Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNÍ 1976 Skák eftir JÓN Þ. ÞOR Sem kunnugt er varð júgó- slavneski stórmeistarinn Lubo- mir Ljubojevic efstur ásamt Friðrik Olafssyni á skákmótinu i Wijk aan Zee í Hollandi. Ljubojevic byrjaði af miklum krafti, tók forystuna þegar í byrjun og hélt henni út mótið, eða þar til Friðrik náði honum i síðustu umferð. Ljubojevic tefl- ir allra manna skemmtilegast, og þegar honum tekst upp standast fáir honum snúning. I 1. umferð mótsins í Wijk aan Zee átti hann í höggi við sov- ézka meistarann Dvoretski og afgreiddi hann á eftirfarandi hátt. Hvítt: M. Dvoretsk Svart: L. Ljubojev j. Sikilevjarvörn 1. e4 — c5,2. Rf3 — d6, 3. Bb5+ —Rd7, 4. d4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bxd7 + — Rxd7, 7. Bg5 — h6, 8. Bh4 — g5, 9. Bg3 — Bg7, 10. 0—0 — g4, 11. Rh4 — cxd4, 12. Rf5 — dxc3, 13. Rxg7+ — Kf8, 14. Rf5 ----cxb2, 15. Hbl — Rf6, 16. Bh4 — Bxf5, 17. exf5 — Db6, 18. Hel — Hc8, 19. He3 — Db5. 20. Bxf6 — exf6, 21. Hb3 — Dxf5, 22. Hlxb2 — b5, 23. h3 — h5, 24. Hb4 — d5, 25. hxg4 — hxg4. 26. Dxg4 — Hxc2! 27. Hxc2 — Dxc2, 28. IId4 — f5, 29. Df3 — Dxa2, 30. Hxd5 — Dal+, 31. Hdl — De5, 32. g3 — Kg7, 33. Da3 — Hh6, 34. Dcl — De4, 35. Dg5 + "— Kh7 og hvítur gaf. Og ekki gekk frænda vorum Ulf Andersson miklu betur gegn Ljubojevic í 3. umferð. Hvítt: L. Ljubojevic Svart: Ulf Andersson Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rc3 -— Dc7, 6. Be2 — a6, 7. 0—0 — Rf6, 8. Be3 — Be7, 9. f4 — d6, 10. Del — 0—0, 11. Dg3 — Bd7, 12. e5?! — dxe5, 13. fxe5 — Rxe5, 14. Bf4 — Bd6, 15. Hadl — I)b8, 16. Hd3 — Re8, 17. Re4 — Bc7, 18. Hc3 — Rc6, 19. Bxc7 — Rxd4, 20. Bd3 — Da7, 21. Rc5 — Bb5, 22. Be5 — Rc6, 23. Bxh7 + ! — Kxh7, 24. Hf4 — f6, 25. Hh4+ — Kg8, 26. Dh3 — Rd8, 27. Bd4 — b6. 28. Rxe6 — Rxe6, 29. Dxe6+ — Df7, 30. De4 — g5, 31. Hh6 — Ha7, 32. Hch3 — Dg7, 33. Hg6 — Haf7, 34. g4 og hér gafst Andersson upp. Kynnt dönsk DANSKA fyrirtækið Superfos Hydrelic hefur ákveðið að gera tilraun til að selja íslendingum meira af flutningakerfum af ýmsu tagi til notkunar í islenzk- um fiskiðnaði, þar á meðal dælur, færibönd o.fl. Verður haldinn fundur á Hótel Borg 30. júní með fulltrúa fyrirtækisins þar sem upplýsingar verða veittar um framleiðslutæ'ki þau sem eru á boðstólum. Superfos Hydrelic hefur sér- hæft sig í slikum flutningakerf- um í fiskiðnaði m.a. til notkunar við framleiðslu fiskimjöls í síldar- olíu. Segir í fréttatilkynningu frá Lars Olsen að fyrirtækið hafi m.a. framleitt sérstakt lokað færi- bandakerfi sem sé talið hag- kvæmt og fari betur með hráefnið sem til vinnslu er en ella. — Loðna Framhald af bls. 32 mun vera á ísbrúninni á þessum slóðum eins og er, og iiggur ís- brúnin t.d. um 30 milum nær Kögri nú en hún gerði fyrir u.