Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1976 11 „Hannyrðakennsla hér á landi á hœrra stigi en á hinum Norðurlöndunum ” H£R á landi eru nú staddar um 200 konur frá öllum Norður- löndunum og sækja þær þing norrænna handavinnukennara. Samband norrænna handa- vinnukennara, eða NTF, var stofnað árið 1969 I Finnlandi, en þetta þing hér er það þriðja í röðinni. Hér er þó aðeins um að ræða kennara I hannyrðum, en ekki sníðakennara eða aðra slíka. Ráðstefnan er haldin á Hótel Loftleiðum og mun standa til 1. júlí. Einkunnarorð þingsins að þessu sinni eru „Markviss handavinnukennsla" og verður það málefni, ásamt ýmsum fleirum, tekið til meðferðar í fyrirlestrum og hópumræoum. Blm. Morgunblaðsins ráði tali af þeim Elísabeth Magnús- dóttur og Vigdísi Pálsdóttur, sem ásamt fleirum hafa unnið að undirbúningi þessarar ráð- stefnu. Þær sögðu að tilgangur- inn með stofnun þessara sam- taka væri að koma á norrænu samstarfi um handavinnu- kennslu. Þær töldu mikilsvert að standa vörð um það menn- ingarlega gildi, sem handa- vinnukennsla getur fært ein- staklingum, og að stuðlað yrði að þvi að norræn handavinnu- menning bærist til komandi kynslóða. Þær sögðust álíta að hannyrðir hefðu unnið mikið á í seinni tíð hjá fólki og kæmi þar m.a. til aukinn frítimi fólks. Þá vildu þær sérstaklega leggja áherzlu á nauðsyn þess að auka handavinnukennslu drengja til jafns við stúlkna og það væri nauðsynlegt til að halda verk- menningu á háu stigi. „Handa- vinnukennsla hér á landi er á örlítið hærra stigi en á hinum Norðurlöndunum og það er okkur metnaðarmál að halda þessari forystu*', sögðu þær að lokum. Á þessari ráðstefnu eru í fyrsta skipti fulltrúar frá Grænlandi og Færeyjum og rabbaði blm. Morgunblaðsins stuttlega við þá. Færeyski full- trúinn, sem heitir Nicolina Jen- sen, sagði að sér þætti stórkost- legt að fá tækifæri til að hitta hér samkennara sína frá hinum Norðurlöndunum og sagði hún að sér þætti sérstaklega mikil- vægt að gefa gaum að fornum Fulltrúarnir frá Færeyjum og Grænlandi. hannyrðum og aðferðum og samhengið milli þess gamla og nýja mætti ekki rofna. Fulltrúinn frá Grænlandi heitir Helga Nielsen og fannst henni mjög spennandi að vera komin hingað til íslands og sagði aðspurð að handavinnu- kennsla á Grænlandi væri mjög svipuð og í Danmörku, en ef eitthvað væri sem einkenndi grænlenzkar hannyrðir, þá væri það perlu- og skinnasaum- urinn. í sambandi við þingið er efnt til sýningar í Norræna húsinu á hannyrðum frá öllum löndun- um. Sýningin var opnuð í gær, er opin frá 14.00—22.00 og mun standa i viku. Aðgangur er ókeypis. Hannyrðakennararnir þágu I gær boð Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaraðherra í ráðherra- bústaðnum. Eins og sjá má voru margar konurnar mjög fagurlega búnar. r Fiskveiðasjóður Islands: Heildarútlánin 18y2 milljarður í árslok ’75 Eigið fé sjóðsins rúmlega 18% af niðurstöðutölum efnahagsreiknings viðgerða á skipum og til tækjakaupa; lánveitingar i formi fasteignaveðlána námu 823 m.kr. og auk þess voru veitt 315 lausaskuldalán að fjárhæð 2.350 m.kr. ÚTISTANDANDI lán Fiskveiðasjóðs íslands I árslok 1975 nðmu 18.596 milljónum króna samkvæmt yfirliti sem fylgir ársskýrslu Útvegsbanka Islands yfir greint ár. Höfðu þau hækkað á árinu um 8.607 milljónir króna. Þar af eru tæpir 14 milljarðar I skipalánum, rúmlega 1 milljarður I bráðabirgðalánum til innlendrar skipasmlði, þrlr milljarðar eitt hundrað tuttugu og fimm milljónir I fasteignalánum I fiskiðnaði. 