Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNl 1976 NESSIE lætur ekki á sér kræla leiðangur New York Times og bandaríski. r- vísindaakademíunnar Leiðangursmenn í þessum umfangs- mesta og tæknilega fullkomnasta leið angri til að leita svars við því, sem leynast kann í gruggugu dýpi Loch Ness, hafa verið mjög önnum kafnir frá því að þeir komu fyrst á staðinn f byrji;n júní. I hálfan mánuð nú hafa kvikmynda og myndatökuvélarnar ver- ið í gang» allan sólarhringinn og berg- málsmælingar gerðar á vatninu frá árla á morgnana til seint að kvöldi .Svefn tími manna hefur verið óreglulegur svo og vmnutiminn og óneitanlega hafa ýmsir í hópi leiðangursmanna látið i Ijós vonbrigði og óþolinmæði yfir því að við skulum ekki þegar i stað vera búnir að fmna Nessie, en þeir eru lika fljótir að viðurkenna að þeir hafi engan rétt á að láta slíkar tilfinningar ná tökum á sér Við gerðum okkur grein fyrir því í upphafi að það væri allsendis óvíst hvort nokkur árangur næðist í ár og að við yrðum að byrja aftur að ári með hækkandi sól með enn fullkomn- ari tækjabúnað, en allir eru ákveðnir i því að hætta ekki fyrr en gátan hefur verið leyst Um 30 þúsund myndarammar af litkvikmyndafilmum hafa nú verið framkallaðir en enginn þeirra hefur sýnt neitt, sem gæti bent til að um Nessie væri að ræða. Leiðangursmenn hafa nú stillt kyrrtökumyndavélina upp á nýtt, þannig að hún tekur nú myndir i 45 sekúndna millibili í stað 1 5, er þetta gert til að spara filmur og einnig hefur verið gengið þannig frá búnaðin um, að komi eitthvað óvenjulegt fram, ' hefst simamyndataka þegar í stað Það er einn maður á vakt allan sólarhring- inn yfir sjónvarpsskerminum i stjórn- stöðinni i landi og fylgist með og komi Strobeljóskastararnir varpa birtu á sítokumyndavélina á 10 metra dýpi í Loch Ness. eitthvar óvenjulegt fram setur hann allan tækjabúnað þegar i stað i gang og gerir félögum sinum viðvart Það er þvi raunar fremur litið fréttnæmt hjá okkur, hver daqur er öðrum líkur. en eftirvæntingin er alltaf fyrir hendi Tveir af dýrafræðingunum i leiðangrin- um, Jeffrey Thomason og dr Christo- pher Mcgowan, komu í fyrrakvöld úr bergmálsmælingaleiðangri af vatninu í miklu uppnámi og glaðir Þeir höfðu báðir séð miklar gárur myndast eins og einhver stór skepna væri að vaka um 150 metra frá bátnum, en áður en þeim tókst að festa það á filmu var vatnsyfirborðið orðið spegilslétt á ný. Engu að siður voru báðir vissir um að þarna hefði eitthvað óvenjulegt verið á ferð og sögðu að þetta væri alveg nægileg ástæða til að halda áfram og félagar þeirra voru þeim allir sammála íbúarnir hér við Loch Ness hafa fylgzt með störfum leiðangursmanna af áhuga Margir þeirra telja sig hafa séð eitthvað i vatninu, sem gæti hafa verið Nessie. aðrir hafa aldrei neitt séð, né þeir eru allir fullvissir um að eitthvað sé þarna á ferðinni Jimmy McLennan hefur búið á bökkum Loch Ness á leigujörð í 62 ár Hann hefur aldrei séð neitt óvenjulegt i vatninu en segir: ,,Það er eitthvað þarna i djúpinu." Faðtr Gregory, ábóti í Fort Augustus, segist hafa séð Nessie einu sinni og enginn ber brigður á það sem hann segir ,,Þetta var fyrir 4 árum á falleg um sumardegi Sólin skein í heiði og vatnsflöturinn var sléttur sem spegill Ég var á göngu með vatninu ásamt vini mínum frá London, sem er organleik- ari Skyndilega sáum við miklar gárur á vatninu um 200 metra frá landi. Við námum staðar og horfðum á þetta fyrirbæri og sáum brátt höfuð, um 20 sentimetra í þvermál, koma upp úr vatninu Síðan kom langur svartur háls, um 2—3 metrar, og aftan við hann kom eins og kryppa upp úr vatninu Eftir örskamma stund stakk þessi skepna sér út á hlið og hvarf undir yfirborðið Hér var ekki um dauð- an híut ems og bát