þ.b. þremur vikum þegar Bjarni Sæmundsson ; r hér í ieiðangri á sömu slóðui sagði Hjáimar ennfremur Að sögn Hjálmars fannst svo i gærmorgun annar torfublettur um 55—60 mílur vestur frá Kögri eða nokkru austar en hitt svæðið var. Var reynt að ná úr þessari torfu sýnishorni en það tókst ekki. Hins vegar var ætlunin að kanna þetta nánar í gærdag og i nótt sem leið. — Kenna Kan- adamönnum Framhald af bls. 32 Eyjólfur benti á, að enda þótt það mætti til sanns vegar færa að slík ráðgjöf Islendinga gæti hugsanlega orðið til þess að Kanadamenn kæmu undir sig fótunum sem samkeppnisaðili íslendinga á sviði loðnufryst- ingar, þá væri ekki hægt að tala um að nein framleiðsluleyndar- mál giltu innan fiskiðnaðarins og þess vegna væri erfitt að hamla gegn þróun af þessu tagi. Taldi hann t.d. líklegt að ef kanadísk yfirvöld hefðu farið fram á að senda hingað menn til að nema hjá íslendingum framleiðslu frystrar loðnu, þá hefði slíkri málaleitan verið tekið vinsamlega. — Æðarvarp Framhald af bls. 2 inn. Þá færi kjóa einnig fjölg- andi og villiminkurinn væri sem fyrr afleitur, en síðan hefði það gerzt sem ekki hefði komið fyrir um árabil, að örn kom austur fyrir Eyjafjörð i vor. Settist sá að í varpinu á Höfða í Grýtubakkahreppi, þar sem hann gerði mikinn usla og fældi fuglinn burtu. Erfitt væri að eiga við örninn, þar sem hann væri strangfriðaður og ekki hægt að gera teljandi ráð- stafanirgegn honum. Einnig sagði Árni að grá- sleppunetin tækju árlega mik- inn toll, því að þótt ekki færu margir fuglar í hvert net yfir vertíðina, væri netafjöldinn orðinn svo mikill, að þar saxað- ist töluvert á æðafuglsstofninn og einmitt af þeim fugli sem verst væri að missa, þ.e. full- orðnum fugli. Árni kvaðst t.d. hafa heyrt það hjá grásleppu- karli vestan úr Strandasýslu að hjá honum færi alltaf einn til tveir fuglar í net á vorin og hann hefði sagzt vera sann- færður um að það skipti þús- undum æðafugla sem þannig færust miðað við netafjöldann sem þar væri í sjó. Árni sagði aftur á móti, að veðráttan i vor hafi verið hag- stæð, þurrviðrasöm, þanníg að dúnninn hefði af þeim sökum átt að fara vel. I fyrra var dún- tekja hér á landi samtals i kringum 2 þúsund kiló að því er talið er. Verðið á dúninum er nú um 30 þúsund kr. fyrir kilóið, og sagði Árni að dúnn- inn væri þannig langsamlega verðmætasta afurðin hér á landi. Reiknað er með að dúnn úr um 60 hreiðrum þurfi í hvert kiló. — Ólíkar leiðir Framhald af bls. 1 vildu að Evrópa hyrfi aftur til kalda stríðsins." Hann sakaði „maoistaleiðtoga“ i Kina um að hvetja til nýrrar styrjaldar og skipaði þeim á bekk með öðrum öflum sem berðust gegn friðsamlegri sambúð austurs og vesturs. Hann kvað Kínverja vilja milliríkjadeilur sem þeir gætu hagnazt á. Fundinn sitja 114 kommúnista- leiðtogar, þar á meðal Tito Júgó- slavíuforseti og Enrico Berling- uer frá Italíu. Brezhnev virtist hress þrátt fyrir fréttir um að hann hafi átt við heilsubrest að stríða. Áherzla sem Brezhnev lagði á jafnrétti kommúnistaflokka er talin tilslökun gagnvart komm- únistaflokkum ítalíu, Frakklands og fleiri landa. Nicolae Ceuseseu Rúmeníuforseti héit harðorða ræðu þar sem hann lagði áherzlu á sjálfstæði kommúnistaflokka og kommúnistaríkja. — Crosland Framhald af bls. 1 EBE og Islands til að afstýra nýju þorskastríði. Jafnframt hvatti Crosland EBE- ríkin til að birta sameiginlega viljayfirlýsingu um útfærslu fisk- veiðilögsögu þeirra i 200 mílur og hann sagði að Bretar ættu að hafa 50 mílna einkalögsögu. Hins vegar útilokaði hann þann mögu- leika að Bretar færðu út einhliða og sagði að það yrði ekki gert nema