274 m.kr. I bráðabirgðalánum til fasteigna og um 95 m.kr. I öðrum lánum, veittum af stofnlánadeild. Fiskveiðasjóður islands er elztur og stærstur fjárfestingarlánasjóður Islenzkra atvinnuvega og burðarás I uppbyggingu I þeirri atvinnugrein um marga áratugi. Útlán fiskveiSasjóðs 1975. Lánveitingar sjóðsins á sl ári námu 4.909 m.kr. og höfðu aukizt um 2248 m.kr. (84,5%), Heildarlánveitingar til fiskiskipa námu á árinu 4.086 m.kr., til innlendra skipasmiða (92 lán) 1146 m.kr., (428 m.kr 1974), til erlendra skipasmíða (40 lán) 2.T73 m.kr. Veitt voru á árinu 264 lán að fjár- hæð 760 m.kr. (211 m.kr 1974) til Rekstur sjóðsins 1975 Tekjur fiskveiðasjóðs íslands sam- kvæmt rekstrarreikningi á árinu 1975 námu af útflutningsgjaldi sjávarafurða, framlagi ríkissjóðs, framlagi úr gegnis- munasjóði og vöxtum innheimtum á árinu samtals 2.251 m.kr. en höfðu numið árið áður 1.124 m.kr. Gjalda- liðir sjóðsins: vaxtagreiðslur og rekstrarkostnaður námu á árinu 1.192 m.kr. en höfðu numið árið áður 626 m.kr. j árslok 1975 nam eigið fé Fiskveiðasjóðs íslands 3.538 m.kr., en það er 18,1% af niðurstöðutölum efnahagsreiknings Þetta hlutfall var í árslok 1974 23.8%. Varnarliðsvél hlekkt- ist á við Reykjahlíð Björk, Mývatnssveit, 28. júnf — FLUGVÉL frá varnarliðinu lenti I dag á flugvellinum hjá Reykjahlíð. Eitthvað hlekktist flugvélinni á f lendingunni, því að hún fór næstum norður af brautarendanum, þar sökk eitt lendingarhjó! vélarinnar utan I brautarkant að austanverðu. Ekki er í fljótu bragði hægt að sjá að vélin sé neitt skemmd, en þar sem hún situr nú hallast hún það mikið að vængurinn nemur við jörð. Eftir því sem bezt er vitað munu aðeins fjórir menn hafa verið í flugvélinni. Engan mun hafa sakað, þött lendingin hafi trúlega ekki verið sérlega mjúk. Ekki hef ég getað aflað mér upplýsinga um, hvers vegna flugmennirnir ákváðu að lenda svo stórri vél, þ.e. DC-3 á þessum velli. Það hefur aldrei verið reynt áður. Flugvöllurinn hjá Reykjahlíð er aðeins 600 metra langur, en flugvél sem þessi er talin þurfa 900 metra braut. Trúlega hafa flugmennirnir eitthvað misreiknað völlinn. Eftir því sem sjónarvottar telja, var vélin komin nokkuð inn á brautina, þegar hjólin snertu hana. Óvíst er hvernig gengur að koma vélinni upp á brautarendann og hefja hana til flugs á ný. Til þess þarf sjálfsagt einhvern sérstakan viðbúnað og hagstæð skilyrði, og þó að vélin sé í flughæfu standi, sem ekki er hægt á þessu stigi að fullyrða, en það það hlýtur að koma fljótlega i ljós. — Kristján. 18 nemendur innritaðir í námsbraut í sjúkraþjálfun VIÐ BYRJUN haustmisseris tek- ur til starfa í Háskóla Islands námsbraut í sjúkraþjálfun. Nám til lokaprófs, B.S.