eða trjábol að ræða, þarna var einhvers konar skepna á ferðinni," segir faðir Gregory Lýsing hans er mjög svipuð þeim lýsingum, sem nákvæmastar hafa fengist af þessu fyrirbæri. Hann segist vona að leióangurinn uppskeri árangur erfiðis síns „og síðan skulum við leyfa þessari ófreskju að vera í friði Á þessum tímum tækninnar s’etjum við merki á allt Ég er unnandi hins óþekkta, það sem dularfullt er heillar fólk og þannig ætti það að vera áfram. Frú Vinifred Carey hefur búið í húsi fyrir ofan rústirnar af Urquhartkastala frá því 1951, en áður hafði hún verið við Loch Ness á hverju sumri frá því 1917 Hún er nú 69 ára að aldri og gigtin hefur beygt hana líkamlega en andlega er hún hress og viljastyrkurinn óbugaður Hún var 1 1 ára þegar hún fyrst sá ófreskjuna, er hún var úti á vatninu á báti með bróður sínum. „Stór kryppa eins og bátur á hvolfi kom allt í einu upp rétt hjá okkur og færðist síðan í burtu með miklum hraða Það þarf ekki að taka fram að við urðum skelfingu lostin og hröðuð- um okkur til lands sem mest við mátt- um." 3 7 ár liðu þar til frú Carey sá Nessie næst og var það um sumarið 1954 er sonur hennar var hjá henni í sumarleyfi. Er sú lýsing nær nákvæm- lega eins og lýsing föður Gregory, en alls segist frú Carey hafa séð Nessie 1 5 sinnum Hún er ekki í nokkrum vafa um að Nessie er raunveruleg og Drumnadrochit, Skotlandi, 28 júní Eftir John Noble Wilford hún gleðst yfir þessum leiðangri „því að hingað til hafa það verið tómir viðvaningar, sem hafa reynt að finna Nessie með ófullkomnum búnaði og ekki nægilega mikilli trú á verkefninu" Hver sem árangur leiðangursins verður mun hann litlu breyta um trú íbúanna við Loch Ness á Nessie Til- vera ófreskjunnar er svo löngu orðin órjúfanlegur þáttur lífs þeirra, að stað- festing á að Nessie væri til myndi ekki koma þeim hið minnsta á óvart og fari leiðangursmenn heim með tvær hend- ur tómar mun það heldur ekki breyta neinu. Það eina sem þeir eru andvfgir er að einhver reyni að handsama Nessie og flytja hana eitthvað í burtu til að geyma í búri, eins og japanskur leiðangur reyndi að gera fyrir nokkrum árum, Að minnsta kosti var það yfirlýst markmið leiðangursmanna, en íbúar við Loch Ness brosa er þeir minnast vinnubragða þessara litlu gulu manna, sem töluðu ekki orð í ensku og eyddu mestum tíma sínum hringsólandi á litlum báti úti á vatninu. Ef einhver reyndi að færa Nessie á brott er hætt við að ibúarnir við vatnið myndu standa fastir fyrir í að koma í veg fyrir slíkt frumhlaup, því að það er ekki hægt að flytja i burtu leyndardóminn úr djúpum þeirra grugguga vatns. Markmið okkar leiðangurs er hins vegar aðeins að upplýsa leyndardóm- inn, ekki að reyna að ná Nessie né gera neitt það sem gæti orðið til að skaða hana, Okkur vantar að- eins nægilega skýrar myndir til að vísindamenn geti gengið úr skugga um hvað hér sé á ferðinni. Við erum allir fullvissir um að það muni takast þótt það verði ekki endilega í sumar. Hins vegar gæti það orðið eftir 1 minútu og það heldur okkur vakandi og fullum eftirvæntingar. Vakt er allan sólarhringinn yfir sjónvarpsskermunum EFTIRVÆNTINGIN og æsing urinn í sambandi við leit að einhverju dularfullu og óbekktu fyrirbæri eins og því e. lýsí i sögubókum lætur þeg- ar á holmínn er komið hægt undan síga fyrir önnum og reglubundnum störfum hversdagsleikans. Þannig hefur reynslan okkar hér við Loch Ness orðið, en óneitan- lega er alltaf fiðringur í mönnum við tilhugsunina um að góður árangur kunni að nást í leiðangri New York Times og Bandarísku vísinda akademíunnar i leit að Loch Ness skrímslinu. Frú Winifred, Carey og Jimmy McLennon Frú Carey hefur séð Nessie 1 5 sinnum, Jimmy aldrei.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.