Bretar færu úr EBE. Í London var haft eftir brezkum embættismönnum í dag að Bret- land og öll önnur EBE-ríki væru hlynnt 200 mílna efnahagslög- sögu með alþjóðlegu samkomu- lagi, Sagt var að brezka stjórnin legði áherzlu á viðræður við önnur ríki um aðgang sjómanna frá Bretlandi og öðrum aðildar- löndum að fiskimiðum þeirra og takmarkanir á veiðum utanað- komandi ríkja á miðum EBE- ríkja. — Vilja 53 fanga Framhald af bls. 1 stefnu að semja ekki við skæru- liða. I Bonn sagði talsmaður vestur- þýzku stjörnarinnar 1 kvöld að hún væri að reyna að fá ríkis- stjórnir hlutaðeigandi landa til að grípa til sameiginlegra aðgerða vegna kröfu flugvélarræningj- anna. Sex fanganna sem þeir vilja fá leysta úr haldi eru í fangelsum i Vestur-Þýzkalandi, fimm í Kenya, einn í Sviss og einn í Frakkiandi. Efstur á lista fanganna sem ræningjarnir krefjast að leystir verði úr haldi er Kozo Okamoto, eini maðurinn sem lifði af sjálfs- morðsárás japanska Rauða hers- ins á Tel Aviv-flugvöll í mai 1972, þegar 27 biðu bana og 80 særðust. Á listanum er einnig Hilarion Capucci erkibiskup grisk kaþólsku kirkjunnar i Jerúsalem sem var dæmdur í 12 ára fangelsi 1974 fyrir vopnasmygl. Flugvélarræningjarnir hafa hótað að drepa gíslana, en þar af eru 83 ísraelskir ferðamenn. Far- þegarnir og áhöfn flugvélarinnar, sem er breiðþota og frá franska flugfélaginu Air France, eru sagðir við góða heilsu. Öflugur vörður er á flugvellinum. Utvarpið i Uganda hefur varað alla við að fara nálægt flugstöðv- arbyggingunni þar sem flestir eða allir gíslarnir eru hafðir í haldi. F’lugvélarræningjarnir hafa hót- að að sprengja upp bæði gíslana og flugvélina ef einhver kemur of nálægt. Þeir eru sagðir vopnaðir sprengjum. Talsmaður Uganda-stjórnar segir rænigjana félaga úr Alþýðu- fylkingunni til frelsunar Palestínu, PFFLP, þótt samtökin neiti því. — Líbýustjórn Framhald af bls. 1 á flóttamannabúðir Palestínu- manna i Al-Zaatar og Jisr Al- Basha og palestinskur skæruliða- foringi viðurkenndi að þeim hefði tekizt að sækja inn í þorp nálægt örðum búðunum. Jumblatt sagði að ef búðirnar féllu mundu það gera að engu allar vonir um pólitfska lausn i Líbanon. Blaðamenn telja víst að ef búðirnar falli muni vinstrisinn- ar og Palestínumenn hefna sín grimmilega á hægrimönnum annars staðar. Þeir eru þegar komnir inn í kristna hverfið Ain Al-Rummaneh. Jalloud forsætisráðherra sagði að Líbýumenn mundu berjast við hlið Palestinumanna og vinstri- sinna gegn hverjum þeim sem reyndu að veikja andspyrnu Palestínumanna eða skipfa Líban- on. Hann sagði að „Libýa mundi heyja sjálfsmorðsbaráttu þrátt fyrir legu sina“ í þessu skyni. Jafnframt söknuðu Frelsissamtök Palestínu (PLO) Sýrlendinga um samstarf við hægrimenn í þeim tilgangi að fremja fjöldamorð á Palestínumönnum. Utvarpsstöð kristinna manna sagði að liðsafli þeirra hefði unn- ið hvern sigurinn á fætur örðum i1 bardögunum um flóttamanna- búðirnar. Utvarpið sagði að Palestínumenn væru að því komnir að gefast upp en veittu aðeins viðnám þar sem þeir hefðu fengið loforð um stuðning frá vinstrimönnum. — Hitaveita . . . Framhald af bls. 2 lega ódýran og hagkvæman hátt, þá er ekkert sem getur keppt við hann til