Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNÍ 1976 7 Úr Varðarferð sl sunnudag Varðarferðir Landsmálafélagið Vörð- ur hefur um langan aldur efnt til skoðunar- og kynningarferða um næsta nágrenni borgarinnar, söguslóðir og staði sér stakrar náttúrufegurðar. Þetta hefur verið gert i þeirri trú að það sé hverj- um og einum hollt að þekkja sitt nágrenni og njóta samvista við náttúru landsins. Frá öndverðu þessara ferða hafa for- ystumenn flokksins verið með i för og reifað hugðarefni sin i áheyrn samferðarmanna I án- ingarstað. Löngu síðar fetaði svo- kallað Alþýðubandalag i fótspor Varðar með sams konar skoðunarferðir, sem byggðar vóru upp með nákvæmlega sama hætti i einu og öllu. Um það er ekkert nema gott að segja og mættu þeir Alþýðubandalagsmenn raunar taka Vörð sér til fyrirmyndar um fleiri hlutí. Að falla að íslenzku landslagi Það hefur mikið verið rætt um umgengni við islenzka náttúru, sem farið hefur batnandi ár frá ári. Það hefur og verið talað um mannvirkjagerð, sem falla þurfi að lands- lagi og umhverfi, og þá gjarnan bent á hina eldri byggingarhefð íslenzka. Það er máske siður hægt að segja að orðbragð og hugræn hegðan þurfi að falla að fslenzku landslagi — og þó. Skömmu fyrir þessar ár- legu skoðunarferðir, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, segir Björn Th. Bjömsson í Þjóðviljan- um: „Nú ætlar ihaldið að skrölta þennan sama dag sömu leið í nokkrum bil- um með tvær heitar mál- tfðir handa mönnum til afþreyingar i stað þess að nota timann til að vitja söguslóða og upplifa land ið. Þar sem ekki tókst að fella rfkisstjórnina á land- helgissvikunum og fá kosningar ættu nú vinstri menn að fylkja sér i þessa glæstu ferð og sýna hug sinn um leið og þeir hitta þar baráttufélaga sína á góðri stund." — Svo hljóðuðu þau fögru orð. Þannig getur litilla sanda og litilla sæva póli- tiskt ofstæki að viðbættri skapstirfni skyggt á hvað- eina, jafnvel náttúruskoð- un, f hugum sumra manna. Það er bágt að búa við slikt sálarástand, en pólitik sumra manna er meir I ætt við sálarástand en málefnalega skoðun. „Að skrölta í nokkrum bílum” Eins og Björn Th. Björnsson sagði þá „skrölti fhaldið i nokkrum bílum", nánar tiltekið i 21 langferðabifreiðum með um 1100 ferða- löngum I sína árlegu sumarferð sl. sunnudag. Var þetta einstaklega vel heppnuð ferð að sögn þátttakenda. Í Þjóð- viljanum i gær er og þetta „nokkurra bila skrölt Ihaldsins" orðið tröllvaxið, þvi þar segir i frásögn af ferð Alþýðu- bandalagsins: „Er rúturn- ar stóðu á Sigöldu albúnar að halda niður Þjórsárdal gaf að Ifta reyk að neðan. Var þar Sjálfstæðisflokk urinn og fór mikinn eins og tröllin I fjöllunum. . Von er að þeim ferðafé- lögum Björns Th. litist ekki á blikuna, því þar fóru fleiri en hann sagði fyrir, en I lest Alþýðu- bandalagsins vóru 15 fólksrútur og einn nestis- bfll, svo nákvæmur samanburður sé gerður. Vonandi hafa þeir þó not- ið ferðarinnar eftir sem áður, þótt séð hafi tilsýnd- ar „ihaldshöll". Myndabrengl í Staksteinum i gær varð myndabrengl, sem lesendur hafa sjálfsagt furðað sig á. Þar var vitn- að til hringborðsumræðna Jóns G. Sólness og Lár usar Jónssonar, þing- manna i Norðurlandskjör- dæmi eystra, nieð um- bjóðendum sinum, og áttu myndir af þeim báðum að fylgja. IVIynd Jóns kom á sinum stað en i stað Lár- usar kom óvart sá gamal- kunni Einar Olgeirsson. Velvirðingar er beðið á þessum mistökum, sem vonandi hafa þó ekki komið að sök því báðir mennirnir eru þjóðkunnir og lesendur þvi gjörla átt- að sig á þeim. VANTAR ÞIG VENNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í ty ÞL ALGLÝSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þlí ALG- LÝSIR í MORGLNBLAÐINL Boð Superfos Hydraulic a/s býður hér með þeim fyrirtækjum, sem hafa áhuga á upplýsingasamræðum um 0/H