-prófs í sjúkra- þjálfun, verður fjögurra ára nám. Fyrst um sinn verða á hverju hausti aðeins innritaðir 18 nýir nemendur í þetta nám. Umsókn- um um innritun nú í haust skal skila í skrifstofu Háskólans á tímabilinu 1. júli — 15. júlí. Auk venjulegra innritunargagna skulu umsækjendur skila upplýs- ingum um fyrri ströf og heilbrigð- isvottorði. Svör við umsóknum munu send umsaekjendum fyrir 1. ágúst. Frétt frá Háskóla íslands. BATAHORFUR HJA GIGTSJÚKUM . . . SEXTÁNDA þingi norrænna gigt- lækna er nýlokið og voru slðasta daginn fluttir fjölmargir fyrir- lestrar, en gestafyrirlesarar voru frá Skotlandi, Englandi og Banda- rfkjunum. Þingið sóttu alls um 200 læknar og fóru þeir einnig kynnisíérðir um nágrenni Reykjavíkur. Prófessor J.J. Calabro flutti fvririestur um liðagigt í börnum og unglingum. Hann taldi bata- horfur góðar og betri þegar sjúk- dómurinn fyndist á byrjunarstigi og góð samvinna tækist milli lækna, sjúkraþjálfara og foreldra um endurhæfingu og meðferð. Málþing var haldið um notkun lyfja, sem hafa áhrif á vöxt frumna og framleiðslu þeirra á mótefnum. Notkun þessara lyfja hefur aukizt á síðustu árum og ný lyf hafa fundizt, sem hafa góð áhrif á sjúkdóminn en varasamar aukaverkanir. Staðfest var á ráðstefnunni að lyfið Penicillamini kemur oft að góðu gagni og hefur tiltölulega litlar aukaverkanir, sé vel fylgzt með sjúklingum, sem taka það. Þá var haldið málþing um gullmeðferð við liðagigt. Gull hefur lengi tíð- kazt við meðferð á liðagigt en ekki er þó langt siðan gagnsemi gullmeðferðar var sönnuð. Gullmagn í blóði sjúklinga á slíkri meðferð er rahnsakað og hafa gigtlæknar á íslandi haft slíkt eftirlit með sinum sjúklingum um nokkurra ára skeið. Fram hafa komið lyf, sem geta e.t.v. komið i stað gulls, en læknar vinna nú að rannsóknum til að gera sér grein fyrir framtíðarhlutverki gulls i meðferð liðagigtar. Margir sjúklingar með liðagigt þurfa að fá sterameðferð, sem oft kemur að góðu gagni. Sterar hafa ýmsar aukaverkanir og meðal þeirra er úrkölkun beina, sem erf- itt hefur reynzt að ráða bót á, en á ráðstefnunni fékkst vísbending um að lausn á þessu vandamáli væri á næsta leiti. Þá var rætt um notkun stera til innspýtingar í liði. Það er ljóst að þessi meðferð getur haft góð áhrif á fyrstu stigum liðagigtar og slit- gigtar en áhrifin fara minnkandi þegar sjúkdómurinn kemst á hærra stig. Ennfremur verður að gæta þess að bólga í lið stafi ekki af sýkingum, þvi steragjöf eykur þá á bölguna og getur leitt til verulegra vandræða. Læknarnir Arinbjörn Kolbeins- son og Nikulás Sigfússon tóku þátt í málþingi um notkun svo- nefnds iktarþáttar til greiningar liðagigtar og til ákvörðunar á horfum liðagigtarsjúklinga. Skýrðu þeir frá rannsóknum, sem gigtsjúkdómafélag íslenzkra lækna hefur látið gera í samvinnu við Hjartavernd á algengi og ný- gengi iktarþáttar hjá um 6.000 manns í Reykjavík og nágrenni. Þar kom fram að algengi iktaþátt- ar er ívið lægra hjá íslendingum en öðrum þjóðum i V-Evrópu. Al- gengi vex með aldrinum og nær um 3% við 60 ára aldur. Meðan á þinginu stóð var einnig haldinn aðalfundur norrænna gigtlækna og verður næsta þing í Danmörku eftir 2 ár. Fréttatilkvnning. Cargolux fær nýia DC-8 vél CARGOLUX hefur nú eign- azt sjöttu flugvélina til vöru- flutnfnga og er hún af gerð- inni DC —8—63. Á Cargolux þá 3 sllkar vélar auk tveggja Canadair Cl—44s eða Rolls Royce eins og þær nefndust meðan þær voru í farþega- flutningum fyrir Loftleiðir. Nýja flugvélin er skráð í Luxemborg en hún var ke.vpt frá Flying Tiger Line með leigukaupasamningi til langs tima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.