hitunar húsa — ekki einu sinni rafmagn. Morgunblaðið spurði Jakob Björnsson orku- málastjóra hvort gera mætti ráð fyrir því að verðlagsþróun raf- orku yrði slík i framtiðinni að hún yrði enn fjær því að vera samkeppnisfær við hitaveitu vegna hinna miklu raforkufram- kvæmda, sem ráðizt hafi verið i á stuttum tíma. Jakob sagði að mikið hafi verið rætt um þessa verðlagsþróun, en hann kvað ef til vill of mikið hafa verið rætt um greiðsluerfiðleika i því sam- bandi. Það sem gerzt hefur á siðari árum er, að ráðizt hefur verið í miklar framkvæmdir og í þvi sambandi er allt undir því komið að það takizt að nýta þau mannvirki, sem reist hafa verið. Verður að fá þessum virkjunum, sem reistar hafa verið eins stóran tnarkað og frekast er unnt. Myndi það hafa veruleg áhrif á kostnað- inn. Jakob Björnsson sagði þó að annað sem gerzt hefði væri að lánskjör hefðu versnað mjög frá því sem menn voru vanir fyrir nokkrum árum. Hefur lánstími sérstaklega stytzt og vextir einnig hækkað vegna verðbólgu á al- þjóðavettvangi. íslendingar eru | nú orðnir vanir því að skila aftur stofnfé slíkra mannvirkja á láns- tímanum og þegar t.d. um vatns- aflstöðvar er að ræða þá kvað hann slík mannvirki endast í 40 ár ef ekki lengur. Er því eðlilegur afskriftatimi vatnsaflsstöðva víða erlendis talinn vera 40 ár. Láns- tíminn hér áður fyrr var 25 til 30 ár og munaði þá það litlu að með aðeins hærri afborgunum fyrst á lánstímanum voru manvirkin orðin skuldlaus, er lánstimanum ! lauk. Þegar lánstiminn er svo kominn í 10 til 15 ár, svo að ekki sé talað um skemmri tíma en 10 ár, þá er orðið gjörsamlega óviðráðanlegt að skila fénu aftur á svo stuttum tima. Þetta er sú þróun, sem orðið hefur, og ef menn ætla að halda áfram þessum sið — sagði Jakob, sem hér hefur verið, þá reka menn sig á óyfirstíganlega erfið- leika. Hefur þetta sjálfsagt átt þátt i þvi að menn hafa séð fram á mjög erfiða tíma — sagði Jakob Björnsson og hann bætti við: „Ég held að við verðum að fara að eins og víóast hvar er gert annars stað- ar. Þar er venjulega farin sú leið, að tekin eru ný lán til þess að greiða hin gömlu, þannig að greiðslubyrðinni er i raun dreift á raunverulegan endingartíma. Að visu verður þetta til þess að gera fjármagn dýrara, þar sem auka- kostnaður fylgir nýrri lántöku og vextir hækka. Þetta verður svo samt að vera, því að við þessar aðstæður er ekki um það að ræða að skila lánsfénu aftur á lánstím- anum.“ Þá er þess og að gæta að slíkar lántökur gætu takmarkað lána- möguleika okkar á öðrum sviðum. Þess ber að geta að i saman- burði, sem teknir eru úr skýrslu nefndarinnar, sem áður er getið, er miðað við verðlag í febrúar 1976, þ.e. vísitölu byggingakostn- aðar 1998 stig og olíuverð 25,35 krónur hver lítri. — Samgöngu- ráðherra Framhald af bls. 2 á landi sem ekki nýtur neinna fjárframlaga frá ríkinu. Gunnar benti á, að af um 3500 metra viðlegurými í Reykjavíkur- höfn væru um 2500 m. frá því fyrir 1950 og margár bryggjurnar eru yfir 30 og 40 ára gamlar. Gunnar sagði, að það segði sig sjálft að þegar viðlegan væri orð- in svo gömul þyrfti hún gífurlegt viðhald, og það sem háði aðallega Reykjavíkurhöfn nú væri að tekj- urnar stæðu