Chain Conveyors — hringflutninga og flutningadælur fyrir fiskiðnaðinn á HÓTEL BORG, PÓSTHÚSSTR/LTI 11, REYKJAVÍK, miðvikudaginn hinn 30. júní 1 976 kl. 10 um 0/H Conveyors miðvikudaginn hinn 30. júni 1 976 kl. 14 um flutningadælur. Superfos Hydraulic eru sérfræðingar í innanhúss flutningakerfum (overhead conveyors) af öllum gerðum fyrir iðnað og stofnanir t.d. þvottahús — sjúkrahús — málningaverkstæði — fiskiðnað — frystihús o.s.frv. Superfos Hydraulic eru sérfræðingar í flutningadælum, sem eru sérstaklega gerðar fyrir fiskimjöls — og síldarbræðsluiðnað. Krafan um flutning í lokuðu kerfi er hérmeð leyst. Möguleikar eru fyrir hendi á persónulegu viðtali á framangreindum degi á Hótel Borg, eða ef óskað er á vinnustöðum næstu daga Fyrir hönd Superfos Hydraulic a/s, verður C.K. Ibsen verkfræðingur til viðtals. Superfos Hydraulic a/s Áderupvej 41 - 4700 Næstved - Danmark TM. (03) 72 42 25 - Telex 46231 dk Superfos Hydrolic er 100% eigið Superfos félag. Superfos Hydrolic a/s framleiðir innanhúss flutningakerfi (overhead conveyors) og vökvaknúin stjórnkerfi á háu tæknisviði Fyrirtækið hefur 160 manns í sinni þjónustu og hafði 19 75 30 milljón króna^Ð) umsetningu og 80% til útflutnings Skuldabréf fasteignatryggð og spariskírteini til sölu. Miðstöð verðbréfavið- skipta er hjá okkur. Fyrirgreiðslu- skrifstofan Fasteigna og verð- bréfasala Vesturgötu 17 simi 16223 Þorleifur Guðmundsson heimasími 12469. Sjá einnig fasteignaauglýsingar á bls. 8 og 9 Hafnarfjörður Til sölu m.a. Hellisgata 3ja herb. rishæð í timburhúsi. Allt sér. Verð kr. 3—3,5 millj. Norðurbraut 3ja herb. steinhús á baklóð. Verð kr. 3,5 millj. Grænakinn Falleg 2ja herb. efri hæð með stórri bilgeymslu. Verð kr. 5 — 5,5 millj Miðvangur 3ja herb. nýleg íbúð í fjölbýlis- húsinu næst Víðistaðaskóla. Mikið útsýni. Hraunhvammur 4ra herb. ibúð á jarðhæð. Verð kr. 5 — 5,5 millj. Erluhraun 5 herb. fallegt einnar hæðar einbýlishús með bilgeymslu og stórri lóð. Árnl Gunniaugsson. hrl. Austurgötu 10, Hafnarfirdi, sími 50764 Eignaskipti Akureyri — Reykjavík Raðhús fokhelt eða lengra komið í Reykjavík óskast í skiptum fyrir nýja 4ra herb. íbúð á Akureyri. Aðrar teg. íbúða koma einnig til greina. Uppl. í síma 96 — 22271 eftir kl. 19. Falleg íbúð í Kópavogi Hef til sölu 4ra herb. íbúð við Ásbraut um 1 10 fm að stærð ásamt bílgeymslu. íbúðin er laus strax. Sigurður Helgason hrl. Þinghólsbraut 53 sími 42390. Einbýlishús í Kópavogi Hef til sölu 4ra herb. einbýlishús við Digranes- veg. Eignin er ný standsett að utan og að mestu leyti að innan og lítur fallega út. Hagstætt verð Sigurður Helgason hrl. Þinghólsbraut 53 sími 42390. Seljendur Höfum örugga kaupendur af 5 herb. endaibúð í Árbæjarhverfi. 3ja—4ra herb. íbúð í vesturbæ, þó ekki skil- yrði. Má þarfnast lagfæringar. ÁFNbP Laugaveg 33. simi 28644 ValgarSur Sigurðsson lögfr. Heimasimi 81814. SAFAMÝRI Til sölu ca 150 fm efri hæð við Safamýri 4 svefnherbergi ásamt góðum bilskúr. SÆVIÐARSUND til söu mjög vönduð sérhæð við Sæviðarsund efri hæð ásamt bilskúr. Laus strax. VESTURBÆR Til sölu ca. 1 30 fm ibúð á efrí hæð á mjög góðum stað i Vesturbæ. Laus strax við góða útb. FOSSVOGUR til sölu vönduð ca 140 fm íbúð á 1. hæð. í ibúðinni eru 4 svefnherb. Þvottaherb. á hæðinni. * KLEPPSVEGUR höfum til sölu mjög góða 1 1 5 fm ibúð sem skiptist i 3 svefnherb., saml. stofur, eldhús og bað. Þvottaherb á hæðinni. I kjallara er gott herb. ca 1 8 fm með aðgangi að snyrtingu. Laus fljótl. LAUGARNESVEGUR tii sölu 95 fm 3ja herb. íbúð á 4. hæð ásamt sfórri geymsiu í kjallara. Yfir ibúðmni er óinnréttað ris, þar er möguleiki á baðstofulofti eða 2 til 3 herb. Ibúðin er laus nú þegar. Fasteignamiðstöðin Austurstræti 7, símar 20424 — 14120, heimasimi 42822 — 30008

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.