. Pétur Ingjaldssun, prófastur prédikaði en sr. Þórir Stephensen og sr. Páil Þórðarson þjónuðu fyrir altari. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, flyt- ur yfirlitsræðu sína á prestastefnu. sálgæzlu Fundir prestastefnunnar fara fram í Bústaðakirkju í hinu nýja safnaðarheimili þar og er mjög góð aðstaða til að halda hana þar. Eftir hádegið flutti biskup yfir- litsræðu um starfsemi kirkjunnar á siðasta ári. Kom m.a. fram í henni að nokkrir fjármunir eru til í sjóði til byggingar þjóðkirkju- húss í Reykjavík. Þar yrði til húsa Biskupsstofa, Hjálparstofnun kirkjunnar, Bíblíufélagið o.fl. kirkjulegar stofnanir. Einnig minntist biskup látinna presta og prestsekkna. Að lokinni ræðu biskups voru fluttir fyrirlestrar um aðal- umræðuefni prestastefnunnar, sálgæzlu. Séra Sigurður H. Guðmundsson á Eskifirði ræddi um sálgæzlu — sérþekkingu — samstarf. Taldi hann m.a. sam- starf lækna og presta ekki aðeins æskilegt, heldur nauðsynlegt. Séra Tómas Sveinsson á Sauðár- króki talaði um sálgæslu meðal sjúkra, þá nýju tilveru, sem hæfist þegar maðurinn sjálfur skiptir ekki lengur máli, heldur sjúkdómur hans og hversu það, ásamt áhyggjum af fjölskyldu, at- vinnu o.þ.h., geti orðið til þess að brjóta sjúklinga niður. Þá voru lagðar fram í gær tillög- ur Starfsháttanefndar um tilhög- un á starfseníí kirkjunnar, en skýrslan er lögð fram til kynning- ar og umhugsunar. Störfum prestastefnunnar er framhaldið í dag með fyrirlestrum og henni lýkur á morgun. Eru þeir að fá 'ann Gljúfurá. SIGURÐUR í Sólheimatungu tjáði þættinum, að veiðin hefði verið heldur treg það sem af væri og aðeins um 20 laxar ver- ið kömnir á land á hádegi í gær, en veiði hófst í Gljúfurá 20. júní. Vænstu laxarnir hafa ver- ið tíu punda fiskar þó að lítið virðist gengið af laxi, hefur hann veiðzt upp um alla á, ekki siður á efstu stöðum en neðstu. Vatnið í Gljúfurá er mjög gott um þessar mundir og hafa menn veitt bæði á flugu og maðk. Að sögn Sigurðar er þetta mjög svipuð veiði og á sama tíma í fyrra, en þá veidd- ust 522 laxar yfir sumarið á þrjár stengur. Silungsveiði: Geitaberg:svatn. Þátturinn frétti af tveimur veiðimönnum sem brugðu sér í Geitabergsvatn á sunnudaginn siðastliðinn og spurði þá frétta þaðan. Þeir félagar tjáðu okk- ur, að mjög mikill silungur virt- ist vera í vatninu, sennilega of mikill, því hann er mjög i smærra lagi. Veiði þeirra félaga eftir aðeins tæplega tvo tima var 28 stk., bæði urriðar og bleikjur, en þeir urðu að henda meiripartinum aftur vegna smæðar. Öðrum veiði- mönnum gekk sízt verr (eða betur) að sögn veiðimannanna tveggja. Veiðileyfi í Geitabergs- vatni má kaupa i Ferstiklu í Hvalfirði og á Hótel Akranesi, og kosta þau 1200 krónur á dag. Á sömu stöðum fást einnig leyfi i Eyrarvatni sem er ágætt veiði- vatn neðar í Svínadalnum. Byrjað að bora við Kröflu í næstu viku UNNIÐ er nú að því að flytja stóra jarðborinn, sem verið hefur á Laugalandi I Eyjafirði, að Kröflu. Að sögn Isleifs Jónssonar, forstöðu manns jarðborunar- deildar Orkustofnunar, hefur borinn nú verið tekinn niður. Borinn má taka sundur i ýmsa hluta og er síðan hverjum hlut ekið með stórum flutningabílum áleiðis að Kröflu. Sjálfur turn borsins er erfiðastur i flutningi en ísleifur bjóst við að flytja yrði1 hann að næturlagi eða þegar minnst umferð er á þjóðveginum. Farið er um Dalsminni, því að borhlutarnir eru of þungir og fyrirferðamiklir til að hægt sé að fara með þá yfir Vaðlaheiði. ! tsleifur kvaðst vænta þess að| hægt yrði að hefja borun við Kröflu eftir um tiu daga eða seinni hluta næstu viku, en bor- inn verður við Kröflu i vetur og er stefnt að því að bora að minnsta kosti 2—3 holur þar nú fyrir áramotin. . Nú er unnið að borun eftir heitu vatni við Siglufjörð fyrir hitaveituna þar. Gengur borunin þar mjög vel, að því er ísleifur sagði, og er borinn nú kominn niður á 600 metra á aðeins um vikutima. Ekki hefur þó neitt vatn komið upp enn sem komið er. Þá er að hefjast borun við Bæ í Bæjarsveit fyrir , Hitaveitu Borgarfjarðar, og''eru taldar góðar vonir um að þar megi fá heitt vatn. Myndin er tekin í anddyri Bústaðakirkju er fundir prestastefnunnar voru að hefjast. AJAX með sítrónukeim nvia uoobvottaefnið, n / 41 fjarlægir fitu fljótt og vel. Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt - jafnvel fisk- og lauklykt - heldur uppþvottavatninu ilmandi. AJAX með sítrónukeim - hin ferska 4.11 orka. AJAXer fljótvirkt - ferskt sem sítróna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.