naumast undir rekstrarútgjöldum og viðhalds- kostnaði, hvað þá að nokkuð væri eftir til að smíða ný mannvirki. Gunnar kvað sömu hafnargjöld vera fyrir allar hafnir á landinu og það hefði einnig haft sitt að segja varðandi fjárhagsvand- ræðin, því að þau hefðu hvergi nærri hækkað í líkingu við verð- bólguna. r — A verkfalls- verði Framhald af bls. 2 6% og 6% sem borgin hefði síðast boðið, nema hvað 8% þar miðuð- ust við undirskrift samninga. Gunnar sagði, að verkfræðingar hefðu á samningafundum slakað nokkrum sinnum á kröfum sinum en ekkert komið á móti frá borg- inni, og verkfræðingar teldu sig ekki geta lækkað kröfur sinar frekar meðan engin viðbrögð kæmu af hálfu borgarinnar. Gunnar sagði, að óánægja verk- fræðinga hjá Reykjavikurborg stafaði m.a. af því að þeir væru orðnir töluvert á eftir starfsfélög- um sínum á almennu verkfræði- stofunum i launum og nefndi hann sem dæmi, að verkfræðing- ar á almennu stofnunum er komn- ir væru í hægta launaflokk hefðu allt «0 216 þúsund kr. í laun fyrir dagvinnu meðan samsvarandi verkfræðingur hjá Reykjavíkur- borg hefði um 145 þúsund krón- ur. Taldi Gunnar ekki óvarlegt að áætlað að verkfræðingar hjá borg- inni væru í kringum 30% lægri í launum en verkfræðingar á hin- um almenna vinnumarkaði miðað við ævilaun. Þá gatjiann þess, að hluti af kaupi verkfræðinga hjá borginni eða sem svaraði um 15% af byrjendalaunum þeirra væri fólginn i skuldbindingu af þeirra hálfu um að þeir störfuðu ekki hjá öðrum aðilum í frítimum sjn- um og þeir þyrftu þess vegna að leita heimildar hjá yfirboðurum sinum i hvert skipti sem þeir hefðu hug á að taka sjálfstætt verkefni að sér. Á sama tfmá væru fjölmörg dæmi þess að opin- berir starfsmenn reyndu að drýgja tekjur sínar með auka- störfum af ýmsu tagi til að bæta sér upp lág laun og þeir þyrftu ekki að bera slíkt undir einn eða neinn. - Engar sprengj- ur á flugvélinni Framhald af bls. 2 annar viðkomustaður hennar á leiðinni til Bretlands. Flugvélin var af gerðinn Michell F.W. 165. Áhöfnina skipuðu 3 menn, en þeir munu allir hafa farizt. Far- angur þeirra vó samtals 75 kg, en að auki var með flugvélinni stjórnarpóstur 75 kg að þyngd. Af honum fannst hvorki tangur né tetur og benda líkur til þess að hann hafi bjargazt úr flakinu, Matur áhafnarinnar vó 15 kg sam- kvæmt hleðsluskirteininu. Þá hafði hún 1.269 brezk gallon elds- neytis og 1.219 ensk pund af sér- stökum útbúnaði, sem munu hafa verið vélbyssur og skotfæri í þær svo og fallhlífar. Af þessari upptalningu er ljóst að engar sprengjur voru i flugvélinni, en af ótta við slfkt var ákveðið að grafa upp flakið, sem samkvæmt þessu er nú óþarfi. Þá fannst einnig handbók yfir flugvélina. Þessi gerð flugvéla var tveggja hreyfla. Við uppgröftinn kom í ljós að önnur skrú^a flugvélar- innar hefur verið feðruð, er hún fórst, en það þýðir að annar hreyfillinn hefur verið dauður. — Salk og Sabin Framhald af bls. 31 ætti að verða eðlilegur þáttur i heilsugæzlu. Áftur á mótrtaldi Sabin að þá eina þyrfti að bólusetja sem hefði komið í ljós að hefðu tilhneigingu til að fá inflúensu og/eða hefðu tekið veikina illa í siðustu skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.